Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
19
Doktorsvörn
við Læknadeild
Háskóla Islands
ÞORBJORN Jónsson, læknir, ver doktorsritgerð við Læknadeild
Háskóla íslands sunnudaginn 24. október. Ritgerðin nefnist: „Studi-
es on the clinical significance of rheumatoid factor isotypes" og
byggist hún á sjö tímaritsgreinum sem birst hafa í læknaritum,
austanhafs og vestan. Ritgerðin fjallar um þýðingu svonefndra gigt-
armótefna í sjúklingum með liðagigt, krabbamein og i heilbrigðum
einstaklingum. Rannsóknirnar voru framkvæmdar á Rannsóknastofu
Háskólans í ónæmisfræði á Landspitalanum i samstarfi við Lyflækn-
ingadeild og Sýkladeild Landspítalans, Rannsóknastöð Hjartaverndar
og Krabbameinsfélagið.
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi
OPIÐ prófkjör sjálfstæðismanna vegna væntanlegra bæjarstjórnar-
kosninga vorið 1994, verður haldið laugardaginn 13. nóvember nk.
og hefst kl. 10 árdegis í Hamraborg 1, 3. hæð, kjörfundi lýkur kl.
22 sama kvöld.
Gigtarmótefni (rheumatoid fact-
ors) finnast í blóði og liðavökva
sjúklinga með liðagigt en geta
einnig stundum fundist hjá ein-
staklingum sem virðast vera alger-
lega heilbrigðir. í upphafi rann-
sóknanna voru þróuð ný próf til
að mæla heildarmagn gigtarmót-
efna og mismunandi tegundir
þeirra. Þessi nýju próf voru tölvert
næmari og sértækari heldur en
fyrri mælingaraðferðir. í ljós kom
að flestir sjúklingar með langvinna
liðagigt (iktsýki) voru með hækk-
un í tveimur eða þremur tegundum
gigtarmótefna en flestir sjúklingar
með vægari liðagigt eða aðra gigt-
arsjúkdóma höfðu hækkun á ein-
ungis einni tegund. Þessi nýju próf
geta því gert greiningu á gigtar-
sjúkdómum markvissari.
Rannsóknirnar staðfestu eldri
athuganir sem bent höfðu til að
sjúklingum með hækkun á svo-
nefndum IgA gigtarmótefnum
væri hættara við að fá slæmar lið-
skemmdir heldur en sjúklingum
sem ekki höfðu þann þátt hækkað-
an. Einnig kom í ljós að gigtar-
sjúklingar með hækkun á IgA
gigtarþætti voru oftar með ýmis-
konar einkenni frá slímhúðum og
kirtlum líkamans heldur en sjúk-
lingar með hækkun á IgM gigtar-
mótefnum. Faraldursfræðileg at-
hugun á tíðni iktsýki sýndi að hún
er algengust meðal þeirra einstakl-
inga sem hafa hækkun á IgA gigt-
armótefnum. Það kom hins vegar
mjög á óvart að tíðni iktsýki reynd-
ist ekki vera hærri hjá einstakling-
um sem eingöngu hafa hækkun á
IgM gigtarmótefnum heldur en
þeim sem engin gigtarmótefni
höfðu.
í síðasta hluta ritgerðarinnar
er fjallað um samband krabba-
meins og gigtarmótefna. Athugun
á hópi fólks sem mætt hafði í
hóprannsóknir Hjartaverndar á
nokkura ára tímabili sýndi að þeir
einstaklingar sem voru með hækk-
un á IgA gigtarmótefnum voru í
meiri áhættu á að fá krabbamein
heldur en aðrir og dánartíðni þessa
hóps var mjög há. í hnotskurn
sýna rannsóknirnar að mælingar
á mismunandi tegundum gigtar-
mótefna eru gagnlegar við grein-
Þorbjörn Jónsson, læknir.
ingu á gigtarsjúkdómum og til að
meta horfur sjúklinganna. Einnig
er ljóst að hækkun á IgA gigtar-
mótefnum tengist oftar alvarleg-
um sjúkdómseinkennum í liðagigt
heldur en hækkun á öðrum gerð-
um gigtarmótefna.
