Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 12
12_______________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993_ Klórað í bakkann — enn um gjöf ríkisstj órnarinnar eftir Gylfa Arnbjörnsson Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Samtaka iðnaðar- ins, telur sér skylt að svara grein minni um rausnarlega gjöf ríkis- stjórnarinnar til samtaka iðnaðar- ins hér í Morgunblaðinu þriðjudag- inn 5. okt. si. í svari Sveins kemur hins vegar ekkert efnislega fram sem rökstyður það að þau samtök sem hann starfar fyrir eigi að fá einn milljarð króna í gjöf frá ríkis- stjóminni. Þvert á móti tel ég að í grein hans séu enn frekari rök fyrir því að iðnaðurinn eigi enga réttmæta kröfu á eignaraðild að Iðnlánasjóði, heldur að hér sé um eign þjóðarinnar að ræða. Það er ástæða til þess að draga þessi atriði fram hér. í fyrsta lagi bendir Sveinn á að arði af eignarhlut iðnaðarins eigi skv. frumvarpinu að veija til þess að þjónusta iðnfyrirtækin á vegum samtakanna og Vöruþróunar- og markaðssjóðs, sem skipuð verður tveimur fulltrúum iðnaðarins og einum frá ráðuneytinu, eigi að taka upp samningaviðræður við samtök iðnaðarins um nánari skiptingu þessa arðs. Það yrði nú fróðlegt að sjá niðurstöðu þeirra viðræðna. Kjarni málsins er hins vegar sá, eins og alþjóð veit, að starfsemi hagsmunasamtaka felst í því að veita félagsmönnum sínum ýmsa þjónustu. Yfirlýsing Sveins um að arðinum eigi að veija til slíkrar þjónustu staðfestir einung- is það sem ég hélt fram. Að nota eigi þennan eignarhluta til þess að ijármagna hagsmunagæslu iðnrekenda. Þetta kemur einnig fram í skýrslu stjórnar Landssam- bands iðnaðarmanna sem lögð var fram á síðasta Iðnþingi og birt er í Tímariti iðnaðarmanna (66. árg.). Þar segir að með stofnun íslenska fjárfestingabankans hf. muni „iðnlána- og iðnaðarmálagjöld, sem nú eru lögð á aðstöðugjalda- stofn iðnaðarins, falla niður að loknum aðlögunartíma og myndi arður af hlutafjáreigninni þá kom a.m.k. að hluta í stað tekna af þessum gjöldum“ (bls. 37). Eins og menn vita þá er iðnaðarmála- gjaldið sá hluti félagsgjalda Félags íslenskra iðnrekenda og Landsam- bands iðnaðarmanna sem öll iðn- fyrirtæki greiða skv. lögum, án tillits til þess hvort þau eru aðilar að þessum samtökum eða ekki. í öðru lagi er Sveinn upptekinn af því að iðnaðurinn hafi lagt Iðn- lánasjóði til 4,1 mia.kr. frá upp- hafi og ríkið aðeins 1,7 mia.kr. frá upphafi. Þar til viðbótar hefur sjóðurinn verið rekinn með hagn- aði af þeim vaxtamun sem sjóður- inn hefur af útlánastarfsemi sinni sem ætti að bæta eiginfjárstöðuna enn meira. Hins vegar er eiginfjár- staða Iðnlánasjóðs í dag 2,7 mia.kr. og því vantar í það minnsta 3,1 mia.kr. inn í dæmið, fyrir utan hagnaðinn af rekstrinum. Það er vitað mál að þetta fé hefur ekki farið í ríkissjóð og sjóðurinn hefur þrátt fyrir hagnaðinn fært töpuð útlán til gjalda. Því er augljóst mál að því fé sem á vantar hefur verið úthlutað sem styrkjum bæði til fyrirtækja í iðnaði og samtaka atvinnurekenda í iðnaði. Þar til viðbótar kemur síðan bæði skatta- legt hagræði fyrirtækjanna vegna iðnlánasjóðsgjaldsins og verðmæti ríkisábyrgðar vegna erlendrar lán- töku sjóðsins, eins og fulltrúar rík- isins bentu réttilega á. Kjarni málsins er sá að ef röksemda- færslu Sveins er fylgt eftir þá er lítið orðið eftir af þessu framlagi þeirra þegar grannt er reiknað og því fellur hún dauð niður! í þríðja lagi telur Sveinn að ég hafi farið illilega út af brautinni þegar ég held því fram að það séu neytendur sem hafi borið iðnlána- sjóðsgjaldið með hærra vöruverði. Kjarni málsins er hins vegar sá að þetta byggir alfarið á rök- semdafærslu fulltrúa atvinnurek- enda, þar á meðal iðnrekenda, fyrir niðurfellingu aðstöðugjalds um síðustu áramót. Það verður auðvitað að gera þá lágmarks- kröfu til fulltrúa iðnrekenda sem annarra að einhvert samhengi sé í málflutningi þeirra frá einum tíma til annars í stað þess að breyta honum sífellt eftir því sem við á. Eða er Sveinn að segja okk- ur að niðurfelling aðstöðugjaldsins hafi verið byggð á misskilningi sl. haust? í fjórða lagi teiur Sveinn að í stað þess að ríkisstjórnin falli frá Össur Skarphéðinsson. „Gjöld sem hvetja til umhverfisverndar má allt eins kalla græn gjöld. Þessi gjöld virka á tvo vegu: Annars veg- ar gefa þau fólki fjár- hagslegan hvata til að taka þátt í umhverfis- vernd en hins vegar hvetja þau fólk til að gera ekki eitthvað sem það annars myndi gera.