Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 37

Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 37 ‘ sýnn og heiðarlegur í allri afstöðu sinni. Þessir þættir persónu hans skópu honum vináttu og tryggð bæði innanlands og erlendis. Hann var kallaður til fjölda trúnaðar- starfa og það var aldrei efast um færni hans né dug til starfanna allrá. Eftir að kynni okkar urðu meiri, átti hann til að hringja eða koma til að ræða um sálarheill einstakl- inga, sem lent höfðu í erfiðleikum. Niðurstaða bókhalds og endur- greiðsla á vöntun var honum aldrei eina niðurstaða mála. Hann íeit einnig til tilfinninga og sársauka þeirra, sem ruglað höfðu saman eigin fjármunum og vinnuveitenda og hann vildi veita þeim styrk. Oftar en ekki setti hann sig inn í málefni þessara einstaklinga og lagði þeim lið á sinn hljóðláta og farsæla hátt. Allt sýndi þetta þá persónu sem innra bjó með honum. Hlýja hans og umhyggja náði ekki aðeins til hans nánustu heldur einn- ig til þeirra er þurftu liðsinni og stuðning. En aldrei hafði hann orð á því liðsinni sem hann gaf og veitti. Það er heldur ekki háttur kærleiks- manna, að tala um eigin verk eða gjörðir. í fjölskyldu- og einkalífi var hann kletturinn sem stóð styrkur og traustur og það var gott að mega leita til hans. Hann átti ráð og orð, sem höfðu merkingu og til- gang. Það var sem hann talaði aldr- ei ónytjuorð heldur voru orð hans og gjörðir tengdar þeirri styrku persónu og lífssýn sam hann átti. Þar var hann ekki aðeins eiginmað- ur, faðir og afi, hann var um leið tryggasti vinur þeirra allra. Vinur- inn, sem var fús til að leiða og styðja í öllum þáttum lífsins. Það er missirinn mestur og skarðið stærst. En um leið eruð þið ríkust þeirra minninga, sem aldrei hverfa. Þið áttuð með honum dýr- mætustu stundir lífsins og ykkur vildi hann allt gefa og veita. Eiginkonu sinni, Kristrúnu Jó- hannsdóttur, var hann styrkur og traustur. Ekki kom þetta síst fram í veikindum hennar, þar sem hann bar umhyggju hennar og velferð æ fyrir bijósti. Þannig var það að- hlynning hennar, sem fyrst var hugað að, þegar boð kom um starf- ið í Brussel. Og gleði hans yfir þeirri aðhlynningu, sem hún fékk þar var mikil. Kæra Kristrún, Sigrún, Jói, Haddi, Siggi og Vala, ég bið þess að algóður Guð megi styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar í þungum sporum. Þið áttuð hann og hann átti ykkur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga vináttu hans og tryggð með ykkur. Minning hins ljúfa og trygga vinar verður mér ætíð ljós og þakk- lát. Við Unnur sendum ykkur ein- lægar samúðarkveðjur. Við erum með ykkur í huganum enda þótt höf og lönd skilji að um stund. Guð blessi minningu Halldórs V. Sigurðssonar, þess trygga og trúa kærleiks- og mannvinar. Pálmi Matthíasson. Síst átti ég von á því fyrir að- eins þremur vikum síðan, þegar mér barst bréf frá Halldóri, að það yrðu okkar síðustu samskipti. í bréfí Halldórs kvað við léttan tón, eins og hans var vandi, er hann lýsti fyrir mér námskeiði í gæða- stjórnun sem hann hafði þá nýver- ið setið í Brussel í tengslum við starf sitt í stjórnarnefnd endur- skoðunarmála hjá NATO. Raunar var þetta ekki í fyrsta skipti sem Halldór sendi mér efni um gæða- mál, en þau málefni voru honum mjög hugleikin, einkum í tengslum við störf endurskoðenda. Kynni okkar Halldórs hófust á árinu 1972, er ég réðst til starfa hjá Ríkisendurskoðun, þá nýkom- inn frá námi og vinnu í Bandaríkj- unum. Undir handleiðslu Halldórs fékk ég að spreyta mig á mikilvæg- um verkefnum, sem urðu mér góð- ur skóli. Þarna