Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Gylfi Þ. Gíslason um handritadeilu Islendinga og Dana
Forsætisráðherra
Dana hjó á hnútinn
HANDRITAlDEILA Dana og íslendinga leystist árið 1961 fyrir fulltingi
Viggo Kampmanns, þáverandi forsætisráðherra Dana. Þetta er mat
Gylfa Þ. Gíslasonar í bók hans, Viðreisnarárunum, sem er nýkomin út.
í bókinni segir Gylfí, að þótt
danska stjórnin hafi fallist á að af-
henda íslendingum handrit snemma
árs 1961, hafi djúpstæður ágreining-
ur verið milli íslendinga og Dana um
hvaða handritum ætti að skila. ís-
lendingar lögðu höfuðáherslu á að
fá Flateyjarbók og Konungsbók Sæ-
mundar-Eddu til varðveislu en á það
vildu danskir ráðherrar ekki fallast.
Gylfi segist hafa beðið Sigurð Nor-
dal um að nefna handrit sem hægt
væri að skilja eftir í Danmörku, án
þess að að hægt væri að segja að
skuggi félli á handritaskilin, og lét
Sigurður Gylfa fá í trúnaði stuttan
lista. Efst á listanum var eitt af hand-
ritum Snorra-Eddu og á fundi með
dönskum ráðherrum bauð Gylfi að
það handrit yrði eftir í Danmörku,
fengju íslendingar Konungsbókina.
Viggo Kampmann tók þessari hug-
mynd vel og fékk aðra ráðherra til
að fallast á hana og segir Gylfi að
þannig hafi Kampmann í raun og
veru höggvið á hnútinn og leyst þetta
viðkvæma deilumál.
Hugleiðingar um handritaskil
Gylfi Þ. Gíslason rekur handrita-
málið ýtarlega í bók sinni, þó einkum
atburðarásina fyrri hluta ársins 1961
þar til danska þingið samþykkti hand-
ritalögin í júní það ár.
Islendingar höfðu þegar eftir að
þeir öðluðust heimastjóm í upphafi
aldarinnar unnið að því að fá íslensk
handrit heim frá Danmörku við litlar
undirtektir Dana. í febrúar 1961 var
því svo lýst yfir af hálfu dönsku
stjómarinnar að hún væri að hugleiða
að gefa íslendingum íslensk handrit
í dönskum söfnum en þyrfti að vita
hvort Islendingar vildu veita handrit-
um viðtöku að gjöf og hver sjónarmið
Islendinga væru varðandi það hversu
víðtæk sú gjöf þyrfti að verða til þess
að málið teldist endanlega úr sögunni.
í bók Gylfa segir: „Niðurstaða Ein-
ars Ól. Sveinssonar, handritanefndar-
innar og annarra sérfræðinga, sem
til var leitað, var sú að miða skilgrein-
inguna á óskum íslendinga við þjóð-
emi skrifarans, þ.e. þau handrit
skyldu teljazt íslenzk, sem skrifuð
væru af íslenzkum mönnum. [...]
Síðan kom í ljós að sérfræðingar
dönsku stjómarinnar voru á öðru
máli um það, hvemig skilgreina ætti
þau handrit, sem til greina kæmi að
afhenda íslendingum. Vildu þeir miða
við það, hvað telja bæri menningar-
eign íslendinga, en með því var átt
við handrit, skrifuð af íslendingum
um íslenzk efni. Augljóst var, hvað
bæri á milli í gmndvallaratriðum.
