Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Adrenalínsflóð á bökk- um Laxár á Asum eftirFriðrik * Asmundsson Brekkan í tilefni af grein Sverris Ólafs- sonar myndlistar- og laxveiði- manns í Morgunblaðinu nýverið um laxveiði og útivist tel ég mig knúinn til að rita örfá orð vegna tilvitnana hans í ítalska veiðifélaga mína. Það er leitt þegar sportveiði og útivist er stunduð af ofurkappi og verður streituskapandi í þokkabót. Þegar sportveiði er orðin svo dýr sem raun ber vitni þá er til- hlökkunin og spennan við að kom- ast í veiði það mikil að adrenalínið og streitan er í hámarki þegar veiðimenn nálgast viðkomandi veiðihús. Því lengra sem menn eru að komnir, því meiri er spennan. Þetta var og hjá tveimur ítölskum veiðimönnum og undirrituðum að- stoðarmanni þeirra sl. sumar. Við komum snemma að veiðihúsinu og voru þar til staðar veiðimenn- irnir Karl J. Steingrímsson, Stefán Guðjohnsen, Þórarinn Sigþórsson og Egill Guðjohnsen. Voru þeir í óða önn að ganga frá miklum afla sínum og raða upp til myndatöku. ítölsku veiðimennirnir voru al- veg stjarfir yfir öllum aflanum og sögðu við mig að nú hlytu ofan „Til þess að komast að raun um hvernig hver og einn veiðimaður stundar sína veiði þyrfti að koma upp sjónvarpsmyndavélum við alla hylji. Það gætu oft orðið skondnir þætt- ir, sérstaklega ef tekst að festa fieytitæknina umræddu á mynd.“ nefndir veiðimenn að hafa „hreins- að“ upp allan fisk í ánni. Fékk ég orð í eyra um tveggja tíma skeið, eða fram að veiðitíma okkar að þetta væri allt örugglega galtómt og svo framvegis eftir að svona afli hafði verið tekinn úr ánni, dýrustu laxveiðiá í heimi. Svo var nú aldeilis ekki og urðu lokatölur okkar 103 laxar, mig minnir 68 laxar fyrsta daginn, 28 annan og 7 þann þriðja, þrátt fyr- ir það að á öðrum degi veiðinnar gerði norðanbál, hífandi rok og tveggja gráðu lofthiti. En með því að klæða sig vel tókst að landa þó nokkrum fiskum. Ekki var minnst á ofurafla félaganna fjög- urra eftir það, að öðru leyti en því að mínir menn voru að reikna út sér til gamans hversu langan tíma það tæki að veiða hvern fisk mið- að við það að 82 fiskar hafi veiðst á eina stöng á einum degi. Það er eðlilegt að menn veiði á meðan veiðin er góð og á meðan engar takmarkanir eru á afla. Sverrir og hans bandarísku vinir veiddu síðan nokkur hundruð laxa í kjöl- farið á okkur. Þegar er verið að ganga frá aflanum við Laxá á Ásum og hon- um raðað upp til myndatöku var til skamms tíma eini staðurinn fyrir slíkt malarplanið við húsið. Nú er reyndar kominn góður pall- ur, en samt vantar aðgerðarborð og betri aðstöðu við að hirða afl- ann. Það er eðlilegt þegar fiskur- inn er tekinn úr plastpokum þá myndast hrúga af slorugum sekkj- um við húsið á meðan. Sekkjum þessum er síðan hent í ruslatunnu og flutt í burtu. Við fórum aldrei inn í veiðihúsið á meðan þeir Karl, Stefán, Þórarinn og Egill voru að vinna í sínum afla, þannig að full- yrðing Sverris um að dauður og illar farinn fiskur hafi legið um öll gólf er ekki rétt. Vissulega lágu plastpokar við húsið, hvar átti annars að leggja þá? Þegar við fórum niður að á um fjögurleytið Friðrik Ásmundsson Brekkan eftir að okkar veiði hófst fengum við tiltölulega snemma fisk, en við skriðum ekki á fjórum fótum til þess að styggja ekki fiskinn eins og sagt er í greininni. Svo passar tímaröðin ekki nógu vel, þannig að Sverrir nefnir að hann hafi komið að ánni „þennan dag“ og hljómar það eins og hann sé að koma að ánni til veiða sama dag og við. Hann kom þremur dögum síðar með sína umbjóðend- ur. Þá daga sem við veiddum í Laxá á Ásum í kjölfar þeirra Karls, Stefáns, Þórarins og Egils sáum við enga sloruga ruslasekki upp með állri á, eins og Sverrir nefnir. Þegar við sjáum rusl eða girni þá er það sett í bílinn og ekið með það niður í hús og á það við um alla þá veiðistaði sem ég hefi heim- sótt með veiðimönnum á undan- fömum 17 árum. Þá vitum við ekkert um fleytitækni þeirra fjór- menninga á laxi niður ána, sem Sverrir minnist á enda vorum við ekki á staðnum þegar þeir voru við veiðar, né heldur voru Sverrir og félagar á staðnum. Til þess að komast að raun um hvemig hver og einn veiðimaður stundar sína veiði þyrfti að koma upp sjón- varpsmyndavélum við alla hylji. Það gætu oft orðið skondnir þætt- ir, sérstaklega ef tekst að festa fleytitæknina umræddu á mynd. Þá lítur og út í grein Sverris eins og þeir fjórmenningarnir hafi veitt 150 laxa á einhverjum mínútum og orðið að fleyta þeim niður ána. Það er auðvitað alrangt, laxarn- ir veiðast í litlum skömmtum, sem bornir eru að ökutækjum eftir hendinni. Það er svo mikill óþarfi að fara á adrenalínflipp og blaða- skrifaflipp við sportmennsku. Náttúran sjálf er það falleg og forréttindin að fá að njóta hennar við slíka náttúruperlu sem Laxá á Ásum er, ætti að vera mönnum nóg. Aðalatriðið er að sýna um- hverfínu fulla virðingu og njóta þess að vera við veiðar í dýrmæt- um frítíma. Að lokum skora ég jafnframt á veiðiréttareigendur að þeir beiti sér fyrir því að verð lækki í laxveiðiám á næsta veið- iári þannig að allir þeir sem hafa aldrei haft tækifæri að veiða í stóru ánum á íslandi fái tækifæri til. Það er kominn tími til að stækka þann hóp. Höfundur er áhugamaður um veiði og útivist. Flyðrugrcmdi 2ja herbergja endaíbúð með stórum sólríkum svölum og fallegu útsýni. íbúðin er laus nú þegar. Til sýnis í dag milli kl. 13 og 16. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 Opið í dag 13-15 Endalaust íVesturbæ! Síðasta endaraðhúsið okkar við Aflagranda er nú til sölu. Húsið er nýbyggt, 213 fm á tveimur hæðum og með innbyggðum bílskúr. Mikil lofthæð á efri hæð og fjölbreyttir möguleikar til innréttinga. Fullfrágengin lóð með hitalögn í bílastæði. Allur frágangur er sérstaklega vandaður. Líttu við hjá okkur á Aflagranda 5 á laugar- dag kl. 14-16. nnp Birgir R. Gunnarsson, Dr\vj Sími 32233. 011 Kfl 01 07A L*RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori . L I I 0w"fc I 0 / V KRISTINNSIGURJ0NSS0N,HRL. loggilturfasteignasali Nýjar á fasteignamarkaðnum meöal annarra eigna: Hjarðarhagi - stór og góð Rétt við Háskólann 4ra herb. íb. á 4. hæð, 85,4 fm. Nýtt gler. Stórar svalir. Þvegið á hæðinni. Ágæt sameign. Gott verð. Eins herb. íb. - skammt frá höfninni Nýleg á 3. hæð, 30,8 fm. Gott sturtubað. Góður eldhúskrókur. Öll eign- in nýendurbyggð. í Laugardal - skammtfrá sundlaugunum Glæsileg 5 herb. efri hæð, 124,2 fm. Nýtt parket, gler o.fl. Gott for- stofuherb. með sérsnyrtingu. Góður bílskúr. Langtímalán kr. 6,2 millj. Grensásvegur - sameign endurn. Vel umgengin 2ja herb. íb. á 2. hæð, 58,6 fm. Stórar svalir. Laus strax. Gott verð. Skammt frá Háskólanum Glæsileg einstaklíb., 2ja herb., 56,1 fm. Innréttingar og tæki allt nýtt. Sérinng. Sérþvottaaðst. íbúðin er á 1. hæð (jarðh.). Vinsæll staður. Skammt frá KR-heimilinu 3ja herb. íb. á 4. hæð, vel skipulögð. Sólsvalir. Sameign í endurnýjun. Óinnréttað ris fylgir. Langtímalán kr. 4,6 millj. • • • Opið i dag kl. 10-14. Teikningar á skrifstofu. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNfl fasteignasaTThI IlAUGAVEGI 18 SÍMAR 21150 - 213701 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 715. þáttur Ragnar Árnason í Reykjavík skrifar mér svo, og umsjónar- maður birtir með þökkum: „Kæri Gísli! Þakka marga þætti og góða. í Lesbók Morgunblaðsins 4. september 1993, bls. 4, er svo sagt: „Erlingur Vigfússon óperu- söngvari var í heimsókn á gamla Fróni í haust er leið.“ Vel að orði komist. En — með hliðsjón af útgáfudegi blaðsins og hausttali fjölmiðla — er ég ekki viss um hvenær Erlingur var í heimsókn. Eðlilegast væri að skilja setn- inguna svo: „E. V. var í heimsókn ... á tímabilinu ca 10. september til 25. október 1992.