Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 21 FORSETA BÚRÚNDÍ Hermenn taka völdin í Búrundi Erlendar ríkisstjómir fordæma valdaránið Kigali, Nairobi. Reuter. LYST hefur verið neyðarástandi í Afríkuríkinu Búrundi í kjölfar valdaránsins á fimmtudag og hefur herinn skipað bráðabirgðasljórn undir forsæti fyrrum innanríkisráðherra landsins, Francois Ngeze. Þær þjóðir sem hafa veitt Búrúndí fjárhagsaðstoð, Iýstu því yfir í gær að hún yrði ekki veitt hersljórninni. Fóru erlendir stjórnarerin- drekar hörðum orðum um valdarán herforingjanna og sögðu það vera enn eina hindrunina á leið Afríkuríkja til lýðræðis. milljónir og hefur ættbálkur Tútsa, sem er í minnihluta, farið með völd í landinu um áratuga skeið. Um 85% landsmanna eru af Hútu-ætt- bálknum og einkennist saga lands- ins af deilum ættbálkanna tveggja. Óttast menn að valdaránið leiði til enn frekara blóðbaðs en hundruð þúsunda Búrúndí-manna hafa látið lífið í ættflokkastríði síðustu ára- tugi. Ndadaye er Hútúi og voru vonir bundnar við að kjör hans í júní, sem batt enda á áratuga herstjórn, yrði til þess að koma á friði ættflokk- anna. Sú von er nú úti og þykir það mikið áfall fyrir lýðræðisþróun- ina í Afríku. Úkraínumenn vilja halda Christopher í Moskvu WARREN Christopher (t.h.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Viktor Tsjernomýrdín, forsætisráðherra Rússlands (fyrir miðju) og Andrej Kozyrev utanríkisráðherra ræða við fréttamenn í Moskvu í gær. Bandaríski ráðherrann reyndi að fullvissa Rússa um að færi svo að Atlantshafsbandalagið, NATO, færði út kvíarnar í Austur-Evrópu yrði Rússum ekki haldið utan við þær áætlanir. ilgeze átti sæti í ríksstjórn her- loringjans Pierre Buyoya, sem beið lægri hlut fyrir Melchior Ndadaye í fyrstu JQölflokka kosningunum landinu í júní síðastliðnum. Afdrif Ndadaye eru óljós en sagt var í útvarpinu í nágrannaríkinu Rwanda að hann kynni að hafa verið drepinn. Smáríkið Búrúndí er í Mið-Afr- íku, á milli Zaire, Tansaníu og Rwanda. íbúar landsins eru um 5.6 eftir nýjum kjamaflaugum Kíev, Moskvu. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna , mun ræða deilur um lyarnorkuvopn Sovétríkjanna gömlu þegar hann sækir Úkra- ínumenn heim á morgun, sunnudag en þarlendir ráðamenn vona að meira verði fjallað um fjárhagsaðstoð við landið. Christopher er nú á ferðalagi um nokkur fyrrverandi Sovétríki og sagði í gær eftir fund með Viktor Tsjernomýrdín, forsætisráðherra Rússlands, að Bandaríkja- þing hefði til umfjöllunar tillögur um að fjarlægja fjandsamlegar vísan- ir til „kommúnistaríkisins" Rússlands í opinberum skjölum. Bill Clinton Bandarílqaforseti sagði í gær að hann og Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti myndu eiga fund í Moskvu í janúar. Bandaríski utanríkisráðherrann hefur sagt að ferðin hafi fyrst og fremst að markmiði að reyna að tryggja að sovésku kjarnavopnunum verði eytt eins skjótt og unnt er. Meirihluti er fyrir því á þingi Úkra- ínu að halda eftir einhvetjum af þeim 1.800 kjarnavopnum sem eru í land- inu. Rússland, Hvíta-Rússland og Kazakhstan hafa þegar undirritað START-1 samninginn um fækkun bregða sér til Beirút í leyfum sín- um. Þeim finnst Beirút fín borg til að skemmta sér í, nóg af austur- lenskum stelpum sem kosta ekki mikið og eru til í að vera góðar og sætar kvöldstund. Beirútingar segja að uppbygging gangi seint en það er þó byijað að rífa niður sprengd hús í gömlu mið- borginni. Þar hafa nokkur hús ver- ið gerð upp og fólk er flutt inn í þau. Margir fara lofsamlegum orð- um um Hariri forsætisráðherra og eru vongóðir um störf hans í þá átt að reisa Líbanon úr rústum 16 ára borgarastyrjaldar. Auk mikilla eigin fjármuna hefur hann