Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 17 Kerið MIKILL fjöldi ferðamanna legg- ur leið sína í Kerið á ári hverju. Hyggjast reisa veit- ingahús við Kerið ÁÆTLANIR eru um að reisa 600 fermetra þjónustu- og veitingahús við Kerið í Grímsnesi og taka það í notkun næsta sumar. Að sögn Árna Esra Einarssonar fram- kvæmdasljóra, sem hyggur á þess- ar framkvæmdir í samstarfi við þijá félaga sína, er áætlaður kostn- aður við bygginguna á bilinu 50-60 miiy. kr. Hann sagði að verið væri að afla tiiskilinna leyfa fyrir fram- kvæmdunum, og fengjust þau yrðu þær hafnar í nóvember. Árni sagði að veitingahúsið yrði norðan megin við þjóðveginn gegnt Kerinu, og þar yrði m.a. bensínstöð og veitingastaður sem hugsanlega yrði nýttur í tengslum við dansleikja- hald. „Við erum að hugsa um fullan rekstur í sex mánuði á ári, en síðan samkomuhald í tengslum við sveit- irnar í kring um helgar hina sex mánuðina," sagði Árni. Davíð Oddsson forsætisráðherra um kröfur Verkamannasambands íslands Seðlabankinn stuðli að raun- vaxtalækkun með tilslökumun Forgangsverkefni að vinna að því að kjarasamningar haldi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur forsendur vera fyrir hendi fyrir raunvaxtalækkun og að Seðlabanki íslands geti notað það svigrúm sem hann hefur til þess að flýta fyrir raun- vaxtalækkun, m.a. með því að vera með ákveðnar tilslakanir til handa viðskiptabönkum, að því er varðar refsivaxtastig, lausafjárstöðu og bindiskyldu. „Við skulum sjá hvort við getum ekki lagt fram áætlanir og greinargerðir sem Verkamannasam- bandið getur sætt sig við,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að það verði forgangsverk- efni að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins að tryggja að kjarasamningar haldist. Forsætisráðherra sagði í frétta- viðtali hér í Morgunblaðinu í júní sl. að hann teldi að á haustdögum ætti að hafa náðst fram raunvaxta- lækkun. Davíð var spurður hveijar hann teldi helstu skýringar á því að þetta hefði ekki gengið eftir, og hvort teikn væru á lofti í þá veru að hægt væri að fara að kröfu Verkamannasambands íslands, um að þrýsta á raunvaxtalækkun. Aðferðir Seðlabanka „Já, ég tel það vera,“ sagði Davíð, „vegna þess að menn hafa haft þá skoðun nú um nokkurra ára skeið, að lánsflárþörf ríkisins, og vaxtastig á ríkisbréfum, bæði til skamms tíma og langs hafi mest áhrif á raunvaxtastigið. Nú er að koma á daginn að lánsfjár- þörf ríkisins hefur lækkað á annan tug milljarða króna á þremur árum. Það hefur jákvæð áhrif til raunvaxtalækkunar. Það kemur líka fram að ríkisbréfin hækkkuðu ekki með verðbólgunni núna síðast og lækkun á vöxtum Seðlabankans hefur þegar skilað sér í 'h% lækk- un vaxta á ríkisvíxlum. Það er því ljóst að það eru að skapast ákveðn- ar forsendur til þess að lækka raunvextina. Ég tel reyndar að Seðlabankinn geti notað aðferðir sem menn hafa stundum verið hræddir við að myndi ýta undir þenslu, eins og að slaka á ákveðn- um böndum í samskiptum við bankana, til dæmis að því er varð- ar refsivaxtastig, bindiskyldu og lausafjárstöðu. Við þessar aðstæð- ur tel ég óhætt að slaka þar aðeins á, sem gæti leitt til þess að raun- vextir lækki.“ Forsendur fyrir raunvaxtalækkun Forsætisráðherra sagði ljóst að vaxtaskiptasamningurinn skipti máli, eins og komið hefði á daginn þegar lánskjaravísitalan fór hærra upp en menn áttu von á. Þá hafi vaxtaskiptasamningurinn haldið vöxtum bankanna niðri. „Það eru því forsendur fyrir því nú að raun- vextir geti lækkað og áhugi minn í þeim efnum er sá sami og Verka- mannasambandsins. Við skulum sjá hvort við getum ekki lagt fram hugmyndir og greinargerðir, sem þeir geta sætt sig við, innan þeirra tímamarka sem VMSÍ tilgreindi í samþykkt sinni,“ sagði Davíð. Davíð var spurður hvort ríkis- stjómin væri tilbúin til þess að verða við þeirri kröfu VMSÍ að falla frá hugmyndum um svonefnd heilsukort: „Við lítum þannig á að þar sé um þjónustugjöld að ræða, en ekki skattheimtu. Það er rétt að taka fram, þegar rætt er um að ríkið hafi vanefnt það sem það lagði til, til samningsgerðarinnar, þá er það ekki rétt að um brigð sé að ræða