Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
11
Misvægi atkvæðisrétt-
ar hamlar framförum
eftir Júlíus Hafstein
Um langt skeið hafa öðru hveiju
blossað upp umræður um hróplegt
misvægi atkvæðisréttar kjósenda
í landinu. A það hefur verið bent
að kjósendur á Vestfjörðum hafi
nærri fjórfaldan kosningarétt í
samanburði við kjósendur í
Reykjavík og á Reykjanesi. í þessu
sambandi hafa talsmenn óbreytts
fyrirkomulags gjarnan haldið því
fram að misvægi af þessu tagi
væri sjálfsagt og eðlilegt vegna
þess aðstöðumunar sem fólk í
dreifbýli býr við borið saman við
íbúa þéttbýlisins á suðvesturhomi
landsins. Vandséð er að rök af
þessu tagi haldi þegar grannt er
skoðað og reyndar fráleitt að
blanda lítt ígrunduðum rökum um
meira og minna ímyndaðan að-
stöðumun inn í jafn alvarlegar
umræður og um atkvæðisrétt
fólks, þar sem grundvallarreglan
hlýtur að vera sú að hver maður
hafi eitt atkvæði, óháð búsetu.
I.
Vankantarnir á þessu fyrir-
komulagi sem þjóðin hefur búið
við allt of lengi eru svo augljósir
að ekki verður lengur við unað,
enda er misræmið ekki bara á
„ Sjálf stæðisflokkurinn
þarf að taka frumkvæði
nú í þessari umræðu og
leggja fram tillögur til
úrbóta á yfirstandandi
landsfundi og freista
þess að ná um þær víð-
tækri samstöðu í þjóð-
félaginu, en samkomu-
lag getur ekki orðið um
það að viðhalda
óbreyttu misrétti.“
milli þéttbýlisins á Suð-Vestur-
landi og dreifbýlisins, heldur einn-
ig á milli dreifbýliskjördæmanna
innbyrðis. Þannig má spyija hvaða
sanngirni sé fólgin í því að íbúi á
Siglufirði hafi tvöfaldan atkvæðis-
rétt á við íbúa í Vík í Mýrdal.
Allir réttsýnir menn hljóta að sjá
að kosningafyrirkomulag, sem fel-
ur í sér svona óréttlæti fær ekki
staðist og er beinlínis andstætt
þeirri grundvallarhugsun lýðræð-
isins að hver maður skuli hafa eitt
atkvæði.
II.
Einhver alvarlegasta afleiðing
misvægis í atkvæðisrétti fólks eft-
ir búsetu er sú að kosninganiður-
staða getur aldrei endurspeglað
raunverulegan vilja þjóðarinnar á
Alþingi, þar sem minnihluti hennar
kýs í reynd meirihluta alþingis-
manna. Sé tekið mið af niðurstöð-
um síðustu alþingiskosninga má
glögglega sjá þetta. íbúar Reykja-
víkur og Reykjaness, sem eru sam-
tals 64% kjósenda velja 29 þing-
menn, en íbúar annarra kjör-
dæma, sem eru 36% kjósenda velja
34 þingmenn. Afleiðingar þessa
hafa aldeilis ekki látið á sér standa
og birtast’okkur í skefjalausri sér-
hagsmunagæslu, þar sem heildar-
hagsmunir lands og þjóðar eru
iðulega fundnir léttvægir, ■ og
gengur gjarnan undir nafninu
byggðastefna. Það er engum vafa
undirorpið, að haldi menn áfram
á þeirri braut að þijóskast við að
breyta kosningafyrirkomulaginu
og leiðrétta misvægi atkvæðarétt-
arins, mun þjóðin ekki ná þeim
tökum á efnahags- og atvinnumál-
um sínum sem þörf er á, heldur
halda áfram að ýta vandamálunum
á undan sér og vísa þeim til kom-
andi kynslóða.
Júlíus Hafstein
III.
í Qölda ára hafa menn séð
fáránleika þessa kosningakerfís
sem þjóðin býr við en minna hefur
farið fyrir aðgerðum til að breyta
því. Jafnan hafa alþingismenn
dreifbýliskjördæmanna, óháð
flokksböndum, staðið þar í vegi
og hafíð sönginn um aðstöðumun-
inn. En spyija má, ef aðstöðumun-
urinn sé nú raunverulegur eftir
allt, hveiju hafa þeir þá áorkað í
þijá áratugi?
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
taka frumkvæði nú í þessari um-
ræðu og leggja fram tillögur til
úrbóta á yfirstandandi landsfundi
og freista þess að ná um þær víð-
tækri samstöðu í þjóðfélaginu, en
samkomulag getur ekki orðið um
það að viðhalda óbreyttu misrétti.
Og umræðan um þessi mál er vita-
skuld ekki bara innan Sjálfstæðis-
flokksins, heldur innan annarra
stjómmálaflokka líka, enda vand-
séð hvers vegna til dæmis Frám-
sóknarmenn í Reykjavík og á
Reykjanesi, sem leggja flokki sín-
um til nærri 40% af kjörfylginu
skuli aðeins hafa tvo menn á Al-
þingi af þrettán, eða hvers vegna
eiga Alþýðubandalagsmenn í sömu
kjördæmum, sem leggja flokki sín-
um til 56% atkvæðanna að sætta
sig við að velja einn af hveijum
þremur þingmönnum flokksins.
