Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 25 Borgarbókasafnið 70 ára Umfjöllun um þarfir fatlaðra fyru* bækur RÁÐSTEFNA í tilefni 70 ára afmælis Borgarbókasafns Reykjavíkur og 10 ára afmælis Blindrabókasafns íslands, verður haldin fimmtu- daginn 28. október og hefst kl. 9.30. Ráðstefnan er haldin í tilefni afmæiisárs safnanna tveggja, í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Viðfangsefni ráðstefnunnar er þjónusta bókasafna fyrir þá sem þannig er statt fyrir að bókin er þeim einhverra hluta vegna ekki opin. Tilgangurinn er að auka skiln- ing starfsmanna bókasafna á orsök- um þessa vanda og jafnframt að greiða leiðina að bókasöfnunum. Pjallað verður um sérþarfir eftir- farandi hópa: Þroskaheftra, fjölfatl- aðra, blindra, hreyfihamlaðra, geð- fatlaðra, heyrnalausra og fatlaðra barna á forskólastigi. Sérstaklega verður tekið tillit til sérþarfa þessara hópa til bókasafna, bæði hvað varð- ar bókakostinn sjálfan og þjónustu inni á safninu. Umræðuefnið er nýstárlegt og þarna verður í fyrsta sinn stefnt saman bókavörðum og þjálfur- um/fulltrúum fatlaðra. Eins og af og til hefur komið bæði í fjölmiðlum og umræðum manna á milli býr hópur manna við það sem í einu orði er nefnt les- blinda en á sér ýmsar orsakir. Um þetta verður einnig rætt. Er það von þeirra sem að þessari ráðstefnu standa að hún geti stuðlað að því að starfsmenn bókasafna öðl- ist betri skilning á þörfum þeirra einstaklinga sem hér um ræðir og jafnframt orðið hvatning þeim sem allt of oft hafa látið sig vanta á bókasöfn að leita þangað sér til fróð- leiks og afþreyingar. -------» ♦ ♦.....— MNDfélagið gefur út blað ■ SAMFOK, Samband foreldra- félaga í grunnskólum Reykjavík- ur, stendur fyrir fræðslufundi um bekkjastarf í Æfingaskóla Kennara- háskólans nk. mánudagskvöld 25. október kl. 20-22. Þar mun Guðni Olgeirsson kynna ýmsar hugmyndir og leiðir til að efia tengsl foreldra og barna innan bekkjarins. Bekkja- fulltrúar í grunnskólum borgarinnar eru sérstaklega hvettir til þess að mæta en fundurinn er annars opinn öllum þeim sem hafa áhuga á þess- um málum. Aðgangseyrir er 500 kr., kaffi innifalið. Nýr smábíll frá Renault RENAULT Twingo er kominn til landsins og verður hann kynnt- ur hjá Bílaumboðinu hf. um helgina. Renault Twingo frum- sýndur um helgina RENAULT Twingo verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu hf. Krókhálsi 1 nú um helgina, en þessi nýi smábíll frá Renault verksmiðjunum frönsku hefur hvarvetna hlotið mjög góðar við- tökur frá því hann var kynntur á bílasýningunni í Paris fyrir ári síðan. Eftirspurnin eftir bílnum hefur verið það mikil erlend- is að ekki hefur tekist að fá hann til landsins fyrr en nú, en að sögn Péturs Ola Péturssonar, forstjóra Bílaumboðsins hf., verða fáanlegir nokkrir bílar til afgreiðslu fram til áramóta. Renault Twingo hefur selst en einnig er hægt að leggja niður bæði betur og hraðar en forráða- bak þess. Vélin er 1300 rúmsenti- menn Renault bjuggust við í upp- hafi. Bíllinn er óvenjulegur útlits þar sem hjólin standa eins utar- lega á hornum bílsins og kostur er, og þá er farþegarýmið hannað þannig að sem mest nýting náist úr því, en bíllinn er aðeins 3,43 m langur. Aftursætinu er hægt að renna fram og aftur og nýta með því betur farangursrýmið, metrar og 55 hestöfl, og gefur hún bílnum sem vegur 790 kg ágæta vinnslu. Twingo er fram- hjóladrifinn með fimm gíra hand- skiptingu og kostar hann 838 þúsund krónur