Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 46
46 SKIÐI MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 ■ TVEIR giskarar voru með alla leikina 14 rétta á Eurotips-getrauna- seðlinum í vikunni, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Annar var sagður íslenskur, hinn sænskur, en nú er komið í ljós að báðir eru íslenskir; sá sem keypti miðann í Svíþjóð er íslenskur námsmaður, sem býr þar í landi ásamt konu sinni og þremur börnum. ■ MAGNÚS Þorvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari Fjölnis sem leik- ur í 3. deild næsta keppnistímabil. Magnús er gamalkunnur knatt- . spymumaður úr Víkingi, en hann þjálfaði yngri þriðja flokk Vals í knattspymu sl. sumar. ■ AÐALSTEINN Aðalsteinsson, sem þjálfaði Völsung frá Húsavík í 3. deild síðasta sumar, verður áfram þjálfari liðsins. ■ BIRMINGHAM City keypti í gær fyrrum framheija enska landsliðsins, Danny Wallace, frá Manchester United fyrir 250 þúsund pund. Hann leikur í fyrsta sinn með Birmingham í dag gegn Watford . Wallace var seldur frá Southampton til United fyrir fjórum ámm á 1,2 milljónir punda. Hann lék 36 leiki fyrir United. Óí hefur ákveðið lág- mörk fyrir Lillehammer ÓLYMPÍUIMEFND íslands hef ur ákveðið lágmörk fyrir þátttöku íslendinga á Vetrar- leikunum í Lillehammer sem fram fara í febrúar á næsta ári. Miðaða við stöðuna ídag eru þn'r skíðamenn inni á ieik- unum; Kristinn Björnsson og Ásta Halldórsdóttir sem keppa í alpagreinum og göngumaðurinn Daníei Jak- obsson. Ialpagreinum karla þarf þátt- takandi að vera innan við 250. sæti á heimslista Alþjóða Skíðasambandsins, FIS, sem verður gefinn út 20. janúar næst- komandi. í alpagreinum kvenna er miðað við að vera innan við Krlstlnn Ásta 300 á FlS-listanum. Göngumenn þurfa að vera með minna en 85 alþjóðleg styrkleikastig. Samkvæmt framansögðu er nokkuð ljóst að þrír keppendur virðast eiga víst sæti á Vetrar- Danlel leikunum í Lillehammer. Það er Kristinn Bjömsson frá Ólafsfirði, sem var í 109. sæti í svigi á síð- asta FlS-lista, Ásta S. Halldórs- dóttir frá ísafirði, sem var í 253. sæti í svigi og síðan Daníel Jak- obsson, göngumaður frá ísafirði, sem náði best 60 styrkleikastig- um á síðasta ári. Það má segja að íjórir til við- bótar eigi möguleika á að ná þessum lágmörkum í vetur. Haukur Amórsson úr Ármanni er næstur lágmarkinu í alpa- greinum, en hann var númer 253 á FlS-listanum sl. vor. Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri var í 354._ sæti og Arnór Gunnarsson frá ísafirði í 462. sæti. Ásta var eini íslendingurinn sem komst inná FlS-listann í alpagreinum kvenna. Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði er næstu'r göngumanna til að ná lágmarki, en hann náði best 96 styrkleikastigum síðasta vetur. HM 95 Skíðafólk á faraldsfæti Fimm krakkarfrá Akureyri og úrÁrmanni dvelja við æfingar í Schladming í Austurríki í fimm mánuði Samið við Hafnfirðinga FRAMKVÆMDANEFND Heimsmeistarmótsins í handknattleik á íslandi 1995 og Hafnarfjarðabær hafa undirritað samkomulag þess efnis að einn fjögurra forriðla keppninnar, sem haldin verður í maí 1995, fari fram þar í bæ. Einnig verður leikið þar í úrslitakeppni mótsins. Bæjarfélagið styrkir HM 95-nefndina um eina milljón króna á ári í þijú ár til kynningar á keppn- inni. Á myndinni eru Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, t.v., og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, með HM ’95 merkið, eftir undirritun samn- ingsins í vikunni. FIMM manna hópur skiðafólks heldur