Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 FOLX ■ TONY DaJey, útherjinn knáti hjá Aston Villa, fer líklega til ítalska nfélagsins Udinese á tvær milljónir punda. Hann fer þó ekki til Ítalíu eftir seinni UEFA-leik Aston Villa og Deportivo La Cor- una 3. nóvember. ■ STEVE Staunton, bakvörður Aston Villa, sem hefur verið frá vegna meiðsla tvo sl. leiki, kemur aftur á bekkinn í leik liðsins gegn Chelsea. Earl Barrett leikur sinn fyrsta leik í fimm vikur. ■ MIÐHERJAR Norwich, sem hefur ekki tapað sex leikjum í röð, Efan Ekoku og Mark Robins, eru meiddir og leika ekki með liðinu í dag gegn West Ham. ■ ROY Wegerle, miðheiji Coventry, getur ekki leikið gegn sínum gömlu félögum hjá QPR, þar sem hann er meiddur á ökkla. Hann verður þó á varamannabekknum. ■ TOTTENHAM leikur án markaskorarans mikla Teddy Sheringham og táningsins Darren Caskey gegn Swindon. Shering- ham er meiddur á hné. ■ DAVID Howeli mun leika í fremstu víglínu hjá Tottenham, með þeim Nick Barmby og Darren Anderton. Þá mun Colin Cald- erwood koma aftur í vörnina, eftir leikbann. ■ TVEIR norskir landsliðsmenn eru nú byijaðir að æfa með Totten- ham. Það eru þeir Ronny Johnsen frá Lyn og Divind Leonhardson frá Rosenborg, sem eru báðir 24 'ára. Þeir eru hvor um sig metnir á 500 þús. pund. UM HELGINA Körfuknattleikur Úrvalsdeildin Laugardagur: Seltjamanes: KR - Haukar ...........16 Sunnudagur: Akranes: ÍA - Skallagrímur.......20.30 Borgames: Skallagrímur - KR.........16 Hlíðarendi: Valur-ÍBK...............20 Sauðárkrókur: UMFT - UMFG...........20 Frjálsíþróttir Stjömuhlaup FH verður haldið í dag, iaug- ardag, og hefst kl. 14 í Kaplakrika. Skrán- ing hefst kl. 12.30. 10 ára og yngri hlaupa 600 m, 11-12 ára 1.000 m, 13-14 ára 1.500 m, 15-18 ára 3.000 m, karlar 19-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri hlaupa 5 km en konur f sömu aldursflokkum hlaupa 3 km. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorí)na og 250 kr. fyrir 18 ára og yngri. Fimm fyrstu í hveijum flokki fá verðlaunapening. Sund Sundfélagið Ægir heldur árlega Ægir- Triumph mót sitt í Sundhöll Reykavíkur í dag og á morgun. Mótið hefst kl. 14. báða dagana og_ keppt verður í karla- og kvenna- greinum. íþróttir fatlaðra Reykjavíkurmeistaramót fatlaðra í boccia og lyftingum verður haldið í Í.F.R. húsinu við Hátún um helgina. Keppni i boccia hefst báða dagana kl. 10 en í lyftingum hefst keppni kl. 13. Skvass Hi-Tec skvassmótið verður haldið í Vegg- sporti um helgina. Mótið hefst í dag, laugar- dag, kl. 12. Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna, A-fiokki karla og kvenna og byijendaflokki. Badminton Vetrardagsmót unglinga verður haldið í TBR-húsinu í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 13 í dag og heldur áfram kl. 10 á morgun. Keppt verður í öllum greinum í fjórum elstu flokkum unglinga. Golf Púttmót verður á sunnudag í Goifheimum. Mótið hefst kl. 11 og stendur til kl. 20. Fijáls mæting. Skautar Fyrirhugað var að opna skautasvellið í Laugardal í dag, en að því getur ekki orðið vegna rigninga og bleytu. KNATTSPYRNA Hæfileikamótunin, átak KSÍ í þjálfun efnilegustu leikmanna landsins, íframkvæmd Ertt mikilvægasta skrefið í hreyfingunni - segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands fslands HÆFILEIKANEFND KSI valdi í vikunni 22 leikmenn á aldrinum 15 til 19 ára, leikmenn framtíð- arinnar, og koma þeir saman í dag. Þetta er fyrsta skrefið í hæfileikamótun sambandsins, sem var kynnt á sfðasta árs- þingi, en um er að ræða átak þess f þjálfun efnilegustu leik- manna landsins með þvf mark- miði að a-landsliðið komist f þriðja styrkleikaflokk fyrir riðla- keppni