Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 28
28____________MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993__ Heimsmet? I hveiju? > eftir Sverri Ólafsson Veiði í ám og vötnum hefur um árþúsundir verið áhugamál manns- ins og fer reyndar saman við við- leitni hans til að sjá sér og sínum farborða, af náttúrulegri hvöt. Eftir því sem aðstæður okkar mannanna hafa breyst og fæðuöfl- un sem lífsþörf fór að lúta öðrum lögmálum en fyrr á öldum hófu veiðimenn svokallaða „sportveiði". í dag gengur fólk á vit náttúr- unnar til heilbrigðrar útivistar úr daglegu amstri og streitu nútíma- ■> samfélags til þess að hlaða þannig sínar andlegu jafnt sem líkamlegu „rafhlöður". Aðferðimar til að höndla þann unað sem útivist fylgír, eru jafn margar mönnunum; sumir fara í fjallgöngur, jeppaferðir um fjöll og fírnindi, útilegur í tjaldi eða sigling- ar um höfin blá, en aðrir fara í vatnavitjun, til þess að glíma við lax og silung, ganga til rjúpna og gæsa eða gerast tímabundið trillusjó- menn, allt eftir því hvað andinn blæs hveijum og einum í bijóst. Í rás tímans hafa skapast ákveð- in siðalögmál manna á milli sem allt sómakært fólk skilur og virðir. Útivistarfólk, sem ber virðingu og umhyggju fyrir umhverfí sínu, gengur þannig um að ekkert verði eftir á náttstað og leið ferðamanns- ins, annað en fótsporin hans. Jeppa- menn eru orðnir til sóma í langflest- um tilfellum, með því að virða regl- ur um akstur utan vegar og aðra umgengni og hafa reyndar gengið skrefí lengra og eru nú í góðu sam- starfi við umhverfisverndarsamtök jafnt sem yfírvöld, sbr. 4X4 klúbb- inn. Sjómenn eru að mestu hættir að hella olíu og öðrum mengunar- völdum ómælt í sjó eins og áður var daglegt brauð o.s.frv. Meðal veiðimanna gilda líka siða- reglur, bæði skráðar og óskráðar. Grundvallarreglan er sú að veiði- menn skilji eins við veiðivatnið og þeir vildu sjálfir koma að því. Öll umgengni við lífríkið sem skilur eftir varanleg spor og eyði- leggingu, slæm framkoma og virð- ingarleysi fyrir veiðibráð og öðrum veiðimönnum er eitur í beinum allra heiðarlegra veiðimanna. Öll félög þeirra og samtök setja strangar reglur um slík brot, sem varða brottrekstri félagsmanna. Flestir veiðiréttareigendur hafa sett skýrar reglur um umgengni við ár sínar og vötn og tillitssemi við aðra veiðimenn. í mörgum tilvikum hefur einnig verið settur magnkvóti til þess að spoma við rányrkju og annarri röskun lífríkisins. Þessar reglur leggja og gjarnan áherslu á gagnkvæma tillitssemi milli veiðimanna sjálfra. Því miður er til sá flokkur manna, sem telur sig yfir allar siðareglur og í mörgum tilvikum einnig lands- lög hafinn, en gengur fram við sína iðju af fullkomnu skeytingar- og virðingarleysi fyrir lífríkinu, sem og öðrum þegnum þessa lands, sem yndi hafa af veiðimennsku. Laxá á Ásum er líklega einhver HEILSAOG HEILBRIGÐI í PERLUNNI9. -17. OKT. Opið: Virka daga kl. 17-22, laugard. ogsunnud. kl. 13-19. ÓKEYPIS AÐGANGUR Dagur helgaöur óhefðbundnum leiðum til heilbrigðís P E R L A N skærasta veiðiperla veraldar og er þó af ýmsu að taka. „Laxá á Ásum, er góð veiðiá, sumir