Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Simar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Gamlar dyggðir * Ifyrradag flutti Helmut Kohl, kanslari Þýzka- lands, ræðu í sambandsþing- inu í Bonn, þar sem hann hvatti Þjóðverja til dáða og til þess að brétta upp ermarn- ar, vinna meira og leggja meira á sig til þess að ná þýzku efnahagslífi upp úr þeim öldudal, sem það nú er í. í ræðu sinni benti Kohl á, að launakostnaður væri of hár í Þýzkalandi, reglugerð- afarganið of mikið og frídag- ar of margir. Hann sagði, að Þjóðveijar tækju sér að jafn- aði sex vikna sumarleyfi og að auki væru 12 aðrir frídag- ar á hverju ári. í Þýzkalandi væru að jafnaði unnar rúm- lega 37 klukkustundir á viku, sem væri styttri vinnuvika en hjá öðrum þjóðum. Hann benti á, að. launakostnaður hefði hækkað um 30% í Þýzkalandi á árunum 1985 til 1992 á sama tíma og hann hefði aukizt um 4% í Japan og 11% í Bandaríkjunum. Þýzki kanslarinn sagði, að svo virtist sem Þjóðverjar væru með hugann við það, hvernig þeir ættu að eyða frítíma sínum, og Þýzkaland væri að verða einn allsherjar skemmtigarður. Hann hvatti til endurmats á þessum lífs- viðhorfum. Þessi hvatningarorð Helm- uts Kohls til landa sinna eru endurómur af ræðu Johns Majors á þingi brezka íhalds- flokksins fyrir skömmu, þeg- ar Major skoraði á Breta að hefja til vegs á ný gamlar dyggðir og hefðbundna lífs- hætti. Báðir þessir stjórn- málaleiðtogar endurspegla í ræðum sínum vaxandi skiln- ing fólks á því að tímamir hafa breytzt. Að baki er sveiflukennt tímabil ýmist óhófs og munaðar eða til- raunar til að kollvarpa hefð- bundnum lífsstfl. Niðurstaðan af sviptingum undanfarinna tveggja áratuga er sú að far- sælast sé að hverfa til þeirra lífshátta, sem dugðu fólk vel, þegar úr minnu var að spila. Vinnusemi, nægjusemi, nýtni, sparnaður, allir þessir eiginleikar áttu ríkan þátt í því að velmegun þjóða á Vest- urlöndum varð svo mikil á þessari öld, sem raun ber vitni. Eins og oft vill verða, þegar velgengni verður mikil, missa menn fótanna og telja að allt sé hægt. Þetta á við um einstaklinga í einkalífi þeirra. Þetta á við um stjóm- endur atvinnufyrirtækja, þegar vel gengur. Þetta á við um heilu þjóðirnar. Kreppan, sem gengið hefur yfir Vesturlönd á undanförn- um árum, hefur auðveldað fólki að ná áttum. Hún hefur opnað augu manna fyrir þýð- ingu gamalla dyggða. Hún hefur knúið þjóðir Vestur- landa til þess að stöðva eftir- sóknina eftir stöðugt meiri lífsþægindum. Bæði Helmut Kohl og John Major eru í raun og veru að segja við umbjóðendur sína: Þið verðið að vinna meira, spara meira, láta ykkur nægja minni lífs- þægindi, en þið hafíð vanizt um skeið. Veizlunni er lokið. Þessar hvatningar eiga ekki síður erindi til okkar Is- lendinga en annarra Vestur- landaþjóða. Kannski má segja, að afturhvarf til hinna gömlu dyggða, vinnusemi, nýtni, nægjusemi og sparnað- ar, sé forsenda fyrir því, að okkur takist að rétta úr kútn- um og vinna okkur út úr kreppunni í stað þess að verða henni að bráð eins og gerzt hefur hjá frændum okkar í Færeyjum, sem nú em upp á náð og miskunn Dana komnir. Þessi boðskapur forystu- manna íhaldssamra flokka í Bretlandi og í Þýzkalandi á líka erindi til þess mikla Qölda trúnaðarmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem nú bera saman bækur sínar á landsfundi. Það er áreiðanlega hljómgrunnur fyrir þessum boðskap hjá al- menningi á íslandi ekki síður en annars staðar, svo lengi sem menn sjá, að þeir, sem til forystu hafa valizt á ýms- um sviðum þjóðlífsins, haga gerðum sínum á sama veg. Því hefur löngum verið haldið fram, að Islendingar vinni meira en aðrar þjóðir. Það er áreiðanlega orðum aukið. Þótt vinnudagur sé hér langur er agi á vinnustað ekkert í líkingu við það, sem þekkist annars staðar. íslend- ingar, sem lengi hafa starfað erlendis, kvarta undan aga- leysinu, sem einkenni íslenzkt samfélag að þeirra mati. Með sameiginlegu átaki til þess að auka aga og vinnusemi og aðrar þær gömlu dyggðir, sem hér hefur verið vikið að, getum við komizt ótrúlega langt. Það þurfa fleiri að bretta upp ermamar en Þjóð- verjar. 31. LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS I LAUGARDALSHÖLL Ráðherrar sjálfstæðismanna sitja fyrir svörum á landsfundinum Setja nú fyrirvara við frum- varp um ráðstöfun Iðnlánasjóðs RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum hjá landsfundar- fulltrúum í gærmorgun. Tugir fyrirspurna bárust um margvísleg málefni. Þar kom meðal annars fram í svari Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra í svari við fyrirspurn Halldórs Jónssonar úr Kópavogi um afstöðu ráðherra til frumvarps sem samið var í ráðherratíð Jóns Sig- urðssonar um stofnun fjárfestingarbanka sem tæki við öllum eignum Iðnlánasjóðs, að ráðherrar áskilji sér nú rétt til að fara ítarlega yfir frumvarpið og endurskoða þá hugsun sem í því liggi. Ekki hafi verið ákveðið að leggja fram frumvarpið og verði málið rætt ítarlega í ríkis- stjórn áður en svo verði. Forsætisráðherra sagði að frumvarpið hefði verið samið sem stjórnarfrumvarp efni þess. Menntamálaráðherra var spurður hvort gera ætti breytingar á því að unnt yrði að innheimta afnotagjöld RÚV með þvingunarúrræðum og dómsvaldi. í svari Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra kom fram að störfum nefndar undir for- ystu Tómasar Inga Olrichs alþingis- manns sem ; yhni að endurskoðun útvarpslaga ætti að ljúka fyrir ára- mót og meðal verkefna þeirrar nefndar væri að fjalla um hvort hen- tugast væri að afla því íjár með af- notagjöldum eða öðrum hætti. Aðspurður um heilsukort sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að sú hugmynd gæti samræmst sjónar- miðum sjálfstæðismanna í heilbrigð- ismálum um að þeir sem njóti þjón- ustu standi í auknum mæli undir kostnaði enda verði hagur þeirra sem illa eru settir ávallt tryggður. Hann kvaðst telja að Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra hefði þurft að sitja undir ósanngjörnum árásum vegna málsins þar sem hann væri að vinna að því að tryggja grundvöll velferðarkerfisins en ekki að skemma hann. Verði ekki tekið á sjálfvirkri útgjaldaþenslu í kerfinu muni það springa. Aðspurður um áform hvenær veg- ir yfir Kjalveg og Sprengisand yrðu brúaðir sagði samgönguráðherra að það yrði væntanlega á næstu öld því engar áætlanir lægju fyrir þar að lútandi. Menntamálaráðherra varp- aði þá fram þeirri spurningu hvort menn ættu ekki jeppa? Aðspurður hvort sjálfstæðismenn hefðu ekki lofað að afnema fískveiði- stjórnunarkerfí