Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 ^ VEmNGAHUS Operusöngnr og dýrir vindlar Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Maria Finnbogadóttir söng vinningslagið II Bacio eftir Luigi Ardite við undirleik Reynis Jónassonar. Guðrún María Finnbogadóttir, 24 ára nemi í Söngskólanum í Reykjavík, varð sigurvegari í keppni sem að undanförnu hefur farið fram á vegum Argentínu steikhúss og Söngskólans í Reykja- vík. Sigurlaunin eru ferð til New York fyrir tvo, auk miða á Metro- politanóperuna. Tíu söngvarar tóku þátt í keppninni, allir frá sama söngskólanum. Úrslitin voru kynnt síð'astliðinn fimmtudag, en um leið kynntu Óskar Finnsson og Kristján Þ. Sigfússon, eigendur Argentínu nýja vínstofu. Stefnir á nám í London Guðrún María, sem er sópran, var síðastliðinn vetur þátttakandi í tónlistar-leikhúsnámskeiði á veg- um Söngskólans og fór þar með hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Næsta vor lýkur hún 8. stigi í einsöngsnámi við Söngskólann. Kennarar hennar eru Elísabet F. Eiríksdóttir og Elín Guðmundsdóttir, en hún er jafn- framt undirleikari Guðrúnar. Guðrún María stefnir á frekara nám að þessu loknu. „í desember fer ég til Englands þar sem ég ætla að þreyta inntökupróf í Royal Academic í London. Eg stefni á að komast í óperudeildina og tak- ist mér það verð ég þar að minnsta kosti næstu tvö árin,“ sagði hún. Vínstofan heitir Jakobsstofa Hinni nýju vínstofu Argentínu, sem teiknuð er af Sigrúnu Reynis- dóttur, hefur verið gefið nafnið Jakobsstofa í höfuðið á ógæfu- manni nokkrum sem þar bjó. Var Jónas Þór kjötiðnaðarmaður, sem unnið hefur lengi í samvinnu við Argentínu, fenginn til að gefa stof- unni nafn og gerði hann það á táknrænan hátt; hellti smádreitli af koníaki á eldinn sem logaði í arninum. Óskar Finnsson sagði við opnun- ina að veitingahúsið byði nú upp á mesta vindlaúrval í Evrópu, auk þess sem bætt hefði verið við göml- um og frægum víntegundum og nefndi í því sambandi árganga frá 1936, ’48 og ’49. Óskar og Kristján fóru á tveggja daga námskeið hjá Davidoff-fyrirtækinu til að læra að meðhöndla og kveikja í vindlunum fyrir gesti. Það þykir ekki við hæfi að gestim- ir sjái um það sjálfir og fá þeir því vindlana ekki í hend- ur fyrr en farið er að loga vel í þeim. „Þessir vindlar sem við bjóðum upp á eru allir handvafðir eftir kúnstarinnar reglum, en það tekur átta ár að læra að handvefja vindla," sagði Óskar. Handvafðir vindlar í anda Kastrós og Churchills Meðal vindla sem boðið er upp á er kvöldverðarvindill Kastrós, sem Óskar segir að sé vandfenginn. Kvaðst hann hafa hringt víða til að kanna hvort þeir fengjust, meðal annars á flug- vellina í Tókíó og París. Fengust þeir aðeins á öðrum staðnum og einungis einn kassi. Það