segja heimsins besta,“ segir Jón ísberg sýslumaður í formála að bókinni Laxá á Ásum, eftir Pál heitinn Pálsson og fleiri. Dr. Hjalti Þórarinsson, Sigurður Sigurðsson landlæknir og Páll S. Pálsson hdl. tóku Laxá á leigu ein- hvern tímann fyrir 1960 og hófu þá strax ræktun hennar, með seiða- sleppingum, takmörkun stanga, tímabundinni friðun og öðrum markvissum aðgerðum. Verk þessara framsýnu manna, auk fágæts skilnings veiðiréttareig- enda við Laxá á þörfum verndunar- sjónarmiða við slíkt náttúruundur, hefur orðið til þess að nú er áin einstök í sinni röð og á engan jafn- ingja í víðri veröld. Þá er mér og bæði ljúft og skylt, að geta Orra Vigfússonar, sem get- ið hefur sér frægðarorð víða um heim fyrir vasklegu framgöngu við verndun villtra laxastofna, sem hann hefur unnið af einstakri ósér- hlífni, en allar íslenskar ár njóta ávaxtanna af hans verkum. Mættu verk þessara manna verða öðrum til eftirbreytni. Veiðréttareigendur við Laxá, settu snemma magn kvóta á ána og héldu honum til margra ára. Leyfð var 20 laxa veiði á stöng á dag. Þótti flestum þetta rausnarleg- ur skammtur og kvörtuðu fáir. Eft- ir því sem árin liðu var þó þessum kvóta aflétt og í staðinn ákváðu menn að treysta veiðimönnum til þess að virða óskráðar siðareglur um eðlilegt magn laxa, sem tekið væri úr ánni hveiju sinni. Víst er um það, að oft hefur áin verið gjöf- ul í bestu árum, svo sem nú í sum- ar, en þó blöskraði víst flestum sómakærum mönnum sá ógnar mokstur sem menn urðu vitni að og lýst var sem um heimssögulegan viðburð væri að ræða. Þrír „mestu sjónrennslissérfræð- ingar“ landsins drápu á einum degi 82 laxa! Minna mátti það ekki vera. Hvaða hvatir liggja að baki slíkri aðför er víst ekki nema á færi snjöll- ustu sálfræðinga að meta, en ég treysti mér þó til að fullyrða að mat flestra veiðimanna er að um einstakt níðingsverk sé að ræða sem gengur þvert á allar þær siðareglur sem í þessum greinarstúf er, getið um og eru í fullu gildi. Það segir sig sjálft að slíkar að- farir hljóta að hafa slæm áhrif á lífríki árinnar, ekki síst þegar tillit er tekið til smæðar hennar. Það er dapurlegt en ekki óþekkt, að þeir sem láta náttúruvernd og slæma umgengni við lífríkið sig ein- hveiju varða þurfa að sitja undir lygum og rangtúlkunum að ekki sé talað um „öfundarhjalið" af hendi umhverfisspilla og vísa ég þeim ummælum til föðurhúsanna, enda sjálfsagt ekki margir þegnar þessa lands sem öfunda, svo dæmi sé tek- ið, þá sem skilið hafa eftir sig svöðusár á viðkvæmum gróðri há- lendisins með ógætilegum akstri utan vegar. Þarna er um nákvæm- lega sama fantaskap að ræða. Ég er einn þeirra gæfusömu manna, sem hafa fengið tækifæri til að njóta útivistar og veiða við Laxá á Ásum en þó mest sem leið- sögumaður annarra veiðimanna, svo sem nú í sumar. Reyndar er ég alinn upp við lax- veiðar frá blautu barnsbeini og fékk minn fyrsta lax í Miðfjarðará, að- eins fimm ára gamall, en hef stund- að bæði stangveiðar með flugu og skotveiðar, mestan hluta æfi minnar. Ég hef á veiðiferli mínum einnig orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast mörgum af mestu