Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Nýtt val í heilbrigðismálum
eftir Guðrúnu
G. Bergmann
í janúar á þessu ári birti hið virta
læknatímarit New England Journal
of Medicine niðurstöður skoðana-
könnunar, sem unnin var árið 1990.
Hún fjallaði um „Óhefðbundnar
lækningar í Bandaríkjunum - út-
breiðslu þeirra, kostnað og notkun“.
í ljós kom að 33% Bandaríkjamanna
höfðu notast við óhefðbundnar lækn-
ingar til að meðhöndla allt frá höfuð-
verk til krabbameins. Flestir, eða
um 83%, notuðu óhefðbundnar lækn-
ingar samtímis því sem þeir voru í
læknismeðferð, en 72% þeirra
greindu lækni sínum ekki frá því. í
ljós kom að flestir þeir sem nýttu
sér óhefðbundnar læknisaðferðir
voru yfir meðallagi í tekjum og vel
menntaðir.
Aðlögun við breyttar aðstæður
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar komu af stað mikilli umræðu
um óhefðbundnar lækningar og í
framhaldi af þeirri umræðu var
stofnuð deild innan National Instit-
ute of Health (NIH, samsvarar heil-
brigðisráðuneyti okkar), sem kallast
Office of Alternative Medicine eða
Deild óhefðbundinna lækninga.
Framkvæmdastjóri hennar er barna-
læknirinn Joseph J. Jacobs, sem
þekkir vel óhefðbundnar lækningar,
því móðir hans var Mohawk-indíáni
og stundaði grasalækningar.
Hvað er hefðbundið og hvað
óhefðbundið?
Óhefðbundnar læknisaðferðir eru
ekki nýjar af nálinni heldur byggðar
á ævafornum grunni og reyndar er
rangt að kalla þær óhefðbundnar,
því fyrir þeim ríkir meiri hefð en
fyrir vestrænni læknisfræði. Undan-
farin ár hefur þó yerið vísað til fornra
læknisaðferða, sem óhefðbundinna
aðferða og umræðan stundum verið
á þeim nótum að fólk gæti haldið
að óhefðbundnu aðferðirnar væru
nýjar af nálinni.
Nú má fella undir óhefðbundnar
lækningar notkun hvers kyns jurta-
lyfja og jurtaseiða, ýmsar tegundir
af nuddi, nálastunguaðferðir, hug-
leiðslu, ýmsar mataræðismeðferðir,
ilmkjarnaolíumeðferðir, kristalaheil-
un, andlega heilun, heilun með
handayfirlagningu og ýmsar aðrar
aðferðir. Þótt uppruni flestra greina
óhefðbundinna læknisaðferða sé
ævaforn, hafa þessar heilunarað-
ferðir þróast hratt á undanfömum
árum.
Ný kynslóð lækna
Samfara þeirri þróun, hefur orðið
mjög ánægjuleg þróun meðal ákveð-
ins hóps lækna í Bandaríkjunum.
Um er að ræða lækna, sem eru
óhræddir við að beita óhefðbundnum
læknisaðferðum í bland við hefð-
bundna vestræna læknisfræði og
hafa náð umtalsvert betri árangri,
en þeir sem einungis beita hefð-
bundnum aðferðum.
í fararbroddi þeirra má nefna
innkirtlafræðinginn Deepak Chopra,
sem bæði er menntaður í vestrænum
og Ayurveda-læknisfræðum Ind-
lands. Chopra leggur mikla áherslu
á að sjúklingar hans hugleiði dag-
lega og neyti einungis jurtafæðis.
Annar merkur læknir er David
Eisenberg, kennari við Harvard-
læknaskólann, sme var í forsvari
fyrir ofangreindri skoðanakönnun.
Eisenberg var fyrsti bandaríski
skiptineminn í læknisfræði, sem fór
til Kína og lærði kínverska læknis-
fræði við Dongzhimen-sjúkrahúsið,
eitt af þremur í Beijing, þar sem
vestræn og kínversk læknisfræði er
kennd samhliða. Þar er unnið með
jurtir sem hafa verið notaðar sem
læknislyf í þúsundir ára.
Þriðji læknirinn sem vert er að
geta er skurðlæknirinn Bernie Sieg-
el. Hann hvetur fólk til að beita
huganum við lækningu líkamans og
hefur náð undraverðum árangri við
lækningu krabbameins á eigin
sjúkrahúsi í Connecticut, í meðferð
sem kallast Exceptional Cancer Pati-
ents Program.
Allir þessir læknar leggja mikla
áherslu á heilbrigða samsetningu
matarins, jákvætt viðhorf og hugsun
gagnvart eigin líkama, andlega rækt
og trú, bæði á bata og Guð. Sökum
árangurs þeirra í starfi fylgja nú
margir læknar vestra i fótspor
þeirra. Þessir þrír Iæknar eru allir í
ráðgjafanefnd Office of Alternative
Medicine, en stofnun hennar hefur
hlotið mikla athygli. í viðtali sem
birtist í ágústhefti tímaritsins Body
Mind Spirit sagði Chopra m.a.:
„Okkur er nauðsyn að verða snilling-
ar í því að skilja hin flóknu tengsl
milli líkama og huga. Líkami þinn
er afleiðing þess umhverfis sem hann
er í, og inn í það umhverfi falla sam-
skipti þín við aðra, mataræði þitt
og sálrænt og tilfinningalegt ástand
þitt. Sálin eða andinn er jafn raun-
verulegur og þyngdariögmálið eða
tíminn, jafn óhlutkenndur, en jafn
raunverulegur. Framtíðin felur í sér
að innan fárra ára hafí hver einasti
spítali og læknaskóli sérdeild fyrir
óhefðbundnar lækningar. Lækna-
nemar eru þegar farnir að biðja um
vitneskjuna og þjálfunina. Það er
upphaf breytinganna.“
Hvað veldur þróuninni?
Margir eru að vakna til raunveru-
legrar vitundar um að þeir beri
ábyrgð á eigin heilsu og til að axla
þá ábyrgð, gera þeir meiri kröfur
um árangur en áður. Framboð af
hvers kyns óhefðbundnum læknisað-
ferðum hefur aukist og samfara því
vilji til að kanna nýjar leiðir, þegar
þær hefðbundnu skila ekki þeim
árangri sem vænst er. Einnig er
mikil vakning meðal fólks um allan
hinn vestræna heim að nota náttúru-
legt fæði, jurtir og grös til að heila
líkamann, frekar en tilbúin lyf, sem
mörg hver hafa skaðlegar aukaverk-
anir á einn eða annan hátt.
Deepak Chopra svaraði spurningu
um neyslu á tilbúnum lyfjum á eftir-
„Með heildrænni heilun
er átt við að ekki sé
nægjanlegt að lækna
einn þátt líkamans, ef
ekki er leitast við að
lækna alla þætti hans.
Ekki er nægjanlegt að
lækna hin sýnilegu ein-
kenni ef ekki er ráðist
að rótum vandans.“
farandi hátt í viðtali í septemb-
er/október hefti Yoga Journal: „Til-
búin lyf geta veitt einhveija lækn-
ingu við einum hlut, en þá á kostnað
einhvers annars. Það er ekki til neitt
lyf án aukaverkana. Um leið og við
læknum elnn sjúkdóm með tilbúnum
lyfjum, sáum við fræum annars.“
Heildræn heilun, einn vefur
Með heildrænni heilun er átt við
að ekki sé nægjanlegt að lækna einn
þátt líkamans, ef ekki er leitast við
að lækna alla þætti hans. Ekki er
nægjanlegt að lækna hin sýnilegu
einkenni ef ekki er ráðist að rótum
vandans.
