Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 ffiMM® o þetbx, geré/si þegar verið\raraó sýna e)na- a.f þessum augícjsirigum urru ft&taáou bltCL." * Ast er... meira virði en peningar TM R«g. U.S Pat Otf.—all rights reserved • 1993 Los Artgeles Times Syndicate Hvers konar blómanæringu notar þú eiginlega? HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Náttúruvernd og sjávarútvegur Frá Garðari Björgvinssyni: Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikið verið gert til að klæða landið gróðri og lagfæra á því náttúru- spjöll og það er vel. Spurning dags- ins í dag er því, hvernig lítur land- grunnið út eftir áratuga skark með vírum, stálkúlum og toghlerum frá 500 kg upp í 2.900 kg. Eyðilegging- in sést ekki en hún er fyrir hendi. Afleiðingar eyðileggingarinnar á landgrunninu er ásamt ofveiði og smáfískadrápi hrun á öllum físki- stofnum. Lífkeðjunni á landgrunninu hefur verið ofboðið. Fiskinn vantar sín fyrri heimkynni, því uppvaxar- skilyrðum hefur verið rutt í burt. Þessi náttúruspjöll verður að laga rétt eins og landið sjálft og nauðsyn kallar á aðgerðir strax. Taka þarf tíu stykki af gömlum fljótandi slátur- húsum úr umferð, setja þarf hlera á lestarbotna þeirra og nota kláfana næstu fímm árin í að laga eftir sig landgrunnið með því að sleppa niður hrauni á þá staði sem áður var hraun og drangar. Náttúrulegt afdrep þarf að skapa strax ef áhugi er fyrir stækkun fiskistofnana á landgrunn- inu. Nú er svo komið að um 130 stórvirk fljótandi sláturhús eru að allan sólarhringinn allan ársins hring, sumstaðar upp að einni mílu víða upp að fjórum mílum, auk þess eru að verki minni drápstæki sem kallast dragnótaskip en eru ekkert annað en einskonar fjörutogarar. ísköld staðreynd blasir við, endanleg eyðilegging landgrunnsins, endan- legt hrun fískistofnana, endanlegt þjóðargjaldþrot. Ef það er þetta þrennt sem þjóðin bíður eftir, þá látið orð mín sem vind um eyru þjóta. Já, þeir eru byrjaðir blessaðir, þarna fyrir sunnan Að venju hófust störf alþingis með guðsþjónustu og blessunarorðum, en skelin er hörð. Hið réttnefnda al- þingi Reykvíkinga er svo sannarlega hafið. Þegar karpi um nestisbita utanríkisráðherra er lokið og rifrildið um kalkúnalæri fyrir bláfátækan, sársvangan Reykjavíkurlýðinn er um garð gengið byijar metingurinn um einhveijar bíldruslur, biðlaun og annað lágkúrulegt dægurþras. Það er kominn tími til að stofna alþingi íslendinga allra. Á meðan laun al- þingismanna eru svo lág að þeir geta ekki séð fyrir sér á eigin spýt- ur fást aldrei neinir nothæfír menn í starfíð. Því legg ég til að stofnað verði tíu manna alþingi Islendinga með aðsetur á Akureyri, því norð- lenskt andrúmsloft leyfír ekki neina lágkúru. í alvöru talað lýsir núver- andi ríkisstjóm best úrræðaleysi sínu með árás á börn þess fólks sem vinn- ur ábyrgðarmestu störfin í þágu þjóðféiagsins.. Ég átti von á Ég hélt að störf alþingis hæfust á umfjöllun um mál málanna, at- vinnumál, fjárlagahalla, erlenda skuldasöfnun og þ.h. Lausn þessara mála er fólgin í réttri umgengni og réttri nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar landsmanna. Búið er að farga í fullu fjöri um 300 bátum af stærðinni 2-15 tonn síðan 1990 til að safna tonnum fyrir fljótandi slát- urhús. Með þessari stjórnsýslu voru um 3.200 störf lögð af en á móti komu um 240 störf við færiböndin í maga þessara sláturhúsa. Nýr sex tonna bátur kostar með öllu um níu milljónir og skapar um 12-16 störf. Nýtt fljótandi sláturhús kostar um tólf hundruð milljónir með öllu og skapar alls um 25-30 störf. Þarna eru svörin um atvinnumálin, fjár- lagahallann og erlenda skuldasöfn- un. Góðir íslendingar! Ætlið þið að horfa aðgerðarlausir á allt ykkar strit gert að engu? Ætlið þið að gera afkomendum ykkar ókleift að lifa sem frjálst fólk í fijálsu landi? Ef ekki þá látið orð mín ekki sem vind um eyru þjóta. GARÐAR BJÖRGVINSSON, Lyngheiði 13, Hveragerði. Oraunsæi eða óskhyggja? Frá Guðjóni Jónssyni: HAGFRÆÐINGAR, bankastjórar og ráðherrar eru því miður ekki raunsæir, þegar þeir láta eins og verkföll séu úr sögunni á Islandi og verðbólga þar með. Það er ósk- hyggja. Þegar krítarkortin komu tii sögu, ofan í almenna óráðsíu, og menn tóku að ráðstafa (sólunda) tekjum sínum fyrirfram um hver mánaðamót (fyrirframgreiddum