framsóknarmanna þegar þeir kæmust í stjóm sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- og þá talið að samstaða væn um Dagskrá landsfundar um helgina STÖRF landsfundar hefjast kl. 9.30 í dag þegar starfshóp- ar vinna fram til kl. 12. Kl. 13.30 hefst afgreiðsla álykt- ana og umræður. Á morgun, sunnudag, hefjast störf kl. 10 með umræðum og afgreiðslu ályktana. Því næst verður kosning miðstjórnar. Kl. 13 verður framhald á umræð- unum og afgreiðslu ályktana og stjórnmálaályktunar. Kl. 16 verður kosning for- manns og varaformanns en fundarslit verða að þeim kosn- ingum loknum. Lokahóf lands- fundar verður á Hótel íslandi og hefst það með borðhaldi kl. 19.30. herra að sjálfstæðismenn bæru ábyrgð á núverandi fiskveiðistjómun og hefði flokkurinn tekið þátt í mót- un þess í ríkisstjórn á sínum tíma. Núverandi ríkisstjórn hefði strax skipað nefnd til að fjalla um mótun sjávarútvegsstefnu sem skilað hefði skýrslum í vor og þrátt fyrir ýmsan ágreining og aðfinnslur hefði niður- staðan í gmndvallaratriðum verið sú að skynsamlegast væri að byggja á núverandi kerfi. Þrátt fyrir galla stjómkerfisins mætti þó ekki kenna því um þau vandræði sem rekja mætti til minnkandi þorskstofns. Aðspurður um leiðir til að auka áhrif kvenna í stjórnmálum innan flokks og utan kvaðst Davíð Oddsson ekki telja að kvótar um ákveðið lág- markshlutfall kynja á framboðslist- um eða í embættum væri rétta leiðin til að auka hlut kvenna. Að miklu leyti ylti málið á konum sjálfum. Hann kvaðst vonast til þess að þeir tímar væm framundan að menn veltu ekki fyrir sér fjölda kvenna eða karla á framboðslistum eða í emb- ættum heldur einungis því hvort um hæfa einstaklinga væri að ræða. Undir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra var borið hvort lögð væri of mikil áhersla á sparnað í heilbrigð- iskerfinu sem til væri varið 16,2% af ríkisútgjöldum. Friðrik Sophusson sagði að líta þyrfti til heilbrigðis- og tryggingakerfisins í heild þar sem þangað væri rástafað nær 40% ríkis- útgjalda. í raun hefðu útgjöld til heilbrigðismála hækkað en ekki lækkað. Ráðherrann sagði m.a. mik- ilvægt að þeir sem gætu tækju þátt í kostnaði með beinum greiðslum þar sem slíkt kerfi bæti tilfinningu jafnt greiðenda sem veitenda þjónustu fyrir raunvemlegum kostnaði. Svanur Guðmundsson í Grundar- firði sagði að ákveðið hefði verið að með Þróunarsjóði yrði sjávarútveg- urinn látinn greiða fyrir pólitísk mis- tök sem gerð hefðu verið í atvinnu- málum og spurði hver yrði látinn greiða fyrir lán Atvinnutrygginga- sjóðs til Álafoss. Þorsteinn Pálsson svaraði á þann veg að öllum lán Atvinnutryggingasjóðs sem ekki hefðu farið til sjávarútvegsfýrir- tækja yrði haldið utan við Þróunar- sjóð sjávarútvegsins. í svari við fyrirspurn um hvort ríkisstjórnin hygðist ráðast í frekari aðgerðir til að vernda byggð á Vest- fjörðum fyrir áfalli vegna aflasam- dráttar lögðu forsætis- og sjávarút- vegsráðherrar báðir áherslu á að hagur fiskvinnslufyrirtækja sé í raun betri en aflasamdráttur og verðfall á afurðum gefí tilefni til að ætla vegna aðgerða ríkisstjómarinnar á sviði skatta- og gengismála til að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar. í máli forsætisráðherra kom fram að Byggðastofnun