Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 iMeááur a morgun .— ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11.00. Vegna breytinga fellur guðsþjónusta kl. 14.00 niður. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumað- ur Þorbergur Aðalsteinsson. Ein- söngvarar Elín Huld Árnadóttir, Guð- björt Kvien og Þórður Búason. Flutt verður Kantate Domine eftir Buxte- hude. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Kirkjukaffi og umræður eftir messu. Foreldrar hvattir til þátt- töku í vetrarstarfinu. Pálmi Matthí- asson DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Fjölskyldu- guðsþjónusta með virkri þátttöku sunnudagsskólabarna. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Hópur barna flytur látbragðsleik. Kl. 14. Almenn guðs- þjónusta. Börn borin til skírnar. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Einsöngur Björk Jónsdóttir. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Dómkór- inn syngur. Kaffisala í safnaðarheim- ilinu eftir messu. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldumessa og yngri barna starf kl. 11. Hópur B úr Barnakór Grensáskirkju syngur. Fræðsla, söngur og framhaldssag- an. Organisti Árni Arinbjarnarson. 6 ára börn og yngri á neðri hæð. Prest- ur sr. Gylfi Jónsson. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14 í tilefni af 30 ára af- mæli safnaðarins. Halldór Haralds- son leikur á nýjan flygil, sem tekinn verður í notkun í messunni. Kirkju- kórinn syngur ásamt Sigurði Björns- syni, óperusöngvara. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Gylfi Jóns- son þjónar fyrir altari. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslustund kl. 10. Filippíbréfið., Sr. Karl Sigur- björnsson. Messa og barnasam- koma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Barnakór Hallgrímskirkju syng- ur, stjórnandi Kristín Sigfúsdóttir. Miðvikudag: Hallgrímsmessa kl. 20.30. Vígslubiskup sr. Jónas Gísla- son prédikar. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson og sr. Karl Sigurbjörnsson þjóna fyrir altari. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur, stjórnandi Hörð- ur Áskelsson. Barnakór Hallgríms- kirkju syngur, stjórnandi Kristín Sigf- úsdóttir. Trompetleikur: Ásgeir Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Lárus Sveinsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manásek. Sóknar- prestur. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur V) syngur. Guðrún María Finnbogadóttir syngur ein- söng. Heimsókn félaga úr St. Ge- orgsgildum á íslandi í tilefni af al- þjóðlegum vináttudegi. Kaffi eftir guðsþjónustu. Barnastarf kl. 13 í umsjá Hauks Jónassonar og Jóns Stefánssonar. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11., Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Barnastarf á sama tima í umsjá Þór- arins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir messu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Fermdur verður Ólafur Ingi Pálsson, Grenimel 38. Sr. Frank M. Halldórs- son. Guðspjall dagsins: (Matt. 22.) Brúð- kaupsklæðin. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Hákon Leifs- son. Barnastarf á sama tíma. Um- sjón Eirný Ásgeirsdóttir og Bára Friðriksdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónuta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdótt- ir. Barnaguðsþjónustur í Árbæjar- kirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla kl. 11. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jónas- son. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Samkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11 í umsjón Ragnars og Guðrúnar. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Lenka Mátéová. Guðsþjónusta kl. 18. Umsjón Ragn- hildur Hjaltadóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Bar- naguðsþjónusta kl. 11 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Elínborg, Guð- munda, Karítas og Valgerður að- stoða. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Sigurbjörg Helgadóttir. Guðs- þjónusta kl. 15.15 á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altar- isganga. Organisti Kristín G. Jóns- dóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSN ESPREST AKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Örn Falkner. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfssopn héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organ- isti Kjártan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Fíladelfíu- kórinn syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Barnasamkoma á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 helg- unarsamkoma og sunnudagaskóli. Kapt. Miriam Óskarsdóttir talar. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. VEGURINN, kristið samfélag: Fjöl- skyldusamvera kl. 11. Eitthvað við allra hæfi. Almenn samkoma í kvöld kl. 20, Helga Zidermanis frá USA prédikar. FÆR. sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 13 í Kirkjuhvoli. Messa í Garðakirkju kl. 14. Fermd verða Björn Agnar Björnsson, Þrastarlundi 13, Garðabæ og Elísa Pétursdóttir, Goð- atúni 15, Garðabæ. Bragi Friðriks- son. VÍÐISTAÐASÓKN: Útvarpsguðs- þjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sigurður Stein- grímsson syngur einsöng. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Haustferð barnastarfsins á sama tíma, heimkoma kl. 12.30. Ólafur Jóhannsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Helgi Bragason. Barnakórinn syngur ásamt kór Hafn- arfjarðarkirkju. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirs- dóttir. Kaffiveitingar í safnaðarheim- ilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli laugardag í Stóru-Vogaskóla kl. 11. KEFLAVIKURKIRKJA: Kirkjudagur eldri borgara. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Messa kl. 14, altarisganga. Böðvar Pálsson syng- ur aríu úr Töfraflautunni eftir Moz- art. Systra- og bræðrafélagið býður til kaffidrykkju í Kirkjulundi eftir messu. Akstur frá Suðurgötu 15-17 og Hlévangi um kl. 13.30 og heim að lokinni samverunni í Kirkjulundi. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sigurður Jó- hannesson prédikar og kynnir starf Gídeonfélagsins. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfells- leið fer venjulegan hring. Jón Þor- steinsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið í kirkjunni kl. 11. Messa kl. 14. Dag- ur aldraðra. Eldri borgarar bæjarins sérstaklega boðnir velkomnir. Tveir eldri borgarar lesa ásamt fermingar- börnum. Barnakórinn og kór kirkj- unnar leiða safnaðarsöng. Tréblás- arar úr blásarasveit Tónlistarskóla Grindavíkur spila. Einleikur á þver- flautu, Sigríður Ómarsdóttir. Organ- isti Siguróli Geirsson. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar að stundinni lokinni. Sóknarprestur. HVALSNES- KIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ferm- ingarbörn taka þátt í helgihaldi. Org- anisti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjudagur aldraðra í Garði. Boðið er til kaffisamsætrs í Björgun- arsveitarhúsinu að lokinni guðsþjón- ustu. GARÐVANGUR dvalarheimili aldr- aðra í Garði: Helgistund kl. 15.15. Kirkjukór Útskálakirkju leiðir almenn- an söng. Hjörtur Magni Jóhannsson. SELFOSSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson messar. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Guðsþjón- usta á Hraunbúðum kl. 15.15. Ungl- ingafundur KFUM/K kl. 20.30. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í safnaðarheimilinu í dag laug- ardag kl. 11. Stjórnandi Haukur Jón- asson. Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimilinu í dag kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafsson. Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11.15. Sóknarprestur. Halldór Már Sig- urðsson - Minning Minning Dögg Bjömsdóttir Fædd 18. september 1973 Dáin 16. október 1993 Fæddur 26. maí 1942 Dáinn 14. október 1993 Góður drengur er fallinn í valinn. Góður frændi og vinur, Halldór Már Sigurðsson, verður til moldar borinn í dag, laugardag, frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu 14. október síðast- liðinn. Halldór var fæddur á Önnu- bergi í Ölfusi 26. maí 1942, sonur hjónana Jóhönnu B. Pálsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar bifreiða- stjóra. Móður sína missti hann að- eins þriggja ára og var þá komið í fóstur til Björns og Valgerðar í Nýjabæ í Ölfusi en 1949 fluttu þau í Kirkjufeijuhjáleigu og var hann hjá þeim til unglingsára en þá fór hann í kaupavinnu, fyrst í Hraun- gerði og síðan að Læk í Flóa. Um tvítugt fór hann til Þorlákshafnar og bjó fyrst í verbúð eða þangað til hann keypti sér íbúð í Sambyggð 10. Margar ógleymanlegar minningar koma upp í hugann eins og þegar hann kom fyrst til Eyja í heimsókn til mín þar sem ég bjó fyrstu árin og allar heimsóknir hans á Heið- vanginn í Hafnarfirði og nú síðast er ég átti afmæli í haust og var það alveg yndislegt. Árið 1983 kynntist hann yndislegri konu, Jóhönnu Ein- arsdóttur frá Dalsmynni í Flóa, og bjuggu þau saman í Sambyggð 10 í Þorlákshöfn. Áhugi þeirra á útiveru var með eindæmum, að fara hringveginn og skoða landið sitt; alltaf gátu þau farið aftur og séð eitthvað nýtt. Margar ferðir fór hann vestur í Stykkishlóm til móðursystur okkar og bama hennar