fluguveiðisnillingum verald- ar, bæði íslenskum og erlendum, enda hef ég um tuttugu ára skeið haft það sem sumarvinnu að vera leiðsögumaður við margar af bestu veiðiám landsins svo sem Laxá á Ásum, Laxá í Kjós, Miðíjarðará, Grímsá í Borgarfirði og Norðurá. Það hefur verið fróðlegt að kynn- ast veiðitækni og aðferðum þessara manna, en ekki síður þeim siðalög- málum sem þeir hafa að leiðarljósi. Einn þeirra ágætu veiðimanna sem um árabil hafa stundað veiðar við Laxá á Ásum er Bandaríkjamað- urinn E.R. Maticko. Hann lætur m.a. eftirfarandi orð falla í bókinni Laxá á Ásum, í lauslegri þýðingu minni: „A undanförnum árum hefur 20 laxa kvóti árinnar verið lagður af og fóru þá fijótlega að berast frétt- ir af 50-60 laxa veiði á stöng á sólarhring. Hvaða áhrif þetta mun hafa á framtíð stofnsins í ánni er stór spurning. Þar sem veiðileyfi í ánni eru í dýrari kantinum virðist vera tilhneiging til þess að taka eins marga fiska úr ánni og mögu- legt er. Laxveiðimennska virðist draga fram allt það besta og einnig það versta í sumum veiðimönnum. Að vaða í gegnum miðja hyljina vöpnaður kaststöng (maðkastöng, insk.höf.) og 35 punda Hnu til þess eins að ná í 50 laxa og þjóna þann- ig hégómagirnd sinni er ekki íþrótt og sýnir enga umhyggju fyrir ánni eða þeim veiðimönnum sem á eftir koma. Hugsanlega hafa gæði veiði- manna síðustu árin ekki haldist í hendur við gæði árinnar. “ Svo mörg voru þau orð! Nú í sumar var ég sem oftar leið- sögumaður við Laxá á Ásum ásamt bandarískum veiðimönnum. Áin skartaði sínu fegursta og Laxárdalurinn var allur að vakna til lífs eftir kalsamt vorið. Laxinn var genginn um alla á og í viðlíka magni og á bestu árum sem ég minnist frá Laxá. Á undan okkur höfðu góðir vinir minir verið við veiðar (með flugu) í Qóra daga og gengið stórkostlega vel þó að þeir væru þarna í fyrsta skipti og höfðu um áttatíu laxa á tvær stangir í þessa fjóra daga eða sem nemur tíu löxum á dag á stöng. Stórgóð veiði myndu flestir veiði- menn segja. Við gengum því brattir til veið- anna og hugsuðum með tilhlökkun til ánægjulegra stunda framundan. Og Laxá brást ekki frekar en fyrri daginn. Veiðin var stórgóð (8-10 laxar á stöng á dag), vatnið var eins og best verður á kosið og sjá mátti nokkuð stöðugar nýjar göng- ur. Við ( áttum þarna þijá frábæra daga en urðum við svo búið að hverfa frá í nokkra daga, þar sem við höfðum ekki getað fengið sam- fellda veiðidaga eins og við höfðum vonað. Ekki vissum við þá hveijir voru væntanlegir í ána í millitíðinni. Við fórum því til Reykjavíkur til að sinna öðrum erindum en komum síðan aftur norður til að taka upp þráðinn nokkrum dögum síðar. Þar sem ég ók um Hvalfjörð áleiðis norður áði ég um stund í kaffistof- unni í Hvalstöðinni. Það fyrsta sem við mér blasti þegar ég gekk í sal- inn var fyrirsögn með heimsstyij- aldarletri í einu dagblaðanna. Þór- arinn Sigþórsson og Egill Guðjohn- sen við þriðja mann höfðu, að eigin sögn, sett heimsmet í fjölda á lönd- uðum laxi í Laxá á Ásum. Áttatíu og tveir laxar á aðeins einum degi! Þar að auki afli næsta dags, alls um 156 laxar! Mér varð að vonum brugðið, enda