hefði verið beðin um_ úttekt á stöðu Vestfjarða. Ólafur G. Einarsson sagði í svari við fyrirspum að á næstunni lyki nefnd störfum sem falið hefði verið að gera tillögur um eflingu iðnnáms og verknáms. Þá sagðist hann telja það forsendu þess að rekstur grunn- skóla yrði fluttur til sveitarfélaga að jafnframt yrðu þeim tryggðir auknir tekjustofnar. Þá boðaði ráð- herra að hann mundi innan skamms leggja fram frumvarp til laga um leikskóla sem tryggði sveitarfélögum í verki forræði þess skólastigs. Aðspurður hvort hann mundi beita sér fyrir því að lögfest yrðu mann- sæmandi lágmarkslaun í landinu og um leið sett þak á hámarkslaun sagði Davíð Oddsson að sem betur fer væru fátæktarmörk hér mun hærri og launajöfnuður meiri en víðast erlendis. Davíð kvaðst ekki mundu beita sér fyrir lögbundnum lág- markslaunum fremur en að ákveða á alþingi hámarkslaun í landinu. Hann rakti að t.a.m. í Svíþjóð hefðu jöfnunaraðgerðir sem beint hefði verið gegn hálaunafólki leitt til skattsvika, landflótta og þess að hátekjustéttir hefðu dregið úr vinnu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu hins vegar stuðlað að því að þeir fengju mest sem minnst hefðu. Áuk eingreiðslna í kjarasamningum væri fyrirhuguð lækkun matarskatts jöfn- unaraðgerð sem nýttist best lág- launafjöjskyldum þar sem sú lækkun þýddi um 60 þúsund króna sparnað fyrir fjögurra manna fjölskyldu á ári. Bændur taka til í sínum garði Landbúnaðarráðherra var spurður hvort hann hefði trú á að íslenskir bændur stæðust óhefta og tollfijálsa samkeppni og sagði Halldór Blöndal að undanfarin 10-15 ár hefðu bænd- ur búið við harðnandi skilyrði um framleiðslustýringu og flatan niður- skurð þannig að þeir hefðu ekki með skynsamlegum hætti getað staðið að þeirri hagkvæmni í búrekstri sem fjárfesting og landkostir byðu upp á. Bændum sé hins vegar jafnljóst og öðrum að eftir undirritun GATT- Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks um sameiningu sveitarfélaga Þyrfti að endurskipuleggja skipulag flokksins frá grunni Umræða um fjármál flokka yfirgengilega ómerkileg KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vék að tillögum um grundvallarbreytingar á sveitarfélagaskipaninni er hann flutti skýrslu um starfsemi Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í gær og sagði að ef breytingamar næðu fram að ganga myndu þær hafa áhrif á allt skipulag Sjálfstæðisflokksins til frambúðar. í ræðu sinni fjallaði Kjartan einnig um þá umræðu sem orðið hefur á opinber- um vettvangi að undanförnu um fjármál sljórnmálaflokka og gagn- rýndi hana harðlega. Um tillögur um sameiningu sveit- arfélaga sagði Kjartan: „Verði veru- legar breytingar á þessu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endur- skoða skipulag sitt frá grunni og aðlaga það að nýjum veruleika. Þar með þarf að endurskoða reglur um val frambjóðenda flokksins, bæði til Alþingis og sveitarstjórna, skipulag félaga og félagssvæða, val fulltrúa í trúnaðarstörf í flokknum og kosn- ingar til landsfundar flokksins," sagði hann. Óþolandi ásakanir I ræðu sinni sagði Kjartan einnig að í umræðunni að undanförnu hefði verið gengið út frá því að fjármál stjórnmálaflokka hlytu að vera vafa- söm og óhrein. „Umræða af þessu tagi er auðvitað yfirgengilega