Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1993
Asta Hansen á Svaða-
stöðum - Minning
Fædd 6. júní 1920
Dáin 17. október 1993
Ásta Hansen á Svaðastöðum í
Skagafírði verður jarðsungin á
Sauðárkróki í dag, en hún lést á
sunnudaginn eftir erfiða baráttu við
krabbamein undanfarin misseri.
Með Ástu er genginn mikill skör-
ungur, sem um áratuga skeið stóð
fyrir búrekstri á hinu fomfræga
setri Svaðastöðum ásamt manni
sínum, Friðrik Pálmasyni frá
Svaðastöðum. Fyrir daga þeirra
Friðriks og Ástu var Svaðastaða-
heimilið annálað fyrir gestrisni, og
það orðspor breyttist ekki á búskap-
arámm þeirra, nema síður væri.
Mikill gestagangur var alla tíð á
bænum, og blandaðist þar saman
.fólk úr ýmsum áttum, svo sem
ættingjar og gamlir vinir, fólk sem
hafði verið í sveit á Svaðastöðum
oft fyrir margt löngu og síðast en
ekki síst fólk, sem kom til að skoða
hið annálaða gæðingakyn, sem
kennt er við bæinn. Víst er að
margir þeir, sem komu aðeins til
að skoða, stóðust ekki mátið og
fóm burt með gæðingsefni úr stóði
Svaðastaðahjónanna.
Ásta fæddist á Sauðárkróki, þar
sem hún ólst upp í stómm bama-
hópi. Ásta átti sjö alsystkini og
fimm hálfsystkini. Móðir hennar var
Jósefína Erlendsdóttir frá Stóm-
Giljá í Þingi, og lést hún frá stórum
bamahópi á besta aldri. Faðir Ástu
var Friðrik Hansen kennari og
vegaverkstjóri frá Sauðárkróki,
þekktur hagyrðingur. Að Ástu
stóðu því sterkir stofnar fólks úr
nágrannahémðunum Húnaþingi og
Skagafirði. Liðlega tvítug kynntist
hún svo hinum unga bónda á Svaða-
stöðurp í Viðvíkursveit, Friðrik
Pálmasyni, og þau giftu sig vorið
1943. Sama ættin hefur búið á
Svaðastöðum allar götur frá því um
1750, og er ættarsagan því samofin
jörðinni. Ásta hafði líkt og maður
hennar mikinn metnað fyrir hönd
Svaðastaðaheimilisins og hún lagði
áherslu á að halda sögunni til haga,
hvort heldur hún fólst í varðveislu
gamalla muna eða í munnmælum
frá liðinni tíð. Ég kynntist Svaða-
staðahjónum ekki fyrr en eftir
1980, en margar góðar minningar
á ég frá heimsóknum mínum til
þeirra og margar nætur sátum við
uppi í spjalli um gamia tíma og
nýja, og mikið var talað um hross
og uppruna hestakynsins á Svaða-
stöðum. Friðrik og Ásta voru ekki
lík hjón við fyrstu kynni, en eftir
því sem ég kom oftar að Svaðastöð-
um sá ég þó glögglega hve metnað-
urinn fyrir heimilinu og hin mikla
ánægja við að taka á móti gestum
og áhugi þeirra á málefnum bama
og barnabama batt þau saman
sterkum böndum.
Þeim Ástu og Friðrik varð
þriggja bama auðið. Elstur bama
þeirra er Pálmi, framkvæmdastjóri
á Sauðárkróki. Hann er kvæntur
Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum í
Fljóturn og eiga þau fjögur börn:
Ástu, Ásmund, Friðrik og Örvar
Pálma. Næstelstur bama Friðriks
og Ástu var Friðrik, sem var bóndi
með foreldrum sínum á Svaðastöð-
um, en hann lést af slysförum 1977.
Yngst er svo dóttirin Anna Halla,
sem býr í foreldrahúsum.
Sem fyrr segir var Ásta mikill
skömngur og hún var hamhleypa
til allra verka. Hún stóð í áratugi
fyrir mannmörgu og gestkvæmu
heimili, og lét sig þó ekki muna um
að taka til hendinni utan heimilis,
svo sem við sláturtíð á haustin. Þá
sinnti hún félagsmálum einnig tölu-
vert, enda hafði hún lifandi áhuga
á vexti og framgangi heimahéraðs
síns.