Um þetta segir Chopra í fyrr-
nefndu viðtali í Yoga Journal: „Sú
hugmynd innan læknisfræðinnar að
rekja megi allar kenningar og lög-
mál til einfaldra athugana, tekur
ekki tillit til alls þess sem geríst í
eftir Þorbjörn
Arnason
Þann 8. október 1983 voru Lands-
samtök hjartasjúklinga stofnuð í
Reykjavík eftir nokkurn undirbúning
og aðdraganda. Ástæður þess að
áhugafólk um hjartasjúkdóma kom
saman til að undirbúa og stofna slík
samtök voru að líkindum fyrst og
fremst þær að menn sáu nauðsyn
þess að ná saman fólki sem fengið
hafði þennan skæðasta sjúkdóm
nútímans og öðrum þeim sem áhuga
höfðu á málinu til að deila reynslu
sinni hvert með öðru og þannig
styrkja hvert annað. Einnig sáu
menn nauðsyn þess að einhver hags-
munasamtök tækju að sér að vera
þrýstihópur í þjóðfélaginu til að ýta
á stjómvöld til bættrar aðstöðu á
sjúkrahúsum landsins til að takast
á við hjartasjúkdóma og þá ekki síst
að koma hingað heim hjartaaðgerð-
um, sem þá voru allar framkvæmdar
í London.
Þetta meginverkefni hefur tekist
með ágætum. Samtökin hafa með
söfnunum aflað peninga sem notaðir
hafa verið til að kaupa tæki og ann-
an búnað á spítala og stofnanir sem
þjóna hjartasjúklingum. Stofnuð
hafa verið félög hjartasjúklinga í
öllum kjördæmum landsins sem þá
fyrst og fremst reyna að þjóna félög-
um á hveiju svæði. Reynt hefur ver-
ið að afla eins margra félagsmanna
og mögulegt hefur reynst bæði
hjartasjúklinga og annarra því að
félögin eru ekki bara opin fyrir þá
sem fengið hafa hjartaáfall eða far-
ið í hjartaaðgerðir heldur líka þá sem
eru heilbrigðir en hafa áhuga á
fræðslu um þessi mál.
Samtökin hafa beitt sér á marg-
víslegan máta til hagsbóta fyrir fé-
Guðrún G. Bergmann
líkamanum. í hvert skipti sem örlítil
breyting verður í líkamanum, t.d. í
blóðsykrinum, breytist allur líkam-
inn. Þú getur ekki breytt einum
þræði, án þess að hafa áhrif á allan
vefinn."
Fæðan og áhrif hennar á
heilsuna
Þrátt fyrir mótmæli ýmissa, virð-
ist nokkuð ljóst að sú fæða sem al-
mennt er neytt í hinum vestræna
„Þess vegna tel ég að
ekki síst fyrir okkur
sem búum í dreifbýlinu
sé það afar mikilvægt
að komast í endurhæf-
ingu t.d. að Reykjalundi
eða í Hveragerði...“
lagsmenn, ekki bara með tækja-
kaupum til stofnana heldur líka með
því hjálpa til við að koma á laggirn-
ar endurhæfingaraðstöðu fyrir
hjartasjúklinga, en sem kunnugt er
er endurhæfíng afar mikilvægur
þáttur í öllu starfi hjartasjúklinga.
Staðreyndin er auðvitað sú að enda
þótt einhver fái hjartaáfall eða þurfi
að fara í hjartaaðgerð þá er ekki
eins og lífínu sé lokið, eða fólk dæmt
úr leik í eymd og volæði.
Mjög margt er hægt að gera til
að bæta líðan sína og ná jafnvel
fullum bata á nýjan leik eftir áfall
eða aðgerð. Margir þeir sem farið
hafa í hjartaaðgerð segja þegar frá
líður, að þeim hafí bara aldrei liðið
jafn vel og eftir aðgerðina. Kannski
er það að hluta til vegna þess að
menn eru lengi búnir að ganga með
sjúkdóminn án þess að gera sér grein
fyrir hvað að er og verða því alveg
undrandi á góðri líðan sinni eftir
aðgerð eða aðra hjálp lækna. Um
þetta eru mörg dæmi.
Eitt er það sem ég tel einnig að
skipti afar miklu máli við félagasam-
tök eins og þessi og það er að í slík-
um félagsskap fær fólk ákveðna
samkennd hvert með öðru. Menn
skiptast á upplýsingum um hvernig
sjúkdómurinn hefur hagað sér í
hveiju tilviki og menn komast þá
að því að það er svo margt sameigin-
m frá
„Fisbrseður"
140G-180G
Nýju
skvassspaðarnir
eru þeir léttustu á
markaðinum.