til Austurríkis á morgun og ætlar að dvelja þar við æf- ingar og keppni næstu fimm mánuðina. Hópurinn hefur leigt sér húsnæði í Schladming og þaðan verður gert út. Pólski þjálfarinn Zbigniew Kaminski, sem þjálfaði á Akureyri síðustu tvo vetur, verður með hópnum allan tímann og stjórnar æfing- unum. Þau sem halda utan á morgun eru; systkinin Vilhelm og Hildur Þorsteinsbörn og Gunnlaug- ur Magnússon frá Akureyri og Haukur Amórsson og Ingvi Geir Ómarsson úr Ármanni. Krakkarnir greiða sjálfir mestan hluta kostn- aðarins við úthaldið, en fá styrk frá Skíðaráði Akureyrar og Ár- manni auk þess sem Skíðasamband íslands gefur þeim fatnað og styrk- ir Vilhelm og Hauk sérstaklega um 250 þúsund krónur á mann. Fyrsta mánuðinn verða að mestu þrekæfingar en farið á skíði á jökli þess á milli. Gert er ráð fyrir að þau taki þátt S 50 mótum í Austurríki og nágrannalöndum, bæði I FIS- og æfingamótum. Þau eru öll að keppa að því að ná lág- mörkum fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer sem fram fara í febr- úar. Það eru fleiri en þessi fimm ofantöldu sem verða við æfingar og keppni ytra í vetur. Ólafsfirð- URSLIT IÞROTTIR ingurinn Kristinn Björnsson og Amór Gunnarsson frá Isafirði eru í Geilo í Noregi og verða þar við æfingar í vetur. Ásta Halldórsdótt- ir frá Isafirði er í Östersund í Sví- þjóð eins og síðasta vetur og The- odóra Matthiesen úr KR er í skíða- menntaskóla í Noregi. Göngumað- urin Daníel Jakobsson frá Isafirði verður áfram við æfingar í Jer- pen í Svíþjóð, en hann hefur verið þar undanfarin fjögur ár. UM HELGINA Handknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar-Vfkingur..15.30 Eyjar: ÍBV - Stjarnan........16.30 Kaplakriki: FH - Grótta......18.15 Austurberg: Fylkir - Ármann.....19 SUNNUDAGUR 1. deild karla: Ólympíuleikamir allt of kostnaðarsamir — sagði fjármálaráðherra Nýju Suður Wales í nóvember 1992 og vildi draga umsóknina til baka. Nýleg kostnaðaráætlun nærri helmingi hærri en sú gamla Golf Dunhill-bikarinn Úrslit í Dunhill-bikarkeppninni í golf í gær en keppnin, sem er liðakeppni, fer fram á St. Andrews golfvellinum í Skotlandi. 1. riðill: 8-Spánn vann írland...................2-1 M. Jimenez tapaði fyrir D. Feherty 74-72, Jose Rivero vann P. McGinley 72-73 og Jose M. Olazabal vann R. Rafferty 71-74 1-Zimbabwe vann Argentfnu..............2-1 Nick Price tapaði fyrir Eduardo Romero á 19. braut (71-71), Mark McNulty vann Vic- ente Fernandez 69-71 og Tony Johnstone vann Jose Coceres á 21. (76-76) 2. riðill: Mexíkó vann 4-Suður-Afríku..........2-1 Rafael Alarcon vann Emie Els 72-73, Car- los Espinoza vann Fulton Allem á 19. *(72-72) og Juan Brito tapaði fyrir David Frost 75-70 5- England vann Tævan...............2-1 P. Baker vann Yuan Ching-chi 71-76, Nick Faldo tapaði fyrir Chen Liang-hsi 73-72 og Mark James vann Chung Chun-hsing 71-77 3. riðill: 6- Bandaríkinn unnu Paraguay.........2-1 John Daly tapaði fyrir Angel Franco á 20. (76-76), Payne Stewart vann Raul Fretes 70- 73 og F. Couples vann C. Franco 70-73 3-Skotland vann Wales................3-0 Colin Montgomerie vann Ian Woosnam 67-74, Sam Torrance vann Paul Mayo 71-78 og Gordon Brand vann Mark Mouland 72-75 4. riðill: Japan vann 2-Ásralíu..................2-1 , Yoshinori Mizumaki vann Rodger Davis '73-74, Tsuyoshi Yoneyama tapaði -fyrir Craig Parry á 20. (74-74) og Tetsu Nis- hikawa vann Peter Senior 75-78 7- Svíþjóð vann Kanada...............2-1 Jesper Parnevik tapaði fyrir R. Zokol 72-71, Joakim Haeggman vann Jim Rutledge 71- 73 og Anders Forsbrand vann Dave Barr 69-71 ■Sigurvegari í hveijum riðli kemst í undan- úrslit. ÁSTRALiR voru ekki búnir að fagna Ólympíuleikunum árið 2000 lengi þegar óánægju- raddir fóru að heyrast þar í landi. Reyndar höfðu mehn var- að stjórnvöld við nokkru áður en ákveðið var að Sydney fengi leikana, sagt var að leikarnir væru allt of dýrir og hætta væri á að stofnað yrði til allt of mikilla skulda vegna þeirra. Þetta kemur fram í skjölum sem opinberuð voru í vikunni. 