hef ég ásamt fjölmörgum öðrum átakanlega reynslu að því að veiða í kjölfarið á „heimsmeistaranum" Þórarni Sigþórssyni og lærisveinum hans. Það þarf og ekki að orðlengja að aðkoman í veiðihúsið var ömur- leg. Þar voru fyrir tveir ítalskir veiði- menn ásamt leiðsögumanni, sem ekki gátu með orðum lýst aðkom- unni að ánni og ekki síður í veiði- húsið, en þar lá dauður og illa far- inn lax um öll gólf og höfðu þeir félagar Þórarinn og Egill Guðjonsen ekki haft fyrir því að setja fískinn í kæligeymslu eða gera aðrar þær ráðstafanir, sem duga til að hann skemmist ekki, enda væntanlega magnið svo mikið að hvetja hefði þurft til þrautþjálfað fiskvinnslufólk til að meðhöndla aflann. Þegar að ánni kom tók ekki betra við. Laxinn var augljóslega orðinn mjög taugaveiklaður og styggur eftir barning þessara miklu vað- hesta. Svo illa að veiðimennirnir þurftu nánast að skríða á fjórum fótum að ánni ef nokkur von um físk átti að vera. Þessi lýsing ítölsku veiðimann- anna kom vel heim og saman við það ástand sem var á ánni þegar við hófum okkar veiðar þennan dag. Það var engu líkara en að við værum komnir í aðra á í öðrum landshluta, en ekki þá yndislegu Laxá, sem við höfðum skilið við fáeinum dögum fyrr. Stórir slorugir ruslasekkir var það fyrsta sem við augum blasti við veiðihúsið og víða á bökkum árinnar, enda er mér tjáð að þannig fleyti þeir félagar aflanum niður ána, enda vart á færi nema heljar- menna að bera 150 laxa yfír mýrar og móa, eins og háttar til við Laxá, en þar er ekki akfært nema að litlu leyti. Heilu hyljimir voru tómir þar sem áður höfðu verið tugir fiska og þeir fiskar sem eftir voru voru svo illa styggir að ég þekki vart annað eins og hef þó sem fyrr segir áður orðið vitni að aðförum þeirra félaga Þór- arins og Egils. Það var augljóslega rétt. Þeir félagar höfðu greinilega sett nýtt „met“ og áttu þó fyrra metið sjálf- ir og verði þeim að góðu! Ég læt þjóðina um að dæma, í hveiju met þeirra félaga er fólgið ... Þarna voru tvímælalaust brotnar ALLAR siðareglur veiðimanna. Þar að auki voru þverbrotnar allar helstu veiðireglur árinnar en þijár þeirra eru sem hér segir: 1. Veiðimenn skulu ávallt hafa í huga að Laxá er mjög viðkvæm veiðiá sökum þess hve hún er vatns- lítil. Bannað er að vaða djúpt í veiði- hyljina og valda þannig laxinum óþarfa ókyrrð. Varast skal að vaða yfir ána eða út í hana á öðrum stöð- um en þar sem nauðsyn þykir og þá á grynningum. Hver veiðinmður skal minnast þess að annar veiðimaður kemur að ánni eftir að hans tími er liðinn og þess vegna verða allir hyljir í ánni að vera friðhelgir fyrir óþarfa sparki og ágangi. Brot gegn reglum þessum og við- vörunum sem hér eru skráðar varða tafarlausum brottrekstri úr ánni og sviptingu veiðileyfis. 