ALSPORT
Faxafeni 5
sími 688075. 5
itúULit'VCU
1
XCITI&VCÍJ• - | J U 'j ]
uáúLáHílSIBLihv • í' í:|íj ,\
LJ UU líivum í SSli i U i C LÍLL
v SEöaá^v.c tMUÍsi
Þakka fyrir líf-
ið og tilveruna
Landssamtök hjartasjúklinga 10 ára
heimi hafi haft skaðleg áhrif á heilsu
okkar. Á undanförnum tuttugu og
fimm árum hefur neysla á tilbúinni
eða fullunninni matvöru og sykri
margfaldast á ári hverju. Við höfum
treyst á undramátt tilbúinna lyfja
og talið að með tilkomu þeirra bær-
um við ekki lengur ábyrgð á heiisu
okkar.
Nú þurfum við að horfast í augu
við afleiðingar gerða okkar. Við er-
um komin í þrot. Við okkur blasa
samfélög þar sem kostnaður við
heilbrigðiskerfin hækkar ár frá ári.
Slíkt á ekki einungis við hér, því
nýleg frétt í Morgunblaðinu greindi
frá því að í Frakklandi hefði hann
tífaldast á undanförnum 12 árum.
Heilbrigði virðist því ekki vera í
neinu samræmi við getu okkar til
að geta stundað líffæraflutninga eða
ávísað á lyf.
Framtíðin hlýtur að fela í sér end-
urskoðun á öllum neysluvénjum og
undir þær fellur ekki einungis
fæðuval, heldur einnig andleg og
huglæg næring, því við erum það
sem við í okkur látum. Við stöndum
frammi fyrir þeirri staðreynd að
þurfa að gerbylta þeim hugmyndum
sem við höfum haft um heilsu og
heilbrigði hingað til, ekki endilega
vegna vísindalegra rannsókna, held-
ur vegna þess að líkaminn neitar að
taka lengur við þeirri meðferð sem
við veitum honum. Þeirri byltingu
fylgir ósk um að geta valið þær
aðferðir sem við teljum henta best
til að vernda líkama okkar, þann
eina sem okkur er úthlutað í þessu
lífi.
Höfundur cr framkvæmdastjóri
Betra lífs.
Þorbjörn Ámason
legt með öðrum og kannski ekki
sérstök ástæða til að hræðast. Það
er auðvitað alveg ljóst að flestir, ef
ekki allir, sem fá slíkan vágest í
heimsókn verða hræddir. Af hveiju
skyldi maður ekki verða hræddur?
Langflestir tengja jú lífið hjartanu.
Enda getum við fæst búist við því
að fá skipti á hjarta.
Þess vegna tel ég að ekki síst
fyrir okkur sem búum í dreifbýlinu
sé það afar mikilvægt að komast í
endurhæfingu t.d. að Reykjalundi
eða í Hveragerði á Heilsustofnun
NFLÍ, sem nú nýlega hefur hafið
endurhæfíngarstarfsemi fyrir
hjartasjúklinga. Á þessum stöðum
læra menn að þekkja sjálfa sig og
takmörk sín. Læra um mataræði,
hreyfingu og ekki síst kynnast öðr-
um sem eru í sama baslinu og þeir
sjálfir. Allt styrkir þetta þátttakend-
ur og veitir þeim nýjan kjark til að
halda ótrauðir áfram og lifa í sátt
við sjálfa sig og sjúkdóminn sem í
þeim býr. Þannig verða menn betur
búnir til að takast á við daglega líf-
ið með auknum krafti og elju. Marg-
ir hafa algjörlega breytt lífsviðhorfi
sínu, ég vil segja til hins betra, eftir
að hafa fengið hjartaáfall eða farið
í hjartaaðgerð. Menn verða jákvæð-
ari út í tilveruna. Margt sem áður
var sjálfsagt og ekki umhugsunar-
vert er nú ekki lengur sjálfgefíð.
Menn þakka fyrir lífíð og tilveruna
og vita að þeir þurfa að fara betur
með það sem þeir eiga dýrmætast í
lífinu.
Höfundur cr lögfræðingur á
Sauð&rkróki.