Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 258. tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR12. NÓVEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórnarandstæðingar deila á rússnesku kjörstjórnina Jeltsín sag'ðnr vilja kæfa aJla andstöðu Fækka þotum MEÐ sparnaði hyggst SAS taka 17 þotur úr rekstri á næstunni. SAS fækkar flug- leiðum til að spara Tólf milljarða tap fyrstu níu mánuðina Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HALLI á rekstri flugfélagsins SAS fyrstu níu mánuði ársins nemur um tólf milb'örðum íslenskra króna. Á blaðamannafundi í Stokk- hóimi í gær tiikynnti stjórn félagsins að á næstunni yrði ráðist í endurskipulagningu fyrirtækisins til að ná tökum á hallanum, en reynt yrði í lengstu lög að láta ekki koma til uppsagna. Markmiðið er að skera niður um 20-25 milljarða króna. Halli SAS nú er ekki síst ins.sem ekki snertir flugið beint, skuggalegur í ljósi þess að á sama tíma í fyrra var gróði af rekstrinum upp á rúma sex milljarða. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að endur- skipuleggja reksturinn og lækka kostnað um sem nemur 25 míllj- örðum króna. Tólf flugleiðir verða lagðar niður, þannig losna sautján þotur úr rekstri en ein af orsökum vanda SAS er talin sú að félagið eigi of margar vélar. Hætt verður flugi á fjórum leiðum frá Kaup- mannahöfn, m.a. til Los Angeles. í Svíþjóð verður fækkað flugleiðum innanlands. Tekið verður upp flug til Osaka í Japan. Sá hluti reksturs- verður seldur. Að sögn forráðamanna SAS verður reynt í lengstu lög að láta ekki koma til fjöldauppsagna, held- ur að fækka starfsmönnum með því að ráða ekki í störf, sem losna. Lögð verður áhersia á að auka afköst starfsmanna. Slæm staða SAS gæti torveldað samninga félagsins við Swissair, Austrian Airlines og KLM um sam- runa. Viðræðurnar eru erfiðar fyr- ir, meðal annars af því það vefst fyrir aðilunum að finna bandarísk- an samstarfsaðila. Fangaðir neðanjarðar Reuter Bretar óttast að Pekiug- flensa verði mannskæð Moskvu. Reuter. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Rússlandi gagnrýna harðlega þá ákvörðun kjörstjórnar að úrskurða framboð átta flokka til þingkosning- anna 12. desember ógild vegna formgalla. Virt dagblað benti á það í gær að vart geti verið tilviljun að flokkarnir séu allir andvígir Borís N. Jeltsín forseta og umbótastefnu hans. Andstæðingar forsetans segja einnig að í drögum að nýrri stjórnarskrá, sem kosið verður um samtím- is þingkosningunum, séu honum tryggð svo mikil völd að hann verði í reynd einráður og þingið verði ófært um að binda hendur hans. Alls fá 13 stjórnmálaflokkar og samtök að bjóða fram, meðal þeirra er kommúnistaflokkurinn endur- reisti. Eitt af stærstu og virtustu dagblöðum Rússlands, Nezavísímaja Gazeta, fullyrti í gær að stjórnvöld hygðust ekki gefa andstæðingum Jeltsíns neitt færi á að hasla sér völl á nýja þinginu sem kosið verður í desember. Markmiðið væri að tryggja forsetanum „völd yfír lífi og dauða“ landsmanna. „Hægt og síg- andi er verið að gera út af við jafnt skipulagða stjórnarandstöðu sem þá er gætu myndað slíka andstöðu," sagði blaðið. Það hefur að jafnaði verið hlynnt umbótastefnu forsetans og liðsmanna hans. Sergej Babúrín, ungur lögfræð- ingur frá síberísku borginni Omsk, sagði í gær að til væri leynilegur listi yfir einstaklinga sem stjórn Jeltsíns hefði ákveðið að mættu ekki bjóða sig fram. Babúrín er meðal þekkt- ustu andstæðinga Jeltsíns og hefur slegið á strengi þjóðemisstefnu en jafnframt stutt harðlínumenn í bar- áttunni um völdin í landinu. Hann sagði að úrskurður kjörstjómar, sem taldi flokk hans, Rússneska þjóðar- sambandið, hafa farið á svig