Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 41 Listahátíð unga fólksins Frá Normu E. Samúelsdóttur: Ástfanginn blær í grænum garði svæfir grösin, sem hljóðlát biðu sólariagsins. En niðri í mýri litla lóan æfír lögin sín undir konsert morgundagsins. Og hljóðar öldur smáum bárum rugga. Sem barn í djúpum blundi jörðin andar, og borgin sefur rótt við opna glugga. (Við Vatnsmýrina, eftir Tóm. Guðm.) Þar sem ég flokkaði póst fyrir útburð um morguninn heyrði ég tilkynningu í útvarpinu um listahá- tíð unga fólksins í borgarhúsinu við Tjörnina. Tónleikar. - Hér var ég nú komin. Kom of seint. Hélt jafn- vel að mig gæti hafa misheyrst, þetta fór svo hljótt. - Þar sem ég stóð hallaði ég mér að veggnum heyrði ég stórkostlega tóna (píanó, fiðlu, kontrabassa), horfði á ungt fólk sem líklegast átti að spila næst, taldi táknrænan (þó raun- verulegan) stigagang fyrir framan mig, hina beinu taktföstu leið upp, skref í einu - tuttugu og fjórar tröppur. Það var gott að vera þama og er ég las ljóðið hans Tómasar sem listilega var prentað á stóra rúð- una, fann ég að þama var merki- legt samræmi, eitthvað sem krafð- ist hugsunar. Skilgreiningar. Eftir að flutningsmennirnir, hinir ungu tónlistarmenn, gengu fram og út, augsjáanlega ánægðir að hafa tekist á við verkefnið áfalla- laust, - hylltir með lófataki, gat ég gengið inn í salinn. - Inni fyrir var og ungt fólk meðal áheyrenda, svo og ættingjar. Mér þótti að fleiri hefðu mátt vera þarna til þess að njóta tónlistarinnar og hvetja ungt skapandi listafólk í þjóðfélagi sem einblínir nær eingöngu á hið nei- kvæða - svo sem vímuefnaneyslu lítils hluta unglinga og fordæma, að sjálfsögðu - en þagði um það - eða lét sig litlu varða - sem ungt fólk leysti vel og oft stórkostlega af hendi. Einbeiting þessa tónlistafólks, festa þess og yndislegir tónar mild- uðu hjartað. Og er um það bil tíu stúlkur, sem áður höfðu verið saman í kór f Ár- bænum, sungu - eitthvað svo elsku- legar og geislaði frá þeim (auk þess að syngja mjög vel) hrundu tár af hvörmum. „This little light of mine, I’m gonna let it shine“ negrasálmur með einfaldan boðskap um æðru- leysi: Þessa ljóstýru - sern er ég - ætla ég að láta skína...“ Ógleyman- legt. Ég vil óska listamönnunum öllum svo og stjórnendum sem stóðu að listahátíð unga fólksins til ham- ingju. Við hinir miðaldra og eldri ættum ekki eingöngu að leggja hlustir við það sem miður fer. Með því að hvetja þá ungu sem vinna taktfast skref fyrir skref til að ná settu marki, sýnum og svolitla lífs- gleði, kemur margt gott upp í hend- urnar á okkur. Hlakka til listahátíð- ar unga fólksins 1994. Takk fyrir. NORMA E. SAMÚELSDÓTTIR, Lindargötu 20, Reykjavík. Vinningstölur r------------ miðvikudaginn: 10- nóv. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING I 6 af 6 2 90.364.000,- B1 5 af 6 lEs+bónus 1 1.077.461 |R1 5 af 6 16 52.911,- H 4af6 819 1.644,- Ffl 3 af 6 t«H+bónus 2.768 208,- wmm - " ...........