Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 V er ður atvii leysi við vara jltagnnWbKfetfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Staðfest en staðlaust Viðbrögð ríkja Evrópubanda- lagsins við þeim úrskurði þýska stjórnlagadómstólsins, að Maastricht-samkomulagið bryti ekki í bága við þýsku stjórnar- skrána, voru mjög hófstillt þó að þar með væri nær tveggja ára stað- festingarferli loks lokið. Flestar ríkisstjórnir Evrópu önduðu léttar, gáfu út liefðbundnar yfirlýsingar um hversu mikilvægt skref hefði verið stigið en fagnaðarlætin sem búast hefði mátt við létu á sér standa. Samt átti Maastricht að vera upphafið að pólitískum og peninga- legum samruna aðildarríkjanna og því að Evrópubandalagið breyttist í „Evrópusambandið", eins konar millistig milli núverandi ríkjasam- vinnu og sambandsríkis aðildar- ríkjanna tólf. Það samband verður hins vegar líklega aldrei að veru- leika. Þrátt fýrir að samkomulagið hafi nú loks verið staðfest hefur markmiðið um pólitískan samruna líklega aldrei virst fjarlægara frá stofnun EB en einmitt nú. Niðurstaða stjórnlagadómstóls- ins í Karlsruhe kom í sjálfu sér ekki mjög á óvart. Flestir höfðu búist við, að hann myndi fallast á að Þjóðveijar staðfestu Maastric- ht-samkomulagið. Það sem stjórn- málamenn óttuðust helst var að dómstóllinn myndi setja það ströng skilyrði fyrir þátttöku Þjóðverja í Maastricht að samkomulagið yrði í raun marklaust. Skilyrði stjómlagadómstólsins eru ekki það afdráttarlaus en gætu samt sem áður orðið til þess að markmið Maastricht-samkomu- lagsins verði orðin tóm. Þannig ákvað dómstóllinn að Þjóðveijar muni ekki sjálfkrafa taka þátt í lokastigi hins peningalega sam- runa, þegar gjaldmiðlar einstakra ríkja verða teknir úr umferð og einn sameiginlegur gjaldmiðill tek- inn upp í staðinn, heldur verður Sambandsþingið að taka um það ákvörðun þegar þar að kemur. Þá áskildi stjómlagadómstóllinn sér þann rétt að taka upp málið að nýju á síðari stigum ef hinn evr- ópski samruni virtist ætla að taka á sig aðra mynd heldur en Ma- astricht kvæði á um. Strangt til- tekið gæti þetta þýtt að Þjóðveijar áskilji sér rétt til að draga sig út úr hveiju því samstarfi, innan ramma Maastricht, sem þeir telja sig ekki geta tekið þátt í í framtíð- inni! Einn og sér hefði þessi úrskurð- ur stjórnlagadómstólsins kannski ekki breytt miklu. Þegar hann er hins vegar settur í samhengi við þann pólitíska mótbyr sem Ma- astricht hefur mætt í Evrópu á undanfömum tveimur árum gæti hann ráðið úrslitum. í stað þess að sameina þjóðir Evrópu í eina „evrópska“ heild hefur samkomu- lagið frekar orðið til þess að ýta undir andstöðu við miðstýringu frá Bmssel og þá þjóðernishyggju sem það átti að útrýma. Sú rígbinding gengisskráningar evrópskra gjald- miðla innan EMS, sem tekin var upp til að ná fram markmiðinu um peningalegan samruna, varð til þess að splundra evrópska gengis- samstarfínu í stað þess að styrkja það. Enginn átti von á þessari megnu andstöðu almennings, sem hófst með því að Danir höfnuðu sam- komulaginu í þjóðaratkvæða- greiðslu í júní í fyrra. Eftir hótan- ir um útilokun og samkomulag um undanþágur frá Maastricht sam- þykktu