Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Minning Páll Kr. Pálsson Páll Kr. Pálsson er látinn. Um leið og hann er til hvíldar lagður vildi ég votta mínum gamla góða kennara virðingu og þakklæti. Páll var vel lesinn og víðlesinn í heimi tónbók- menntanna. Hann var snjall organ- leikari og laginn kennari, ekki ýtinn eða aðgangsharður, en yrði hann var við einlægan áhuga nemenda sinna, sparaði hann hvorki tíma né fyrir- höfn við að koma þeim til nokkurs þroska. Persónulega reyndist hann mér afar vel, var bæði ráðhollur og raungóður og eru . mér sumar kennslustundir hans ógleymanlegar, einkum er hann lauk upp töfraheim- um hinnar klassísku tónlistar. Þannig útskýrði hann galdurinn í fúgulist Bachs, benti á tröllaukin átökin í sónötum Beethovens, kynnti ljúfsár hljómasambönd Chopins og fínleg blæbrigðin í verkum Debussys. Það er hverju ungmenni mikilvægt að njóta leiðsagnar góðs fræðara er skynjar. og skilur þarfir nemenda sinna og miðiar þeim af þekkingu sinni og reynslu. Eg tel mig lánsam- an að hafa átt Pál að sem kennara og vin. Er Tónlistarskóli Hafnar- fjarðar var stofnaður fyrir rúmum fjórum áratugum breyttust aðstæður tónelskra barna og ungmenna í Firð- inum mjög til hins betra og tala ég þar af eigin reynslu. Páll var fyrsti skólastjóri skólans og stjórnaði hon- um um tveggja áratuga skeið við á margan hátt erfíðar aðstæður en reyndist farsæll í starfi. En ytri að- búnaður segir ekki allt. Dýrmætasti fjársjóður hverrar uppeldisstofnunar er fólginn í fræðaranum sjálfum hvernig svo sem umgjörðin lítur út að öðru leyti og þar nýttust hæfíleik- ar og þekkings Páls vel. Hann skip- aði sér á bekk meðal fremstu organ- ista landsins og starfaði við Hafnar- fjarðarkirkju um langt árabil við góðan orðstí. Hann tók og virkan þátt í félagi organista og sat þar í forystu um skeið. Með þessum fáu og fátæklegu h'n- um kveð ég Pál Kr. Pálsson með kærri þökk. Aðstandendum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Egill R. Friðleifsson. Páll Kr. Pálsson var af góðu bergi brotinn, sonur hjónanna Kristínar Árnadóttur og Páls Árnasonar, sem lengi var lögregluþjónn í Reykjavík. Páll var bróðir Lýðs Árnasonar, bónda í Hjallanesi á Landi, og er sá ættbogi mikill og traustur. Páli Kr. var óvenju mikið til lista lagt. Hann var skarpgreindur, skrif- ari ágætur, reikningsmaður með af- brigðum, svo að nokkuð sé nefnt. En kunnastur varð hann sem fjölhæf- ur tónlistarmaður, organisti, tónlist- arkennari, stjórnandi fjölda kóra og virkur aðili að margþættum menn- ingarmálum. Hann gerðist söngstjóri Lögreglukórs Reykjavíkur, þegar sá kór var endurvakinn og kallaður til þátttöku í söngmóti lögreglukóra á Norðurlöndum, sem haldið var í Stokkhólmi í júlí 1950. Varð sú för all fræg og upphafið að löngu og farsælu samstarfi norrænna lög- reglumanna í söng- og tónlistarmál- um. Svo fór að Páll stjórnaði lög- reglukórnum í sautján ár samfleytt. Lögreglumenn eiga honum mikla þökk og drjúga skuld að gjalda, því að aldrei setti hann upp kaup fyrir þessa vinnu, svo að mér sé kunnugt um. En vinir hans vissu, að þetta ómet- aniega starf vann hann í minningu föður síns og foreldra. Mun slíkt harla fágætt, og verður seint full- þakkað. En Páll lét sig ekki heldur muna um að leika undir hjá „Leik- bræðrum", ef á þurfti að halda eða raddsetja