•••••••.. Mjm Vinningur fór tíl: Aðaltölur: (4)@<45) HeildampphaBft þessa viku: | 184.574.217,-| á ísl.: 3.846.217j* UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91* M 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 ♦ TEXTAVARP 451 BIRT UEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR BOSS . HUGO BOSS elements Viðskipti mín við N áttúrulækningabúðina Frá Huldu Matthíasdóttur: MÉR VARÐ á nú á dögunum, þ.e. 1. október 1993, að versla við Nátt- úrulækningabúðina á Laugavegi 25, Reykjavík. Ég segi mér varð á, því öðrum eins óliðlegheitum hefi ég ekki mætt áður í verslun. Ég hringdi í áðumefnda verslun og pantaði silki- nærföt (bol og síðar buxur). Stúlkan ( Frá E. Pálínu Þorleifsdóttur: ÉG ER ein þeirra húsmæðra sem hef verið svo lánsöm að njóta orlofs- I ferða húsmæðra til sólarlanda. Þessar ferðir hafa verið mjög skemmtilegar fyrir okkur húsmæð- ur. Síðast var farið til Playa De Palma, Mallorca, 13. september til 3. október, með fararstjómm okk- ar, Önnu Maríu og Svanhildi. í þeim ferðum sem ég hef farið, hefur Anna María verið fararstjóri okkar. Nú er hún að ljúka störfum í þágu sem varð fyrir svörum tók mér vel. Ég gaf upp mál af mér, eins og um var beðið, en þegar fötin koma í mínar hendur sá ég strax að bux- urnar, sem eru síðar, vom alltof stórar. Mitt fyrsta verk var að bera saman númer og mál sem upp var gefið á miða sem fylgdi með pönt- uninni. Ég sá að stærðin passaði ekki við málið sem ég gaf upp í símanum. Húsmæðrafélagsins. Vil ég senda henni kveðjur og gott þakklæti fyr- ir sérlega góða viðkynningu. Urval-Utsýn á þakkir skildar fyr- ir góða fyrirgreiðslu og góð em Royal-hótelin sem þið bjóðið upp á. Þið emð öll af vilja gerð að þókn- ast okkur farþegum. Við höfðum mest samband við Svövu Aradótt- ur, bestu kveðjur til hennar fyrir gott viðmót, sem við nutum allar. E. PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Háteigsveigi 15, Reykjavík. Mér fannst ótækt að sitja uppi með þessar stóm og dýra buxur, sem ég sá fram á að enginn mér nákominn gæti notað vegna stærð- ar. Þar sem fötin em mjög dýr, buxur kr. 7.185.00 og bolur kr. 4.720.00, fannst mér ergilegt að sitja uppi með þau án þess að nokk- ur hefði not af þeim svo að ég hringdi í verslunina og fyrir svöram varð karlmaður, sem ekki kynnti sig. Ég sagði honum erindi mitt, hann hlustaði, en sagðist ekki taka umræddan fatnað aftur, þau gerðu það ekki og það sama gengi yfir alla hvemig sem aðstæður væm. Ég sagði þá, að mér fyndist þetta mjög óliðlegt, þar sem ég hefði ekki einu sinni mátað tilteknar bux- ur og ekki fengið tækifæri til að skoða fatnaðinn fyrr en nú þar sem ég bý úti á landi. Nú sagði maður- inn að hann talaði ekki við dóna, þá sagði ég, að ég skildi sjá til þess að verslunin fengi ekki kúnna — hann leyfði mér ekki að klára setninguna — en framhaldið átti að vera af mínum kunningjahópi. Hann endurtók að hann talaði ekki við dóna og skellti á mig. Ég ákvað nú að tala við Neyt- endasamtökin og biðja þau að gang- ast í málið fyrir mig. Allt kom fyr- ir ekki, þau fengu sömu útreiðina. Þessum ábendingum er hér með komið á framfæri öðmm til viðvör- unar um dónalega og óliðlega versl- unarhætti. Með þökk fyrir birtinguna. HULDA MATTHÍASDÓTTIR, Egilsstöðum. