Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Kasparov býst við nýju einvígi við Nigel Short London. Reuter. GARRÍ Kasparov sagðist í gær allt eins eiga von á því að Englend- ingurinn Nigel Short verði áskorandinn þegar hann þarf að veija heimsmeistaratitil sinn í skák að nýju. Reuter Mótmæli í Mogadishu BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í stutta heimsókn í aðalstöðvar samtak- anna í Mogadishu í Sómalíu í gær þótt honum hefði verið ráðið frá að koma þar. Mótmæltu stuðningsmenn stríðsherrans Mohameds Aideeds komu hans til borgarinnar með því að bera eld að hjólbörðum og öðru lauslegu en ekki kom þó til neinna vandræða. Vaxtalækkanir í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku Hafa lítil hagvaxt- aráhrif einar og sér Frankfurt, París. Reuter. METHÆKKUN varð á hlutabréfum í Þýskalandi í gær í kjölfar vaxtalækkunar seðlabankans þar í landi og gengi marksins gagn: vart öðrum, helstu gjaldmiðlunum féll nokkuð af sömu sökum. í gær voru vextir lækkaðir í Danmörku og Frakklandi og vonast franska stjórnin til, að það verði til að draga nokkuð úr efnahagss- amdrættinum í landinu. Hagfræðingar segja þó, að meira þurfi að koma til en vaxtalækkanir eigi að tryggja hagvöxt í Evrópu. Vaxtalækkuninni í Þýskalandi var fagnað í gær víða um lönd en þrátt fyrir það og mikla hækkun á hluta- og verðbréfum segjast efnahagssérfræðingar ekki sjá neina ástæðu til að breyta spám sínum um áframhaldandi erfíð- leika í evrópsku efnahagslífí. Er ástæðan aðallega sú, að þeir telja breytingar á skammtímavöxtum ekki hafa mikil áhrif á efnahags- þróunina til langs tíma, þar skipti langtímavextir miklu meira máli. Vara þeir raunar við því, að skammtímavöxtum sé þrýst niður af of mikilli ákefð, því að það geti haft önnur áhrif en að er stefnt, valdið auknum verðbólgu- þrýstingi og þar með orðið til að hækka langtímavexti. Minni verðbólga í Þýskalandi í Þýskalandi er jafnvel búist við frekari vaxtalækkun vegna þess, að verðbólga fer þar lækkandi. Verð frá framleiðendum hefur lækkað stöðugt fímm mánuði í röð og í september lækkaði heildsölu- verð um 0,2% og var þá 0,5% lægra en í samam mánuði í fyrra. Minni aukning peningaframboðs stuðlar einnig að þessu og hógværar laun- akröfur. Frakklandsbanki lækkaði vexti sína úr 6,75% í 6,45% og í gær voru sögð önnur góð tíðindi úr frönsku efnahagslífí. Á þriðja árs- fjórðungi jukust húsbyggingar um 8,4% eftir samdrátt um langt skeið og á sama tíma jókst einka- neyslan um 2,1%. Atvinnuleysið er hins vegar 11,7% og fer enn vaxandi. Danska krónan sterk Danski seðlabankinn lækkaði sína vexti um hálft prósentustig, úr 7,75% í 7,25%, og eru vextirn- ir nú þeir sömu og þeir voru áður en ókyrrðin varð á evrópsku gjald- eyrismörkuðunum í júlí. Hafði lækkunin lítil sem engin áhrif á gengi krónunnar. Verðbólga í Danmörku er 1,2%, sú minnsta í OECD-ríkjum, en atvinnuleysið er 12,4% og hefur aldrei verið meira eftir stríð. Einvígi þeirra Kasparovs og Shorts lauk í London í fyirakvöld er þeir sömdu um jafntefli í 20. skákinni. Horfið hefur verið frá því að tefla 24 skákir eins og ráðgert hafði verið. Hlaut Kasparov 12‘A vinning gegn 7'/2 vinningi Shorts en hann vann sex skákir, tapaði einni og 13 lyktaði með jafntefli. Með sigrinum hlaut Kasparov rúm- lega eina milljón punda af verðlauna- fénu sem nam alls 1,7 milljón sterl- ingspunda eða 179 milljónir króna. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann ekki ætla að halda neitt sérstaklega upp á sigurinn. „Þetta er í fimmta sinn sem ég ver titilinn. Ekkert jafn- ast á við að vinna hann í fyrsta sinn - því miður,“ sagði Kasparov. Þegar Kasparov var spurður hver yrði andstæðingur hans í næsta ein- vígi um titilinn svaraði hann loðið; sagði marga góða skákmenn eiga möguleika en Nigel Short væri reynslumestur og því líklegasti áskor- andinn. Short sagðist sjálfur gera ráð fyrir því að eiga eftir að mæta Kasparov aftur í úrslitaeinvígi. „Ég hef lært mikið á þessu einvígi. Ég hef notið þess - eins og það kann að hljóma undarlega - en er mjög þreyttur. Reynslan sem ég hef öðlast er dýr- mæt.