er kannski ekki furða, þar sem kassi með 25 vindlum kostar í kringum 29 þús- und krónur. Einn slíkur vindill kostar 1.800 krónur á Argentínu. Dýrasti vindillinn á veitingastaðn- um er Churchill-vindill Romeo og Juliette, en hann kostar 1.950 krónur. „Það era margir vindlar kallaðir Churchill-vindlar," sagði Óskar, „en þetta er sá eini rétti, þ.e.a.s. sams konar vindill og Churchill reykti." Á k 1 1 Á Á HÓTEL ÍSLANDI I KVOLD ÞÓR NIELSEN - HARALD G. HARALDS - STEFÁN JÓNSSON - MJÖLL HÓLM - GARÐAR GUÐMUNDS - SIGGIJOHNNY - ANNNA VILHJÁLMS - BERTI MÖLLER - ASTRID JENSDÓTTIR - EINAR JÚLÍUSS. - ÞORSTEINN EGGERTS - SIGURDÓR SIGURDÓRS. KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON. ! ÍT Jmfr GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT STÓRHLJÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA: Gunnar Þórðarson - Rúnar Júlíusson -Engilbert Jensen - Jón Kjell- Rúnar Georgsson - Einar Scheving- Ásgeir Steingrímson - Helga Möller Matoedill Sjávarréttatrió m/<finnep.*<tó<tu Lambahnetiuteik m/bakacfri kartöflu og kontak<i<H'eppa<HMu Kaffiíj m/<iberry<ió.iu og kiwi Næstu sýningar: 16. okt. - 23. okt. - 13. nóv. - 20. nóv. - 27. nóv PÁU ðSKAR 06 MILJÓNAMÆRINGARNIR leika fyrir dansi til kl. 03. Verð kr. 3.900 m/sýningu og mat Verð kr. 1.500 m/sýningu Verð kr. 1.000 eftir sýníngu Miða- og borðapantanir milli kl. 13 og 17 alla daga ísíma 687111. <► <► <► <► n <> <> <► s <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► Kristinn Þ. Sigfússon (t.v.) og Óskar Finsson standa hér stoltir við vindlakassann, sem er í nýju vínstofunni. Bak við þá sér glitta í Bergþór Pálsson óperusöngvara. RITHÖFUNDUR Kvikmyndað eftir sög- um Johns Grishams John Grisham rithöfundur hefur skrifað fjórar bækur á fímm árum. Meðal þeirra er bókin „The Firm“ eða „Fyrirtækið", sem nú er verið að taka til sýninga í kvik- myndahúsum í Reykjavík. „Ég kem ekki nálægt kvikmyndunum. Ég vissi reyndar ekki af því þegar tök- ur vora hafnar á kvikmyndinni „The Firm“ fyrr en ég sá mynd af Tom Cruise [sem leikur aðalhlutverkið] í dagblaði," sagði John í nýlegu viðtali. Julia Roberts fær hlutverk en ekki Macauley Culkin Tvær aðrar myndir era í bígerð og segist hann búast við því að Julia Roberts leiki aðalhlutverkið í „The Pelican Brief“. Það sé eina nafnið sem hann hafi heyrt tengt þeirri mynd. „Ég veit ekki hver leik- ur Mark Sway í „The Client". Það verður að minnsta kosti ekki Mac- auley Culkin. Framleiðendumir vilja fá einhvern annan í það hlutverk," sagði John. Nýjasta bók hans er einmitt „The Client“ eða „Viðskiptavinurinn". Þar er aðalsöguhetjan 11 ára dreng- ur sem býr með móður sinni og bróður. Eins og í fyrri bókum Johns er hér um spennusögu að ræða og kveðst hann oft hafa velt því