Ég vil að lokum þakka fyrir þá
velvild og hlýju, sem jafnan hefur
mætt mér á heimili Svaðastaðafjöl-
skyldunnar. Friðrik og fjölskyldu
hans sendi ég dýpstu samúðar-
kveðjur.
Anders Hansen.
Enn fer þytur harms urn hérað mitt.
Og horfinn sá, er skildi bezt þess þörf.
Svo hvíslar fátækt ljóð við ieiði þitt
og legpr blessun á þín hetjustörf.
Þú kaust þér vígi þar, sem grasið grær,
geiglaus sál hlóð virkið, fá í orðum.
Þú barðist hart - að bopa var þér ijær.
Svo brast þinn strengur snöggt sem Einars forðum.
Gott er að kveðja góða, hrausta menn.
Geymi þá vel hin mjúka, helga jörð.
í vandfýilt skörðin vaxa aðrir senn
í vorsins fylgd um gamla Skagaprð.
Oss hefur látizt eitt hið besta sverð
í önn og stríð - í dagsins storm og vanda.
+
Ástkœr konan mfn, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Másstöðum,
Innri-Akraneshreppi,
lést að kvöldi 20. október.
Gunnar Nikulásson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN BERG PÉTURSSON
frá Rannveigarstöðum
í Álftarfirði,
til heimilis á
Hjallavegi 1c, Njarðvík,
lést á dvalarheimilinu Garðvangi að
kvöldi 20. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Vilborg Björnsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín,
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Neðstaleiti 2,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 25. október
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Jónsson.
Ég kalla til þín, kæri: Góða ferð
í könnun annars heims og nýrra landa.
(Friðrik Hansen.)
í ár hefur haustið komið milt og
ljúft. En í huga fjölskyldunnar er
það ekki milt haustveðrið sem eftir
verður í minningunni heldur það
að amma Ásta var kölluð burt úr
þessu lífi. Að vísu höfðum við átt
von á þessu í nokkum tíma, en
dauðinn er alltaf sár. Þótt hann lini
þjáningar er alltaf erfitt að sjá á
eftir ástvini.
Nú þegar við kveðjum ömmu
kemur ýmislegt upp í hugann. Við
bamabömin vomm tíðir gestir á
heimili ömmu og afa þegar þau
bjuggu á Svaðastöðum og einnig
eftir að þau fluttu á Sauðárkrók.
Við systkinin vomm einu bama-
bömin þeirra og var alltaf vel tekið
á móti okkur og við talin kærkomn-
ir gestir. Við voram velkomin hve-
nær sem var, að nóttu eða degi og
ekki var síður vel tekið á móti vin-
um okkar. Það em ljúfar minningar
sem við eigum úr eldhúsinu hjá
ömmu og afa. Margt var spjallað
og ýmsar sögur sagðar. Ámma
hafði afar ákveðnar skoðanir á
stjómmálum og kvenréttindamál-
um og lét þær óspart í ljós ef um-
ræðuefnið var á þeim nótunum.
Amma var dugnaðarforkur og
gerði margt sjálf, til dæmis skipti
hún um rúður í íbúðarhúsinu á
Svaðastöðum. Hún var snögg að
sníða glerið svo það passaði og
skellti því síðan í eins og ekkert
væri. Hún fékk okkur systkinin til
að hjálpa sér við hin ýmsu verkefni
bæði innan- og utandyra og reynd-
um við að aðstoða hana eftir mætti.
Sumt fannst okkur þó leiðinlegra
að gera en annað og verst af öllu
var að lenda í því að mála steinana
á Svaðastöðum er afmörkuðu heim-
reiðina og hlaðvarpann, en ömmu
varð ekki hnikað, steinarnir skyldu
málaðir.
Við systkinin kveðjum elsku
ömmu með söknuði og þökkum
henni fyrir góða samfylgd sem mun
geymast í minningunni. Blessuð sé
minning hennar.
Ásta, Ási, Friggi
og Orvar Pálmi.
Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar.
(Tómas Guðmundsson.)