Samkvæmt íslenzku skilgreiningunni
töldust Konungsbók Sæmundar-Eddu
og Flateyjarbók íslenzk handrit. En
sérfræðingar dönsku stjómarinnar
vildu ekki telja þau íslenzka menning-
areign, þótt þau væru skrifuð af ís-
lenzkum mönnum.“
Trúnaðarmál
Gylfí átti viðræður við danska ráð-
herra um þessi mismunandi sjónar-
mið, kynnti þau íslensku ríkisstjórn-
inni, handritanefndinni og sérfræð-
ingum sem frá upphafi hafði verið
átt samráð við. Gylfi segir í bók sinni,
að íslendingarnir hafi verið á einu
máli um að ekki væri rétt að halda
til streitu því sjónarmiði að Islending-
um yrðu afhent öll þau handrit, sem
skrifuð hefðu verið af íslenskum
mönnum, með ákveðnum undantekn-
ingum. Rétt þætti að taka tillit til
þess sjónarmiðs Dana, að réttmætt
væri að heillegur flokkur handrita
yrði eftir í dönskum söfnum, sem
sýnishorn þeirra dýrgripa sem verið
hefðu í vörslu Dana öldum saman,
ef það samrýmdist þeirri ósk Islend-
inga að fá meginhluta handritanna
og þar á meðal Flateyjarbók, Kon-
ungsbók Sæmundar-Eddu, Möðru-
vallabók og Grágás.
Áður en Gylfi fór til Danmerkur í
apríl 1961 til fundar við danska ráð-
herra bað hann Sigurð Nordal að
nefna sér einhver handrit sem hann
gæti stungið upp á að yrðu eftir í
Danmörku og Danir myndu meta
mikils án þess að hægt væri að segja
að skuggi félli á handritamálið. „Hann
kvaðst skyldu gera það í algerum
trúnaði, og skrifaði ég eftir honum
stuttan lista. Efst á honum var eitt
af handritum Snorra-Eddu og eitt af
handritum Njáls sögu. Ég skýrði ríkis-
stjóminni frá þessu, áður en ég fór
utan“, segir Gylfi í bók sinni.
Djúpstæður ágreiningur
Á fundi Gylfa með dönsku stjórn-
inni 10. apríl kom í ljós að danska
stjómin var reiðubúin til að víkka
talsvert skilgreiningu sína á þeim
handritum sem afhenda skyldi. Gylfi
ítrekaði það sjónarmið íslensku ríkis-
stjómarinnar að lausn málsins væri
ekki hugsanleg án þess að Konungs-
bókin yrði afhent íslendingum, og
handritamálið yrði ekki leyst, svo
fullnægjandi yrði talið af ísienskri
hálfu, nema Flateyjarbók kæmi til
íslands. En af hálfu dönsku ráðherr-
anna var því mjög haldið á lofti, að
með tilliti til Norðmanna gætu Danir
ekki afhent íslendingnm handrit
Noregskonungasagna. „Þegar hér
var komið, virtist um djúpstæðan
ágreining að ræða,“ segir Gylfi.
Höggvið á hnútinn
Haldinn var fundur 17. apríl, sem
sátu af hálfu Dana Viggo Kamp-
mann forsætisráðherra, Jörgen Jörg-
ensen menntamálaráðherra og Julius
Bomholt félagsmálaráðherra en
Gylfi, Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra og Stefán Jóhann Stefáns-
son sendiherra af hálfu íslendinga.
Síðan segir í bók Gylfa: „Úrslita-
fundurinn var haldinn 21. apríl og
sátu hann sömu menn og fundinn 17.
apríl. Þótt ég hafi þá skýrt frá því,
að án afhendingar Konungsbókar
Sæmundar-Eddu og Flateyjarbókar
gæti ekki orðið um samkomulag að
ræða, hélt Bomholt fast við það á
fyrri fundinum 21. apríl að hvorugt
Værs-go, Flatobogen
HELGE Larsen kennslumálaráðherra Dana afhendir Gylfa Þ. Gísla-
syni Flateyjarbókina í Háskólabíói 21. apríl 1971.
Hann hjó á hnútinn
VIGGO Kampmann forsætisráð-
herra Dana 1960 til 1962 hjó á
hnútinn í handritadeilunni, að
mati Gylfa Þ. Gíslasonar.
handritið yrði afhent. Eftir ýtarlegar
umræður um Flateyjarbók og þá
áherzlu sem ég lagði á, að til þess
að sýna samningsvilja hefðu íslend-
ingar þegar fallizt á, að áfram yrði
í Danmörku nokkur sýnishom af ís-
lenzkum handritum, þar á meðal
Njáluhandrit, tók Kampmann þannig
til orða, að rétt væri að taka tiilit til
óska íslendinga um afhendingu Flat-
eyjarbókar, án þess að því væri and-
mælt af hinum dönsku fulltrúunum.