Þorbjörn Jónsson lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík og kandídatsprófi frá
Læknadeild Háskóla íslands árið
1989. Hann hefur síðan að mestu
starfað á Kannsóknastofu Háskól-
ans í ónæmisfræði á Landspítalan-
um við rannsóknir á liðagigt og
gigtarmótefnum. Þorbjörn er
kvæntur Guðrúnu Svanborgu
Hauksdóttur lækni og auga þau
tvö börn.
Athöfnin fer fram í Odda, stofu
101 og hefst kl. 14. Andmælendur
við doktorsvörnina verða dr. Timo
Palosuo ónæmisfræðingur við
fmnsku Heilbrigðismálastofnun-
ina í Helsinki og dr. Ingvar Teits-
son sérfræðingur í lyflækningum
og gigtsjúkdómum. Forseti lækna-
deildar, Helgi Valdimarsson,
stjórnar athöfninni.
Þátttaka í prófkjörinu er heimil
öllum stuðningsmönnum Sjálfstæð-
isflokksins sem eiga kosningarétt í
Kópavogi á prófkjörsdegi svo og öll-
um fullgildum meðlimum sjálfstæð-
isfélaganna í Kópavogi, sem búsettir
eru í Kópavogi og náð hafa 16 ára
aldri á kjördégi. Kosning fer þannig
fram, að kjósandi merkir við nöfn
hvorki fleiri né færri en 8 manna,
með því að setja tölustafi fyrir fram-
an nöfn frambjóðenda á prófkjörs-
seðlinum í þeirri rpð, sem óskað er
að þeir skipi framböðslistann.
Þessir frambjóðendur eru í kjöri:
Dr. Gunnar Ingi Birgisson verk-
fræðingur, Helgi Helgason fram-
kvæmdastjóri, Halla Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir,
Amór Pálsson forstjóri, Karl Gauti
Hjaltason lögfræðingur, Ingibjörg
Gréta Gísladóttir leikkona, Hilmar
í greinargerð benda flutningsmenn
á að uppsagnarfrestur yfírmanna á
kaupskipum og fiskiskipum sé þrír
mánuðir, sé ekki öðru vísi um samið,
og hjá öðrum skipveijum á kaupskip-
Björgvinsson deiidarstjóri, Sesselja
Jónsdóttir lögfræðingur, Hannes
Ó. Sampsted sölumaður, Hjörleifur
Hringsson sölustjóri, Jón Kristinn
Snæhólm sagnfræðingur, Gunn-
steinn Sigurðsson kennari, Birgir
Ómar Haraldsson verkfræðingur,
Bragi Michaelsson umsjónarmaður,
Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórn-
málafræðingur, Stefán H. Stefáns-
son framkvæmdastjóri og Guðni
Stefánsson járnsmíðameistari.
Þeir kjósendur sem verða fjarver-
andi á kjördegi geta kosið á skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins, Hamra-
borg 1, 3. hæð eftirtalda daga: 30.
október kl. 13-15, 6. nóvember kl.
13-15, 9. nóvember kl. 18-19 og
12. nóvember kl. 18-19.
Kjörskrá liggur frammi á skrif-
stofu sjálfstæðisfélaganna Hamra-
borg 1, 3. hæð.
um sé hann einn mánuður. Segja
þeir með öllu óviðundandi fyrir eina
starfsstétt, undirmenn á fískiskipum,
að búa við sjö daga uppsagnarfrest
eins og núverandi lög kveði á um.
Undirmenn á fiskiskipum
Frumvarp um lengri
uppsagnarfrest
GUÐMUNDUR Hallvarðsson og Guðjón Guðmundsson, þingmenn
Sjáflstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi
um að sú breyting verði gerð á sjómannalögunum að uppsagnar-
frestur undirmanna á fiskiskipum verði lengdur úr sjö dögum í einn
mánuð.
F ramk væmdastj óri FN um ákæru gegn flugstjóra
Er nánast orðlaus
Gengur gegn stefnu flugmálayfir-
valda í flugöryggismálum
SIGURÐUR Aðalsteinsson, framkvæmdasljóri Flugfélags Norður-
lands, segist vera nánast orðiaus af undrun vegna þeirrar ákvörðun-
ar ríkissaksóknara að höfða opinbert mál á hendur flugstjóra hjá
FN fyrir að hafa ekki viðhaft næga aðgæslu þegar-flugvél sem hann
stjórnaði lenti utan flugbrautar í Ólafsfirði í ágúst á seinasta ári.