ómerkileg og lýsir ótrúlega litlum skilningi á íslenskum veruleika og fullkomnu skilningsleysi á starfí og starfsháttum stjórnmálaflokka," sagði Kjartan. Sagði Kjartan að þótt stjómmála- flokkar væru ekki framtalsskyldir væru þeir engu að síður bókhalds- skyldir, þeir greiddu í lífeyrissjóði, til verkalýðsfélaga og ýmis opinber gjöld og reikningar allra stjórnmála- flokka væru lagðir fram og þeir yfirf- amir. „Það er hins vegar alveg frá- leitt að stjórnmálaflokkar ættu að þurfa að sæta einhveijum sérstökum eftirlitsreglum umfram alla aðra að- ila í þjöðfélaginu um fjármál sín. Með því væri því nánast slegið föstu að þeim væri ekki treystandi til þess að fara með fé og þeir hlytu að hafa eitthvert óhreint mjöl í pokahorninu, auk þess sem stjórnvöldum væru þá gefnar sérstakar auknar heimildir til þess að ógna stjórmmálaflokkunum og þar með að vega að rótum lýðræð- islegs stjómkerfis í landinu," sagði hann. Kjartan sagði eðlilegt að sú breyt- ing yrði gerð á tekjuskattslögum að framlög til stjórnmálastarfsemi verði frádráttarbær frá tekjum á sama hátt og margvísleg framlög til Iíkn- ar- og menningarmála og annarra málaflokka. „Það er óþolandi fyrir þá sem annaðhvort em í forystu fyrir stjórn- málaflokki eða starfa fyrir slíkan aðila að sitja undir getsökum og ásökunum um vafasama og tor- Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdastj óri Sjálfstæðisflokksins KJARTAN Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, flytur skýrslu sína um flokks- starfið á landsfundi. tryggilega fjármálastarfsemi," sagði Kjartan. í máli Kjartans á landsfundinum í gær kom fram að nú væri alls starf- andi 151 félagí Sjálfstæðisflokknum og flokksmenn væru 22 þúsund tals- ins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Setið fyrir svörum RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum hjá landsfundar- fulltrúum í gær. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Salome Þorkelsdótt- ir forseti Alþingis sem stýrði fundinum. Landsfundarfulltrúar samkomulags verði ekki unnt að standa á móti innflutningi unninna mjólkur- og kjötvara sem verði í stór- um dráttum frjáls eftir 1. janúar 1995. Ráðherra kvaðst ekki hræddur um að bændur stæðust ekki þá sam- keppni m.a. vegna þess til að byija með muni þeir njóta þess að á inn- flutning verði lögð tollígildi sem fari smám saman lækkandi. Bændur sjálfir væru að taka til í sínum garði og kvaðst ráðherra telja að þeir gerðu um þessar mundir strangari kröfur til sjálfra sín en aðrar stéttir í landinu. Fjármálaráðherra var spurður af hveiju hann hefði látið ríkistollstjóra grípa inn í mál Jóhannesar í Bónus vegna kalkúnalæranna eftir að utan- ríkisráðherra hefði leyft innflutning þeirra og sagði Friðrik Sophusson að sömu lög ættu að gilda í landinu öllu og ríkistollstjóri ætti að sjá um samræmingu tollareglna á landsvísu. Fjármálaráðherra var spurður um framtíð RARIK og tók undir að stefna beri að því að stofna sjálf* stæðar héraðsveitur en það útilokaði ekki að fyrsta skrefið sem stigið yrði í þá átt yrði að stofna hlutafélag um rekstur RARIK. Endurgreiðsla kostnaðar vegna unninna skattamála í svari við annarri spurningu kvaðst Friðrik Sophusson mundu beina því til nefndar sem endurskoði skattalöggjöf