verið ötull við að fá dýrmæta fjárhagsaðstoð frá efnuðum Arabaríkjum. Á dögunum kom hann með milljónir franskra franka upp á vasann. Áhyggjur af Hisbolla Menn hafa margir áhyggjur af Hisbollahreyfingunni í suðrinu og óttast að aðgerðir hennar geti orð- ið til að spilla fyrir því að friður verði saminn við Líbanon. Jafn- skjótt og Hisbollar hafa grænan grun um að samningaviðræður gætu verið á næsta leiti senda þeir nokkrar eldflaugar yfir á Norður-ísrael. „En hins vegar er Assad Sýrlandsforseti fær um að kveða Hisbolla í kútinn. Svo fremi ísraelar sýni lit að skila aftur suð- urhluta Líbanons mun Assad sjá til þess að ísraelar þurfi ekki að óttast neitt af þeirra hálfu. Assad fær Gólanhæðir en hann er klókur og hann veit að með honum vinnur tíminn, akkúrat öfugt við Arafat,“ segja menn hér. langdrægra kjarnavopna og viðauka sem kveður á um að Rússar taki yfir það sem eftir verði af vopnunum. Úkraínumenn hafa þijóskast við, þeir eru fullir tortryggni gagnvart Rússum sem þeir segja að muni seint sætta sig við að Úkraína verði sjálf- stætt lýðveldi. Margir Úkraínumenn vilja því halda í einhver kjarnorku- vopn nema Vesturveldin ábyrgist öryggi landsins. Kvarta undan áhugaleysi Úkraínumenn segja ennfremur að þeir hafi engin efni á að eyða vopnun- um enda er efnahagur landsins ein ijúkandi rúst. Forseti Úkraínu, Leo- níd Kravtsjúk, hafnaði nýlega boði um 175 milljón dollara aðstoð frá Bandaríkjamönnum til verksins, taldi að slík íjárhæð væri aðeins dropi í hafið. Hann stakk upp á því að Úkra- ínumenn biðu með að láta af hendi 46 nýjustu SS-24 flaugarnar í land- inu en hugbúnaði þeirra yrði breytt þannig að skotmörkin yrðu ekki Ieng- ur í Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa kvartað undan því að Vesturveldin hafi eingöngu áhuga á májefnum Rússa og hundsi hagsmuni Úkraínumanna sem eru rúmar 50 milljónir. Bandaríkjastjórn hefur reynt að beita þrýstingi vegna START-samningsins og í apríl gáfu fulltrúar hennar í skyn að Kravtsjúk væri ekki velkominn í Washington. Síðar hafa háttsettir fulltrúar Clint- ons forseta reynt að bæta samskipt- in með viðræðum við ráðamenn í Kíev, höfuðborg Úkraínu. STEYPT AF STOLI Her Búrúndí, undir stjórn ættbálks Tútsa, sem er í minnihluta í landinu, velti forseta Búrúndí úr sessi. Þar með lauk 3 mánaða tilraun til að koma á lýðræði í landinu. Brottfarir á þriöjudögum og laugardögum. Heimflug á laugardögum og þriöjudögum. Anna Þorgrímsdóttir, fararstjóri, tekur á móti farþegum á flugvelli og er Glasgowförum til aðstoðar og leiðsagnar. M.a. skipulagðar skoðunarferðir um borgina og hálendi Skotlands. Anna fylgir farþegum í verslunarferð í Makro heildsöluverslunina, sem er opin sérstak- lega fyrir Flugleiðafarþega, og á ákveðnum dögum er Anna til aðstoðar í Slater herra- fataversluninni sem er hin stærsta í heimi skv. heimsmetabók Guinnes. [uí i’c’lur mn 5 eða -7 nœtia Sérstakt þriöjudagstilboö 2000 kr. afdláttiu 27Í10 Vcittur cr 5°/« staðgrciðsluafsláttur * á vTann inn í tvíbýli í 3 nœtur og 4 daga á Marriott Hotel. * í Glasgow bjóöum viö gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: Hospitality Inn, Marriott, Stakis Grosvenor og Copthorne. M.v. að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Til 7. des. er innifaliö í verði akstur til og frá flugvelli í Glasgow og íslensk fararstjórn. Akstur þarfað bóka sérstaklega. Börn, 2ja - 11 ára, fá 9-500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. QD Sð£SS£ Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaöur fyrir 20 manna hóp. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) FLUGLEIDIR Traustur t'slenskur ferðafélagi 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.