Þetta er auðvitað þverstæðukennt
í meira lagi og snertir alla stjórn-
málaflokka landsins og það eitt
ætti að geta orðið grundvöllur til
víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu
um úrbætur.
Taki Sjálfstæðisflokkurinn ekki
frumkvæði nú þegar í þessu máli,
er við því að búast að önnur öfl í
þjóðfélaginu geri það. Gangi slikt
fram gæti það orðið Sjálfstæðis-
flokknum dýrkeypt í nánustu
framtíð.
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn íReykjavík.
Að búa til staðreyndir
Leiðrétting á misfærslum Alþýðuflokksmanna vegna
ólögmætrar stöðuveitingar utanrikisráðherra
eftir ívar Pétur
Guðnason
Umboðsmaður Alþingis hefur
látið í ljós álit sitt á veitingu utan-
ríkisráðherra á stöðu við tollgæsl-
una á Keflavíkurflugvelli haustið
1990. Umboðsmaðurinn segir að
utanríkisráðuneytið hafí þá gengið
framhjá þeim tveimur umsækjend-
um sem einir uppfylltu þau skilyrði
sem lög landsins setja fyrir skipun
í starfíð. Lögreglustjórinn á Kefla-
víkurflugvelli mælti einnig með
þessum tveimur umsækjendum,
engum öðrum. Jón Baldvin Hanni-
balsson skipaði síðan hvorugan
þessara hæfu manna í stöðuna -
þess í stað veitti hann stöðuna
manni sem hvorki uppfyllti lág-
markskröfur laga um menntun né
hafði nokkra starfsreynslu við toll-
gæslu. Úmboðsmaður Alþingis seg-
ir að undirbúningi og niðurstöðu
stöðuveitingarinnar hafí verið áfátt
og brotið hafí verið í bág við lög
og vandaða stjórnsýsluhætti. Allt
ofangreint er staðreyndir, óumdeil-
anleg sannindi sem allir geta geng-
ið úr skugga um.
Morgunblaðið fjallaði um þessa
stöðuveitingu í frétt hinn 5. október
sl. og ég undirritaður, sem vísaði
málinu til umboðmanns Alþingis,
ritaði um hana grein í Mbl. 14.
október sl. Þar sýndi ég fram á að
flokks- og fjölskyldutengsl réðu
vali Jóns Baldvins í stöðuna. Af því
að Jón Baldvin þarf ekki að fara
eftir lögunum sem við hin hlýðum,
ákvað hann að eina skilyrðið sem
umsækjandi þyrfti að uppfylla væri
að vera Alþýðuflokksmaður og Jón
réði síðan í stöðuna mann sem upp-
fyllti það skilyrði. Ég reiknaði með
því að fá einhver viðbrögð Alþýðu-
flokksmanna við greininni og jafn-
• vel einhver málefnaleg skoðana-
skipti í framhaldi af því.
Tveir flokksbræður utanríkisráð-
herra fóru brátt að tjá sig um mál-
ið, annar í útvarpi en hinn í Morgun-
blaðinu. Mér fínnst ekki farið fram
„Það getur líka verið
að veran í Alþýðu-
flokknum sé talin með
þegar starfsaldur er
metinn og ef málum er
svo farið hefur Þröstur
að sjálfsögðu hárrétt
fyrir sér!“
á mikið að ætlast til þess að opin-
berir starfsmenn sem koma í útvarp
og skrifa í blöðin í vinnutímanum
fari með rétt mál en ekki uppspuna
og dylgjur.
Deildarstjóri í tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli sagði í útvarpi
að morgni föstudagsins 15. október
að umsækjandinn sem ráðinn var í
stöðuna hafí að sínu mati uppfyllt
menntunarskilyrði! Deildarstjóran-
um til fróðleiks er ákvæði um
menntunarskilyrðin að finna í 1.
tölulið 1. málsgreinar 13. greinar
reglugerðar nr. 85/1983, um Toll-
skóla ríkisins; veitingu í fastar toll-
stöður o.fl. Ég vildi óska þess að
einhver nærstaddur lesi greinina
fyrir deildarstjórann, til þess að
hann geti kynnt sér efni hennar.
Hann veit það nefnilega best sjálfur
að umsækjandinn sem ráðinn var
uppfyllti ekki þær kröfur sem þar
er að fínna. Dylgjur þær sem deild-
arstjórinn fór með í sama útvarps-
viðtali eru ekki svaraverðar. Þær
eru deildarstjóranum og embætti
hans til skammar og um ókomin
ár verður deildarstjóri þessi minni
maður þegar þeirra verður minnst.