lög, ef svo bar undir. Radd- setningar hans voru frábærar að anda og allri gerð. En Páll Kr. var líka drengur góður og skemmtilegur félagi. Við fráfall hans hefur enn komið stórt skarð í vinahópinn. Að leiðarlokum er hann kvaddur með kærri þökk fyrir eitt og allt. Blessuð sé minning hans. Friðjón Þórðarson. Kveðja frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í dag verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík Páll Kr. Pálsson organisti og fyrsti skólastjóri Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar. Árið 1950 stofnaði Tónlistarfélag Hafnarfjarð- ar Tóniistarskólann og var Páll fyrsti skólastjóri hans og stýrði skólanum fram til miðs árs 1971. Þessi skóli var einn af fyrstu tónlistarskólum utan Reykjavíkur og kom það í hlut Páls að marka stefnu hans og semja reglugerð, sem mun líklega hafa verið sú fyrsta hér á landi fyrir slíka stofnun, enda sóttu skólarnir sem á eftir komu fyrirmynd sína í hana. Fyrsta árið sem skólinn starfaði voru 18 nemendur innritaðir í skólann, sem þá hafði aðgang að einni kennslustofu í Flensborgarskóla. Þrotlaust starf Páls, oft við erfiðar aðstæður, átti líka eftir að skilja miklum árangri, því nú eru nærri 500 nemendur við skólann og kom- ast færri að en vilja. I öllu starfi sínu hvikaði Páll aldr- ei frá þeirri skoðun sinni og stefnu að Tónlistarskólinn ætti að vera sú stofnun sem auðgaði og bætti allt tónlistarlíf í Hafnarfírði. Það er því ánægjulegt til þess að vita að Páli auðnaðist að sjá afrakstur sinn í blómlegu tónlistarlífi í Hafnarfirði. Ég var svo lánsamur að leika nokkrum sinnum með Páli þegar hann var organisti við Hafnarfjarð- arkirkju. Þetta var á þeim tíma þeg- ar ég var rétt að hefja mitt tónlist- arnám. Þegar upp á kirkjuloftið var komið og ég stóð andspænis þessu stóra orgeli og virta organista fann ég til smæðar minnar og vankunn- áttu. Páll tók mér hins vegar fagn- andi, settist við orgelið og yfir hann færðist enn meiri reisn. Hann meist- ari yfir þessum óteljandi hljómpípum og ég aðeins með mína einu flautu. Rétt í þann mund er við hófum leik- inn brosti hann til mín og sagði þessa setningu sem ég gleymi aldrei: „Gunnar minn, við förum bara með landi." Eftir þetta leið mér ávallt vel í samleik með Páli. Fyrir hönd Tónlistarskólans sendi ég aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Gunnar Gunnarsson skólastjóri. „Það er gott að leika fyrir Guði vorum því að hann er yndislegur, honum hæfír lofsöngur." (Pst. 147.) Hinn 3. júlí árið 1955 var nýtt forláta 30 radda pípuorgel vígt við hátíðlega athöfn í Hafnarfjarðar- kirkju. Djúpir og hlýir hafa tónar þess borist um hvelfingar kirkjunnar í fyrsta sinni og umvafið alla nær- stadda fagurri lofgjörð, sem stefndi jafnframt í hæðir enda kveikt af him- ins eldi og Anda. Páll Kr. Pálsson lék á orgelið, hinn fjölmenntaði org- anisti kirkjunnar, sem þá hafði starf- að við hana í fímm ár og fært með sér nýja strauma erlendis frá sem áttu sér uppsprettu í sígildum tónlist- ararfi kristinnar kirkju og heims- menningar. Nýja hljóðfærið og org- anistinn hæfðu hvort öðru einkar vel. Hann hafði haft veg og vanda af vali þess og gerð, svo að hver pípa fylgdi forskrift hans og óskum og kunni svo vel með að fara að unun var á að hlýða, er hann sló á nótur þess öruggum höndum og fingrum og