Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 41 Draumfræði erlendis og* íslensk heimspeki Frá Þorsteini Guðjónssyni: í „íslensku sálfræðibókinni" sem út kom í vor sl. stendur ekki orð um drauma eða eðli þeirra, ekki orð á 960 síðum — og þegar ég fór að spyijast fyrir um þetta, komst ég að því að sérfræðigreiningin er orð- in svo mikil að margir eru hættir að sjá skóginn fyrir hinum mörgu trjám sérgreinanna. En þó er til sjónarhóll, þaðan sem vel sér yfir, og á þeim hól er æskilegt að sem flestir komi við í framtíðinni. Þessi sjónarhóll er hin íslenska heimspeki dr. Helga íjeturss. Þar sem kenning um eðli svefns drauma er undirstaða þeirrar heim-. speki buðum við Nýalssinnar nokkr- um sálfræðingum og lækni til um- ræðna um það efni (um mánaða- mótin ágúst-september). Þeir þáðu boðið og er ánægjulegt að geta sagt frá því, að umræður urðu í bæði skiptin ijörlegar, fóru vel fram og sýndu, að mínu áliti, styrk Nýals- sinna. Á síðari fundinum tóku þrír sálfræðingar til máls, en sex Nýals- ' sinnar, sem komu tvímælalaust fram sem samstæð heild, þótt óund- irbúnir væru. Það er að verða degin- Frá Söru Kolku Andradóttur: Ég veit ekki hvort það verður tekið eitthvert mark á þessu bréfi en ég ákvað samt að reyna. Mér fínnst (eins og reyndar mörgum öðrum) að bæjarmálin séu farin að ganga frekar langt. Þ.e.a.s. að banna unglingum að vera niðri í bæ eftir kl. 22 um helgar eða bara á götunum í hverfinu hjá sér. Er landið virkilega orðið svo stjörnuvitlaust að þurfi að beita valdi svo að ekkert vesen verði á föstudags- og laugardagskvöldum? Það held ég ekki og það fáránleg- asta af öllu fáránlegu er að mega ekki labba um án þess að eiga á hættu að vera hirtur af löggæsl- unni af því að maður er ekki 16 ára. Foreldrar ættu nú að geta haft einhveija stjórn á bömum sín- um í sambandi við útivist og þeir ofbeldishneigðu krakkar sem eru virkilega það langt leiddir, þeir ættu að vera -teknir af lögreglunni um ljósara, að merkustu nýjungar í draumfræði erlendis tengjast best íslenskri draumakenningu og skýr- ast út frá henni. Draumfræði sú sem menn höfðu á fyrsta hluta þessarar aldar og kennd var mest við Freud, sýndi sig að vera óframfarahæf. Fóru menn að sjá, að þar var engin raun- vemleg undirstaða sem byggt varð á, og jafnvel, að athuganir sumra lítt þekktra draumfræðinga væm merkari en táknatengingar Freuds. Upp úr 1950 kom til skjalanna Chicagoskólinn svokallaði í draum- fræðum. Kleitman, Dement, Aser- insky o.fl. bám saman ytri og innri athuganir, það ér annars vegar skráningu á heilalínuriti, hjartalínu- riti og augnhreyfingum sofandi manns en hinsvegar frásögn sof- andans sjálfs af því, sem hann dreymir. Samtengd athugun þess- ara þátta gaf tilefni til vissra álykt- ana um gang draumsins og menn komust að marktækum niðurstöð- um: um draumtímann, um feril draumsins, um misjöfn svefnstig, um litaskynjun í draumi (draumar em skynjanir!) og þeir fundu að en ekki þeir sem ekkert af sér gera. Um eitt dæmi veit ég sem kom fyrir í hverfinu hjá mér. Það vom nokkrir unglingar, sem ekkert var að, að ganga um göturnar eflaust heim til einhvers, rétt eftir tíu. Þá kom lögreglan hirti þá og tók þá niður í athvarf. Hringdi svo í for- eldrana og lét þá sækja krakkana sína sem höfðu ekkert gert af sér. Á þetta að þýða að við megum ekki fara í 9-bíó og hvað með fé- lagsmiðstöðvarnar? Böllin þar em til hálf tólf að minnsta kosti. Ég er ekki ein á móti þessari fáránlegu hugmynd að banna fólki undir 16 ára aldri að vera úti eftir tíu um helgar og þeir sem standa með mér em einnig foreldra sem eiga mjög heilbrigða krakka. Það þarf ekki nema nokkra svarta sauði til að eyðileggja heilan hvítan hóp! SARA KOLKA ANDRADÓTTIR, Barmahlíð 47, Reykjavík. rúmfræði (steróskópí) í draumheimi er samskonar og í umheimi. Öll þessi atriði komu fyllilega heim og saman við kenningu Ný- als, sem er eðlisfræðileg og náttúm- fræðileg, og varð heildarniðurstað- an sú, að draumar eru mælanlegt, náttúmfræðilegt fyrirbæri — eins og við höfum alltaf talið, sem feng- ist höfum við þetta á gmnni hinnar íslensku kenningar. Alda Chicagoskólans fjaraði út — nýjar athuganir hættu að bætast við upp úr 1965 — og kom okkur Nýalssinnum það ekki á óvart, í þá daga. En um 1980 fór óvæntir hlut- ir að gerast, og vom þar að verki Páll Tholey, Þjóðveiji, og Stephen LaBerge, Ámeríkumaður við Stan- fordháskóla. Má