2. Aðeins má veiða á tvær steng- ur samtímis í ánni. Tveir mega þó vera í félagi um hveija stöng. Til þess að auðvelda eftirlit er ekki heimilt á veiðitíma að aðrir séu nærri árbakka en þeir sem hafa veiðiheimild. Nú taka við fimm greinar al- menns eðlis en áttunda og síðasta greinin er svohljóðandi: 8. Veiðileyfi skal vera undirritað af hlutaðeigandi veiðiréttareiganda. Veiðileyfi er gefið út á nafn og framsal þess er óheimilt! Svo mörg voru þau orð og ætti að vera óþarfi að orðlengja frekar um þetta mál svo ítarlegar og af- dráttarlausar sem þessar reglur eru. Mig langar þó að gera svolitla grein fyrir því sem fellst í svoköll- uðu „sjónrennsli", sem þeir félagar gjaman kenna sig við og er einhver aumasti brandari laxveiðisögunnar. í þessu skyni hef ég sett saman litla lýsingu, sem þó styðst við áreiðanlegar heimildir! Við skulum sem dæmi gefa okk- ur að ferðinni sé heitið í þekkta, litla laxveiðiá á Norðurlandi. Undirbúningur veiðiferðarinnar Sverrir Ólafsson „Stórir slorugir rusla- sekkir var það fyrsta sem við augum blasti við veiðihúsið og víða á bökkum árinnar, enda er mér Ijáð að þannig fleyti þeir félagar afl- anum niður ána, enda vart á færi nema heljar- menna að bera 150 laxa yfir mýrar og móa, eins og háttar til við Laxá, en þar er ekki akfært nema að litlu leyti.“ hefst snemma vetrar. „Sjónrennsl- isfræðingamir" fá í sína þjónustu „þefara", sem hafa það hlutverk að þefa uppi langan samfelldan fluguveiðitíma í ánni. Þetta er al- gjör forsenda þess að „metveiði" fáist. Það er nefninlega þekkt stað- reynd meðal allra veiðimanna, að í kjölfar slíks tíma stekkur laxinn nánast á land ótilkvaddur ef maðk- urinn er borinn á bakkann og þarf ekki til „dagfarsprúðan“ „kurteis- an“ og „handlaginn“ tannlækni úr Reykjavík eða aðra landsþekkta „snillinga“. Nú hefst erfiðasti þátturinn í allri veiðiferðinni (ef frá er talin aflaseil- ingin) en það er að ná veiðileyfi næsta dag á eftir „útlendingatíman- um“, vandinn er nefniega sá að nokkrir helstu „snillingar sjón- rennslisfræðinnar" hafa verið settir á bannlista í flestum bestu veiðiám landsins, sjálfsagt vegna öfundsýki annarra veiðimanna og veiðiréttar- hafa enda er um ókrýnda konunga laxveiðinnar að ræða og slíkir menn eiga alltaf bágt! Þetta hefur meira að segja gerst án minna afskipta! Líklega spilar það þó einhveija mllu, að veiðimenn hafa í stómm stíl neitað að veiða á eftir þessum misskildu „dagfarsprúðu" höfðingj- um. Ekki deyja menn þó ráðalausir, heldur fá þeir vini, lærisveina í snilldinni eða aðra stuðningsmenn til liðs við sig. Þeir kaupa leyfin, oft á yfírboðnu verði og er nú um að gera að fara með allt „plottið" sem mannsmorð, því það er óleyfi- legt að framselja veiðileyfi til ann- arra en það er stílað á, samkvæmt reglum. Þegar vorar hefst mikil orma- veisla og mikið er tínt enda stendur stórt til. Heimsmetin eru rædd og það er mikill hugur í „ókrýndu kóngunum“ en eftirvæntingarfull aðdáun í tárvotum augum læri- sveinanna, sem ekki fá að fara með í þetta skiptið. Nokkur þúsund maðkar, fleyti- tæki fyrir aflann, og 50 punda „sjónrennslislínan", sem er alltaf til á lager hjá Ellingsen (enda mikið notuð við trilluútgerð á íslandi), stóru maðkastangirnar með sjó- stangarveiðihjólunum, mikið magn ruslasekkja og önnur nauðsynleg tæki; allt er þetta tekið saman og pakkað í bílinn til fararinnar. Þegar að ánni er komið stökkva vöðlu- klæddir „sjónrennslisfræðingarnir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.