laðaði fram meistara- verkin. Páll Kr. var eflaust fremstur organista sinnar kynslóðar hér á landi, sýndi það og sannaði margvís- lega. Nafni hans Isólfsson tileinkaði honum nokkur sinna helstu orgel- verka og sýndi þannig hve mikils hann mat þennan verðuga arftaka sinn sem leiðtoga íslenskra organ- leikara. Hljómar orgels Hafnarfjarð- arkirkju hrifu og heilluðu þegar Páll lék á það á tónleikum en það var þó við helgihaldið Drottins dagana og á hátíðar- og minningarstundum sem það gegndi þýðingarmesta hlut- verkinu, boðandi blessun Drottins, styrk hans, náð og elsku með mis- munandi blæbrigðum sálmalaga og orgelverka eftir því hvert tilefnið var hverju sinni. Páll var organisti Hafnarfjarðar- kirkju drýgstan hluta prestskapartíð- ar séra Garðars Þorsteinssonar við kirkjuna og jafnframt í Kálfatjarnar- og Bessastaðakirkjum sem séra Garðar þjónaði einnig. Séra Garðar var fyrirmannlegur og höfðinglegur í fasi og tónaði öðrum prestum bet- ur. Þeir hafa metið hæfni hvor ann- ars presturinn og organistinn og reynst samstiga við helgihaldið og kórsöngur og tónlist öll í þessum kirkjum vottaði mikínn metnað og vandvirkni þeirra beggja. Páll miðlaði tónlistarhæfni sinni og þekkingu víða, helst þó í Hafnar- fírði þar sem hann vann að því ára- tugum saman að vekja og þroska tónlistaráhuga og -skilning bæj- arbúa. Tónlistarfélag Hafnarfjarðar, er beitt hafði sér fyrir heimsóknum heimsfrægra tónlistarmanna, eink- um slagverksleikara sem léku á önd- vegis flygil þess á sviði Bæjarbíós, réð Pál sem fyrsta skólastjóra Tón- listarskóla Hafnarfjarðar er það kom á fót og gegndi hann lengi því starfi. Tónlistarfélagið hafði plægt akurinn fyrir tónlistaráhuga og grósku í Hafnarfirði en upphaf þess áhuga má þó helst rekja til starfa Friðriks Bjarnasonar tónskálds er var fyrir- rennari Páls sem organisti Hafnar- fjarðarkirkju. Mörg lög Friðriks urðu afar vinsæl og mat Páll þau mikils og lék iðulega orgelverk hans og sálmalög í kirkjunni og vann að veg- legu minningarriti um hann sem kom út fyrir fáeinum árum. En þrátt fyr- ir brautryðjandaverk Friðriks og drift Tónlistarfélagsins var mikið sáning- arstarf framundan svo tónmenntir fengju verulega mótað mannlíf og menningu í firðinum fagra í framtíð. Það var svo skammt liðið frá þröng- um kreppukjörum og bætt lífsskil- yrði fólu það í sér að eiga nú í sig og á en gáfu enn vart svigrúm til að huga að varanlegri og sígildari verð- mætum. Það þótti þá ekki sjálfsagt sem nú að senda börn í tðnlistarskóla. Páll mótaði starf Tónlistarskólans í Hafnarfírði af miklum metnaði og framsýni, byggði það á traustum grunni erlendra fyrirmynda sem hann gjörþekkti, kom á átta stiga kerfi og stigsprófum, sem síðar var tekið upp í öðrum tónlistarskólum landsins. Hann reyndist þolinmóður og góður kennari, laginn og lipur í samskiptum við börn og ungmenni, kunni enda vel að laða fram getu og hæfni hvers og eins með nær- færni og glóggri fyrirsögn. Skólinn efldist mjög undir stjórn Páls þó skortur á rekstrarfé væri oft erfið hindrun á framfarabraut. Sáningar- og eljustarfið bar þó árangur sem síðar átti eftir að koma glöggt fram í hafnfirsku menningarlífi en sýndi sig ljósast í hæfni þeirra nemenda skólans sem létu er fram liðu stund- ir vel að sér kveða á tónlistarsviðinu. Auk starfa sinna í kirkju og skóla