kenna rannsóknir beggja við „könnun draumheima". Furðulegt er að sjá, og þó ekki annað en það sem vænta mátti, hve nærri þessir menn komast upp- sprettulindum Nýals, án þess þó að hafa náð að bergja á þeim. Hvert atriðið af öðm kemur heim við at- riði, sem hér hafa verið athuguð og margtekið fram. Mennirnir hafa uppgötvað greininguna milli hinna björtu drauma og hinna óskýru, rangþýðingakenndu án þess að hafa hugmynd um hvað veldur! Greining- in milli „vision dreams" (ljósir draumar) og „illusional dreams" (rangþýðingardraumar) í enskri rit- gerð eftir dr. Helga frá því um 1926 er þarna enduruppgötvuð eins og margt annað — en þó, því mið- ur, án þess að kjarni málsins, sam- band við draumgjafa, hafi uppgötv- uð verið. Þessu þyrftu íslendingar að geta bætt við, til þess að verulegur árangur yrði í þessum fræðum. „Eftir er enn yðar hluti,“ sagði góður íslendingur forðum við landa sína. Samband við draumgjafa er und- irstöðueðli draumlífsins. Og sam- band við stjarnlífið byggist á slíkum lífrænum sambandsmöguleikum, en ekki á snigilhægum ferðalögum um geiminn á tölvustýrðum hólkum úr áli og stáli. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Tveir af þremur höfðu reynslu í grein sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 20. október sl. um ráðningu tollvarðar við tollgæsluna á Kefla- víkurflugvelli ságði ég, að allir umsækjendur hefðu haft að baki starfsreynslu hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Við nánari at- hugun reyndist þetta ekki byggt á réttum upplýsingum. Rétt er að tveir af þremur um- sækjendum höfðu að baki starfs- reynslu hjá tollgæslunni. Sá þriðji, hafði starfað í námunda við toll- gæsluna hjá Flugleiðum hf. á Kefla- víkurflugvelli og var yfirmönnum tollgæslunnar starfsferill hans þar því vel kunnugur. Beðist er velvirðingar á þessum missögnum. - Þröstur Ólafsson. Rangt nafn á hreingerninga- fyrirtæki í grein í viðskiptablaði sl. fimmtudag um stofnun Gömlu bíla- leigunnar var ranglega sagt að annar eigendanna, Pétur J. Péturs- son starfrækti jafnframt hreingern- ingafyrirtækið Hreint og klárt. Hið rétta er að fyrirtæki hans heitir Hreint og beint. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. VELVAKANDI ÞEKKIR EINHVER MONIKU HENDERSON KONA hringdi til Velvakanda því hún var að leita að konu sem heitir Monika Henderson. Ef ein- hver telur sig þekkja til þessarar konu er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 18876. TIL HOPE KNÚTSSON MIG langaði að spyrja Hope Knútsson, vegna greinar hennar í Morgunblaðinu sl. sunnudag, af hverju hún búi hérna á Is- landi fyrst hún er svona óánægð. Ég er búin að búa hér í níu ár og líkar vel. T. Andrésson I TAPAÐ/FUNDIÐ Hálsmen í Tess HÁLSMEN var skilið eftir í versluninni Tess við Dunhaga 18. október sl. Upplýsingar í síma 622230. Útprjónaðir vettlingar ÚTPRJÓNAÐIR vettlingar fundust í Landmannalaugum 17. október sl. Eigandi má hafa samband í síma 31238. GÆLUDÝR Týndur köttur ÞRIGGJA ára gamall síams- högni, ómerktur, tapaðist frá Hlíðarhjalla í Kópavogi fyrir nokkru. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 46996. Fund- arlaun. Köttur í óskilum HELGA á Smiðjustíg sagði að síðan í sumar hefði verið á þvæl- ingi á Bergstaðastræti svartur högni, trúlega heimilisköttur sem ekki ratar heim. Hann er háfættur, langur og breiðleitur og er trúlega síamsblendingur. Kannist einhver við köttinn er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 12379. Ágætu fullorðnir! Leðursófasett, verð frá kr. 165.000 Stgr. Leðurhornsofar, verð frá kr. 145.000 stgr. Litir: Svart, brúntm rautt, grænt, blátt, hvitt og bleikt. Valhnsgögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. Villibráðarhlaðborð okkar um síðustu helgi vakti mikla hrifningu og við þökkum frábærar viðtökur. Nú endurtökum við leikinn! Gestgjafi verður Rúnar Guðmundsson matreiðslumeistari. Halldór Gunnarsson (Þokkabót) leikur á píanóið föstudags- og laugardagskvöld. Njótið lífsinsyfir úrvalsréttum úr íslenskri náttúru. Borðapantanir í síma 17759 Veitingahúsið Naust — fjtf>f) if/7 þm- spoipqndi Kdapartiiiii& ffa (ZX\ Á i 3JA HONDRAÐ seljendur með allt millihimins og jarðar auk70 þátttakenda í HEIMILISLISTAHÁTÍÐINNI á sunnudeginum. OpiðbáðadagamillikL 10 og4. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Kemur alltafá óvart!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.