“ Short sagði að afleikir hefðu kostað sig sigur í fyrstu einvígisskák- unum og hefði það rúið hann sjálfstra- usti. Short sagði næst á dagskrá sinni að taka sér mjög langt frí og viður- kenndi að hann hefði ekki fengið nein boð um að keppa á mótum. Þeir Kasparov sögðu sig úr lögum við Alþjóðaskáksambandið (FIDE) og er ein hugsanleg afleiðing þess sú að honum verði ekki boðið á mót sem haldin eru af aðilum undir vemdar- væng FIDE. Karpov leikur sér að Timman Þegar FIDE svipti Kasparov og Short réttinum til að tefla um heims- meistaratign sambandsins bauð það fyrrverandi heimsmeistara Anatolíj Karpov frá Rússlandi og Hollend- ingnum Jan Timman að tefla um hana. í gær tefldu þeir 16. einvígis- skákina og fór Karpov með sigur af hólmi í 59 leikjum. Hefur hann hlot- ið IOV2 vinning en Timman 5'/2. Þarf Karpov einungis tvo vinninga úr þeim átta skákum sem eftir eru til að vinna einvígið. ------♦ ♦ ♦ Te, epli og laukur gott fyrir hjartað London. Reuter. VISS dagskammtur af te, epplum og lauk gætu dregið úr hættunni á hjartasjúkdómum og hjarta- slagi, samkvæmt niðurstöðum rannsókna hollenskra lækna sem birtar eru í læknaritinu Lancet sem út kemur í dag, föstudag. í grein læknanna segir að mikið sé af náttúrulegum þráavarnarefn- um, flavonóíðum, í vissum drykkjum, ávöxtum og grænmeti. Líkur á hjartasjúkdómum lækki í réttu hlut- falli við magnið sem neytt er af þessum efnum. Rannsóknin stóð yfír I fímm ár og náði til 805 karlmanna og kvenna. Náttúruleg þráavarnarefni fengu þau einkum úr te, eplum og lauk. Til samanburðar var fylgst með fólki sem neytti lítilla eða engra matvæla sem innihalda flavonóíða. Læknarnir komast að þeirri niður- stöðu að líkur á andláti af völdum hjartasjúkdóma lækkar um 45% hjá fólki sem drekkur íjóra bolla af te eða meira á dag og 51% hjá þeim sem borða eitt epli á dag. Friðarsamkomulag PLO og Israela Beirútingar bjart- sýnir á eftirgjöf í suðurhlutanum Beirút. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞAÐ er fínt að PLO og ísraelar hafa samið frið sem enginn veit þó að ráði hvað verður en við hér í Líbanon spyrjum hvað á að verða um alla Palestínumennina 400 þúsund sem búa hér við afleitustu skilyrði - eiga þeir að snúa til Jeríkó eða Gaza, þéttbýlasta staðar á jörðinni?“ Þetta segja menn hér í Beirút en eru engu að síður alls hugar fegnir og háttsettur embættismað- ur í líbanska utanríkisráðunéytinu, sem baðst undan að láta nafngreina sig, sagði: „Ef Sýrlendingar segja „amen“ þá verður samið við ísraela hvort heldur er um Suður-Líbanon eða Gólanhæðir." Margir virðast teha að Suður- Líbanon komi fyrst, Israelum verði gert að fara þaðan og að því búnu verði Sýrlendingar til viðræðu um að ísraelar skili Gólanhæðum í smábitum svo málið verði ekki um of erfítt fyrir ísraeisku stjómina. Sérstaða Suður-Líbanons Menn benda á að það sé eðlilegt að fyrst sé samið um suðurhluta Líbanons þar sem það hafí ekki verið svæði sem var tekið í stríði eins og Gólanhæðirnar og önnur hernumin svæði. Svo fremi ísraelar samþykki að hverfa frá suðurhlut- anum munu Sýrlendingar verða til alls vísir, hvort sem heitir að viður- kenna Israel, gera friðarsamning við þá eða hvaðeina, segja menn hér í Líbanon. Hér er líkt og allir bíði átekta enda ekki að furða því þessi friðar- gjörð er svo ófullburða að þar er ekki tekið á neinum „praktískum" málum. Samt reyna menn að sjá næstu leiki fram í tímann og helst á undan andstæðingunum. Þó finnst öllum að þetta sé aðeins fyrsta skref á langri leið. „Samt má líkja því við gönguna á tungl- inu, það er lítið skref en aðdrag- andi þessa eina skrefs hefir kostað í rústunum Beirút er illa farin eftir 16 ára borgarastyrjöld en uppbyggingin er þó hafin og borgarbúar eru bjartsýnir á betri framtíð. mikið í mannslífum og eyðilegg- ingu,“ sagði sami embættismaður í utanríkisráðuneytinu í Beirút. Sýrlendingar er ekki jafn áber- andi í Beirút nú og fyrir aðeins einu ári. Varðstöðvum sem voru á hveiju strái í borginni hefur verið fækkað og eru flestar mannaðar líbönskum hermönnum. Sýrlensku hermenn- irnir halda sig inni í Beqadal en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.