Fyrsta vetrardag mun til moldar
borin á Sauðárkróki Ásta Hansen
fyrram húsfreyja á Svaðastöðum í
Viðvíkursveit. Vinir hennar og ætt-
ingjar kveðja þar mikilhæfa konu,
glaðan og góðan félaga, traustan
vin.
Ásta Hansen fæddist á Sauðár-
króki 6. júní 1920. Foreldrar henn-
ar vora hjónin Jósefína Erlendsdótt-
ir frá Stóra-Giljá í Þingi og Friðrik
Hansen kennari frá Sauðá í Borgar-
sveit. Ásta ólst upp hjá foreldram
sínum á Sauðárkróki í stóram
systkinahópi. Hún lauk námi í Sam-
vinnuskólanum og Kvennaskólan-
um á Blönduósi og settist síðan,
22 ára, í húsfreyjusessinn á Svaða-
stöðum. Sæti það skipaði hún með
reisn í tæpa hálfa öld. Þetta var
mikil virðingarstaða á stórbýli sem
sama ættin hafði setið í tvær aldir.
En Ásta lét sér það ekki nægja.
Hún tók þátt í margs konar félags-
starfi, einkum þó og sér í lagi innan
Framsóknarflokksins þar sem hún
var löngum í forystusveit.
Eiginmaður Ástu Hansen var
Friðrik Pálmason bóndi, drengur
góður, skemmtinn mjög og fróður.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið. Elstur er Pálmi fram-
kvæmdastjóri á Sauðárkróki,
kvæntur Svölu Jónsdóttur frá Mola-
stöðum í Fljótum. Þau eiga fjögur
böm: Ástu Björgu, Ásmund Jósef,
Friðrik Sigurberg og Örvar Pálma.
Ásta Pálmadóttir á eina dóttur,
Svölu. Næstelstur var Friðrik Han-
sen, listfengur hæfileikamaður sem
lést ungur. Yngst er Anna Halla
sem hefur verið vanheil frá fæð-
ingu.
Ásta Hansen hlaut mikla hæfi-
leika í arf frá foreldram sínum báð-
um. Mér fannst tíðum sem hún
sækti flest til Giljárfólks, atorku
sem aldrei var lát á, gleði yfír vel
unnu verki, handlagni og hagleik.
En þegar að var gáð kom í jós að
Helga Sigríður Valdi-
marsdóttir — Minning
Fædd 22. september 1913
Dáin 16. október 1993
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn lát'na,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(VvBriem.)
Hún amma mín á Blönduósi er
horfin inn í eilífðina. Þar hvarf og
brosið hennar blíða, augun mildu
og lundarfar þeirrar sem ekkert
aumt má sjá. Miklu stend ég fátæk-
ari eftir.
Ég dvaldist hjá ömmu og afa lít-
il hnáta og vart leið það æskusum-
ar að ekki legði ég land undir fót
og héldi til Blönduóss. í umsjá
ömmu var ég sæl og örugg og bað-
aði mig í ástriki hennar og gjaf-
mildi. Aldrei hraut henni hnjóðsyrði
af vöram og aldrei heyrðist hún
hallmæla nokkurri sál. Það voru
ekki einungis bömin sem hændust
að henni; gestrisni hennar og löng-
un til að gleðja laðaði fólk á öllum
aldri. Amma tilheyrði þeirri kynslóð
kvenna sem lagði allt sitt stolt í
heimilið, bömin sín og þjónustu við
þá sem að hennar garði bar. Hún
bjó yfir dýrmætri perlu sem svo
fáir eiga í dag - hún hafði tíma
fyrir þá sem til hennar leituðu og
taldi ekki eftir sér fyrirhöfn svo
enginn færi nema mettaður frá
hennar borði.
Amma mín var minnug mjög,
fróð um sitt land, menn og ættir
og ýmis málefni. Hún lét aldrei
tækifæri ónotað til að ferðast um
ættjörðina og færi hún um sveit,
þekkti hún eftirleiðis nöfn á bæjum
og kennileitum, kunni að nefna
mann og annan sem þar höfðu alið
aldur sinn og munnmæli vora henni
töm. Hún veigraði sér ekki við að
gista í tjaldi komin á efri ár, því
fátt hugnaðist henni betur en ís-
lenska bjartnættið, þótt svalt væri.