Danir þó samkomulagið í annarri atkvæðagreiðslu í sumar. I Frakkland reyndist einnig vera mikil andstaða við samkomulagið og var það samþykkt með mjög tæpum meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu í fyrrahaust. Breska þingið var i uppnámi í marga mánuði vegna andstöðu við Maastricht og skoðanakannanir benda til að stór hluti þýsku þjóðar- innar sé því einnig andsnúinn. Maastricht-samkomulagið nýtur einungis víðtæks stuðnings í þeim ríkjum, sem búast mega við veru- legum fjárframlögum úr sjóðum bandalagsins á næstu árum auk Beneluxríkjanna! Á næsta leiðtogafundi Evrópu- bandalagsins, sem haldinn verður í Brussel í lok mánaðarins, má búast við að gefnar verði út yfirlýs- ingar eins og ekkert hafi í skorist. Þá er talið víst að fulltrúar ríkj- anna sex, sem stofnuðu Evrópu- bandalagið árið 1957, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Belgíu, Hol- lands og Lúxemborgar, auk full- trúa Spánar, vilji álykta um að áfram sé stefnt að peningalegum samruna árið 1999. Með því væru leiðtogar Evrópu- bandalagsins að flýja veruleikann enn einu sinni og taka skref í átt frá nánari samvinnu aðildarríkj- anna í stað þess að nálgast hana. Maastricht var aldrei annað en draumsýn byggð á veruleika sem ekki er til staðar lengur. Ef hug- myndin um „sameinaða Evrópu“ í þeim skilningi að öllu eigi að steypa saman hefur einhvern tímann átt við þá á hún það ekki nú. Styrkur Evrópu er fólgin í fjölbreytni henn- ar en ekki einhæfni. Ríki Evrópu eiga margt sameiginlegt en alls ekki allt. Þó náin samvinna sé nauðsynleg á mörgum sviðum má hún aldrei verða til þess að draga um of úr áhrifum grunneining- anna, ríkjanna sjálfra. Evrópuþing getur aldrei leyst þjóðþingin af hólmi rétt eins og framkvæmda- stjórn í Brussel getur aldrei komið í stað ríkisstjóma einstakra ríkja. Þessu virðast flestir hafa gert sér grein fyrir. Þótt áfram verði rætt um efnahagslegan og pólitísk- an samruna trúa fæstir því að þau markmið eigi eftir að verða að veruleika. Maastricht-samkomu- lagið er ekki dautt í þeim skilningi að það heyri nú sögunni til. Það mun eflaust áfram verða ofarlega í umræðunni næstu misserin. Hins vegar eru markmið þess að mestu leyti staðlausir stafir. Lærdómur- inn af atburðum undanfarinna tveggja ára er að hinn pólitíski vilji er ekki til staðar. Og án póli- tísks vilja skipta sáttmálar litlu. eftir Ólaf Ólafsson Á alþjóðlegum fundi heilbrigðis- starfsfólks, líffræðinga, félagsfræð- inga, hagfræðinga, stjórnmála- manna o.fl. um heilsufar á norður- slóðum (On Circumpolar Health) sem nýlega var haldinn í Reykjavík, var meðal annars rætt um atvinnuleysi og afleiðingar þess. Meðal margra þjóðarbrota á Norðurslóðum er meirihluti fólksins atvinnulaus. Efnahags- og menningarstraumar hvíta mannsins hafa ekki reynst „golfstraumar" framfara og menn- ingar á þeim slóðum. Mörg þjóðfé- lögin eru í efnahagslegri og félags- legri rúst og veiðilendur orðnar að bannsvæðum. Rætt var um ástandið á Norðurlöndum og í OECD-löndum en þar eru samkvæmt opinberum tölum nær 40 milljónir manna at- vinnulausar. Spáð var í vaxandi at- vinnuleysi og ekki er útlit fyrir úr- bætur í náinni