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, ritar grein um
þetta mál í Morgunblaðið 20. októ-
ber sl. Grein Þrastar er hryggbrot-
inn langhundur sem stendur á
sandi. Uppistaðan í umfjöllun Þrast-
ar er að Alþýðuflokksmaðurinn sem
ráðinn var hafi haft svo mikla
starfsreynslu hjá tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli! Þetta er ekki
rétt. Alþýðuflokksmaður þessi hafði
aldrei unnið hjá tollgæslunni og
starfsaldur hans var 0 dagar. Ég
undirritaður og hinn umsækjandinn
sem hæfur var höfðum aftur á
móti starfað þarna í 2-3 ár hvor
um sig. Faðir Alþýðuflokksmanns-
ins sem ráðinn var hefur aftur á
móti áratuga starfsreynslu hjá toll-
gæslunni og vel má vera að Þröstur
hafí talið það drengnum til tekna.
Það getur líka verið að veran í Al-
þýðuflokknum sé talin með þegar
starfsaldur er metinn og ef málum
er svo farið hefur Þröstur að sjálf-
sögðu hárrétt fyrir sér! Fleira í grein
Þrastar ber þess ljósan vott að hann
hefur ekki lesið álit umboðsmanns
Alþingis vandlega og túlkun hans
á álitinu er mjög vafasöm. Ef ég
væri jafnfær Þresti í að álykta út
frá blaðaskrifum manna, kæmist
ég að þeirri niðurstöðu að einkalíf
Þrastar sé í rústum, eins og blaða-
greinin hans. Ég veit hinsvegar að
ekki verður alhæft um einkalíf út
frá frammistöðu í stárfi, og öfugt,
svo ég ætla ekki að álykta út í loft-
ið um hluti sem ég veit ekkert um.
Mig hryllir við ef vinnubrögð
Þrastar við blaðagreinina eru ein-
kennandi fyrir almenn vinnubrögð
í utanríkisráðuneytinu. Ég á eftir
að Íiggja andvaka um nætur og
svitna af skelfingu við tilhugsunina.
Umboðsmaður Alþingis var á
annað ár að toga svar við einfaldri
spurningu um ráðninguna út úr
utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið
sýndi töluverða sköpunargleði í
svörum sínum við því hvers vegna
vanhæfur umsækjandi hefði fengið
stöðuna, en aldrei komu fram í svör-
um þess ósannindi á borð við að
umsækjandinn hefði uppfyllt
menntunarskilyrðin og að hann
hefði starfsreynslu! Það er skamm-
góður vermir að skýla sér bakvið
augljós ósannindi.
Höfundur er umsækjandi.
IfASTElCNASALAN
Aust,td
Opið í dag kl. 11-13
Vesturbær: Höfum kaup-
anda að góðri sórhæð í Vesturbæ.
SÝNISHORN ÚRSÖLUSKRÁ:
Sörlaskjól - stór bíl-
skúr: Góð 85 fm hæð í þríb. á
þessum ról. stað. 60 fm bílsk. Áhv.
byggsj. o.fl. 5,3 millj. Laus strax.
Kambsvegur: Rúmg. og
björt neöri sérhæð í tvíbhúsi. Sérinng.
Eign í góöu ástandi. (b. fylgir bílsk. innr.
sem séríb. Skipti mögul. á minni eign.
Grafarvogur: Guiifaiiegt
einbhús á einni hæð. Skiptist m.a. f 3
herb. og rúmg. stofu. Parket. Stór bílsk.
Eign í góðu ástandi. Verð 13 millj.
Fornaströnd: Bjart og fal-
legt einbhús á einni hæð ásamt bílsk.
Skiptist m.a. í 4 herb. og rúmg. stofur.
Stór lóð. Verð 15,9 millj.
RUNÓLFUR GUNNLAUGSSON, rekstrarhagfr.
KRISTJÁN V. KRISTJÁNSSON, viöskiptafr.
Barmahlíð - sérhæð
Vorum að fá í einkasölu góða efri sérhæð um 100 fm
ásamt geymslurisi. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler og
gluggar. Suðursv. Áhvflandi veðdeild og húsbréf 4,6
millj. Verð 8,8 millj. 4502.
Opið laugardag frá kl. 11.00-14.00
ffS: 685009-685988
ARMULA21
DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJ.
ARINBJÖRN SIGURGEIRSSON, SÖLUM.
FASTEIGNAMIÐLUN.
Síðumúla 33
S: 679490/679499
Símatimi laugardaga kl. 11-13
IMeöri sérhæö
Erum með í sölu mjög góða 122 fm hæð
i Njörvasundi. 4 svefnh., 2 stofur. Hús
nýlega yfirfarið að utan. Áhv. 4,6 millj.
Verð 9,6 millj.
EIGNAMIÐUJNIN Hí
Sími 67-90 90 - Síúunuila 21
Til sýnis um helgina
Blönduhlíð - ýmsir möguleikar
Góð 124 fm neðri sérhæð í þríbhúsi. 3 stórar stofur, 2
svefnherb. (eða 3 herb. og 2 stofur). 38 fm bílskúr með
bílskýli fyrir framan. Bílskúrinn má nota til íbúðar eða
atvinnurekstrar. Verð 10,8 millj. 3371.
Heimasími eiganda um helgina er 11713,
einnig upplýsingar hjá Eignamiðlun.