Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBÉR 1993 31 Hagkvæmari sorphirða á grundvelli hringrásar hlutanna eftir Sigríði A. Asgrímsdóttur Karleby er finnskur bær sem fyr- ir nokkrum árum hafði orð á sér fyrir að bera það með sér að iðnaður og atvinnulíf setti óæskilegt mark á útlit og umhverfi bæjarins. Bærinn var ekki til þess fallinn að laða að sér erlenda ferðamenn. Þegar við- skipti Finna við Rússa minnkuðu fyrir nokkrum árum og iðnaðurinn fór að ganga verr jókst atvinnuleysi i Karleby og varð þar meira en að meðaltali yfir landið. Bæjarstjóm- inni datt þá það snjallræði í hug að nýta sér tilboð ríkisstjómarinnar um styrki til atvinnuskapandi verkefna í sveitarfélaginu og í samvinnu við umhverfisráðuneytið finnska var stofnsett endurvinnslu- og sorp- hirðufyrirtæki, „Cirkulationcentra- len“, og mörkuð framsækin áætlun um nýja stefnu um aukna endur- vinnslu og endurhæfingu í bænum. Fyrirmyndin er komin frá Þýska- landi en Finnar hafa á síðustu miss- emm tekið upp endurvinnslu sorps og skólps miklu víðar en í Karleby og standa nokkuð framarlega í nýrri tækni í sorphirðumálum. Vegna hins nýja og sérstæða endurvinnslu- og endurhæfingarverkefnis í Karleby hafa margir erlendir gestir lagt leið sína þangað til þess að sjá starfsem- ina með eigin augum læra af reynslu íbúanna. Ég átti þess kost að hlýða á fram- kvæmdastjóra Hringrásarmiðstöðv- arinnar í vor þar sem hann sagði frá hvemig verkefnið fór af stað og hvemig reynt sé að meta árang- urinn. Tel ég þetta verkefni í Karleby afar áhugavert fyrir íslensk sveitar- félög sem standa frammi fyrir svip- uðum aðstæðum nú, minnkandi at- vinnu og aukningu kostnaðar við meðhöndlun sorps. Þegar ég fór að hugleiða mögu- leika á sorpmeðhöndlun á íslandi með svipuðu sniði og í Karleby datt mér í hug að byija þyrfti á því að innleiða nýtt hugtak á íslensku yfír hluti sem hætt er að nota og lenda þess vegna í sorpinu. Munir sem eigendur hafa kosið að afsala sér tilkalls til með því að afhenda þá til sorpmeðhöndlunar ætti ekki að kalla msl eða sorp. Endumýtanlegt sorp er líka afar hvimleitt orðatiltæki og nær tæplega þeirri merkingu sem hugmyndin hringrás hlutanna gerir ráð fyrir. Það mundi auðvelda fólki að endurmeta gildi hluta sem nú kallast msl og sorp en eru í raun hlutir með ákveðið verðgildi. Með verkefninu í Karleby fólst viðhorfsbreyting til verðmætamats sem tengist minnkandi launatekjum. Verkefnisstjórnin markaði stefnu í ráðningarmálum starfsmanna sem fólst í því að dreifa atvinnu milli þeirra sem lengi höfðu verið á at- vinnuleysisskrá í bænum. Með verkefninu skyldi stefnt að sem mestri endurnýtingu, hvetja til flokkunar sorps á notkunarstað, minnka magn þess sorps sem kæmi til sorpmóttökustöðva og auka af- kastagetu eftirlits með sorpmeð- höndlun í heild. Einnig var ákveðið að gera tilraunir með jarðgerð líf- ræns úrgangs, eða skömun, og skapa verðmæta ræktunarmold. Til þess að framkvæma þessa nýju stefnu var Hringrásarmiðstöðin stofnsett í Karleby í tengslum við „Endurnýtanlegt sorp er líka afar hvimleitt orðatil- tæki og nær tæplega þeirri merkingu sem hug- myndin hringrás hlut- anna gerir ráð fyrir. Það mundi auðvelda fólki að endurmeta gildi hluta sem nú kallast rusl og sorp en eru í raun hlutir með ákveðið verðgildi.“ sorphirðukerfi bæjarins og hófst skipulögð starfsemi í mörgum deild- um árið 1990. Rekstur tré- og málm- verkstæða, glervinnslu og fatabúrs hefur farið vaxandi með aukinni nýtni. Fyrirkomulag hefur tekið breytingum og starfsemin er í stöð- ugri þróun. Umfang sorps í Karleby hefur minnkað um 33% frá 1990 til 1993 og nú fer meira en helmingur þess til endurvinnslu. Árið 1992 skiptist sorpið þannig að 52% fór í endurvinnslu, 47% í sporpeyðingu (sorpbrennslu) og 1% fór í sérstaka eyðingu sem hættulegur úrgangur sem kom aðallega frá iðnaðinum. Hringrásarmiðstöðin hefur unnið ýmis verkefni sem verktaki og ráð- gjafi í sorpmáium, meðal annars í tengslum við þróunarhjálp