Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 43 Valið miðað. við leikmenn framtíðar Til að framkvæmd áætlunarinnar gangi sem best hefur landinu verið skipt í fímm svæði, sem er stýrt af trúnaðarmönnum. Lárus Loftsson er trúnaðarmaður á Stór- Reykjavíkursvæðinu, sem markast af Mosfellsbæ og Hafnarfírði, Ástr- áður Gunnarsson er trúnaðarmaður suðursvæðis (suðumes og suður- landskjördæmi), Birkir Sveinsson á austursvæði (austurlandskjör- dæmi), Hinrik Þórhallsson á norður- svæði, sem nær yfír norðurlands- kjördæmi vestra og eystra, og fimmta svæðið er vestursvæði, sem afmarkast af vesturlands- og vest- fjarðakjördæmi. Hörður Helgason átti að vera trúnaðarmaður á vest- ursvæði, en á dögunum var hann ráðinn þjálfari íslands- og bikar- meistara ÍA og því varð að finnan annan mann. Að því er unnið, en málið er ekki frágengið enn. Hæfileikanefndin er ábyrg fyrir framkvæmd áætlunarinnar, en trúnaðarmenn bera ábyrgð á vali, eftirliti og hæfileikamótun efnanna á svæðunum. Þeir eiga að vera hvetjandi á leikmenn og félög og vera leikmönnum, foreldrum og fé- lögum innan handar. „Trúnaðarmennirnir gegna mjög mikilvægu hlutverki," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. „Þeir fylgjast með æfingum og leikjum, fínna efnin og veita leikmönnum framtíðar, þjálfurum þeirra, for- eldrum og félögum nauðsynlegan stuðning; benda á leiðir til að ná lengra og eru í raun ráðgefendur til að tryggja sem besta þjálfun og umhverfí." Morgunblaðið/Þorkell Trúnaðarmennirnlr og hæfileikanefndln. Birkir Sveinsson er lengst til vinstri, síðan Jón Gunnlaugsson, formað- ur fræðslunefndar, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 ára landsliðsins, Astráður Gunn- arsson, Hinrik Þórhallsson, Geir Þorsteinsson, Lárus Loftsson og Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. Bjarki Stefánsson leysir reikningsdæmi á tölvu og viðbrögð álagsins eru mæld. Morgunblaðið/Sverrir Líkamsástandið kannað í Háskólanum og Mætti LEIKMANIMAHÓPUR framtíðarinnar fær sérstakan undirbúning og aðstoð með það að markmiði að a-landsliðsmenn framtíðar nái betri árangri á alþjóðlegum vettvangi. Fyrsta skrefið f undir- búningnum felst í könnun á líkamsástandi leikmannanna, sem verður fylgt efti rárlega til að fá samanburð, og samdi KSI við rannsóknarstofu Háskóla íslands í lífeðlisfræði og forvarna- og endurhæfingastöðina Mátt um framkvæmdina, en þetta er í fyrsta sinn, sem KSÍ gengst fyrir svona athugunum. Strákarnir fóru í mjólkursýrupróf í vikunni, súrefnisupptakan var mæld og súrefnisnýting, lungna- stærð og húðfita auk þess sem at- hugað var hvemig þeir brugðust við andlegu álagi. Þá tóku þeir sérstök snerpupróf. Lífeðlisfræðingarnir Stefán B. Sigurðsson og Þórarinn Sveinsson hafa yfimmsjón með prófunum í Háskólanum og sagði Stefán að verkefnið væri spennandi. Þetta væri I fyrsta sinn sem svörun íþrótta- manna við andlegu álagi væri athug- uð og áhugavert væri að fylgjast með framförum leikmannanna með vísindalegum mælingum. í sambandsáætluninni um hæfí- leikamótun eru gerðar miklar kröfur til leikmanna um knattspymuhæfí- leika sem og líkamlegra og andlegra eiginleika og ástands. Til að þessir þættir séu sem bestir er lögð áhersla á að gott jafnvægi sé á milli þjálfun- ar/ leikja, skóla/vinnu og frítíma, og í framtíðinni er gert ráð fyrir stöðugu eftirliti með framgangi mála. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, sagði að lagt væri til að piltamir nýttu sér niðurstöður prófanna og höguðu æfingum og uppbyggingu í samræmi við þær. Hæfíleikanefndin benti á leiðir til úrbóta, en þjálfunin færi fram í félögunum. Að ári yrðu strákamir aftur prófaðir og þá yrði kominn gmnnur til að byggja á, stað- reyndir til að vinna með og ákvarðan- ir teknar með hliðsjón af þeim. Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, hafði yfirumsjón með vali á fyrsta leikmannahópi framtíðar- innar. í fyrstu drögum, sem voru lögð fram í mars sem leið, var gert ráð fyrir að velja um 50 manna hóp, leikmenn á aldrinum 16 til 24 ára, með landsliðið í forkeppni HM 1998 í huga. Landsliðsþjálfarar völdu leikmenn, hver á sínu stigi, en hæfíleikanefndin hélt valinu fyr- ir sig og hélt áfram að þróa hug- myndina í sumar. Jón Gunnlaugsson, formaður nefndarinnar, sagði við Morgun- blaðið að snemma hefði verið ljóst að hópurinn væri of stór og eins væri erfitt fyrir Knattspyrnusam- bandið að halda utan um leikmenn eldri en tuttugu og eins árs. Því hefði verið ákveðið að binda sig ekki við fyrrnefnda keppni, heldur miða áætlunina við framtíðina og velja því leiknjenn framtíðar, pilta yngri en tuttugu og eins árs. Ásgeir sagði að þar sem hópurinn verður endurskoðaður að ári hefði^ verið ákveðið að sleppa elsta ár- ganginum, þ.e. strákum fæddum 1973, því þeir yrðu ekki með næsta ár, þegar byijað yrði að byggja á fenginni reynslu. Valið hefði byggst á tillögum landsliðsþjálfara og Ás- geir sagðist auk þess hafa fylgst með unglingalandsliðunum áður en endanleg ákvörðun hefði verið tek- in. Eggert Magnússon áréttaði að ekki væri um endanlegan hóp að ræða. Allir efnilegir kriattspyrnu- menn alls staðar á landinu ættu jafna möguleika á að komast í hóp- inn og til þess væru trúnaðarmenn- irnir, að fylgjast með og benda á leikmenn framtíðarinnar. Hlynur íhugar skipti í Fram Hlynur Birgisson, landsliðsmaður í Þór á Akureyri, er alvarlega að hugsa um að skipta yfir í Pram, en mörg félög hafa gert honum tilboð. „Það eru mestar líkur á að ég fari í Fram, en það er langt því frá að vera frágengið,“ sagði Hlynur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði áhugavert að spila fyrir félagið og eins hefði áhrif að kærastan, Inga Huld Pálsdóttir, væri í handboltaliði Fram. „Framarar hafa boðið mér njjög hagstæðan samning, en ég tek ákvörðun um helgina,“ sagði Hlynur. Hugsanlega er um þriggja ára samning að ræða. KORFUBOLTI / URVALSDEILDIN Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki Öruggur sigur IMjarðvíkinga „ÞAÐ eru erfiðir tímar fram- undan hjá okkur, því margir í liðinu eru að leika sína fyrstu leiki í meistaraflokki og ekki tilbúnir í þann harða slag sem úrvalsdeildin er,“ sagði Páll Kolbeinsson leikmaður Tinda- stóls frá Sauðárkróki eftir stórtap gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær- kvöidi. Lokatölur urðu 99:65, í hálfleik var staðan 55:30. Njarðvíkingar réðu lögum og lofum á vellinum frá upphafi til enda og um tíma var munurinn orðin 47 stig, 87:40. Þá slökuðu heima- menn aðeins á klónni og norðan- menn náðu aðeins að klóra í bakkann síðustu 10 mín- úturnar. „Ég er tiltölulega ánægður með leik okkar, vamarleikurinn var nú í lagi, en við misstum einbeiting- una undir lokin eins og oft vill verða þegar lið eru komin með yfírburða- stöðu,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga. Þetta var þriðji leikur Tindastóls og hefur liðið tapað öllum leikjun- um. FÉLAGSLIF AAaifundur Vals Aðalfundur knattspyrnudeildar Vals verður haldinn að Hlíðarenda n.k. miðviku- dag og hefst kl. 20.30. URSLIT UMFN-UMFT 99:65 íþróttahúsið í Njarðvík, úrvalsdeildin í kðrfuknattleik, föstudaginn 22. október 1993. Gangur leiksins: 9:0, 9:2, 24:14, 35:22, 42:30, 55:30, 69:32, 85:40, 90:52, 96:59, 99:65. Stig UMFN: Rondey Robinson 26, Teitur Örlygsson 24, Valur Ingimundarson 17, RúnarÁmason 14, Jóhannes Kristbjömsson 6, Friðrik Ragnarsson 6, Jón Júlíus Ámason 4, Brynjar Sigurðsson 2. Stig UMFT: Robert Buntic 19, Páll Kol- beinsson 11, Láras Pálsson 8, Ingvar Orm- arsson 7, Björgvin Reynisson 6, Garðar Halldórsson 2, Ormar Sigmarsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Héðinn Gunnarsson sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 150. 1. deild karla UBK-fR........................76:66 Stigahæstir hjá UBK: Pálmar Sigurðsson 25, Sveinn Steinsson 17. Stigahæstir l\já ÍR: Broddi Sigurðsson 19, Maríus Amarson 13. Knattspyrna HM-keppnin Asiuriðill: .» írak-fran.....................2:1 Ahmad Amish (20.), Alaa Jebur (37.) — Ali Daai (21.). Suður-Kórea - Saudi Arabia....1:1 Shin Hong-gi (59.) - Ahmed Madani (90.). Staðan: S-Kórea..................3 1 2 0 6:3 4 SaudiArabía..............3 1 2 0 3:2 4 Japan....................3 1 1 1 4:2 3 írak.....................3 1 1 1 6:6 3 N-Kórea..................3 1 0 2 4:7 2 fran.....................3 1 0 2 3:6 2 Bjöm Blöndal skrífar frá Keflavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.