við regl- ur um söfnun stuðningsmanna, væri ekkert annað en tilraun stjómvalda til að klekkja á stjórnarandstöðunni. Babúrín sagði jafnframt að hann ætlaði ekki að gefast upp, flokks- menn myndu reyna að tryggja að kosningarnar yrðu „réttlátar og ftjálsar" og myndu bjóða sig fram í einmenningskjördæmum. Helmingur þingmanna í neðri deild þingsins verður kjörinn í slíkum kjördæmum. ELLEFU múslimar voru teknir til fanga í gær í neðanjarðarbyrgi í skóg- lendi skammt frá borginni Sanski Most í vesturhluta Bosníu. Á myndinni stendur bosníu-serbneskur lögreglumaður við útgangsopið er einn múslim- anna kemur upp úr byrginu. Þeir voru sakaðir um að hafa stundað grip- deildir frá fylgsni sínu og em sagðir hafa nokkur morð á samviskunni. London. Reuter. ELLEFU manns hafa dáið af völdum nýrrar tegundar Asíuflensu í Bretlandi. Veikin hefur breiðst hratt út síðustu daga og er farin að minna á flensufaraldurinn sem leiddi um 25.000 manns til dauða árið 1989. Farið er að gæta skorts á bóluefni víða um Bretland. Veiran sem veldur flensunni ber tegundarheitið A/Peking-32-92- (H3N2) og er talið að hún eigi eftir að leiða til faraldurs um allan heim. Breskir læknar sögðust í gær efins um að flensan yrði jafn skæð og faraldurinn 1989 þó fjölgun sjúkdómstilfella væri mjög hröð, en í síðustu viku er talið að hún hafi skotið sér niður í 65.000 manns. Þegar faraldurinn stóð sem hæst 1989 veiktust rúmlega þrisvar sinnum fleiri í viku hverri. Veikin breiðist hraðast út í suð- urhluta Englands og era börn og gamalmenni ásamt þeim sem eiga við öndunarerfiðleika að stríða taldir í mestri hættu. Allir 11 sem látnir eru úr veikinni voru aldraðir og hafði enginn þeirra verið bólu- settur. Fjórir þeirra dóu í Edinborg Fundin aðferð til að velja kyn fósturvísis fyrirfram London. The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hafa orðið fyrstir til að þróa aðferð til að velja fyrirfram kynferði fósturvísis manns og verða senn hafnar tilraunir á fólki. Notað verður sæði sem ætlað er til glasafrjóvgunar, að sögn talsmanna bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins sem skýrðu frá málinu í tímaritinu Journal of Human Reproduction. Dreyrasýki og um það bil 400 þegar egg sem inniheldur svonefnd- aðrir erfðasjúkdómar greinast að- an X-litning kemst í samband við eins hjá öðru kyninu og verður sæðisfrumu. Fósturvísirinn verður hægt að koma í veg fyrir þá með karlkyns sé Y-litningur í sæðis- þessari aðferð. frumunni en hann verður kvenkyns Kynferði ákvarðast við fijóvgun ef í henni er X-litningur. Mestur vandinn er að sundurgreina með vissu litningana og telja þá. Breskir læknar hafa þróað aðferð til að greina í sundur Y- og X-sæðis- frumur en óljóst er hvort hún kem- ur að gagni. Búin er til upplausn eggjahvítuefna úr manni og er upp- lausnin síðan notuð sem eins konar skeiðvöllur. Sæðisfrumur eru lagðar ofan á upplausn í glasi og Y-frum- urnar, sem hafa dáiítið minna yfir- borð, sökkva fyrr til botns. en sjö á sjúkrahúsi í Fareham, suðvestur af London. Peking A-stofninn greindist fyrst í Kína í fyrra og hefur þegar borist til Ástralíu og rómversku Ameríku þar sem veiran hefur valdið miklum usla. -----*-*—*------ Herða enn að Líbýu New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna ákvað í gær að frysta eigur Líbýumanna erlendis frá 1. des- ember og banna sölu á tækjabún- aði til oliuiðnaðar. Gripið er til aðgerðanna þar sem Iibýustjórn hefur skirrst við að framselja hryðjuverkamennina sem komu sprengju um borð í banda- ríska breiðþotu sem splundraðist á flugi yfir Lockerbie í Skotlandi tveimur dögum fyrir jól 1988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.