Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 18
Leðuriðjan Tera á Grenivík með átak í markaðsmálum
Nýja vörulínan „Allt
í stíl“ sett á markað
Grenivík
LEÐURIÐJAN Tera hf. á Grenivík hefur hafið sérstakt átak í mark-
aðsmálum með nýrri vörulínu sem kölluð er „Allt í stíl“.
Fundurinn álítur að með þessari
ákvörðun sé grundvelli kippt und-
an rekstri sjúkraflutninga á vegum
deildanna á landsbyggðinni, þar
sem.þær byggja íjárhagslega af-
komu sína aðallega á framlögum
úr kassasjóði Rauða kross íslands.
Hótel Norðurland
Til sölu er fasteignin nr. 7 við Geislagötu á Akur-
eyri (Hótel Norðurland).
Um er að ræða húseign á 3 hæðum, steinsteypta
ásamt lóðarleiguréttindum og auk þess innbú.
í fasteigninni eru 28 2ja manna herbergi, lítill
fundarsalur og veitingasalur f. 60 manns ásamt bar.
Óskað er tilboðs í eignir þessar þar sem komi fram
sundurliðun miðað við fasteign annars vegar og
innbú hins vegar.
Eignir þessar eru til sýnis í samráði við undirritað-
an í síma 96-11542 eða hótelstjóra í síma
96-22600.
Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 12.00 föstudaginn
29. október nk. til undirritaðs á skrifstofu hans í
Gránufélagsgötu 4, Akureyri, eða í pósthólf 53,
602 Akureyri.
Hreinn Pálsson hrl.,
skiptastjóri.
íþróttahús vígt
NÝTT íþróttahús við Þelamerkurskóla í Hörgárdal verður tekið
formlega í notkun á sunnudaginn kl. 14.
íþróttahúsið er um það bil 1.000 fermetrar að stærð. Fyrsta skóflu-
stunga var tekin í júlí í fyrrasumar.
Þá hefur sundaðstaða verið bætt til muna en nóg er af heitu vatni á
svæðinu. Sundlaugin er opin virka daga og um helgar milli kl. 14 og 22.
Nýslátraður lax seldur
á Svalbarðseyri
TÍU manns starfa nú á Svalbarðseyri við sjátrun á laxi en fyrirtækið
Straumfiskur hf. slátrar nú í fjórða sinn. í gær og í dag er ætlunin
að slátra um það bil 7 tonnum af laxi og fer fiskurinn á markað í
Frakklandi. Talsvert verðfall hefur orðið á laxi í Frakklandi upp á
síðkastið vegna offramboðs en það er þó minna af smærri fiskinum.
Fyrirtækið selur einnig beint úr körum og notfærðu margir sér það í
gær og náðu sér í nýjan lax í soðið. Einnig er selt beint til neytenda í dag.
*
Islenskt handverk í
galleríi í Sunnuhlíð
GALLERÍ og vinnustofa handverksfólks á EyjaQarðarsvæðinu var
opnuð í verslunarmíðstöðinni í Sunnuhlíð í vikunni.
Á boðstólum verður fjölbreytt klæði, þvottapokar, svuntur og
úrval nytja- og gjafavöru s.s.
keramik, bútasaumur, leðurvörur,
handmálað postulín, handspunnin
ull og jurtalitað band, trémunir,
skartgripir úr ýmsu efni, hand-
fleira.
Galleríið er á annarri hæð í
verslunarmiðstöðinni og þar verður
opið frá kl. 10 til 18 alla virka
daga.
í sumar réði Leðuriðjan Tera til
sín nýjan framkvæmdastjóra, Katrínu
Dóru Þorsteinsdóttur. Katrín Dóra er
rekstrarfræðingur frá Háskólanum á
Akureyri auk þess sem hún hefur
numið hönnun í Danmörku.
Hingað til hefur Tera hf. nær ein-
göngu framleitt fatnað eftir pöntun,
en með nýjum mönnum koma nýjar
hugmyndir og nú hefur verið farið
út i að framleiða fatnað í stöðluðum
stærðum og þá stuðst við fyrirfram
ákveðna vörulínu. Þó verður enn
hægt að fá sérsaumað.