heimsmeistarakeppn- innar 1998 og bestu félagslið landsins nái í þriðju umferð í Evrópumótum fyrir 1997. Stórt skref er stigið með þessu fram- taki, „eitt það mikilvægasta f knattspyrnuhreyfingunni," sagði Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnusambands íslands, sem kom hugmyndinni á framfæri í stjórn KSI fyrir tæp- lega ári og fylgdi henni úr hlaði. Eggert sagði við Morgunblaðið að með þessu væri gamall draumur færður í nýjan búning. Knattspymu- ■■■■ forystan hefði um Eltir árabil lagt áherslu á Steinþór uppbyggingu og Guðbjartsson markvisst hefði verið unnið að framförum og þróun, jafnt innan félaganna sem Knattspymu- sambandsins, en með átakinu væri mótuð ákveðin afreksmannastefna, þar sem árangur byggðist á sam- starfi og samvinnu ungra leikmanna, foreldra og forráðamanna þeirra, knattspymufélaga og sambandsins. Margar spumingar hefðu vaknað á stjómarfundi í Neskaupstað fyrir tveimur og hálfi ári, en skriður hefði komist á málið eftir að hann hefði kynnst uppbyggingu Norðmanna í fyrra og kynnt hana á stjómarfundi KSI. í kjölfarið hefði starfshópur um málið verið skipaður og síðan hefði markvisst verið unnið að mótun áætl- unarinnar. „Þetta hefur verið löng fæðing, en í svona mikilvægu máli er betra að flýta sér hægt,“ sagði Eggert. „Nauðsynlegt var að leggja upp með fastmótaða stefnu, en málið er þess eðlis að það tekur stöðugt breytingum, vankantar verða sniðnir af og sífellt hugsað um að laga og bæta.“ Dyrnar alltaf opnar Eggert áréttaði mikilvægi þess að allir, sem hlut ættu að máli, ynnu saman að settu marki, að efla og bæta íslenska knattspymu. „Knattspymusambandið er aðeins einn hlekkur í keðjunni," sagði for- maðurinn við Morgunblaðið. „Fyrsti hópurinn hefur verið valinn, en þetta er ekki endanlegur hópur, því allir efnilegir knattspymumenn hvar sem er á landinu eiga jafna möguleika á að komast inn — dymar standa öllum opnar úti um allt land.“ Eggert sagði að hlutverk trúnað- armanna væri mjög mikilvægt og velferð knattspymumannanna ungu skipti öllu máli. „Við gerum ekkert nema í samvinnu og samstarfí við leikmennina, foreldra og félögin. Miklu skiptir að foreldrar og forráða- KnattspyrnuMálfarar óskast Ungmennafélagið Einherji, Vopnafirói, auglýsir eftir spilandi þjálfurum fyrir meist- araflokk karla og kvenna sumarið 1994. Upplýsingar gefur Aðalbjörn í símum 97-31 108 og 97-31556. Morgunblaðið/Sverrir Leikmenn f ramtíðar hafa verið prófaðir á ýmsan hátt í vikunni. Hér er Atli Knútsson á þrekhjóli hjá rannsóknar- stofu Háskólans í lífeðlisfræði ogÁsgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, fylgist með. menn séu með í ráðum og við leggjum áherslu á jafnvægi menntunar og knattspymunnar. I því sambandi má nefna að hvað varðar æfíngaferðir til erlendra liða erum við að athuga með möguleika á námi, til dæmis tungu- málanámi, í tengslum við ferðimar." Hugarfarsbreyting A-landsliðið náði betri árangri en áður í stórmóti í nýafstaðinni riðla- keppni heimsmeistaramótsins, yngri landsliðin hafa staðið sig vel og bestu félagsliðin gerðu góða hluti í Evrópu- mótunum. Eggert sagði þetta árangur öflugs starfs, en gera þyrfti betur og að mörgu þyrfti að huga. „Val á afreksmönnum framtíðar er fyrsta skrefið, en yfírbyggðir vellir em algjör forsenda þess að knatt- spyman taki framförum úti um allt land. Með slíkri aðstöðu er hægt að æfa markvisst allt árið og lengja keppnistímabilið enn frekar. Gervi- grasvellir eru af hinu góða, en þeir gagnast ekki í slæmu vetrarveðri. Við gerum okkur grein fyrir að um- ræddar framkvæmdir kosta sitt og ekki er hægt að gera öllum til hæfis í einu, en ég sé fyrir mér samvinnu sveitarfélaga í þessu sem öðm — margt smátt gerir eitt stórt. í öðm lagi er æskilegt að félagslið- in taki þátt í fleiri alþjóðlegum mót- um, því slík þátttaka lengir keppnis- tímabilið og hefur sitt að segja. í því sambandi er nærtækt að nefna árang- ur Skagamanna, sem vom með í sterku móti í Danmörku í ársbyijun. Landsliðin taka við af félagslið- unum og þar höfum við gert ákveðna kerfisbreytingu með því að gera a- landsliðsþjálfarann ábyrgan fyrir 16 ára liðinu, yngsta landsliðinu. Með því fyrirkomulagi tekur hann við efni- legum leikmönnum á hveijum tíma og getur þegar í byijun haft mikil áhrif á hluti, sem skipta miklu máli í a-landsliðinu. Miklu máli skiptir að efnilegir knattspyrnumenn fái tæki- færi á réttum tíma, að þeir fari fljót- lega inní hið ákjósanlegasta æfínga- mynstur, sem gagnast seinna meir. Með öðram orðum, þá emm við ekki aðeins að hugsa um að bæta og efla einstaklingana heldur viljum við með þessu átaki stuðla að hugarfars- breytingu í hreyfingunni, að allir legg- ist á eitt um að gera knattspymuna enn betri.“ ^Samið við Feyenoord og Stuttgart Samfara hæfileikamótuninni hefur veríð stofnuð sérstök íslandsbanka - KSÍ akademía, sem m.a. hefur það að mark- miði sínu að velja og styrkja nokkra efnilega leikmenn svo þeir geti æft um lengri eða' skemmri tíma hjá þekktu knatt- spyrnuliði erlendis. KSÍ hefur þegar samið við þýska liðið Stuttgart og hollenska félagið Feyenoord um að taka árlega við nokkrum leikmönnum og að sögn Eggerts Magnússonar, for- manns KSÍ, stendur til að semja við fleiri félög. Eftir á að kanna hvort og hvaða piltar í hópnum eiga heimangengt í vetur, en stefnt er að því að fara með einn hóp til Þýskalands og annan til Hol- lands og styrkir íslandsbanki æfíngaferðirnar. Leikmannahópur framtíðarinnar Hæfíleikanefnd KSÍ valdi 22 leikmenn á aldrinum 15 til 19 ára í fyrsta leikmannahóp framtíðarinnar. Leikmenn sem æfa og leika erlendis eins og Guðmundur Benediktsson hjá Ekeren í Belgíu (fædd- ur 1974),_Guðni Rúnar Helgason hjá Sunderland í Englandi (1975), Sigurvin Ólafsson hjá Stuttgart í Þýskalandi (1976), Björgvin Magn- ússon hjá Werder Bremen í Þýskalandi (1976) og Andri Sigþórsson hjá Bayern Munchen (1977) em ekki í hópnum, en með þeim er sérstaklega fylgst. Eftirtaldir eru í fyrsta hópnum: Nafn (fæðingarár) félag...................leikstaða Auðun Helgason (1974), FH.....................varnarmaður Helgi Sigurðsson (1974), Fram,................sóknarmaður Pálmi Haraldsson (1974), IA,...................miðjúmaður Rútur Snorrason (1974), ÍBV,...................miðjumaður Tryggvi Guðmundsson (1974), ÍBV..........miðjum./sóknarm. ívar Bjarklind (1974), KA.............. miðjum./sóknarm. Atli Knútsson (1975), KR........................markmaður Kristinn Hafliðason (1975), Víkingi,.....miðjum./sóknarm. Bjarki Stefánsson (1975), Val..................vamarmaður Sigurbjörn Hreiðarsson (1975), Val.......miðjum./sóknarm. Þórhallur Hinriksson (1976), KA................miðjumaður Kjartan Antonsson (1976), UBK,.................vamarmaður BjarnólfurLárusson (1976), ÍBV.................miðjumaður VálurF. Gíslason (1977), Fram..................miðjumaður Þorbjöm Sveinsson (1977), Fram................sóknarmaður Vilhjálmur Vilhjálmsson (1977), KR,............vamarmaður Grétar Sveinsson (1977), UBK...................miðjumaður Rúnar Ágúátsson (1977), Fram,.................varnarmaður Halldör Hilmisson (1977), Val.......... miðjum./sóknarm. ívar Ingimarsson (1977), KBS,.................varnarmaður Gunnar Magnússon (1978), Fram...................markmaður Eiður Smári Guðjohnsen (1978), Val,......miðjum./sóknarm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.