í Zambíu. Markmið með starfrækslu verk- stæða er að nýta hlutina sem best á sem hagkvæmastan hátt. Tekið er á móti „rusli“ frá íbúum bæjarins þeim að kostnaðarlausu en gjald tekið af fyrirtækjum og nágranna- sveitarfélögum. Endumýtingar- stefnan nær til pappírs, glers og plasthluta, heimilistækja, leikfanga, húsgagna og fatnaðar. í bænum eru 40 söfnunarstaðir í miðbænum, 10 við verslanir og 15 í úthverfum. í Hringrásarmiðstöðinni í Karleby eru ónotaðir hlutir hreinsaðir, lagfærðir eða endurgerðir á ýmsa vegu og þeim stillt út á markaðstorgi þar sem neytendur geta fengið þá til eignar endurgjaldslaust. Eina krafan er að viðtakandi kvitti fyrir móttöku hlutarins_. Flestir hlutir á markaðs- torginu eru til heimilishalds: einkum barnavörur, fatnaður og leikföng. Upplýsingum og leiðbeiningum hefur verið komið á framfæri eftir mörgum leiðum. Meðal annars fer fram kennsla í skólum og leikskól- um. Börnum er kennt að endurskil- greina sorp. Sorp er hlutur eða efni sem á að taka úr notkun eða þegar er hætt að nota Fræðsla til bama og unglinga beinist að því að kenna þeim réttar aðferðir við flokkun sorps á notkun- arstað og upplýsa um gildi hluta sem hafa tapað notagildi sínu fyrir eig- endann en hafa engu að síður verð- gildi. Ráðgjöf og kennsla í flokkun sorps vegna jarðgerðar er líka veitt. Hringrásarmiðstöðin framleiðir og selur tunnur fyrir jarðgerð og hefur ekki annað eftirspum. Jarð- gerð er enn þá á tilraunastiginu en neytendur fá ráðleggingar við fram- kvæmd skamagerðarinnar og haft er eftirlit með framvindunni og að- stoðað ef vandamál koma upp. Aðstandendur verkefnisins eru ánægðir með árangurinn sem náðst Sigríður Á. Ásgrímsdóttir hefur með starfsemi Hringrásarmið- stöðvarinnar. Margir starfsmenn hafa fengið önnur störf eftir nokk- urra mánaða þjálfun en ráðningar- skilmáiar em þannig að starfsmenn fá aðeins tímabundna ráðningu þar eð tala atvinnulausra á skrá minnk- ar ekki. Þó em örfáir starfsmenn fastráðnir. Meðal annars sagði frma- kvæmdastjórinn stoltur frá því að yfirverkstjórinn í sorpmóttökunni væri fyrmm fangi. Ráðning hans hefði verið heillaráð og nú væri hann búinn að festa ráð sitt og eignast barn. Neytendur em líka ánægðir með markaðstorgið en árið 1990 skiptu yfir fimmtán þúsund fataplögg og þrettán hundmð skór um eigendur á vegum miðstöðvarinnar. Reiðhjól, bflahlutir og eldiviður eru sótt á markaðinn í tonnatali. Höfundur er verkfræðingur Neytendasamtakanna. Ólafur Reynir Guðmundsson félagið á réttri leið. Þá fyrst hafa spamaðartiilögur ráðherra borið árangur. Höfundur er laganemi. Spamaður í heilbrigðismálum eftir ÖlafReyni Guðmundsson Heilbrigðismál þjóðarinnar hafa mikið verið rædd undanfarið. Hefur t.d. mikið borið á mótmælum vegna niðurskurðar heilbrigðisráðherra. Sannleikurinn er nú sá að það er kominn tími til þess að breyta til í ýmsum málum heilbrigðiskerfísins og þar em málefni hjúkmnarfólks og vistmanna á Gunnarsholti engin undantekning. En vandinn er m.a. sá að í spamaðarumræðu þjóðfé- lagsins virðist vart mega minnast á heilbrigðiskerfið. Og þótt nefndar séu tölur um eyðslu er reynt á allan hátt að afsaka þær og bæta. Mörg- um fínnst það t.d. eðlilegt að Borg- arspítalinn borgi tugi þúsunda fyrir hvert bam sem hjúkrunarkona þarf að láta gæta og að hjúkmnarkonan sjálf borgi aðeins um 15 þúsund krónur. Tvö umdeild dæmi Mun virkilega koma til fjöldaupp- sagna hjúkmnarfólks þegar hin umdeilda bamagæsla verður endur- skoðuð? Þætti það ekkert undarlegt að fólk kastaði frá sér vinnumögu- leikum þótt barnagæsla styttist eitthvað? Veit fólk þá yfirleitt ekk- ert hvað það á að gera við börnin sín? Em vistmenn meðferðarheimila hafnir yfir allar aðrar stéttir lands- ins þegar um niðurskurð er að ræða? Á að vorkenna drykkjusjúkl- ingum meira heldur en gamalmenn- um og sjúklingum sem þola þurfa niðurskurð spítalanna? Öll endurskipulagning kostar fórnir en markmið hennar er að styrkja það kerfi sem til athugunar er, ekki öfugt. Og markmiðinu verð- ur ekki náð ef sérhagsmunahópar ráða ferðinni. „Eða eru vistmenn með- ferðarheimila hafnir yfir allar aðrar stéttir lands- ins þegar um niðurskurð er að ræða? Á að vor- kenna drykkjusjúklingum meira heldur en gamal- mennum og sjúklingum sem þola þurfa niður- skurð spítalanna?