“ En þegar fréttamaður ríkis- sjónvarpsins á Akureyri er í byij- un ágústmánaðar farinn að tala um að komið sé haust, efast ég um að þetta sé rétt skilið. Þá er ekki annað eftir en að skilja þetta svo að E. V. hafi verið hér í heimsókn í ágúst 1993. En með orðunum „haust er leið“ er gefið ákveðið í skyn, að sú árstíð sé liðin. Hvaða árs- tíð er þá nú? Vetur? Gætirðu leiðbeint fólki um meðferð árstíðanafna? (Ég lofa ekki að vera þér sammála.) Kær kveðja.“ Þetta mál er ekki mjög létt. Ég ræddi það fyrst við hinn margvísa mann, Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. Okkur kom saman um að fráleitt væri að telja haust í ágústmánuði. Hið lengsta sem teygja mætti haust- ið fram á við, væri að Egidíusar- messu 1. september. Steindór sagði að almennt hefðu menn fyrr meir talið haustið formlega hefjast þá. í Orðabók Menning- arsjóðs eru mörk sumars og bausts talin óskýr. Stjarnfræði- lega, sagði Steindór, hefst haustið með jafndægri 23. sept- ember, en flestum mundi í hjarta sínu hafa fundist að haustið væri raunverulega komið með göngunum, enda skyldi þá hey- skap lokið, ef skapleg tíð væri. Málið flækist hins vegar vegna þess að haustmánuður hefst skv. almanakinu við jafn- dægur, en eftir sem áður töluðu menn um og töldu vikur sum- ars fram að fyrsta vetrardegi sem er seint í október. Lýkur haustmánuði þá og hefst gor- mánuður. Orðið haust er talið merkja uppskera eða uppskeru- tími. Þessi skýring hefur með vafasömum rökum verið dregin í efa. Veturinn (vætutími eða vinda- tími) nær svo fram að vorinn- göngudegi, eða jafndægri á vori 21. mars (Benediktsmessa). Er þá skammt í að eínmánuður hefjist, enda tekið að birta. Vor merkir ef til vill birtutími. En með komu hörpu er sum- ardagurinn fyrsti, svo sem mánuði síðar. Ovís er sú skýring á sumar, að það sé skylt lat. semi = hálfur. Umsjónarmaður lætur hér við nema, en tekur fúslega tilsögn. ★ 471. þáttur íslensks máls í Mbl. hófst svo: „Orðið hefur að ráði hjá íslenskri málstöð og Morgunblaðinu að taka upp samstarf í þessum þætti, og fagnar umsjónarmaður því.“ Síðan sagði í fréttagrein frá málstöðinni: „í byrjun nýliðins árs hófst undirbúningur að útgáfu flug- orðasafns á vegum Flugmála- stjórnar og mun væntanlega mörgum þykja það orðið tíma- bært, enda liðin yfir þijátíu ár frá útgáfu nýyrðasafns Halldórs Halldórssonar (Nýyrði IV. Flug). í fáum starfsgreinum er tungutak jafn-enskuskotið og hjá þeim sem starfa við fiug, hvort sem það er um borð í flug- vélum eða á jörðu niðri. Fyrsta skilyrði til að auðvelda þeim verk sitt, sem vilja nota íslensku í daglegum störfum og geta fjallað um störf sín jafnt í rituðu sem töluðu máii, er að til sé aðgengilegt orðasafn er nær til allra þeirra hugtaka sem þörf er fyrir, bæði tæknilegra og al- mennra.“ Það starf, sem þarna er frá sagt, varð brátt mikið og gott og er nú orðið að stórvirkinu Flugorðasafn, ritstjóri Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag., útgefandi íslensk mál- nefnd. Umsjónarmaður lætur um sinn við nema að birta endi ágætrar forystugreinar hér í blaðinu, þeirrar er birtist er þetta orðasafn var komið út: „Mikilvægt er að nýta kost- ina, en ekki síður að veijast hættunum, fyrst og fremst þeim hættum, sem steðja að litlum málsamféiögum, eins og okkar. Móðurmálið og menningararf- leifðin, sem tengist tungunni fyrst og fremst, eru hornsteinar þjóðemis okkar og fullveldis. Það er því engin spuming að við eigum að styrkja hvers konar málvernd og málkennd með þjóðinni, með öllum tiltækum ráðum. Og að sjálfsögðu eiga íslenzk lög og reglugerðir, sem fela í sér framkvæmd laga eða fjölþjóðlegra sáttmála og reglna, að vera á móðurmálinu. Annað er með öllu óviðunandi.“ ★ Bossinn de Benedetti, bjargvættur Olivetti, var ekki að súta, þótt örlítil múta endaði í nös á ketti. (Guðmundur Benediktsson.) Ýmislegt er nú til bóta, við öðru hér má ekki róta; sé náttúran ór og nægilegt fjör, ég reyni að kaupa mér kvóta. (Kristján H. Benediktsson.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.