hvort rétt sé að setja í lög ákvæði um að aðili sem vinni mál fyrir ríkisskattanefnd gegn stjórnvöldum fái endurgreiddan kostnað vegna sérfræðiaðstoðar til að stuðla að jafnræði skattgreiðenda og ríkisvalds, sem ekki greiði drátt- arvexti af ofteknum sköttum en krefjist þeirra vegna vangoldinna. Fjármálaráðherra var spurður hveiju það sætti að ríkisstjórnin ætlaði að selja fríhöfnina á Keflavík- urflugvelli sem hefði aflað ríkinu mikilla tekna. Taldi fyrirspyijandi það ekki rétt að slátra slíkum „gull- kálfi“. Ráðherra sagði að ef starf- semi fríhafnarinnar yrði boðin út yrði það einungis gert í því skyni að afla ríkinu meiri tekna en í dag. Einn fyrirspyijandi sagðist telja að landsfundurinn einkenndist af áhugaleysi og deyfð og að flokkurinn væri helst farinn að líkjast embættis- mannanefnd. Eldmóður í verki Davíð Oddsson forsætisráðherra svaraði þessu og sagðist telja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki emb- ættislegur flokkur. Eidmóðurinn kæmi kannski ekki fram í hrópum, köllum og klappi líkt og á flokksþing- um gömlu kommúnistaflokkanna heldur í verki. Menn þyrftu ekki að hylma yfir innihaldsleysið með lát- um. Sjálfstæðismenn hefðu reynt að leysa þann vanda sem við væri að etja með því að hækka ekki skatta heldur taka á sig óvinsældir með niðurskurði. Efasemdir um sjálfstæðan seðlabanka í svari við annarri fyrirspurn sagð- ist Davíð hafa efasemdir um að tískukenningar um algjört sjálfstæði seðlabanka ættu við. Þýski seðla- bankinn byggi vissulega við mikið sjálfstæði en til dæmis sá breski yrði að lúta töluverðri pólitískri stýr- ingu. „Eg held að svona kenningar eigi ekki endilega við í okkar litla samfélagi," sagði Davíð. Þá var forsætisráðherra spurður að því hvað hann hygðist gera til að koma böndum á hinn umfangs- mikla eftirlitsiðnað ríkisins, sem væri nánast farinn að þróast í sjálf- stæða atvinnugrein. Svaraði hann því til að nefnd væri nú að fara ofan í saumana á þessum „eftirlitsiðnaði" í þeim tilgangi að skera hann niður. Fjármálaráðherra var spurður hvort hann hefði heimildir fyrir því að breski kaupmannaiðnaðurinn hefði greitt með innkaupaferðum íslendinga þangað. Friðrik Sophus- son sagðist ekki hafa heyrt neitt slíkt en sagði það vera mjög alvarlegt hversu margir færu til útlanda að kaupa föt og þá ekki síst barnafatn- að. Hann sagði hins vegar að innan breska íhaldsflokksins væri nú til umræðu að setja virðisaukaskatt á fleiri vöruflokka, þ.á m. barnaföt, matvæli og bækur. Kæmi fram í fjár- lagafrumvarpi breska fjármálaráð- herrans, sem innan skamms yrði lagt fram, hvort af þessu yrði. Fjármálaráðherra var einnig spurður að því hversu mikið hann teldi að mætti hækka skatta og hvort hann teldi raunhæft að ná fram markmiðinu með hallalaus fjárlög án þess að ráðast á niðurgreiðslur til landbúnaðar. Friðrik sagðist telja að ekki mætti ganga lengra í skattheimtu en þegar hefði verið gert og í þeirri stefnuyfir- lýsingu fælist gífurlegur munur á stefnu fyrrverandi stjórnar og núver- andi. Þá sagði hann að ef þjóðin hefði ekki orðið fyrir þeim utanað- komandi áföllum sem dunið hefðu yfir hefði verið hægt að ná fram hallalausum fjárlögum. Framtíð Rásar 2 Óiafur G. Einarsson menntamála- ráðherra var spurður hvernig miðaði