Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 29 Ekki er allt gull... Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöllin/Háskólabíó: Fyrir- tækið - The Firm Leikstjóri Sidney Pollack. Handrit David Rabe, Robert Towne og David Rayfiel, byggt á skáldsögu Johns Grishams. Tónlist Dave Grusin. Kvik- myndatökusljóri John Seale. Aðalleikendur Tom Cruise, Gene Hackman, Ed Harris, Jeanne Tripplehom, Hal Holbrook, Holly Hunter, David Strathaim, Gary Bus- ey, Steven Hill, Wilford Brim- ley, Paul Sorvino. Bandarísk. Paramount 1993. Mitch McDeere (Cruise) er að útskrifast frá lagadeild Har- vardháskóla með láði og atvinn- utilboðin streyma inn. Eitt ber af öðrum; tiltölulega lítið en stöndugt ■ lögfræðifyrirtæki í Memphis býður honum gull og græna skóga. Allt fer af stað eins og í ævin- týri. Hús, bíll, ráðherralaun. En McDeere kemst líka fljótlega á snoðir um að tvær hliðar eru á þessari paradís. Engin starfs- maður hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu öðru vísi en í líkkist- unni og það vill gerast ansi stjórnsamt um einkahagi starfs- mannanna. Þegar svo alríkislög- reglumaðurinn Tarrance (Harr- is) fer að blanda sér í málin fara augu McDeere að opnast. Og góð ráð dýr. Myndin er sem kunnugt er byggð á mikilli metsölubók og skýrir það að nokkru vinsældir hennar vestan hafs. Engu að síður er hún þó örugglega meiri skemmtun þeim sem eiga hana ólesna. Breytingar eru vissulega óhjákvæmilegar þegar ritverk eru kvikmynduð og Fyrirtækið hefur ekki farið varhluta af þeim og þær eru fæstar til bóta. Mik- ið er gert úr hjónabandsmálum Cruise, stirfin ástamálin, grátur og uppnám taka alltof mikin tíma og slæva spennuna auk þess sem Tripplehorn er frá- hrindandi og stíf i hlutverki eig- inkonu unga lögmannsins. Þá er lítil glóra í póstsvindlinu og samningunum í lokin, þar hefðu þeir betur haldið sig við sögu- þráð Grishams, handritshöfund- arnir þrír. Lengdin er mikil og hún bitnar ekki síst á hæggeng- um miðkafla þar sem verður alvarlegt spennufall. Á hinn bógin er Fyrirtækið fagmennleg útlits, John Seale, kvikmyndatökumaður Peter Weirs, sér um þann þátt ásamt snjöllum útlitshönnuðum sem skapa einkar gott andrúmsloft auðlegðar, valda og spillingar í íburðarmiklum húsakynnum fyrirtækisins í Memphis. Og leikhópurinn er ekki árennileg- ur. Cruise, sá feiknavinsæli leik- ari, (sem á einnig stóran þátt í velgengni myndarinnar) kemst skammlaust frá sínu hlutverki en það er þó Hackman einn sem vekur hana til lífsins, í hlutverki gamalreynds lögmanns hjá fyr-‘ irtækinu sem orðinn er lang- þreyttur á tvískinnungnum. Ekki síst minnisstæður þar sem hann liggur, úrsérgenginn ein- sog rómverskur sukkkeisari, eft- ir nætursvall og lokauppgjörið blasir við. Karlar á borð við Holbrook, Harris, Brimley og Hill bregðast ekki og gefa hlut- verkum sínum nauðsynlegan myndugleika. Busey, Strathaim og einkum Hunter, standa þó uppúr aukaleikarahópnum, það er í rauninni Tripplehorn ein sem rýrir framvinduna. Bókin Fyrirtækið var ekki aðeins einkar læsileg spennu- saga heldur jafnframt ádeila á græðgi, kennslustund í að menn geta teygt sig auðveldlega of langt ef þeir blindast af áfergj- unni. Pollack, sem gerði ágætar spennumyndir fýrir tæpum tveim áratugum og handritshöf- undurinn Towne, sem var einnig uppá sitt besta um það leyti, hafa einungis gert breytingar til hins verra, því miður, en Fyrirtækið er þó engu að síður ásjáleg skemmtun þar sem útlit- ið ber af öðru. Gjaldskylda framlengd EINS og kunnugt er var samið við Bifreiðagæsluna hf. í Keflavík um rekstur og umsjón með bifreiðastæðum við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Tekin var upp gjaldskylda á tímabilinu 1. apríl 1993 til 31. október 1993 fyrir afnot langtíma- stæða norðan og vestan við flug- stöðina» Stæðisgjald er 220 kr. fyrir hvern byijaðan sólahring. Á afmörkuðum svæðum fyrir framan aðalanddyri flugstöðvarinnar er óheimilt að leggja bifreiðum leng- ur en 3 klst. samfleytt. Á þessum bílastæðum er hægt að leggja bif- reiðum ókeypis. Ákveðið hefur verið að fram- lengja þessa þjónustu til og með 31. desember 1993. SÉRPANTANIR pí» jft- 0 I Borgartúni 29 Kasparov fær sigurlaiuiin Skák Margeir Pétursson GARY Kasparov tryggði sér á fimmtudaginn sigur í heims- meistaraeinvíginu við Nigel Short í London. Kasparov hefur nú 12‘/2 vinning í einvíginu en Short V/i. Sigurlaunin