framtíð. Atvinnuleysi meira en tölur herma - raunverulegur fjöldi atvinnulausra Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar taldi að yfirleitt væru opinberar tölur um atvinnuleysi rangar. Við athugun í mörgum borg- um Evrópu kemur í ljós að í viðbót við skráða atvinnulausa bætast við hópar sem gefist hafa upp á að leita eftir bótum, enda hafa margir þeirra aldrei haft atvinnu, aðrir stunda „at- vinnubætandi“ vinnu og síðan bætist við „dulið“ atvinnuleysi. Að viðbætt- um þessum hópum taldi hann að yfir 50 milljónir manna væru raun- verulega atvinnulausar í OECD-ríkj- um. Samkvæmt upplýsingum frá OECD-skrifstofunni í París greiða Vestur-Evrópulöndin nú um 8.000 milljarða króna í atvinnuleysisbætur á ári en aðeins helmingur af upphæð- inni fer til þess að útvega fólki vinnu. Á íslandi hefur atvinnuleysið fjór- faldast og langtímaatvinnuleysið þre- til fjórfaldast á siðastliðnum tveimur árum.1 Samkvæmt opinber- um tölum var skráð atvinnuleysi í maí/júní 1993 5%, en trúlega var hið raunverulega atvinnuleysi 7-8%. Atvinnuleysi meðal ungs fólks var þó meira, eða um 10%. Meirihluti þess fólks sem hefur verið atvinnu- laust í 3-5 ár verður óvirkir þjóðfé- lagsþegnar.2 Helstu ástæður Ástæður atvinnuleysis geta verið margar en nokkrar má nefna: Hjálparstofnun kirkjunnar aug- lýsti í vor eftir fjármálastjóra til starfa þar og var Auðunn Bjarni ráðinn úr hópi nærri 30 umsækj- enda. Mál hafa hins vegar þróast þannig að Auðunn Bjarni verður 1) í mörgum atvinnugreinum hef- ur reynst unnt að auka framleiðsl- una, þó að starfsfólki hafi fækkað verulega. Má þar nefna landbúnað, banka- og tryggingageira, opinber störf, prentiðnað o.fl. o.fl., en þar hafa mörg störf verið lögð niður meðal annars vegna tæknibreytinga, tölvuvæðingar og sjálfvirkni. Með hratt vaxandi tæknivæðingu getur störfum í frystihúsum á íslandi fækkað verulega. Fleiri dæmi mætti nefna. 2) Árlega fækkar störfum í vest- rænum iðnríkjum vegna harðnandi samkeppni frá tæknivæddum lág- launaþjóðum í Asíu og nú bætist við ódýr innflutningur frá Austur-Evr- ópu. Stórfyrirtæki iðnaðarþjóðanna hafa beint og óbeint stuðlað að þess- ari þróun og skapað vinnu fyrir lág- launastéttir í þróunarlöndunum. Þetta kemur sér vel fyrir íbúa þess- ara landa og að vissu leyti fyrir neyt- endur iðnaðarþjóðfélaganna - en framleiðslan dregst saman í iðnríkj- um og þess vegna er þetta slæm þróun ef til skemmri tíma er litið. Vestrænar þjóðir, þ. á m. íslending- ar, þurfa tíma til að aðlaga fram- leiðsluhætti sína að þessum breyt- ingum. Með meiri fyrirhyggju á þessu sviði væri atvinnuleysi trúlega minna. En menn gæta ekki að því að í kjölfar fjármagnsflutninga fylgja framleiðslutækifærin og fólkið situr tómhent eftir. Ef samverkandi orsök atvinnu- leysis er að launþegar hafi verðlagt vinnu sína of hátt og að stirðleikinn í ráðningarfyrirkomulagi á vinnu- markaðnum sé vandamál - þýðir lít- ið að hækka laun. Ef atvinnuleysið stafar aðallega að því að eftirspurn- in hefur minnkað þýðir lítið að lækka launin. 