En á fundinum síðdegis tók Bom-
holt aftur upp umræður um Konungs-
bók Sæmundar-Eddu og taldi í henni
felast samnorrænan menningararf,
sem ekkert réttlætti að afhenda ís-
Iendingum. Ég benti á, að þótt enginn
vissi, hvar og hvenær kvæði Sæmund-
ar-Eddu væru ort, væri það óumdeil-
anlegt, að handritið væri ritað á Is-
landi. Bomholt rengdi það. Ég nefndi
fræðimenn, íslenzka og erlenda, sem
teldu það óyggjandi. Varð hér um
allhörð orðaskipti að ræða, sem
Kampmann hafði auðsjáanlega
nokkrar áhyggjur af. Ég sagðist skilja
að Dönum væri eftirsjá að Konungs-
bók Sæmundar-Eddu, og kvaðst hafa
umboð til þess að bjóða, að eitt hand-
rit Snorra-Eddu yrði áfram í Dan-
mörku. Kampmann tók þessari hug-
mynd mjög vel og spurði Jörgensen,
hvort hann gæti ekki fallizt á lausn
málsins á þessum grundvelli. Hann
svaraði játandi. Þá spurði Kampmann
Bomholt sömu spumingar og bætti
við, að það væri sín tillaga, að málið
yrði leyst með þessum hætti. Bom-
holt hugsaði sig um. Síðan sagði
hann, að hann skyldi fallast á þetta,
en bætti við, að hann væri ekki
ánægður. Það var því í raun og veru
Kampmann, sem hjó á hnútinn og
leysti þetta viðkvæma og mikilvæga
deilumál þannig, að íslendingar gátu
einhuga verið ánægðir."
Áratugur leið
Handritalögin voru samþykkt í
danska þinginu 10. júní 1961 með
110 atkvæðum gegn 39. Enn liðu
þó tíu ár þar til handritin voru af-
hent; 1971 skar hæstiréttur Dana
úr um að handritalögin stönguðust
ekki á við dönsku stjómarskrána og
21. apríl það ár veitti Gylfi Þ. Gísla-
son Konungsbók Sæmundar-Eddu
og Flateyjarbókinni viðtöku úr hendi
Helge Larsen kennslumálaráðhera
Dana.
Framkvæmdasljóri VSI um ályktun þings VMSI um uppsögn samninga
Fráleitt annað en samn-
ingar gildi út næsta ár
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, segist telja fráleitt annað en að samkomulag takist í
launanefnd aðila vinnumarkaðarins þannig að kjarasamningar aðila
gildi út næsta ár, eins og ráð hafi verið fyrir gert við gerð hans. Launa-
nefnd, sem endurskoða á forsendur samninganna, hefur fundað þríveg-
is og á að ljúka störfum fyrir 10. nóvember næstkomandi. í kjaramála-
ályktun þings Verkamannasambandsins sem lauk í gær var einróma
samþykkt að verkalýðshreyfingin losi sig undan núgildandi samningum
við endurskoðun þeirra í byrjun nóvember.
Þórarinn sagði að í forsendum ----------------------------------
kjarasamninganna væri ekkert skráð
um það hvemig tekjuöflun vegna
tekjutaps ríkissjóðs af lækkun virðis-
aukaskatts yrði háttað. Það hefði
hins vegar verið undirliggjandi for-
senda að markmiðið með breyting-
unni væri að styrkja stöðu láglauna-
hópa sem notuðu stærri hluta tekna
sinna ti! matarkaupa. Þetta yrði því
að meta og ríkisstjórnin hefði boðið
upp á viðræður um þau atriði sem
ágreiningur væri um. Það stæði ekki
í samningnum eða forsendum hans
að það ætti að gera tiltekna hluti
og mætti ekki gera annað. Menn
hlytu því að fara út í umræðu um
markmið kjarasamninganna. Þetta
væri hins vegar alveg ljóst varðandi
framlög til atvinnumála því skýrt'
væri kveðið á um þau.