“ nokkur umhverfisspjöll, uns Þing- vallapresti þótti nóg um og setti gjald á „skrautið“ - tvær krónur á hrísluna. Dró þá samstundis úr ósómanum. íslendingar ættu að feta í fót- spor Þingvallaprests og taka upp græn gjöld til umhverfisverndar. Höfundur er umhverfisráðherra. Gylfi Arnbjörnsson. „Hér er verið að takast á um það að ríkisstjórn gefi skýlaust fordæmi fyrir því að atvinnurek- endum verði færðir á silfurfati 5-6 mia.kr. af eigum þjóðarinnar til þess að standa undir hagsmunagæslu sinni.“ því að gefa iðnrekendum einn milljarð króna til þess að standa undir hagsmunagæslu sinni, væri eðlilegra að skerða félagsleg rétt- indi með því að skattleggja sjúkra- sjóði verkalýðsfélaga. Þetta er al- veg makalaus málflutningur, sem kemur svo sem ekki á óvart, en ég læt lesendum eftir að dæma hann. í fimmta lagi hefur það komið fram í fjölmiðlum að útgerðamenn hyggjast gera kröfu til þess að þeir eignist verulegan hluta af 4,5 mia.kr. eigin fjár Fiskveiðasjóðs og hefur þegar verið skipuð nefnd til þess að fjalla um þessa kröfu. Ennfremur hafa bændur gert til- kall til Stofnlánadeildar landbún- aðarins, en þar er eigið fé 1,5 mia.kr. Hér er því ekki aðeins verið að takast á um það að ríkis- stjórn gefi skýlaust fordæmi fyrir því að atvinnurekendum verði færðir á silfurfati 5-6 mia.kr. af eigum þjóðarinnar til þess að standa undir hagsmunagæslu sinni. Því vil ég ítreka þá kröfu að iðnaðarráðherra breyti þessu frumvarpi. Þó það kunni að vera nauðsynlegt að breyta skipulagi fjárfestingarlánasjóðanna, m.a með því að sameina sjóði iðnaðar- ins, þá er ekkert sem rökstyður það að ríkisstjórn gefi Pétri og Páli (eða Sveini og Kristjáni). Mun skynsamlegra væri að ríkissjóður legði allt hlutafé í nýja bankanum í Vöruþróunar- og markaðssjóð í stað þess að selja hluta þess á almennum markaði. Ekki veitir af því að efla iðnþróun miðað við þróunina undanfarin ár. Jafnframt er eðlilegt að stjórn þessa nýja sjóðs verði skipuð fulltrúum bæði atvinnurekenda og launafólks ásamt fulltrúa ráðuneytisins. Bæði hafa samtök launafólks lagt veru- lega af mörkum á undanförnum árum til þess að efla iðnaðinn m.a. með öflugri auglýsingaher- ferð sl. haust. Einnig hefur Al- þýðusambandið lengi krafist þess að fá aðild að stjórn Iðnlánasjóðs, því framtíðaruppbygging iðnaðar- ins er ekki bara málefni atvinnu- rekenda einna heldur ekki síður þeirra starfsmanna sem þar vinna. Undir þetta sjónarmið hefur m.a. verið tekið við skipun stjórnar- manna í stjórn Fiskveiðasjóðs, en þar á launafólk einn fulltrúa. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. Græn gjöld eftir Össur Skarphéðinsson Umhverfisvernd grundvallast á þekkingu almennings.og virðingu fyrir umhverfinu. A seinni árum hefur þrýstingur vel upplýsts al- mennings leitt til þess hér á landi og annars staðar, að stjórnmála- menn og stjórnendur fyrirtækja hafa orðið að láta sig umhverfis- mál varða. Sumar greinar og fyrir- tæki hafa átt ánægjulegt frum- kvæði að umhverfisvemd, og þar má nefna til dæmis Eimskipafé- lagið og framköllunariðnaðinn, að ógleymdum kæliiðnaðinum, sem á hrós skilið fyrir viðleitni sína til að draga úr notkun ósoneyðandi efna. En þrýstingur almennings dug- ar þó ekki einn og sér. Það þarf líka að setja lög og reglur til að tryggja að ákveðnum lágmarkskr- öfum sé fullnægt. Mannlegur breyskleiki lætur nefnilega ekki að sér hæða. Sérfræðingar um umhverfísmál hafa jafnframt í æ ríkari mæli velt fyrir sér, hvernig beita megi efnahagslegum hvötum til umhverfísverndar. Hér á landi lágu gosdósir og flöskur um allar jarðir þangað til sett var skila- gjald á ýmsar einnota umbúðir. Hinn efnahagslegi hvati, sem fólst í skilagjaldinu, eyddi