kynntist ég því fyrst, hversu ráðagóður Halldór var og þægilegur í öllum samskiptum. Síðan hefur mér ávallt verið sérlega hlýtt til Halldórs og þakklátur fyr- ir það traust sem hann sýndi mér. Atvik höguðu þvi svo, að ég var ekki nema tæpt ár í vinnu hjá Ríkis- endurskoðun, en leiðir okkar lágu þó oft saman eftir það vegna endur- skoðunarstarfsins. Halldór kaus lengst af að helga Ríkisendurskoðun starfskrafta sína, en hann veitti þeirri stofnun forustu í aldarijórðung. Á þeim tíma mátti greina miklar framfarir, raunar róttækar breytingar í starfsháttum þeirrar stofnunar. Að þessum breytingum vann Halldór í áföngum, eins og best fer á, og ávann hann stofnuninni mikils trausts. Ég tel raunar að það sjálf- stæði sem stofnunin fékk, með breytingum á lögum um hana, hafi ekki síst fengið fylgi vegna þess persónulega trausts sem Halldór naut meðal ráðamanna. Nú er svo komið að álitsgerðir stofnunarinnar um hin margvíslegu málefni vekja jafnan mikla athygli og umræðu. Hér á Halldór mikinn heiður skil- inn, þó að fleiri komi hér að sjálf- sögðu við sögu í svo stórri stofnun sem Ríkisendurskoðun er. Halldór var óneitanlega einn af forustumönnum í stétt löggiltra endurskoðenda hér á landi. I því sambandi má t.d. nefna að Halldór var formaður í Félagi löggiltra endurskoðenda og einnig var hann um tíma formaður Norræna endur- skoðendasambandsins. Þá hafði Halldór einnig mikil áhrif á mennt- unarmál endurskoðenda, því að hann var meðal þeirra sem á sínum tíma unnu ötullega að því að menntun endurskoðenda færðist inn fyrir veggi háskólans. Við Halldór áttum einnig saman gott samstarf í prófnefnd löggiltra endurskoðenda, en hann var for- maður þeirrar nefndar til nokkurra ára. í þessu starfi fannst mér Hall- dór vera umhugað um að sann- gjarnar og eðlilegar kröfur væru gerðar til prófmanna; lagði hann jafnan áherslu á það við meðnefnd- armenn sína að öll framkvæmd prófanna væri með þeim hætti. Ég vil að lokum þakka forsjón- inni fyrir að hafa mátt kynnast þeim heiðursmanni sem Halldór var. Hann var sönn ánægja að þekkja og eiga samskipti við. Við Þórlaug sendum Kristrúnu, eigin- konu Halldórs, og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við minnumst Halldórs með hlýhug og virðingu. Stefán Svavarsson. Halldór V. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, er iátinn 69 ára að aldri. Félag löggiltra endurskoð- enda hefur þar með séð á bak mikil- hæfum og virtum félagsmanni, sem af þrautseigju og áhuga setti svip sir.n á félagsstarfið og störf lög- giltra endurskoðenda hér á landi í meira en 30 ár. Halldór, sem var fæddur og uppalinn á Akranesi, lauk verslun- arprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1946. Eftir störf á Endurskoð- unarstofu Björns Steffensen og Ara Ó. Thorlacius á árunum 1951 til 1954 fékk Halldór löggildingu sem endurskoðandi 1954. Á árunum 1965 til 1969 rak hann eigin endur- skoðunarstofu en var síðan skipað- ur ríkisendurskoðandi 1. september 1969. Því starfí gegndi Halldór samfellt í yfir 20 ár, eða þar til að hann tók sæti í Stjórnarnefnd endurskoðunardeildar NATO í Brussel á sl. ári. Halldór var afar farsæll í störfum sínum og naut mikill virðingar samstarfsmanna. Undirritaður starfaði undir stjórn hans í nokkur ár og minnist þess tíma með ánægju og söknuði. Halldór var alla tíð mjög virkur félagsmaður í Félagi löggiltra endurskoðenda og það naut starfs- krafta hans og hæfileika á marg- víslegan hátt. Trúnaðarstörfin voru mörg en hér verður þó einungis fátt eitt upp talið. Hann sat í stjórn félagsins frá 1958 til 