Hann sagði aðspurður að hvor
aðili um sig í launanefnd gæti sagt
upp samningum. Ef verkalýðshreyf-
ingin vildi segja upp samningum
þyrfti hún að geta rökstutt það með
óyggjandi hætti að þær forsendur
sem samið hefði verið um hefðu ekki
staðist. Ef ágreiningur væri uppi
sagði hann aðspurður hugsanlegt að
honum yrði skotið til Félagsdóms,
en hann vonaði að til þess kæmi
ekki. „Heimild til uppsagnar skapast
bara við það að samningsforsendur
teljist hafa brostið. Verðlags- og
gengisforsendur eru fullkomlega í
samræmi við það sem upp var lagt
með og raunar enginn ágreiningur
um það,“ sagði Þórarinn.
Verði marktækt frávik frá forsendum kj arasamninga
Hvorum aðila heimilt að segja upp
HVORUM samningsaðila um sig í launanefnd er heimilt að segja upp
kjarasamningum verði marktækt frávik frá samningsforsendum eins
og það er orðað. Launanefndin á að endurmeta forsendurnar og hugs-
anleg tilefni til uppsagnar fyrir 10. nóvember og tekur þá uppsögnin
gildi frá og með 1. janúar á næsta ári.
I 7. grein kjarasamnings aðila
vinnumarkaðarins frá því í vor er
fjallað um endurmat á forsendum
hans og uppsagnarheimild. Þar er
kveðið á um skipun sérstakrar launa-
nefndar skipaða þremur fulltrúum
frá hvorum samningsaðila og á hún
á samningstímanum að fylgjast með
þróun efnahags-, atvinnu- og verð-
lagsmála og gera tillögur um við-
brögð til samtakanna og stjómvalda
eftir því sem aðstæður leyfa. Þá
heimilar greinin einnig uppsögn
samninga með þriggja mánaða fyrir-
vara ef gengi krónunnar víkur um-
talsvert frá viðmiðunarmörkum
Seðlabanka íslands.
í 6. grein er fjallað um forsendur
samningsins. Þar segir að hann byggi
í fyrsta lagi á yfirlýsingu ríkisstjóm-
arinnar um vaxtamál, aðgerðir og
stefnumörkun á sviði atvinnumála,
niðurgreiðslur tiltekinna kjöt- og
mjólkurafurða, lækkun vsk. á mat-
vælum, tímabundna lækkun trygg-
ingagjalds af útflutningsstarfsemi og
um tímabundna endurgjaldslausa
úthlutun aflaheimilda Hagræðingar-
sjóðs. í öðru lagi að gengi krónunnar
verði innan viðmiðunarmarka Seðla-
banka íslands, að tiltekin þróun verði
á fiskverði á samningstímanum og
að fiskveiðikvótar 1993-94 verði ekki
minni en á síðasta fiskveiðiári.
VMSÍ
Björn Grét-
ar kjörinn
formaður
BJÖRN Grétar Sveinsson var
endurkjörinn formaður
Verkamannasambands ís-
lands á þingi þess í gær til
næstu tveggja ára. Jón Karls-
son, Verkalýðsfélaginu Fram
á Sauðárkróki var endurkjör-
inn varaformaður til sama
tima. Þingi Verkamannasam-
bandsins lauk í gær.
Hervar Gunnarsson Verka-
lýðsfélagi Akraness var kjörinn
ritari og tekur við embætti Kar-
itasar Pálsdóttur, Verkalýðsfé-
laginu Baldri ísafirði, sem var
kosin formaður fiskvinnsludeild-
ar VMSÍ. Halldór G. Björnsson,
Dagsbrún, var endurkjörinn
gjaldkeri.
Ný sambandsstjóm VMSÍ sem
kjörin var í lok þingsins kaus tvo
fulltrúa úr sínum hópi í fram-
kvæmdastjórnina, þá Sigurð T.
Sigurðsson, Hlíf Hafnarfirði, og
Sigurð Ingvarsson, Árvakri Eski-
firði. Úr framkvæmdastjórn
gekk Guðmundur J. Guðmunds-
son fyrrum formaður VMSÍ, sem
átt hefur sæti í framkvæmda-
stjóm sambandsins allt frá árinu
1975, þar af sem formaður í 16
ár. Hann gaf ekki lengur kost á
sér til stjórnarstarfa fyrir Verka-
mannasambandið.