Ný vörulína árleg
í fatnaði er um að ræða dress sem
nefnt er „Allt í stíl“ og samanstend-
ur af hatti, veski, blússu, vesti og
pilsi. Efnin eru rúskinn og tásilki en
tölur og hnappar eru úr hreindýrs-
homum. í töskunum eru tvær línur,
þríhyrningslína og mánalína. Síðan
er stefnt að því að hver lína verði í
gangi eitt ár í senn, þá taki önnur
Rauða krossdeild Dalvíkur og nágrennis
Mótmæli við upp-
setningn spilastofa
AÐALFUNDUR Rauða krossdeildar Dalvikur og nágrennis sem
haldinn var sl. sunnudag hefur mótmælt harðlega þeirri ákvörðun
dómsmálaráðherra að leyfa uppsetningu spilastofa á vegum happ-
drættis Háskóla íslands.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Háskólinn
Fyrirlestur
um skóla
SKÓLAR nefnist fyrirlestur sem
Þorsteinn Gylfason prófessor í
heimspeki við Háskóla íslands
flytur við Háskólann á Akureyri
næstkomandi laugardag, 23.
október, kl. 14.
Lesturinn verður einkanlega
hugleiðing um muninn á beinum
og óbeinum áhrifum af skóla-
starfi. Kenning fyrirlesarans verð-
ur sú að óbeinu áhrifin skipti miklu
meira máli en hin beinu, sem
stundum skipta engu máli. Hann
mun leggjast gegn þeirri almennu
og lögboðnu skoðun að skólastarf
eigi að stefna að þroska nemend-
anna.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
stofu 24. Öllum er heimill aðgang-
ur meðan húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning.)
við þannig að á hveiju ári komi fram
ný vörulína frá Teru hf.
Vörur frá Teru hafa verið til sölu
í versluninni Hjá Hönnu á Akureyri
en nú er stefnt inn á markaðinn á
höfuðborgarsvæðinu og verða vör-
umar til sölu í versluninni Skinn-gall-
erí við Laugaveg 66, íslenska hús-
inu, Fákafeni og Álafossbúðinni,
Vesturgötu 2. Einnig verður Gallerí
Náttúra í Keflavík með Teruvörur á
boðstólum.
Prófsteinn á framtíðina
Eldri framleiðsluvörur frá Teru
verða seldar á útsölumarkaðnum
Bótinni á Akureyri sem opinn er á
laugardögum. Á fimmtudag í næstu
viku stendur Tera fyrir tískusýningu
á veitingahúsinu Við Pollinn.
Segja má að árangur þessa mark-
aðsátaks sé prófsteinn á framtíð fyr-
irtækisins og því mikilvægt að vel
gangi.
Hjá Teru vinna þijár manneskjur
og eru verkefni næg eins og er.
- Haukur
Alltístíl
SÝNINGARSTÚLKA frá Teru í
„Allt í stíl“ dressinu, sem saman
stendur af hatti, veski, blússu,
vesti og pilsi.
Messur á morgun
■ Akureyrarprestakall:
Helgistund verður á F.S.A.
á morgun kl. 10. Sunnu-
dagaskóli Akureyrarkirkju á
morgun kl. 11. Óll börn vel-
komin og foreldrar eru einn-
ig hvattir til þátttöku. Munið
kirkjubílana. Guðsþjónusta
verður í Akureyrarkirkju kl.
14. Æskulýðsfélagið heldur
fund íKapellunni kl. 17. Bibl-
íulestur verður í Safnaðar-
heimilinu næstkomandi
mánudagskvöld, 25. októ-
ber, kl. 20.30.
■ Glerárkirkja: Biblíulestur
og bænastund í kirkjunni kl.
13 í dag, iaugardaginn 23.
október. Barnasamkoma kl.
11.00. Eldri systkini og eða
foreldrar eru hvattir til að
koma með börnunum.
Guðsþjónusta verður í kirkj-
unni kl. 14. Að lokinni guðs-
þjónustu verður molasopi í
safnaðarheimilinu. Fundur
æskulýðsfélagsins verður
kl. 17.30.
■ Hvítasunnukirkjan: Sam-
koma í umsjá ungs fólks kl.
20.30 í kvöld, laugardags-
kvöldið 23. október. Barna-
kirkjan kl. 11 á morgun,
sunnudag. Skírnarsamkoma
kl. 15.30 á sunnudag.
Ræðumaður Jóhann Páls-
son.
Barnagæsla meðan á sam-
komu stendur. Samskot tek-
in til tækjakaupa. Á samko-
munum ferfram mikill söng-
ur og eru allir hjartanlega
velkomnir.