Sagðist Sigurður harma þessa ákvörðun og líta svo á að þótt flugmað-
urinn hefði gert mistök hefði hann ekki brotið reglur. Sagði hann
að Flugmálasljórn hefði ekki endilega ætlast til þess að mál yrði
höfðað gegn flugmanninum. Sagði hann að í þessu tilfelli ynni ríkis-
saksóknari beinlínis gegn stefnu Flugmálasljórnar og annarra flug-
málayfirvalda í flugöryggismálum.
í ákæru er þess krafíst að
ákærði verði dæmdur til refsingar
og til sviptingar réttinda til að
starfa í loftfari. Málið verður þing-
fest í Héraðsdómi Norðurlands
eystra næstkomandi mánudag.
„Þetta er eins harkalegt og hægt
er að hugsa sér,“ sagði Sigurður.
Stakkst á nefið
Flugstjórinn er ákærður fyrir
brot á reglum um loftferðaöryggi,
með því að hafa við flugstjórn
vélarinnar frá Reykjavík til Ólafs-
fjarðar ekki viðhaft næga aðgæslu
við stjórn flugvélarinnar við aðflug
og lendingu á Ólafsfjarðarflug-
velli. Auk flugstjórans voru um
borð í vélinni aðstoðarflugmaður
og 18 farþegar. Engan sakaði við
óhappið.
Flugstjórinn hóf undirbúning og
aðflug að flugvellinum til lendingar
um kl. 22.30 að kvöldi 18. ágúst
á síðasta ári, en þá var komið fram
yfir leyfilegan lendingartíma og
er því haldið fram af hálfu ákæru-
valdsins að minna en fimm kíló-
metra skyggni hafi verið frá vél-
inni vegna myrkurs og regns sem
þá skall á. Hafi það orðið til þess
að flugstjórinn lenti flugvélinni
utan flugbrautar og rann hún um
240 metra vegalengd um öryggis-
svæði í mýrlendi og stakkst þar á
nefið.
Stuðlar að því að flugmenn
leyni atburðum
Flugslysanefnd rannsakaði at-
vikið og byggir ríkissaksóknari
málshöfðun sína á þeirri rannsókn.
Sigurður segir félagið hafa dregið
sínar ályktanir og lærdóm af þessu
atviki og segir að flugmennirnir
tveir hafi verið settir í endurþálfun
að höfðu samráði við Flugmála-
stjórn.
Sigurður sagði einnig að Félag
íslenskra atvinnuflugmanna hefði
fylgst mjög vel ipeð þessu máli því
að atvinnuflugmenn hefðu áhyggj-
ur af flugöryggismálum þegar
höfðað væri opinbert mál með
þessum hætti. „Með þessu er stuðl-
að að því að flugmenn og aðrir sem
að flugrekstri koma reyni að leyna
atburðum sem varða flugöryggi,"
sagði Sigurður. „Svona harkaleg
ráðstöfun af hálfu dómsvaldsins
er mjög umhugsunarverð,“ sagði
hann.
„Þessi maður er mjög hæfur
flugmaður þótt honum hafi þarna
orðið á mistök og við munum styðja
við bakið á honum eins og hægt
er,“ sagði Sigurður að lokum.
Fjaðrakerfio PostureTech,
sem gefur líkamanum
mátulegan stuðning.
Aðeins frá Sealy.
Stálgrind SteelSpan a
neöri dýnu, sem tryggir
langvarandi endingu.
Aðeins frá Sealy.
Styrktir kantar EdgeGuard
sem gefur 10% meira
svetnrými.
Aðeins frá Sealy.
Opio virka daga frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-16.
Cl HÚSGAGNAVERSLUN
Frí heimkeyrsla
og uppsetning á
stór-Reykiavíkursvæðinu
Marco
Lánuholtsvcgi ÍIL simi 6S0 690.
Dýnurnar, sem laga sig að líkamanum
Nýja Posturepedic dýnukerfið frá Seal‘1