kominn á götuna. Kynningin á Renault Twingo verður í dag, laugardag, frá kl. 10-17 og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-17. MNDfélag íslands hefur gefið út sitt fyrsta blað, MND blaðið. Af efni má nefna frásögn af stofn- fundi félagsins, lög þess og frásögn Rafns Jónssonar, formanns félags- ins, af heimsókn hans til MND fé- lagsins brezka. Grétar Guðmundsson, tauga- læknir, er höfundur greinar, um MND - hreyfitaugungahrörnun, og einnig eru í blaðinu grein Ástu R. Jóhannesdóttur deildarstjóra Tryggingastofnunar, um greiðslur fyrir heilsugæslu, lyf og tannlækn- ingar, og grein eftir Jón Rúnar Pálsson, hdl., um veikindarétt launamanna. Blaðið er 28. blaðsíður. ------------------- ■ OKTÓBERHÁ TÍÐ vérður hald- in fyrir ungt fólk í Kringlunni laugar- daginn 23. október milli kl. 17 og 19. Af uppákomum má nefna: Nýja sportlínan frá Hugo Boss og Armani Jeans verður kynnt fyrir utan verslun Sævars Karls kl. 17, Pizza 67 kynn- ir nýtt bragð, Ölgerðin býður upp á drykki, sýning frá Stúdíó Ágústu og Hrafns, ísbúðin Kringlunni kynnir heimalagaðan ís, flinkasti pizzubak- ari Íslands sýnir listir sínar, happ- drætti: fataúttekt að vérðmæti 35.000 kr. frá Sævari Karli og með hverri peysu sem keypt er fylgir frí máltíð á Pizza 67. 14 liða áætlun er komi í veg fyrir mannshvörf og pólitísk morð Morð o g mannshvörf eru helsta ógnun mannréttinda PÓLITÍSK morð og mannshvörf eru mestu ógnirnar sem steðja að mannhelgi og mannréttindum í heiminum, segir í ályktun Amnesty International. Hafa samtökin ákveðið að hefja alþjóðlega herferð til að binda enda á blóðsúthellingar og hermdarverk. Islandsdeild samtak- anna mun beina athyglinni sérstaklega að 15 löndum víða um heim, þar sem sannað þykir að morð og mannshvörf eigi sér stað. Athygli vekur að algengast er að brot sem þessi eiga sér stað á friðartímum í löndum, þar sem ekki ríkir stríðsástand og eru dæmi þess að fram fari skipulegar hreinsanir á þjóðarbrotum. Á fundi forsvarsmanna samtak- Lögð var fram skýrsla samtak- anna með fréttamönnum kom fram, anna, sem heitir „Komist upp með að áður hafi einræðisherrar og alræð- isstjórnir verði helstu sökudólgarnir en á síðari tímum hafí ríkisstjórnir, sem þykjast virða mannréttindi þegna sinna ekki vílað fyrir sér að skjóta niður eða nema á brott and- stæðinga sína. Komist upp með morð Minnt var á að alþjóðlegur þrýst- ingur á stjórnvöld í Marokkó hafi leitt til þess að um 300 manns, sem höfðu horfið voru látnir lausir árið 1991 eftir allt að 18 ára fangavist. morð“, en þar er fjallað um pólitísk morð og mannshvörf á yfirstandandi áratug og greint frá fólki úr öllu stéttum og frá öllum svæðum heims, þeirra á meðal börn, sem stjórnvöld hafa látið hverfa eða myrða. Fram kom, að til þess að binda enda á pólitísk morð og mannshvörf væri brýn þörf á samrýmdu og virku alþjóðlegu átaki. Samtökin hafa ákveðið að auka þrýsting á Samein- uðu þjóðirnar og beita sér fyrir að stofnað verði sérstakt embætti um- boðsmanns mannréttinda, sem hafi vald til að láta til sín taka þegar þörf er skjótra aðgerða. Jafnframt að veitt verði auknu fjármagni til mannréttindamála og komið á fót sérstökum óhlutdrægnum og sjálf- stæðum alþjóðlegum dómstól um mannréttindi. 