að því markmiði að selja Rás 2 líkt og landsfundur hefði ályktað um. Ráðherra sagði að ekki hefði verið ályktað um að selja rásina heldur fela rekstur hennar öðrum aðila en ríkinu. Hann sagðist ekki geta sagt hvort eða hvenær það atriði kæmi til framkvæmda en þetta væri eitt þeirra atriða sem útvarpslaganefnd hefði til skoðunar. Nú væri lögbund- ið að ríkinu bæri að reka tvær rásir en hann teldi ekki ástæðu til að hafa slíkt í lögum. Fjármálaráðherra var spurður að því hvort hann óttaðist að Islending- ar myndu glata ijárhagslegu sjálf- stæði sínu vegna erlendrar skulda- söfnunar. Hann sagðist að sjálfsögðu óttast of miklar erlendar skuldir en ríkisstjórninni hefði tekist að koma í veg fyrir of mikla skuldasöfnun þjóðarbúsins. Sem betur fer hefðu vextir líka farið lækkandi á alþjóða- markaði og kannski gæti það leitt til þess að erlend lántaka myndi lækka vexti hér á landi. Þeir aðilar sem lánuðu íslendingum sæju líka að íslendingar væru að taka til heima hjá sér og væru ánægðir með það. íslendingar stæðu nú tiltölulega vel á þessum vettvangi miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Davíð Oddsson sagði lánshæfni íslendinga hafa batnað og bar stöð- una hér á landi saman við stöðuna í Svíþjóð í nokkrum málum. Til dæm- is væri hallarekstur ríkissjóðs hér á landi 4,5% en 13% í Svíþjóð, vaxta- greiðslur ríkisins væru 13% af út- gjöldum en 27% í Svíþjóð. „Við erum á réttri leið,“ sagði Davíð. Hvalir og Byggðastofnun Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra var spurður hvort hann styddi það að hefja hvalveiðar á ný og hvort hann hefði í hyggju að endurnýja lúðuveiðiheimildir Færey- inga. Þorsteinn sagðist hafa skipað nefnd allra flokka vegna hvalveiða og sagðist búast við niðurstöðum hennar í byijun næsta árs. Þá væri hægt að taka næsta skref í málinu. Það væri mjög mikilvægt að viðhalda þjóðarsamstöðu um þetta mál, stíga varfærin skref en jafnframt ákveðin. Varðandi veiðiheimildir Færeyinga hefðu íslendingar horft á erfiðleika þessarar frændþjóðar og talið rétt að rétta þeim hjálparhönd. Ákvörðun væri hins vegar tekin frá einu ári til annars og ekki hægt að segja á þessu stigi hver yrði niðurstaðan næst. Yfirlýsing vegna kjarasamninga Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að sú yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga, að til stæði að taka upp fjármagns- tekjuskatt, hefði verið gefin út til að tryggja að aðilar vinnumark- aðarins stæðu ekki gegn slíkum skatti ef til kæmi. Kom þetta fram í fyrirspurn til ráðherrans um hvort til stæði að leggja á fjármagnstekjuskatt. Fjár- málaráðherra sagði ennfremur að ekki væri endanlega búið að ákveða hvaða form yrði á fjármagnstekju- skattinum og hvenær hann yrði tek- inn upp. Innan ríkisstjórnarinnar væri nú verið að kanna hvort betra væri að breikka eignaskattsstofninn og taka tillit til fjármagns við eigna- skattsálagningu. Friðrik var síðar spurður að því hvort til greina kæmi að lækka virð- isaukaskatt á íslenskri tónlist, þann- ig að hann yrði 14% líkt og á íslensk- um bókmenntum. Sagði ráðherra að hann teldi rétt að samræma virðis- aukaskatt á íslenskum bókmenntum og tónlist, þegar fram í sækti, þann- ig að öll íslensk menning myndi bera sama skatt. Þá sagði