í einvíginu eru rúmlega eitthundrað milljón- ir íslenskra króna, en Short fær í sinn hlut rúmlega sextíu millj- ónir. Þrátt fyrir að úrslitin séu ráðin verða fjórar siðustu skák- irnar tefldar. Kasparov tefldi mun traustar í 19. og 20. skákun- um en oft áður í einvíginu og tók enga áhættu. Með jafntefli í þeirri 19. á þriðjudaginn náði hann 12 vinningum og tryggði sér þar með heimsmeistaratitil- inn. Jafnteflið í þeirri 20. færði honum síðan sigur i einviginu. Gary Kasparov Strax eftir fyrstu vikuna í einvíg- inu var orðið nokkuð ljóst að áskor- un Shorts myndi misheppnast. Þá þegar hafði Kasparov náð þriggja vinninga forskoti sem hann jók síð- an í sex vinninga. Short náði ekki að vinna skák fyrr en í þeirri 16. og minnkaði muninn um vinning. Sóknartaflmennska Englendingsins var ávallt frískleg og þrívegis missti hann af tækifærum til vinnings, Fimm vinninga munur gefur því ekki fyllílega rétta mynd af gangi mála. Þótt Kasparov hafí sannað yfirburði sína hefur hann teflt bet- ur. 19. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Nigel Short Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — d6 Steinitz afbrigðið. Fyrr á öldinni var það vinsælt í heimsmeistaraein- vígjum, en sást síðast á þeim vett- vangi hjá þeim Smyslov og Botvinn- ik í Moskvu 1954. Það er augljóst að Short hefur gefíð upp á bátinn þær varnir sem hann hefur undir- búið fyrir einvígið. 5. Bxc6+ — bxc6, 6.d4 — exd4 Heimsmeistararnir Capablanca og Smyslov voru vanir að leika 6. — f6 í þessari stöðu. 7. Dxd4 - Rf6 Nýr leikur í stöðunni. 7. — c5, 8. Dd3 - Re7, 9. Rc3 - Bb7, 10. Bd2 — Dd7 sást í skák enska alþjóð- lega meistarans Hartstons og Frið- riks Ólafssonar í Las Palmas 1974, en Friðrik vann hana skemmtilega á svart. 8. 0-0 - Be7, 9. e5 - c5, 10. Dd3 — dxe5, 11. Dxd8+ — Bxd8, 12. Rxe5 - Be7, 13. Hel - 0-0, 14. Bg5 - Be6 Short hefur verið ófeiminn við að taka á sig tvípeð í endatafli í einvíginu og Kasparov hefur ekki náð að refsa honum fyrir það. Þótt öll peð svarts verði stök eftir 15. Rc6 — Bd6, 16. Bxf6 — gxf6 má hann þó vel við una vegna biskupap- arsins. 15. Rd2 - Hfe8, 16. h3 - h6, 17. Bh4 - Had8, 18. Rdf3 - g5, 19. Bg3 - Bd5, 20. Hadl - Kg7, 21. c4 - Bb7, 22. Hxd8 Svarta staðan er vel virk og Kasparov einfaldar taflið til jafnte- flis. Það er vart hægj, að lá mannin- um það að tryggja sér heimsmeist- aratitilinn. 22. - Hxd8, 23. Rc6 - Bxc6, 24. Hxe7 - Hdl+, 25. Kh2 - Re4!? Fórnar peði fyrir fullnægjandi bætur. 25. — Bxf3, 26. gxf3 — Hd2 var litlausari leið til jafnteflis. 26. Hxc7 Kasparov bauð hér jafntefli sem Short þáði. Það þjónaði engum til- gangi að hafna boðinu, því eftir 26. - Bd7! 27. Re5 á hann vart ann- arra kosta völ en leika 27. — Rd2 (27. — Be6, 28. Rg4! er betra á hvítt) 28. Hxd7 — Rfl+ og þrá- skáka. 20. einvígisskákin: Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bc4 — e6, 7. Bb3 — b5, 8. 0-0 - Be7, 9. Df3 - Dc7, 10. Dg3 - 0-0, 11. Bh6 - Re8, 12. Hadl - Bd7, 13.a3 í 18. skákinni lék Short hér 13. Rf3 13. — Rc6, 14. Rxc6 — Bxc6, 15. Bf4 - Db7, 16. Hfel - a5, 17. e5 Kasparov hefur hafíð minnihluta- árás á drottningarvæng sem er al- geng mótspilsaðferð í Sikileyjar- vörn. Án þessarar einföldunar gæti svartur náð frumkvæðinu. 17. - dxe5, 18. Bxe5 - Bf6, 19. Hd4 - Ild8, 20. Hxd8 - Bxd8, 21. Re2 - a4, 22. Ba2 - b4, 23. axb4 - Dxb4, 24. Bc3 - Db7, 25. Rd4 - Rf6, 26. Rxc6 - Dxc6, 27. Hdl - Be7, 28.h3 - Ha8, 29. Hd4 - Re8, 30. Dd3 - Bf6 Losnar við hvíta biskupaparið og jafnar taflið. 31. Hc4 - Da6. 32. Bxf6 - Rxf6, 33. Dd2 h6, 34. Hd4 - Db6, 35. c3 — a3 36. bxa3 og Short bauð jafntefli sem Kasparov þáði. Eftir 36. — Hxa3 má segja að svartur standi sjónarmun betur í jafnteflisstöðu. Hæpið var fyrir Short að reyna 36. b4 vegna 36. — Rd5!?— Dxb4, 24. Bc3 - Db7, 25. Rd4 - Rf6, 26. Rxc6 — Dxc6, 27. Hdl — Be7, 28.h3 - Ha8, 29. Hd4 - Re8, 30. Dd3 - Bf6 Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 230 nýjum og eldri félagslegum eignaríbúðum, sem koma til afhendingar fram á haustið 1995. Enn- fremur er óskað eftir umsóknum um 35 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir, sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suður- landsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga frá kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 19. nóvember 1993. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.