stjórnaði Páll Kr. fjölmörgum kórum og tókst á þeim vettvangi sem víðar að koma góðu til leiðar með yfir- burða færni sinni og lagni. Hann glæddi alþýðusöng nýju lífi og kynnti og flutti með kórunum viðameiri verk tónbókmenntanna. Þegar ég hafði verið valinn sem eftirmaður séra Garðars við Hafnar- fjarðarkirkju sagði Páll mér lítt reyndum vel til í tóni og glæddi næmi og tilfinningu mína fyrir kirkjutónlist og miðlaði mér af þekk- ingu sinni og lífsvisku. Hann var reyndur í lífsins ólgusjó. Það hafði á stundum brotið á honum og hann fundið fyrir ólögunum, lag- vís og næmur sem hann var, fíngerð- ur að innri byggingu, en jafnframt það raunsær að viðurkenna eigin Vilhelm Kristins- son — Minning Hinn 5. þ.m. andaðist á Borgar- spítalanum einn af eldri borgurum Reykjavíkur, Viihelm Kristinsson, Hringbraut 76, allnokkuð kominn á tíræðisaldur. Fæddur var hann í Reykjavík og ólst þar upp og starf- aði allan sinn langa ævidag. Ætt hans og uppruni verður eigi rakinn hér. Verða því gerð nánari skil af öðrum. Útför Vilhelms er gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Á æsku- og uppvaxtarárum Vil- helms eða Villa, svo sem hann jafn- an var ávarpaður af vinum sínum og samferðamönnum, var það miklu fátíðara en nú gerist að æskumenn ættu þess kost að stunda langskóla- nám til undirbúnings lífsstarfi sínu. Naut hann því ekki slíks undirbún- ings. Telja má þó nokkuð víst að hugur hans hafí gjarnan staðið til slíks, svo mjög sem hann jafnan sýndi áhuga á því að ungt fólk nyti menntunar og fykjdist hann jafnan af lifandi áhuga með gengi æskunn- ar á því sviði. Tímarnir kröfðust þess hins vegar að æskumenn tækju til starfa við hin ýmsu viðfangsefni lífsbaráttunnar. Starfsdagur Vil- helms hófst því snemma við ýmis störf bæði til sjós og Iands. Lengstan starfstíma átti hann hjá Reykjavík- urhöfn, en þar starfaði hann um margra áratuga skeið uns aldurstak- mörk bundu enda á. í störfum sínum hjá höfninni naut Vilhelm mikils trausts hjá þeim, er hann á vegum hafnarinnar átti samskipti við, vin- sælda samstarfsmanna og trausts yfirboðara sinna er birtist í ýmissi sæmd er honum hlotnaðist í viður- kenningarskyni. Á unga aldri stundaði Villi mikið fþróttir, einkum fimleika á vegum Iþróttafélags Reykjavíkur, með þeim árangri að hann var einn þeirra, sem valinn var í sérstakan sýningarhóp félagsins. Sund stundaði hann til hins síðasta. Var hann tíður gestur sundlauga og naut hvors tveggja í senn, hollustu íþróttarinnar og góðra kynna við aðra reglulega sundlauga- gesti. í einkalífi sínu var Villi lánsmað- ur. Árið 1928 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Berthu Þórðardóttur, Sigurðssonar stýri- manns og konu hans Guðrúnar 01- afsdóttur. Dóttir þeirra hjóna er Erla, er hún er gift Vilhjálmi Vil- hjálmssyni stórkaupmanni. Þeirra börn eru: Elísabet, lyfjafræðingur, dr. Viíhjáimur Örn, fornleifafræð- ingur, í sambúð með Irene Bang Möller, stjórnmálafræðingi, enn- fremur Sigríður Bertha, viðskipta- fræðingur, gift Gísla Jóni Kristjáns- syni, viðskiptafræðingi, en þeirra barn er Erla Dóra. Naut Villi í ríkum mæli ánægju af barni og barnabörn- um, enda var hann barngóður með eindæmum. Vilhelm var vinmargur og vinsæll maður. Við heimili þeirra hjóna við Hringbraut 76 er gríðarstór rósa- runni er á sumrum blasti við þeim er