þegar ákveðið er að hækka tryggingargjald til þess að mæta lækkun á matarskatti. Því við sögðum ætíð að við myndum afla tekna og verkalýðshreyfingin gæti skoðað þær tekjur sem við myndum afla og lagt mat á þær. En það voru engin loforð gefin í því sambandi, en á hinn bóginn gáfum við loforð varðandi fjár- magn til atvinnuskapandi aðgerða. Þar er ágreiningur á milli fjármála- ráðuneytsins og Alþýðusambands- ins og yfir þann ágreining þurfum við að fara. Við höfum tíma, að vísu ekki mjög langan, en við munum nota tímann í næstu viku, og gera það að forgangsverkefni að reyna að stuðla að því að samn- ingar haldist," sagði forsætisráð- herra. Davíð sagðist telja að svo miklir hagsmunir væru í húfi fyrir verka- lýðshreyfinguna að missa ekki nið- ur þann samning sem í gildi er, missa ekki af lækkun matarskatts- ins og missa ekki launþegarhreyf- inguna út í bullandi ófrið, „núna, þegar við erum að mínu mati, að fara í gegnum síðustu erfiðu dýf- una. Atvinnuleysi mun því miður vaxa nokkuð á þessum vetrarmán- uðum, og það væri kynt afskaplega undir því atvinnuleysisbáli, ef samningar héldu ekki,“ sagði Dav- íð Oddsson, forsætisráðherra. Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður Viðhorf Steinininar hluti af gamalli og mikilvægri umræðu VIÐHORF Steinunnar Kristjánsdóttur, ungs fornleifafræðings frá Gautaborgarháskóla, til fornleifarannsókna hér á landi er ekki nýtt heldur hluti af umræðu sem átt hefur sér stað lengi og er mjög mikilvæg eftir því sem Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður segir. Hann fagnar þátttöku Steinunnar í þessari umræðu en segist ekki hafa áhyggjur af stöðnuðum vinnubrögðum á Þjóðminjasafninu. Steinunn segist í viðtali síðastliðinn sunnudag telja íslenska fræðimenn of bundna af rituðum heimildum og fasta í stöðnuðum rannsóknaraðferðum. Guðmundur kvað ánægjulegt að sjá ungt fólk sem væri að stíga sín fyrstu spor á sviði fornleifa- fræði og væri jafn gagnrýnið í hugsun og Steinunn. Eflaust hefði hún margt til síns máls. „En ég held að ekki sé rétt að fjalla um einstök fagleg eða fræðileg atriði í máli hennar af þessu tilefni af þeirri einföldu ástæðu að fréttak- Iausur í dagblöðum eru, með fullri virðingu fyrir þeim og mikilvægi þeirra, ekki heppilegur vettvangur þegar rifja þarf upp sögulegar forsendur eða færa fram fræðileg- an rökstuðning sem einhver veigur er í,“ sagði Guðmundur. Hann benti á að viðtalið við Steinunni væri byggt á BA-ritgerð hennar og sagði að meðal háskóla- manna og fræðimanna væri yfir- leitt litið á verkefni af því tagi sem æfingar fyrir stærri og þyngri við- fangsefni. „BA-ritgerðir eru auð- vitað mikilvægar á ferli fólks sem leggur á sig langa skólagöngu en þær þykja kannski ekki sæta nein- um sérstökum tíðindum og kanfi'ski ástæðulaust að gera þær að viðmiðunarpunkti í umfjöllun um fræðileg álitaefni. Á undanförnum árum hafa farið fram mjög áhugaverðar umræður meðal íslenskra fornleifafræðinga um ýmsa þætti íslenskra fornleifa- rannsókna, bæði fyrr á árum og síðar og allt það sem nefnt er í þessu viðtali, s.s. gagnrýnin á rit- heimildirnar og kenningarnar um þróun húsagerðar, hefur áður komið fram í ræðu og riti hjá okk- ar lærðustu fornleifafræðingum. Ég nefni sem dæmi dr. Margréti Hermanns Auðardóttur og dr. Vil- hjálm Örn Vilhjálmsson, þau eru bæði starfsmenn á Þjóðminjasafni, og dr. Bjarna_ Einarsson, sem starfar fyrir Árbæjarsafn. Mér skilst reyndar að hann hafí verið leiðbeinandi Steinunnar við rit- gerðarsmíðina þarna úti þegar hann var þar,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort tekið hefði ver- ið mið af gagnrýni á borð við þá sem Steinunn setur fram tók hann fram að menn á Þjóðminjasafninu væru löngu búnir að átta sig á að fráleitt væri að binda sig of mikið við ritaðar heimildir sem ekki væru samtímaheimildir. Hann sagðist telja að fornleifafræðingar á safninu reyndu að vera nútíma- legir og gagnrýnir í hugsun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það sé nokkur stöðnun á þeim vett- vangi eða eigi eftir að verða í fram- tíðinni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.