“ Gildi erfiðra tíma Mikill sparnaður hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu síðastliðin ár og skal ekki lasta árangurinn. Það er nú svo að umsvif ríkisins vilja oft þenjast um of og heilbrigð- iskerfíð er þar engin undantekning. Það er afar varhugavert að láta ekki raunverulega hagræðingu eiga sér stað í kerfí sem hefur þanist út undanfarna áratugi. Vitanlega má oft deila um það hvar og hve- nær skal bera niður. Hins vegar má ekki forðast allar tilraunir til endurskipulagningar þegar að kreppir í ríkisbúskapnum með því að heimta einfaldlega auknar skattaálögur á almenning. Með því er verið að fela vandann og forðast óhjákvæmilega endurskipulagn- ingu. Þótt ástandið í þjóðfélaginu sé slæmt er hægt að benda á jákvæð- ar hliðar þess. Ástand sem þetta leiðir til gífurlegrar umræðu, fólk veltir hlutunum betur fyrir sér (eða á a.m.k. að gera það) og lítur von- andi öðrum augum á þá en áður. Allt er þá ekki lengur sjálfsagt og hugmyndir manna um verðmæti hlutanna breytast. Þá eykst gildis- mat fólks og sóun ijármagns í þjóð- félaginu verður á vörum fleiri en nokkru sinni áður. Þá fyrst er þjóð- Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Barnasamkoma á sama tíma. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. VEGURINN V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma i kvöld kl. 21.00 fyrir ungt fólk 16 ára og eldri. Gleði, prédikun Orðsins og lofgjörð. Allir velkomnir. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Jesús frelsar Á morgun, sunnudag, hefst sam- komuvika með Haraldi Ólafs- syni, kristniboða. Fyrsta sam- koman verður i Breiðholtskirkju kl. 17.00. Samkomur verða síð- an frá þriðjudegi 19. til sunnu- dags 24. október í Kristniboös- salnum, Háaleitisbraut 58-60. Þú ert velkomin(n) á samkom- urnar. SmO auglýsingar UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 17. okt. Kl. 10.30: Esja-Kerhólakambur. Gengið úr Blikdal upp Lág Esju og þaðan á Kerhólakamb. Til baka niður hjð Esjubergi. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Verð kr. 1000/900. Helgarferð 22.-24. okt. Fjallaferð um veturnætur Heilsum vetri í Útivistarferð. Farið verður um stórbrotið landssvæði að Fjallabaki. Farar- stjóri Hákon J. Hákonarson. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist. AuJhrrk’k’ti 2 • Kópm'Odiu Unglingasamkoma kl. 20.30. Almenn samkoma á sunnudag kl. 16.30. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Laugardagsferð 16. okt. kl. 13.00 Þingvellir, gömlu eyðibýlin Gengið verður frá Sleðaás um Hrauntún, Skógarkot og Vallar- stíg í Vallarkrók í fylgd Guðrúnar Kristinsdóttur frá Stíflisdal. Haustlitirnir eru enn við lýði. Ein- stakt tækifæri til að kynnast og fræðast um þessa horfnu byggð og fólkið sem þar bjó. 3 klst. ganga. Ekið heimleiðis um Nesjavallaveginn nýja. Sunnudagsferðir 17. okt. 1. Kl. 10.30: Ólafsskarðs- hnúkar-Vifilsfell. Hressandi fjall- ganga í kringum Jósepsdalinn. 2. Kl. 13.00: Vífilsfell (65B m.y.s.). Með skemmtilegustu útsýnisfjöllum suðvestanlands. 3. Kl. 13.00: Jósepsdalur- Ólafsskarð. Gengið kringum Ól- afsskarðshnúka. Verð kr. 1.100, frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá BSl, austanmegin, (og Mörkinni 6). Opið hús þriðju- dagskvöldið 19. október kl. 20.30 í Mörkinni 6 (risi). Ferðafélag Islands. Nýja postulakirkjan Islandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta verður haldin sunnudag kl. 11.00. Kariheinz Schumacher postuli messar. Hópur frá N.P.K. í Bremen i heimsókn. ..nú lögðu þeir hendur yfir þá og fengu þeir heilagan anda (post. 8:17). Verið velkomin í hús Drottins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.