framhjá gengu með óvenjustórum og fögrum rauðum angandi rósum. Við runna þennan sat Villi oft á góðviðrisdögum á efri árum og naut útivistar og sólar. Ófáir stöldruðu við og spjólluðu við hann, enda fór þar saman að hann var einkar við- ræðugóður og margfróður um menn og málefni. Er þá að lokum komið að því er vera skyldi megintilgangur greinar- skrifs þessa. Hann var sá fyrst og fremst að bera fram sérstakar þakk- ir til hins Iátna vinar og eftirlifandi konu hans, Berthu, fyrir órofa tryggð og hlýja vináttu er þau hafa ávallt sýnt okkur hjónum og börnum á umliðnum allt að 65 árum. Þar bar aldrei skugga á. Skipti engu hvort um heimboð allrar fjölskyld- unnar var að ræða eða óvænta heim- sókn einstaklinga, fleiri eða færri, ávallt voru viðtökurnar þær sömu, framreiddar af slíkri rausn og hlýju viðmóti að seint mun þakkað sem skyldi, en lengi verður minnst. Jafnframt sem þessi langtímavin- ur fjölskyldunnar er kvaddur að leið- arlokum, með einiægu þakklæti og virðingu, eru eftirlifandi konu, dótt- ur og öðrum ástvinum sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Góður drengur og traustur vinur er genginn. Blessuð sé hans minn- ing. Stefán Jónsson og fjölskylda. Afi minn er dáinn eftir stutta sjúk- dómslegu á Borgarspítalanum. Eng- inn hafði búist við því að svo stuttur tími væri eftir, því að allir voru bún- ir að tala um minnst 100 ár fyrir afa. En vegir Drottins eru órannsak- anlegir. Þegar afi dó og ég fór að hugsa um þær stundir sem við áttum sam- an, varð mér ljóst að ég vissi í raun eins lftið um afa og ég veit um sögu þeirra sem báru þungann af lífinu í landinu. Afi var ekki einn af þeim mönnum sem sögðu frægðarsögur af sér og sínum, enda engir stórhöfð- ingjar eða stórbændur til að guma af. Hann fæddist í Reykjavík 23. .mars 1903, á Laugavegi 18, en ólst upp í litlu timburhúsi sem enn stend- ur á Vatnsstíg 8 við hornið á Hverf- isgötunni. Móðir hans var Pálína Margrét Pálmadóttir (f. 1865, d. 1949) frá Eiði á Kjalarnesi og faðir Kristinn Egilsson (f. 1870, d. 1938) verkamaður úr Reykjavík. Bæði kjarnafólk. Afi átti þrjú alsystkini og eina hálfsystur. Bróðir hans og ein systir náðu ekki fullorðinsaldri. Hinar systurnar voru Sveinsína Ásta (d. 1965) og hálfsystirin Sigríður Sigurjónsdóttir Jensen, sem lengst af bjó í Kaupmannahöfn og dó þar á 101. aldursári á síðastliðnu ári. Oft heimsótti ég tante Sigga meðan ég bjó í Danmörku. Afi og tante Sigga voru að mínu mati að mörgu leyti lík. Afar minnug og mjög gest- risin. Afi giftist ömmu, Sigríði Berthu Þórðardóttur, árið 1928. Þau hafa sagt mér frá giftingunni. Þau voru gefin saman heima hjá Fríkirkju- prestinum og á eftir var bara farið í bíð. Látlaust var það í dentíð. Þau bjuggu fyrst á Laufásveginum en lengst af bjuggu þau á Hringbraut- inni. Ég var mikið heima hjá afa og ömmu og á aðeins hinar bestu minn- ingar þaðan. Þótt húsakynnin væru lítil var alltaf miklu heimilislegra og hlýlegra að fara í sunnudagsmatinn heima hjá afa og ömmu. Frá móður sinni fékk afí einkenni Fremri-Háls-ættar, Kjósarmanna, sem hann var stoltur af að tilheyra. Að eigin sögn, og samkvæmt npkkuð vafasömum ættarskrám, var afi líka kominn af Agli Skallagrímssyni. Það var ekki laust við að sum ættarein- kennin kæmu oft í Ijós. UWL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.