Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 44
 EINAR J. SKÚLASON HF MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Knattspyrna KSÍ velur leikmenn framtíðar HÆFILEIKANEFND Knatt- spyrnusambands Islands tilkynnti í gærkvöldi val á leikmannahópi framtíðarinnar, en um er að ræða fyrsta skrefið i hæfileikamótun sambandsins, sem er átak þess í þjálfun efnilegustu leikmanna landsins. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, kom hugmyndinni á framfæri og fylgdi henni úr hlaði. Hann sagði við Morgunblaðið að um væri að ræða eitt mikilvægasta skrefíð í knattspyrnuhreyfíngunni, en til- ^gangurinn væri að efla íþróttina með þau markmið að a-landslið karla kæmist í þriðja styrkleikaflokk fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 og bestu félagslið landsins næðu í þriðju umferð Evrópumótanna 1997. Strákamir, sem valdir vom, koma saman í dag, en líkamsástand þeirra hefur verið kannað í vikunni hjá rannsóknarstofu Háskóla Islands í lífeðlisfræði og forvarna- og endur- hæfíngastöðinni Mætti. Vegna áætlunarinnar hefur KSÍ skipað trúnaðarmenn víðs vegar um landið sem eiga að bera ábyrgð á vali, eftirliti og hæfileikamótun efn- anna hver á sínu svæði. Samfara hæfíleikamótuninni hef- ur verið stofnuð sérstök íslands- banka - KSÍ akademía, sem styrkir nokkra leikmenn árlega til að æfa með erlendu knattspyrnuliði. Sjá bls. 42 og 43: „Eitt mikil- vægasta...“ Mokveiði í Smugiuuii Eskifirði. HÓLMATINDUR SU er á leið úr Smugnnni með 190 tonn af væn- um þorski eftir að hafa verið að veiðum í rúma tvo sólarhringa. Hólmatindur fór frá Eskifirði föstudaginn 15. október og hóf veiðar á miðvikudag. Á 54 klukku- stundum fengust 190 tonn af þorski sem er 5 kíló að meðaltali. Skipið er nú á leið til Eskifjarðar og verður landað þar á miðvikudag- inn og aflinn unninn þar. - Benedikt Jöklaferð á fólksbíl Morgunblaðið/Árni Sæberg „EIGINLEGA var meginmarkmiðið að sýna fram á hvernig fólk getur, með því að taka mið af tíðarfari, farið allra sinna ferða á fólksbíl með keðjum. Sérútbúna bíla þarf ekki til,“ sagði Árni Alfreðsson eftir að hafa ekið Hyundai Elantrá fólksbíl á sumardekkjum með keðjum upp á tind Snæfellsjökuls 8. október. Vegna slæms skyggnis var ekki hægt að mynda bílinn í ferðinni og var því brugðið á það ráð að skilja hann eftir á jöklinum og reyna aftur hálfum mánuði síðar. Hafði bíllinn þá farið í kaf en rauk í gang þegar hann hafði verið grafinn upp að hálfu. Afleiðingar ferðalagsins urðu ekki aðrar en þær að á bílinn komu tvær rispur. Þess má geta að í fyrra ók Árni á Lödu 1200 yfir Eyjafjallajökul. Davíð Oddsson forsætisráðherra vill að Seðlabanki beiti tilslökunum Markmiðið er að raun- vextir fari niður í 5% DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur forsendur vera fyrir hendi fyrir raunvaxtalækkun og að Seðlabanki íslands geti notað það svig- rúm sem hann hefur til þess að flýta fyrir raunvaxtalækkun, m.a. með því að vera með ákveðnar tilslakanir við viðskiptabankana, að því er varðar refsivaxtastig, lausafjárstöðu og bindiskyldu. „Raunvext- ir þurfa og eiga að lækka tiltölulega hratt. Að mínu mati fyrst niður fyrir hin erfiðu 7% og síðan áfram niður í 5%, sem er eðlilegt mark- mið,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég tel að það sé útséð um það, að þó að við náum stöðugleik- anum, vinnufriðnum, lágri verð- bólgu og hagstæðum viðskipta- jöfnuði, þá vantar þennan stóra þátt, raunvaxtalækkun, inn ef menn eiga að eygja einhverja von í því að fyrirtækin þori að leggja Manndráp af ásetningi talið sannað á Þórð Jóhann Eyþórsson Dæmdur í ævilangt fangelsi ÞÓRÐUR Jóhann Eyþórsson, 36 ára, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa af ásetningi orðið Ragnari Ólafssyni, 33 ára, að bana á heimili