Morgunblaðið - 16.10.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 16.10.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 , Mikið Ijón varð af eldi sem kom skyndilega upp í íbúðarhúsi í Grímsey í fyrrínótt Snarræði kom í veg fyrir að eld- urinn breiddist út Grímsey. „ÉG ER ekki búinn að átta mig á þessu ennþá almennilega, það er bara að bíða og sjá til hvemig þetta verður. Það koma menn frá tryggingafélaginu í dag og líta á þetta, maður verður bara að sjá til,“ sagði Brynjólfur Ámason íbúi í raðhúsinu við Hafnargötu 17 í Grímsey, en eldur kom upp í íbúð hans í fyrrinótt sem oili umtals- verðu tjóni. Eldurinn kom upp í norðurenda hússins þar sem búa hjón með tvö börn, en Brynjólfur var einn heima er eldurinn kom upp. Hann vakn- aði um kl. 3 aðfaranótt föstudags og fann mikla reykjarlykt leggja á móti sér er hann opnaði svefnher- bergið, en íbúðin reyndist full af reyk þannig að hann komst ekki út. Greip hann til þess ráðs að brjóta rúðu í glugga herbergisins og hljóp strax og gerði fólki í hús- inu aðvart. Mikill eldur var í anddyri, þvotta- húsi og geymslu íbúðarinnar og þar brann allt sem brunnið gat, en auk þess urðu miklar skemmdir á íbúð og innbúi af völdum sóts, elds og reyks, að sögn Daníels Snorrasonar lögreglufulltrúa Rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri, en hann skoðaði aðstæður í Grímsey í gær. Bjarni Magnússon hreppstjóri og yfirmaður brunavama í eynni sagði að brugðið hefði verið skjótt við. Hann fór á dráttarvél sem stendur í hlaðinu við hús hans og náði í vagninn sem hefur að geyma bens- Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir Umtalsvert tjón í eldsvoða ÍBÚÐIN við Hafnargötu 17 eyðilagðist í eldi í fyrrinótt en næstu húsum tókst að bjarga. índrifna dælu til slökkvistarfa, slöngur og annan útbúnað slökkvi- liðs. Slöngur tengdi hann við brunahana um 150 metra frá brunastað. Slökkvistarf sagði hann að hefði gengið vel, flestir vinnu- færir karlmenn í eynni tóku þátt í starfinu og liðu um 20 mínútur frá því hafist var handa við að slökkva alelda íbúðina þar til menn náðu tökum á eldinum. Um tíma var óttast að eldurinn myndi ná yfír í næstu íbúð og var hún rýmd til öryggis. Snarræði Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri á Akureyri var að störfum í Grímsey í gær og sagði hann greinilegt að Grímseyingar hefðu staðið sig vel við slökkvistarfið. Ekki hefði miklu mátt muna að eldurinn breiddist út yfír í næstu íbúð, en snarræði íbúanna sem þátt tóku í slökkvistarfinu hefði komið í veg fyrir að svo færi. Morgimblaðið/Rúnar Þór STOFNFUNDUR Skinnaiðnaðar var í gær, en fyrirtækið tekur við rekstri þrotabús Islensks skinnaiðnað- ar og tryggir um 120 manns atvinnu. Stofnaðilar Skinnaiðnað- ar 16 og hlutafé 55 millj. SKINNAIÐNAÐUR hf. nýtt fyrirtæki um rekstur þrotabús fs- Stærstu hluthafar Skinnaiðnað- lensks skinnaiðnaðar var stofnað í gær. Stofnhluthafar voru 16 ar eru Akureyrarbær, Iðnþróunar- talsins og hlutafé um 55 milljónir króna. félag Eyjafjarðar, Samvinnulífeyr- issjóðurinn, starfsmenn fyrirtækis- ins, Útgerðarfélag Akureyringa, Kaupfélag Eyfírðinga, Stéttarsam- band bænda, Búnaðarfélag ís- lands, Eyjafjarðarsveit, Glæsibæj- arhreppur og Svalbarðsstrandar- hreppur. Stefnt var að því að safna hluta- fé að upphæð 45 milljónir króna, en þegar upp var staðið og gengið til stofnfundar höfðu safnast um 55 milljónir króna og sagði Ásgeir Magnússon framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar að fleiri aðilar hefðu skrifað sig fyrir hlutafé. 120 í vinnu Um 120 manns fá atvinnu hjá fyrirtækinu, en það tekur við rekstrinum af Rekstrarfélagi Landsbanka íslands sem hefur haft reksturinn á leigu síðustu mánuði. í stjóm Skinnaiðnaðar eru þeir Ásgeir Magnússon, Kristján E. Jóhannesson, Þórarinn E. Sveins- son, Reynir Eiríksson og Gunnar Birgisson. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1993 og féllu í gjalddaga til og með 15. október 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur og tekjuskattshækkun, virð- isaukaskattur fyrir júlí og ágúst ásamt virðisaukaskatts- hækkunum vegna fyrri tímabila, staðgreiðsla og trygginga- gjald fyrir ágúst og september og aðstöðugjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldn- um eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dag- setningu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnámsað- gerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóðs er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir, sem skulda virðisaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald, búast við að starfsstöð verði innsigluð nú þegar. Akureyri, 15. október 1993. Sýslumaðurinn á Akureyri. Böðvar Guðmundsson rithöfundur Semur söngleik um Húsmæðraskól- ann á Laugalandi Ytri-Tjömum, EyJafjarðarsveit. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ hefur ráðið Böðvar Guðmundsson skáld og rithöfund til að semja verk um Húsmæðraskólann á Laugalandi sem var starfræktur í 38 ár, frá 1937 til 1975 þegar hann var lagð- ur niður vegna þverrandi aðsóknar. Katrín Ragnarsdóttir hjá Frey- vangsleikhúsinu sagði að Böðvar væri væntanlegur norður næstu daga til skrafs og ráðagerða og ætlar að dvelja á staðnum um tíma og freista þess að fínna andblæ lið- ins tíma. Hann mun hitta fólk að máli sem gerþekkir sögu skólans, svo sem Gerði Pálsdóttur sem lengi var þar kennari, Guðríði Eiríksdótt- ur síðasta skólastjóra skólans og að sjálfsögðu gamla nemendur, eða námsmeyjar eins og þær voru kall- aðar, stúlkumar sem þama lærðu að verða fyrirmyndar húsfreyjur og eru nú búsettar um allt land. Sannkölluð náma Katrín sagði að skáldið myndi einnig ræða við þá ijölmörgu karl- menn sem vom svo heppnir að ná sér í konu sem þeir kynntust þegar þær vom námsmeyjar á Laugalandi því skólinn var sannkölluð náma fyrir unga menn hér um slóðir. Verkið á að vera söngleikur í léttum dúr og tjlbúið til æfínga haustið 1994. Benjamín Messur á morgun I Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli kl. 11. fyrir há- degi á morgun, sunnudag. Öll böm velkomin og foreldrar era hvattir til þátttöku. Munið kirkju- bílana, annar fer frá Minjasafns- kirkju kl. 10.40 um Oddeyri og Þórunnarstræti og hinn frá Kaupangi kl. 10.40 að Lundar- skóla, Þingvallastræti um Skóg- arlund og Hrafnagilsstræti. Bíl- arnir fara frá kirkjunni kl. 12 sömu leiðir til baka. Guðsþjónusta verður í Akur- eyrarkirkju kl. 14. Már Magnús- son syngur einsöng í athöfninni. Æskulýðsfélagið heldur fund í Kapellunni kl. 17. Biblíulestur verður í Safnaðarheimilinu mánudagskvöldið 18. október kl. 20.30. ■Glerárkirkja: Biblíulestur og bænastund kl. 13.00 í dag, laug- ardag. Barnasamkoma kl. 11. Eldri systkini og eða foreldrar em hvattir til að mæta með böm- unum. Guðsþjónusta verður kl. 14. Að messu lokinni verður molasopi í safnaðarheimilinu. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 17.30. Kyrrðarstund verður í hádeginu miðvikudaginn 20. október milli kl. 12 og 13. Orgel- leikur, helgistund, altarisganga, sameiginlegur málsverður. Kyrrð og friður á miðjum degi í Guðs- húsi. Sóknarprestur BlHvítasunnukirkjan: Sam- koma í umsjá unga fólksins kl. 20.30. í kvöld, laugardagskvöld. Bamakirkjan kl. 11 á morgun, krakkar verið dugleg að mæta og takið vini ykkar með. Vakn- ingarsamkoma kl. 15.30 á sunnudag. Bamagæsla meðan á samkomu stendur. Samskot tek- in til kristniboðsins. Á samko- munum fer fram mikill söngur og allir em hjartanlega velkomn- ir. Hvítasunnukirkjan mun halda samkomu í Sæborg í Hrísey í dag, laugardaginn 16. október, kl. 20. í samkomunni fer fram mikill söngur, einstaklingar segja frá trúarreynslu sinni og Vörður L. Traustason predikar Guðs orð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.