3) Aðrir telja að orsök atvinnu- leysis á íslandi sé að verulegu leyti stórfelld fjárfestingarmistök á síð- astliðnum árum samfara miklum skuldum. Óvirkir þegnar Samkvæmt upplýsingum þátttak- enda frá Norður-Ámeríku hefur þró- unin í Bandaríkjunum orðið svipuð og í Evrópu nema að dregið hefur úr atvinnuleysi, sem var þar fyrir nokkrum árum. Samkvæmt opinber- um tölum hefur atvinnutækifærum fjölgað verulega þar á síðustu árum. En þessar tölur segja þó ekki nema hálfan sannleikann. 1) Einungis 60% atvinnulausra eru á skrá og þá aðeins í sex mán- fenginn til að sjá um framleiðslu og dreifingu á ofnum og undirbúa vetrarkomuna og er hér að minnsta kosti um þriggja mánaða verkefni að ræða. „Hlutverk mitt verður að sjá um „Á ráðstefnunni komu fram óræk gögn um að langtímaatvinnuleysi fylgja veikindi og fé- lagsleg vandamál. í grónum þjóðfélögum nágrannalandanna má sjá þess merki, þegar atvinnuleysið nær til 5% vinnandi fólks. í mörg- um borgum Norðurland- anna eru í raun 25-30% ungs fólks atvinnulaus. Fólkið ber þess merki. Sem dæmi má nefna að heimsóknum ungs fólks til geðlækna og sálfræð- inga hefur fjölgað um 40-50% í sumum vel- ferðarborgum Norður- landa.“ uði. Síðan hverfa þeir atvinnulausu af skrá og falla í flokk óvirkra þjóð- félagsþegna efnahagslega séð (econ- omically inactive). Stórir hópar fá því enga aðstoð. Opinberar tölur um atvinnuleysi eru því í mörgum tilfell- um rangar.3 2) Atvinnutækifærum hefur nær eingöngu fjölgað í láglaunastörfum. í tækni- og þjónustugreinum hverfa hálauna- og meðallaunastörf en þeir heppnu fá láglaunastörf t.d. við af- greiðslu á hamborgarastöðum, stór- mörkuðum, lagerstörf og á „gráa markaðnum". Svipuð dæmi má nefna frá íslandi. Laun fólks í meðal- launastörfum hafa lækkað um 20-25% og félags- og tryggingarétt- indi hafa rýrnað að sama skapi.2 Með auknum hagvexti gæti ástandið batnað. Athyglisvert er að í Bandaríkjun- um og Japan er tiltölulega lítið at- vinnuleysi og lág verðbólga sem samræmist ekki sumum hagfræði- kenningum.11 Fylgikvillar langtímaatvinnuleysis6"9 Á ráðstefnunni komu fram óræk gögn um að langtímaatvinnuleysi fylgja veikindi og félagsleg vanda- mál. í grónum þjóðfélögum ná- grannalandanna má sjá þess merki, framleiðslu á ofnum, eins konar kabyssum, í fjórum verksmiðjum í Bosníu og sjá síðan um dreifingu og uppsetningu þeirra,“ segir Auð- unn Bjarni Olafsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þetta er samvinnuverkefni Lútherska heimssambandsins og Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Ofnarnir verða settjr upp víða í Bosníu og Króatíu og er uppsetn- ing þeirra liður í að búa fólk undir veturinn sem þarna verður iðulega kaldur og harður. Öll dreifing á gasi og rafmagni til húshitunar er Ráðinn til að sjá um leiðslu á ofnum í Kr „NÚNA er að rætast nærri 10 ára gamall draumur um að komast til hjálparstarfa erlendis en í árslok 1984 hafði ég ráðið mig til starfa í Súdan fyrir Hjálparstofnun norsku kirkjunnar sem ekkert varð af vegna borgarastríðsins sem braust þá út í Súdan. í þetta sinn mun ég starfa á vegum Lútherska heimssambandsins í Króatíu og er ráðinn þangað fyrir milligöngu Hjálparstofnunar kirkjunnar,“ segir Auðunn Bjarni Ólafsson sem heldur af stað þangað nú um miðjan mánuðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.