fyrir sér hvort 11 ára drengur gæti upp- hugsað þær klókindalegu aðferðir sem hann er látinn framkvæma. John á sjálfur 9 ára gamlan son, sem hann segist hafa notað til viðm- John Grisham er höfundur bók- arinnar „The Firm“ sem nú er verið að hefja sýningar á í kvik- myndahúsum í Reykjavík. iðunar. Þannig komst hann að þeirri niðurstöðu að plottið gæti gengið upp. Renee, eiginkona Johns, sér um að ganga frá bókunum til útgáfu þegar John hefur skrifað þær. „Hún er mjög góð að fullgera kvenpersón- urnar. Við eigum alltaf í líflegum umræðum, en hún hefur nánast alltaf rétt fyrir sér,“ segir hann og viðurkennir að hann verði oft svekktur en láti hana ráða. Intematíonal School Opens Its Doors Bv Nancttt w d«f Lui. ——-.. ' • ; . : P*ffRt< wuípx itui : MmtUIC l*j |(W ltK TV >tW n, im •*“ M vkKlwu •>,« »«h»r pi'r.+ic Kksol ww- Uutláb iod^ itxíio ‘uhI kh wctit o! aj, Hptfr-BíMoyjoU. “"‘6'ÍIXMteUílJCljWIVWlUK.V, ,lN t» cW* I* II* ■«*e <W. w í«v» t wfc«lí»«ip> iStff«ií;ihKa»r lo g*S* Ai^Aiwkw tte-m. \tll pvp-.K b».o «: 1K- n+ uht& trj t* k- iwifd MvítK la Mtctn !<. eú ttmt Wteijíftr,'. ctot siiwífefc,. M ■ «0 lífcdgrfci: Ihroufn. Aflcr n ■»,. *0>*fl:irt:|, b« trlp, i*c 4 w tiWrt ttu VKV «ör«i«n ol UW áotat fatiu IK' fov.'Pr//ídct H:B teV* «■ .Kiyr 1«*»^ iftjXhwcs toddtÆo (r.-i 25 r»x uii;cj tc. KK, M „„ ln»u ir.rtt«j( vv.U ttícjí *twd«afct, IW Ix iVoMci v:«Vi\W. lk.‘4v» toe u cvotFjoi. Itj tvojcc nfvecJ. ortioj ihc fcu ttew « wiucti tw r* mimiMáuáSm dweta, hc WW)' m\ oiiesMiua ui vnxxi, rri- <f.») íi ifce JUucoov: (W KAtyJ w rtiruwtarily Nxisal. pn.-vmt 4n(| I»ýþ» twr* rlv<* IUWOS Íhe cUm.. lotabi.sctjkjifcfcU wkh ibe m. pjftJ Jjti Ko'nti;- feci fcr tlx ' ið'JntfVW. n* líhooi, >rhk>. cn&uj «uu*d WuCKUv.VfcMMIIflM »>**«**„*, AAflct-AinírKTœ VJmtil. ? ib> nifcj, tuiúcM Jca m títtxxt r(ro.*<fcf a.fc»lf (rvct r-oco »pca»ivt, xj $|: igp p<-i ,Wáif iW (KtWl fOdt*. !U»Aueiie«noíÍKlíimmuM l'fcáwio 1« -Mxrtv'MW,,, Mwfcvw fct » Bfcby of titevrífcfc.Jfcux- ðtÁkl«|xM ÍWlUtif u#ut Thc kúi MiKMlkwwd inMoKmvV iftVHí*, *ti,- ,r.M*d W llw KJiOul iciií Iicc, Kccunknr o> Cfcicci-JJtiv Hjfcfj Bocp. Ir. rvdm for <Vj*» IkCKÍyxfc ***** irjfSofcfvWn'niíií VípSlWfcCC "CfcOtUxirM IW úf <1o**io«ia. locaJaJ« » fcaij: tfc IV ijpWfl^Wrt.tÁc :vu. fccní «iiR hwr má*>. hoi ii* OafJcor iwm wi3 W bt>4 íi í Wírtw pait, k.-mJ <vrihcKfcí>oUs*«icol Ihc tcLxA pfiaei-tj. Olfcy Béy ctt, ixxl cfíwU cottiMX !0 !bxJ NEMENDUR Finnbogi Rútur hefur skólag'öng'u í Moskvu Meðfylgjandi frétt og mynd sem er að hefja skólagöngu í birtist í Moskvublaðinu Alþjóðaskólanum í Moskvu er The Moscow Times fyrir nokkr- Islendingur og heitir Finnbogi um vikum. Pilturinn á myndinni Rútur Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.