hins vegar vandanum að langmestu leyti. Það voru peningamir sem ýtti við fólki. Græn gjöld Gjöld sem hvetja til umhverfis- verndar má allt eins kalla græn gjöld. Þessi gjöld virka á tvo vegu: Annars vegar gefa þau fólki fjár- hagslegan hvata til að taka þátt í umhverfisvemd en hins vegar hvetja þau fólk til að gera ekki eitthvað sem það annars myndi gera. Þetta má útfæra á ótal hátt. Við getum hugsað okkur að lagt sé gjald á fyrirtæki sem mengar yfir ákveðnu marki og þeim tekj- um sem þannig aflast dreift til þeirra fyrirtækja sem menga vinnu en því nemur. Við getum einnig hugsað okkur að þetta græna mengunargjald renni í nkissjóð, en skattar lækki á móti. Á þennan hátt eru fyrirtækin hvött til að menga minna og borga þá lægri skatta í kjölfarið. Sumir hagfræðingar hafa sett fram hugmyndir um róttæka upp- stokkun á skattakerfi vestrænna ríkja. í stað hefðbundinna tekju- og eignaskatta komi umhverfís- gjöld og auðlindagjöld. Grundvall- arhugmyndin er sú að grænu gjöldin verði ekki viðbót við skatt- heimtu ríkisins, heldur verði skatt- ar lækkaðir á móti. Þessar hug- myndir eru enn sem komið er á umræðustiginu, en þeirrar er framtíðin þar sem ekki er við því að búast að Vesturlönd nái tökum á vaxandi umhverfisvanda sínum án róttækra aðgerða í efnahags- málum. Túkall á hrísluna! I skýrslu OECD um umhverfis- mál á Islandi er hvatt til aukinnar gjaldtöku á mörgum sviðum. Það er sjálfsagt að athuga þau mál fordómalaust. Skilagjöld hafa sannað gildi sitt hér á landi og nauðsynlegt að beita þeim miklu frekar, til dæmis á bíla, rafgeyma og raunar fleiri tegundir umbúða en þegar er gert. Ánnars eru græn gjöld ekki al- veg ný á íslandi. Eftir að vegur var lagður til Þingvalla snemma á öldinni varð það vinsælt að höfuð- borgarbúar sem óku til Þingvalla rifu upp hríslur til að skreyta far- artæki sín með. Af þessu hlutust Amnesty International Akall um hjálp Brasilía SJÖ „götubörn" og ungur maður, sem með þeim bjó, voru skotin til bana - að því er sagt af lögreglunni í mið- borg Rio de Janeiro hinn 23. júlí sl. Að minnsía kosti 328 börn og unglingar féllu í val- inn í fylkinu Rio de Janeiro á fyrstu sex mánuðum ársins. I dagrenningu hófu byssu- menn skothríð á hóp 50 barna og unglinga sem sváfu undir berum himni nálægt Candelar- ia-kirkju. Fimm þeirra voru drepin á staðnum, öðrum tveim- ur var banað á lóð Nýlistasafns- ins. Áttunda fórnarlambið lést af sárum sínum fjórum dögum síðar. í kjölfar háværra mótmæla frá innlendum og erlendum aðil- um gegn Candelaria-blóðbað- inu, einsog það er nefnt, hafa fjórir menn - þeirra á meðal þrír lögregluþjónar - verið ákærðir fyrir glæpinn, aðrir sem grunaðir eru er leitað. Þeir sem létu lífið voru: Paulo Roberto de Oliveira (11 ára), Anderson Thome Percira (13 ára), Marcelo Candido de Jesus og Valderino Miguel de Almeida (báðir 14 ára), Gambazinho og Nogento (báðir 17 ára), Raulo José da Silva (18 ára) og Marc- os Antonio Alves da Silva 122 ára). Aftökur án dóms og laga á fullorðnu fólki jafnt sem börn- um eiga sér stað í þéttbýli Brasilíu og eru framkvæmdar af „dauðasveit- um“, sem oft eru borgara- lega búnir lög- regluþjónar. Þessar sveitir eru fjármagnaðar af kaupsýslu- mönnum sem hafa hug á að „hreinsa" nágrenni sitt af fé- lagslega óæskilegu fólki, ræn- ingjum og smáþjófum sem og götubörnum sem sjálf kunna að hafa leiðst út á glæpabraut. Dómsmálaráðuneytið hefur tilkynnt að alríkislögreglan sé að rannsaka framferði „dauða- sveita“ í Rio de Janeiro og öðr- um fylkjum. Hingað til hafa yfirvöld í Brasilíu ekki lokið þvílíkum rannsóknum né sótt sökudólga til saka. Sendið kurteislegar áskoran- ir og látið í ljós ánægju með ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að rannsaka Candelar- ia-morðin, og hvetjið til þess að allt verði gert til að vernda börnin sem bera vitni í málinu. Ennfremur að öll slík mál verði rækilega rannsökuð og söku- dólgar sóttir til saka. Utanáskriftin er: President Itmar Franco, Palácio do Plan- alto, Brasilia D.F., Brazil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.