14 liða áætlun Amnesty skorar á allar ríkisstjóm- ir að hrinda í framkvæmd fjórtán liða áætlun samtakanna sem miðar að því að hindra mannshvörf og póli- tísk morð. Ef einstakar ríkisstjórnir og alþjóðlegt samfélag láta ekki að sér kveða gæti svo farið að flóðalda fjöldadrápa yfírþyrmdi þær stofnanir sem settar voru á laggirnar eftir skelfíngar seinni heimsstyijaldar til aða vemda alþjóðleg mannréttindi. Samtökin krefjast þess enn fremur að þeir sem fremja ódæðisverkin fái sinn dóm en ekki að þeim séu gefnar upp sakir. ■ HIÐ íslenska náttúrufræðifé- lag heldur fyrsta fræðslufund sinn mánudaginn 25. október kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskóla íslands. Á fundinum halda þeir Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur, Veðurstofu íslands og Tóm- as Jóhannesson, eðlisfræðingur, Orkustofnun, erindi sem þefr nefna: Hlýnun af völdum vaxandi gróður- húsaáhrifa. ■ UNIFEM á íslandi heldur há- tíðlegan dag Sameinuðu þjóðanna 24. október. Félag UNIFEM á ís- landi boðar til dögurðarfundar í til- efni af degi Sameinuðu þjóðanna 24. október nk. í Hvammi á Hótel Holiday Inn. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 11 og lýkur um kl. 13. Jóhanna Sigurðardóttir, _ félagsmálaráðherra verður heiðurs- gestur fundarins. Flutt verða þrjú ■ erindi, Geir Már Sigurðsson, deild- arstjóri í utanríkisráðuneytinu, fjallar um niðurstöður Vínarráð- stefnunnar, Guðrún Ólafsdóttir, dósent, flytur erindi sem hún nefn- ir: Rödd kvenna í suðrinu og Helga Þórólfsdóttir, starfsmaður Rauða kross íslands, segir frá starfí sínu í Sómalíu. Kvintett nemenda Tón- listarskólans í Reykjavík mun flytja tónlist fyrir fundargesti. Fé- lag UNIFEM á íslandi var stofnað 18. desember 1989, en þann dag árið 1979 var alþjóðasamningurinn um afnám alls misréttist gegn kon- um samþykktur. Félag UNIFEM á **’’ íslandi styður UNIFEM þróunar- sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir kon- ur í þróunarlöndunum. ■ KA TTARÆK TUNARFÉLA G Islands stendur fyrir kynningu á „kynjaköttum" í Blómavali nú um helgina, laugardag 23. og sunnudag 24. október milli kl. 14 og 18. Margir verðlaunakattanna verða kynntir í Blómavali núna um helg- ina þar á meðal nokkrir kettir af kynjum sem ekki hafa sést fyrr á íslandi. Eigendur kattanna verða í Blómavali til að upplýsa um kettina og skarpgerðareinkenni þeirra. Einnig má leita ráða hjá þeim um allt sem lýtur að ræktun katta og uppeldi þeirra. I tengslum við þessa kynningu mun Blómaval bjóða gæludýravörur af ýmsu tagi á helg- artilboði. ■ / LA UGARDA GSKAFFI Kvennalistans 23. október verður rætt um heilsu kvenna frá ýmsum sjónarhornum. __Framsögukonur verða Guðrún Ogmundsdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Ást- geirsdóttir, þingkona, en þær fluttu nýverið erindi um sama efni við Norræna heilsuháskólann. Kaff- ið hefst sem fyrr kl. 11 og er á Laugavegi 17. Óllum er heimill að- gangur. ■ NÁMSKEIÐ í tjáskiptum fyr- ir hjón og sambúðarfólk fer fram laugardagana 30. október og 6., 13. og 20. nóvember og hefjast þau kl. 10 í Safnaðarheimili Selja- kirkju. Markmið násmkeiðsins er að auka leikni paranna í samskipt- um sín á milli. Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði í tjáskipt- um. Leiðbeinandi verður Benedikt Jóhannsson, sérfræðingur í klín- ískri sálfræði. Hann hefur langa reynslu af viðtölum við pör í sam- búð eða hjónabandi. 0 20-60% AFSLATTUR AF HEIMILISHÚSGÖGNUM SuíAV'Or?; SÓFASETT SÓFAR SÓFABORÐ BORÐSTOFUBORÐ BORÐSTOFUSTÓLAR RÚM OG RÚMGAFLAR YFIRDÝNUR RUMTEPPI NÁTTBORÐ STOFUSKÁPAR^ SJÓNVARPSSlf r>A BLÓMASKREY S ^ LAMPAR \ } SPEGLAR •SMÍ o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.