þess síðarnefnda við Snorrabraut í Reykjavík aðfaranótt 22. ágúst. í niðurstöðum Sverris Einarsson- ar héraðsdómara segir að dómurinn telji sannað að þegar Þórður hafi tekið upp vasahníf á leið niður kjall- aratröppur að íbúð Ragnars hafí myndast hjá honum ásetningur um * að reka hnífinn í Ragnar. Þetta er annað ásetningsmanndrápið sem Þórður er dæmdur fyrir en hann varð manni að bana með hnífí á nýársnótt 1983 og var dæmdur fyr- ir það í 14 ára fangelsi í Hæsta- rétti. Hann fékk reynslulausn á helmingi refsitímans og var fjögurra ára skilorðstíma að verða lokið þeg- ar hann varð Ragnari að bana. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu braut Þórður sér leið inn í íbúðina og inn í eldhús þar sem Ragnar var fyrir ásamt tveimur kon- um, sambýliskonu sinni og fyrrver- andi sambýliskonu Þórðar. Þórður lagði til Ragnars áður en nokkur þeirra sem í íbúðinni var hafði áttað sig á því hvað gerst hafði eða séð hnífinn í hendi Þórðar. Hann kastaði síðan hnífnum frá sér, hljóp út og fór heim til fyrrum eiginkonu sinnar en gaf sig síðan fram á lögreglustöð eftir að hafa frétt af dauða Ragn- ars, sem var úrskurðaður látinn um klukkustund eftir atlöguna. Ásetningur sannaður Dómurinn hafnar þeirri skýringu Þórðar að hann hafi ekki ætlað að vinna Ragnari mein heldur telur sannað að Þórður hafi af ásetningi stungið Ragnar. Þetta fái stoð í þeirri lýsingu í krufningarskýrslu að stungan hafí verið upp á við, vitni hafi séð hönd Þórðar hreyfast þegar þeir Ragnar rákust saman og á skyrtu Ragnars hafí verið tennt gat, líkt og þrisvar eða fjórum sinnum hafi verið hjakkað í sama farinu. Vegna bráðaaðgei-ðar sem gerð var til að reyna að bjarga lífi Ragnars var ekki unnt að sjá eftir krufningu hve margar stungurnar voru. Mat dómkvadds geðlæknis er að Þórður Jóhann sé sakhæfur. Hann hafí greind í meðallagi en beri merki persónuleikatruflana og yfirborðs- kennds og sjálfmiðaðs tilfínningalífs sem geri hann viðkvæman fyrir áreitni og gagnrýni. Skapgerðar- brestir sem vegi líklega þyngst varð- andi nánasta aðdraganda verknaðar- ins hafí líklega aukist undanfarið vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu, atvinnuleysis, stormasamra tilfinn- ingasambanda og neikvæðs félags- legs umhverfis. Þetta er í annað skipti sem undir- réttur á íslandi dæmir mann til ævilangrar fangelsisvistar. Sakborn- ingur í Guðmundar- og Geirfinns- máli var dæmdur í héraði í ævilangt fangelsi en hæstiréttur mildaði þann dóm í 17 ára fangelsi. í einhverjar fjárfestingar,“ sagði Davíð. Hann sagði nú vera svig- rúm til þess að gefa örlítið lausari taum, án þess að menn þyrftu að óttast þensluáhrif. „Þetta tel ég rétt að fara efnislega vel yfir með Seðlabankanum," sagði forsætis- ráðherra. Festa komin á „Við erum núna búnir að koma á festu á nýjan leik og ekkert bendir til annars en að gengið geti verið fast hjá okkur um langa hríð og það er ekkert sem bendir til þenslu. Þess vegna eru forsendur nú til þess að ákvarða slíkt til lengri tíma,“ sagði Davíð. Davíð sagði að það yrði forgangs- verkefni að afloknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins að reyna að stuðla að því að kjarasamningar héldu. Allt of mikið væri í húfi, ef þeim yrði sagt upp. „Við skulum sjá hvort við getum ekki lagt fram hug- myndir og greinargerðir, sem þeir geta sætt sig við, innan þeirra tíma- marka sem VMSÍ tilgreindi í sam- þykkt sinni,“ sagði Davíð. „Við erum að mínu mati að fara í gegnum síð- ustu erfíðu dýfuna. Atvinnuleysi mun því miður vaxa nokkuð á þessum vetrarmánuðum, og það væri kynt afskaplega undir því atvinnuleysis- báli, ef samningar héldu ekki,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sjá bls. 17: „Seðlabankinn..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.