hann að hugsanlega gæti komið til greina að lækka efra virðisaukaskattsþrepið almennt í framtíðinni. Danir yrðu nú að lækka sinn virðisaukaskatt vegna aðildar- innar að EB og vel gæti farið svo að þegar íslendingar yrðu orðnir aðilar að einum markaði í gegnum Evrópska efnahagssvæðið gæti reynst nauðsynlegt að athuga lækk- Un á virðisaukaskatti hér á landi. Rækjueinokun aflétt Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í svari við fyrirspurn að hann mundi á næstu dögum ákveða að aflétta einokunarrétti rækjuverksmiðja í hveiju héraði á innfjarðarrækju. Sjávarútvegsráðherra kvaðst telja eðlilegt að veita hóflegan aðlögun- artíma. Aðspurður á landsfundinum hven- ær ráðist yrði í að breikka og setja lýsingu á Reykjanesbraut frá Kefla- vík að Hafnarfirði, sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra að sú framkvæmd væri ekki á vegaáætlun og kvaðst hann telja að önnur verkefni væru biýnni vegna umferð- arþunga og slysahættu í samgöngu- málum á höfuðborgarsvæðinu. Þar kvaðst ráðherra telja efst á blaði breikkun nýju Reykjanesbrautarinn- ar milli Hafnaríjarðar og Kópavogs sem væri hætt að anna umferð sem um hana færi. Þungaskattur í olíuverðið í svari við fyrirspurn frá Steini#-- Hermannssyni landfundarfulltrúa sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðhera að ákveðið hefði verið að hætta að innheimta þungaskatt eftir mæli en færa skattinn þess í stað út í olíuverðið. Ráðherra sagði að teknar hefðu verið upp viðræður við olíufélögin um málið og framkvæmd þess og stefnt væri að því að þessi breyting gæti tekið gildi sem fyrst. Enn væri þó ekki tímabært að spá fyrir um hvenær nýtt fyrirkomulag taki gildi. Forsætisráðherra var að Iokum spurður hvort hann teldi rétt að leggja niður Byggðastofnun. Hann sagðist ekki telja það tímabært. Dregið hefði verið úr starfsemi stofnunarinnar í Reykjavík en hún að sama skapi aukin úti á landi. Þá hefði Byggðastofnun samið byggða- áætlun sem um margt væri merk. Það væri því margt að færast í rétta átt varðandi rekstur stofnunarinnar ekki síst vegna reglugerðar sem gerði starf hennar skilvirkara. ------» ♦ «----- Drög að stjórn- málaályktun Þingmönniim fækkað í 50 „LANDSFUNDURINN telur að tímabært sé að jafna atkvæðis- rétt kjósenda í landinu. Fleiri en ein leið kemur til greina í því efni. Eðlilegast er að ríkisstjórn- in hafi forystu um að reyna að ná samkomulagi um breytingar sem lúta í þessa átt og gera jafn- framt ráð fyrir fækkun þing- manna í allt að 50. Raunhæft verður að telja að ná megi slíku samkomulagi fyrir lok kjörtíma- bilsins og taka fyrri áfanga að stjórnarskrárbreytingu vegna þessa fyrir næstu alþingiskosn- ingar,“ segir í drögum að stjórn- málaályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins en umræður um hana hófust á landsfundinum í gær. í ályktunardrögunum segir m.a. að á næstunni sé brýnt að koma böndum á halla ríkissjóðs með því að draga úr útgjaldaþörf hans og lækka kostnað við opinbera þjón- ustu en í því efni hafi margt áunn- ist undanfarin tvö ár. Sigurður Einarsson, frá Vest- mannaeyjum, lagði fram tillögu við umræðurnar í gær um að landið verði allt gert að einu kjördæmi og að þingmönnum verði fækkað í 45.>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.