9 Stjórnvöld í ríkinu Nýja Suður Wales, þar sem Sydney er höfuðborg, hafa miklar áhyggjur af hve dýrt það er að halda Ölymp- íuleikana. Fjármálaráðherra ríkis- ins varaði við því í fyrra og sagði að stofna yrði til mikilla skulda til að ná endum saman. Það hefði síðan þær afleiðingar að lánstraust Nýju Suður Wales rýrnaði stórlega. Fjármálaráðherra ríkisins, Percy Allen, lýsti þeirri skoðun sinni á handskrifuðu minnisblaði frá því í október 1992, sem birt var í vik- unni, að stjórn tíkisins ætti að hætta við verkefnið, annars myndi það lenda í miklum fjárhagsvand- ræðum. Snemma í nóvember í fyrra segir hann að verði því hald- ið til streitu að sækja um að fá að halda leikana væri hugsanlegt að taka upp nýjan skatt til að hafa uppí þann mikla kostnað sem fylg- ir því að halda Ólympíuleikana, t.d. árlegan 5.000 króna skatt (100 ástralska dali) á hvert heimili í Nýju Suður Wales næstu tíu árin. í lok nóvember í fyrra segir Percy svo á minnisblaði, að vandlega ætti að íhuga þann möguleika að draga til baka umsókn um að halda Ólympíuleikana. Stjómvöld í Nýju Suður Wales hafa sagt að sérstakur skattur verði ekki lagður á þegnana og segjast ætla að fjármagna leikana með öðrum hætti. Áætluð útgjöld vegna leikana voru 1,1 milljarður bandaríkjadala (tæpir 80 milljarðar króna) og hafði Allan sagt að ógjörningur yrði að afla þess fjár nema með miklum lántökum. I vik- unni tilkynntu stjórnvöld svo að útgjöld vegna leikanna yrðu tveir milljarðar bandaríkjadala — um 140 milljarðar íslenskra króna — eða nærri tvöfalt hærri upphæð en ráð var fyrir gert þegar tilboðið var lagt fyrir Alþjóðaólympíu- nefndina. Höllin: KR - Stjarnan..............2Ó Strandgata: Haukar - KA............20 Varmá: UMFA - FH...................20 Víkin: Víkingur - Valur............20 1. deild kvenna: Höllin: KR- Fram................18.15 Körfuknattleikur LAUGARDAGUR Úrvalsdeild: Strandgata: Haukar - UMFN..........14 1. deild kvenna: Hlíðarendi: Valur- UMFG............14 Seljaskóli: ÍR-ÍBK.................15 Sauðárkr.: UMFT - ÍS...............14 1. deild karla: Hagaskóli: IS.-Þór.................14 Seljaskóli: ÍR - Höttur............17 SUNNUDAGUR Úrvalsdeildin: Akranes: lA - Valur.............20.30 Keflavík: ÍBK - Snæfell............20 Seltjarnarnes: KR - UMFT...........20 1. deild kvenna: Sauðárkr.: UMFT - ÍS...............14 Blak LAUGARDAGUR 1. deild ka/kv: Hagaskóli: ÍS - KA..............17, kv Hagaskóli: ÍS - KA...........18.15, ka SUNNUDAGUR Hagaskóli: Þróttur R. - KA...12.30, ka Víkin: Víkingur - KA............16, kv Badminton Einliðaleiksmót verður hjá TBR um helg- ina. Keppni hefst kl. 13 á laugardag og kl. 10 á sunnudaginn. Keppt verður í einliða- leik karla og kvenna og sá sem tapar fyrsta leik sínum fer í aukaflokk. Karate Kumite-hluti íslandsmeistaramótsins í kar- ate fer fram í íþróttahúsi Hagaskólans á sunnudaginn. Keppni hefst kl. 15.30 og er gert ráð fyrir að úrslitaglímurnar fari fram um kl. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.