Nafna mín mundi tímana tvenna.
Hún fæddist hjónunum Sigríði
Jónsdóttur og Valdimar Jóhanns-
syni, en það var erfitt í ári og barn-
inu komið í fóstur hjá góðu fólki,
öðlingshjónunum Torfhildi Þor-
steinsdóttur og Sigurgeiri Bjöms-
syni á Orrastöðum. Þar bjó hún til
fermingaraldurs, en þá hleypti hún
heimdraganum og gerðist kaupa-
kona.
Ung að áram kynntist hún afa
mínum, Rögnvaldi Sumarliðasyni.
Þau bjuggu sitt heimili á Blönduósi
þar til dauðinn skildi þau að fyrir
átta áram. Eftir það varð hennar
samastaður hjá Lýði, syni sínum.
Börn þeirra hjóna urðu fimm,
Ragna Ingibjörg, Sigríður Valdís,
sterkir þættir í fari hennar vora
komnir frá Friðriki Hansen, skáld-
legt hugarflug, draumlyndi sem þó
missti aldrei samband við veraleika
hversdagsins, hagmælska og and-
legt fjör. Hún var skemmtileg og
það var eiginmaðurinn einnig svo
að samfundir við þau voru raunar
- veisla fyrir andann.
í sannleika sagt finnst mér líka
að á Svaðastöðum hafi staðið óslit-
in veisla alla þá tíð sem þau hjón
stýrðu þar búi.
Bændabýlin þekktu
bjóða vina til
hátt undir hlíðarbrekku
hvítt með stofuþil.
Hversu oft hafa þessar hendingar
Steingríms ekki komið fram í hug-
ann þegar sveigt var af þjóðvegin-
um upp heimreiðina að húsunum
hvítu við fjallsrætur? Hvort sem var
á nótt eða degi vissum við að mót-
tökumar yrðu höfðinglegar en þó
umfram allt hlýjar og notalegar.
Eyrbyggja segir frá Geirríði í Borg-
ardal við Álftafjörð á Snæfellsnesi:
„...hún lét setja skála sinn á þjóð-
braut þvera og skyldu allir menn
ríða þar í gegnum. Þar stóð jafnan
borð og matur á, gefinn hveijum
er hafa vildi. Af slíku þótti hún hið
mesta göfugkvendi". Þó að Svaða-
staðir séu ekki í þjóðbraut var þar
gestkvæmt mjög. Mátti raunar
segja um þann bæ hið sama og
Þorsteinn Erlingsson kvað um í>ver-
árdal handan Vatnsskarðs sem við
blasir frá Svaðastöðum: „Bólstaðar-
hlíð af þjóðbraut þvert, /Þverárdal-
ur á hvers manns vegi.“
Sömu rausn héldu þau Friðrik
um veitingar allar þann stutta tíma
sem þau áttu heimili á Sauðár-
króki. Helsjúk var Ásta Hansen
sama rausnarkonan og jafnan fyrr,
örlát og gestaglöð.
En nú er þessari hálfrar aldar
veislu lokið. Og hin endurnærandi
veisla fyrir andann, ogyar ekki síðri
hinni, er einnig öll. Ásta Hansen
ber ekki lengur fram góðmeti úr
djúpum hugar og hjarta.
Bragarföngin burtu sett, /botn í
söng minn sleginn,^ kvað Steinn
Steinar en við vinir Ástu og frænd-
ur þökkum fyrir okkur og biðjum
henni og ástvinum hennar öllum
blessunar Guðs.
Nú loga að líkindum haustlitir
um Skagafjörð. Húsfreyjan frá
Svaðastöðum kveður ættjörð sína
slíku skarti búna. Kannski hafa
herðabreið fjöllin sveipað sig hvítum
fannafeldi — eins og til að minna
á víðemin miklu „handan storms
og strauma".
Ólafur Haukur Árnason.
Ævar, Hjördís Bára og Lýður og
kom hún þeim öllum til manns með
Guðs hjálp og eigin dugnaði.
Nú eru árin hennar áttatíu á
enda rannin og megi amma mín
fara í friði. Ég minnist hennar með
ljúfsárum söknuði og víst er að hún
markaði mitt líf sem engin önnur.
Hún var blíðust allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Helga Ámundadóttir.