launum!) kom brátt svo að menn treystust ekki til að heyja verkföll. Þetta var auðvitað gott að vissu leyti, hið eina góða við óráðsíuna sem skóp krítarkortunum markað og út- gefendum þeirra nýjan gróðaveg. (Hvar fyrirfannst þá andstaða laun- þegafélaga og gapuxa þeirra við þessar nýju álögur á verðlag, þessa nýju „helv. fjármagnseigendur“?) Síðan bættist atvinnuieysið við, og þessar tvær ástæður — og ekk- ert annað — hindra um sinn það borgarastríð sem hér stóð áður að staðaldri og tafði eðlilega uppbygg- ingu og kjarabætur í landinu. Núver- andi kyrrð á vinnumarkaði er hræðslugæði og ekkert annað. Jafn- skjótt og staðan breytist svo að fýrsti skæruhópurinn þorir að reyna afl sitt gegn samfélaginu, mun sami ófriður ógna sem áður, eins og nátt- úrufræðingar og flugvirkjar hafa svo rækilega minnt á og nú síðast lækn- ar, meira að segja hæstaréttardóm- arar og prestar, eftir að þessi grein var rituð. Gegn þessu er verðtrygging all- mikil vörn, þar sem hún hirtir menn umsvifalaust og sannfærandi fyrir hveija tilraun til að magna verðbólgu sér til gróða. Gallinn er sá, að hún bitnar þá á öllum, ekki bara þeim sem byija. Þetta knýr því alla laun- þega til samstöðu, að hleypa engum af stað með óraunhæfar kröfur. Jafn sjálfsagt er að standa saman um launahækkun eða aðrar kjarabætur, sem atvinnurekstur stendur undir á hveijum tíma og valda því ekki rösk- un í þjóðfélaginu — og það eitt er eðlilegt að slíkar kjarabætur verði við samningagerð og án valdníðslu eða hótana. En fyrst um sinn, við hinn ríkjandi frumstæða og ófamda hugsunarhátt, við óró og óráðsíu, við slaka og óþroskaða dómgreind þeirra sem mest hafa sig í frammi, og jafnvel hafa mest ítök og áhrif, væri hið mesta glapræði að afnema verðtryggingu, þessa bijóstvörn sæmilegs siðferðis í peningamálum. Líklega verður að ala upp nýja kynslóð í landinu áður — og þyrfti að takast allvel. GUÐJÓN JÓNSSON, Meistaravöllum 17, Reykjavík. Víkveiji skriíar Ifyrri viku fór Víkveiji einu sinni sem oftar til þess að kaupa mjólk til heimilisins. Hann keypti fjóra lítra af nýmjólk og voru þeir allir stimpl- aðir 17. október. En viti menn, þeg- ar mjólkin hafði staðið í ísskápnum heima í nokkrar klukkustundir, kom í ljós að allar þessar fernur voru hriplekar og mjólkin flóði út um all- an ísskáp. Það er oðið æði langt síðan slíkt sem þetta hefur hent Víkveija og virðist svo sem iímið, sem límir aftur umbúðirnar utan um mjólkina, sé nokkuð gott. En samt getur þetta þó komið fyrir og eru óþægindi af þessu hin mestu-, því að nauðsynlegt er að rífa allt út úr ísskápnum til þess að þurrka upp mjólkina. Þarf og nánast að þvo hvern einasta pakka, sem í ísskápnum er. Slíkur mjólkurleki veldur því mikium óþæg- indum. Hin nýja Geirsgata, sem liggur á hafnarbakkanum, er hin mesta samgöngubót. En þótt gatan sé góð, eru þó á henni talsverðir hnökrar. Það er t.d. óheimilt að taka vinstri beygju úr Pósthússtræti og vestur Geirsgötuna fyrir þá sem ætla vestur í bæ. Nei, þeim er ætlað að beygja vestur gömlu þröngu Tryggvagötuna, en geta síðan tekið vinstri beygju loks er að Geirsgöt- unni kemur við Hafnarbúðir. Víkverji skilur ekki hvers vegna menn mega ekki beygja inn í Geirs- götuna úr Pósthússtræti til vesturs og það sem meira er, ef menn leyfðu slíkt þá þarf að bijóta upp kant- steina og alls konar mannvirki, því að svo rammbyggilega er fyrir þetta girt, að til slíkra framkvæmda yrði að stofna. Bandarískir sjávarlíffræðingar hafa boðizt til þess að kanna háhyrningastofninn við ísland og Noreg. Þessir menn hafa m.a. verið að velta fyrir sér, hvort finna eigi fjölskyldu háhyrningsins Keiko, sem frægur er orðinn eftir að hafa „leik- ið“ í kvikmynd. Fljótt á litið virðist skrítið, hvernig menn ætla að fara að því að finna fjölskylduna, en ef nánar er að gáð er það alls ekki svo fáránlegt miðað við þekkingu manna á erfðafræði. Menn taka aðeins lítið húðsýni af hvalnum og bera síðan saman litninga. Kemur þá í ljós hvernig tveir háhyrningar eru skyld- ir, þar sem engir tveir hafa eins litn- ingasamsetningu. Þetta eru raunar svipuð fræði og notuð hafa verið til þess að finna nauðgara, sem skilja yfírleitt eftir sig merki, sem eru eins og fíngrafar, enda hefur tekizt að sanna naugun á menn með þessari tækni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.