og átti hann þaðan margar ógleymanlegar minningar þegar hann fór með frændum okkar í veiðiferðir. Svo var það einn staður sem hann talaði oft um, en það var það heim- ili tengdaforeldra hans í Dalsmynni. Þar átti hann margar góðar stundir því honum fannst hann vera kominn heim því Eyrún og Einar voru honum sem foreldrar. Halldór vann alla tíð mjög mikið og var lengst af bifreiðastjóri hjá Meitlinum, 1986 fékk hann krans- æðastíflu og fór aðgerð til London sem tókst mjög vel, hætti hann þá að keyra en vann samt við létt störf hjá fyrirtækinu um skeið en síðustu misserin vann hann hjá Hallgrími Sigurðssyni í Þorlákshöfn. Halldóri og Jóhönnu varð ekki barna auðið en þau voru mjög barngóð. Það sýndi sig best þegar sonur minn fermdist í vor þá voru þau Halldór og Jó- hanna efst á lista hjá honum. Ég minnist Halldórs frænda míns með virðingu og þakklæti fyrir allar góðu stundinar sem við áttum sam- an. Jóhnna mín, ég og fjólskylda mín vottum þér og föður hans sam- úð okkar. Guð styrki ykkur. Hrafnhildur og fjölskylda. Góður drengur er fallinn í valinn. Við kveðjum í dag dýrmætan vin og frænda, Haildór Má Sigurðsson. Margar góðar og ánægjulegar stundir áttum við saman. Halldór Már var mikið náttúru- barn og hafði hann mjög gaman af því að ferðast um landið sitt. Þá hafði hann mikinn áhuga á stang- veiði og Iundaveiði. Síðastliðið sumar fórum við sem endranær saman í lundaveiði í eyju á Breiðafirði og er sú ferð eftirminnileg, einkum vegna þess að þá ákváðum við að vinna að því að skapa okkur varanlega aðstöðu til lundaveiða og annarrar útivistar í eyju á Breiðafirði. Ekki vorum við búnir að ganga frá þess- ari ákvörðun þegar vinur okkur kvaddi. Mesta og besta gæfa Halldórs Más varð fyrir 10 árum þegar hann hóf búskap með sambýliskonu sinni, Jóhönnu Einarsdóttur frá Dalsmynni í Villingaholtshreppi, enda er hún sama góðmennið og hann var. Alltaf var jafn notalegt að koma á heimili þeirra í Sambyggð 10 í Þorlákshöfn og var þar tekið höfðinglega á móti öllum sem til þeirra komu. Oft talaði Halldór Már um hvað hann hefði eignast gott og elskulegt tengdafólk og getum við af heilum hug tekið undir þau orð eftir að hafa kynnst því fólki. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan vin og frænda og þökkum honum fyrir ógleyman- leg ár, en minningin lifir. Elsku Jóhanna, missir ástvinar er ætíð sár en minning um mætan mann græðir. Við biðjum góðan guð að styrkja þig og leggja sína líknar- hönd yfír sárin. Jói Og Sigga. Fjallahringurinn á Uxahryggjum skartaði sínu fegursta laugardaginn 16. október sl. Botnssúlur, Okið og Eiríksjökull hulin hvítri nýfallinni mjöll sem stirndi á í sólskininu. Það eina sem rauf kyrrðina var kvakið í svanahóp sem flaug lágflug yfir Hvalvatn. Tveir vinir sátu og drukku kaffi og hvíldust eftir langa gönguferð í óbyggðum. Þeir dáðust að sköpun- arverkinu og voru þakklátir forsjón- inni fyrir að fá að njóta þessarar dásamlegu stundar. Hringing frá farsíma rauf kyrrð- ina og okkur voru tilkynnt hörmuleg tíðindi. Lífið er ekki eins dásamlegt og það var nokkrum augnablikum áður og hið undurfagra útsýni og kyrrðin sem við nutum svo vel miss- ir gildi sitt og sorg og söknuður birgja sýn. Hún Dögg sem ég hef þekkt frá fæðingu, hef fylgst með vaxa og dafna deyr í bílslysi í Lúxemborg. Hrifsuð burt frá foreldrum og fjöl- skyldu þegar lífið blasti við. Erfið- leikar og óvissa unglingsáranna að baki og ótal verkefni framundan. Dögg var ein af þessum perlum sem maður kynnist á lífsleiðinni. Öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana. Hlýja, hógværð og einlægni streymdu frá henni. Ekki af því hún reyndi það sérstaklega heldur bara af því hún var þannig. Samverustundirnar með henni og fjölskyldu hennar bæði í Lúxemborg og hér á íslandi eru orðnar margar og þessar stundir munu varðveitast í minningunni um ókomin ár. Það er gangur lífsins að ef maður eignast þá getur maður alltaf búist við að missa. Eins er með ástvini. Enginn veit hver fer næst. Þó það sé næstum óbærilegt að missa ást- vin þá hlýtur það að vera ennþá verra hlutskipti að hafa aldrei kynnst því að eignast neitt sem maður elsk- ar. Biðjum Guð að styrkja foreldra hennar, Björn og Dystu, ásamt bræðrum hennar Ara og Finnbirni. Það var gæfa að kynnast Dögg Björnsdóttur og við varðveitum ógleymanlegar minningar. Greta, Steinar, Birna, Gunnar Már og Eva Hrönn. fyrir steinsteypu. Léttir meðfærilegir, viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640 FYRIRLI6GJANDI: 6ÚLFSLÍPIVÉLAR RIPPER ÞJÖPPUR - DAELUR STEYPUSA6IR - HRÆRIVÉLAR - SA6ARBLÖB - Vönduð framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.