1968, þar af sem formaður árin 1965 til 1968. Hann sat í Álitsnefnd félagsins frá 1965 til 1982 og var fulltrúi félags- ins í stjórn Norræna endurskoð- endasambandsins frá 1959 til 1969. Halldór var síðan forseti þess sambands árin 1978 og 1979. Halldór átti sæti í nefnd sem samdi frumvarp um löggilta endur- skoðendur, en það frumvarp varð að lögum árið 1976. Hann var jafn- framt í tvígang formaður próf- nefndar löggiltra endurskoðenda, fyrst árin 1978 til 1979 og síðan aftur frá 1983 til 1992. Halidór hefur því bæði í félagsstörfum sín- um sem og í opinberum störfum stuðlað mjög að mótun og framþró- un hlutverks og starfa löggiltra 'endurskoðenda hér á landi og er til efs að nokkur einn maður hafi til þessa lagt jafn mikið af mörkum í því efni. Allir endurskoðendur og Félag löggiltra endurskoðenda standa því í mikilli þakkarskuld við Halldór. Minningin um hann mun lifa í félagi okkar og störf hans munu verða skráð á söguspjöld þess. Stjórn Félags löggiltra endur- skoðenda sendir hér með hinum látna sína hinstu kveðju og vottar eiginkonu Halldórs, frú Kristrúnu Jóhannsdóttur, og börnum þeirra innilega samúð. Félag löggiltra endurskoðenda, Rúnar B. Jóhannsson, formaður. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fópr stjörnuaugu skína, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (Davíð Stefánsson) Að ferðalokum er rétt að líta yfir farinn veg og rifja upp þá áfanga sem minnisstæðastir voru Halldór var ekki aðeins yfirmaðu minn og góður samstarfsmaðu', heldur átti ég ásamt konu minni þess kost að ferðast nokkuð með Halldóri og Kristrúnu konu hans á þeim tíma er við unnum saman í Ríkisendurskoðun. í slíkum ferðum kynnast menn hver öðrum með nokkuð öðrum hætti en gengur og gerist í hinum daglegu samskipt- um. Þetta á þó sérstaklega við um þær ferðir er stóðu yfír í lengri tíma, en við fórum í nokkrar slík- ar. Allt voru þetta afar ánægjuleg- ar ferðir og eru mér sérstaklega minnisstæðar ferðir til Genfar, en þarf fengum við tækifæri til að ferðast lítillega um fagrar og frið- sælar sveitir og fjallaþorp í næsta nágrenni borgarinnar. Halldór, með sitt dagfarsprúða fas, átti alltaf auðvelt með að kynn- ast fólki og ávinna sér vinskap og virðingu þss. Þetta varð ég áþreifanlega var við í samstarfi okkar við systurstofnanir á Norður- löndum en þar naut hann óskoraðr- ar virðingar allra og reyndar náins vinskapar við norskan starfsbróð- ur. Hann var góður fulltrúi lands og þjóðar. Rólegur, yfírvegaður og vel máli farinn á fleiri tungur en íslensku. Það kom því ekki á óvart er hann valdist til setu í endurskoð- unarráði NATO fyrir liðlega ári síðan. Sá starfstími varð hins vegar skammur þar sem hann var svo óvænt og snöggt kvaddur til sinnar hinstu ferðar. Ég og fjölskylda mín kveðjum hann með söknuði og þökk fyrir að hafa fengið að starfa með hon- um og kynnast örlítið meir og bet- ur en gengur og gerist í daglegum önnum. Innilegustu samúðarkveðj- ur til Kristrúnar og fjölskyldu. Gott er að eiga góðs að minnast. Sveinn Arason. Hú kr. 6.990,- ÁSur kr. 9.900,- Litír: Dökkblátt, grænt og Ijósblátt. Stærbir: S-XL Barnadúnúipur Tilboðsverð nú kr. 4.490.- Sendum í póstkröfu. »hummél^P SPORTBÚ8IN Armúla 40 • Símar 813555 og 813655 líl ENGIN HUS ÁN HITA S3 Eiirör og tengi til miðstöðva- og vatnslagna. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 r^ tVÐVELD^ Eiínc 5 ALL PURPOSE G^' 100% ARABICA G/EÐA KAFFI NATURAL FLAVC VACUUrvt PACK£° , N£T WT.16 oz ^<! Góða kaffið í rauðu dósunum frá Mexico

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.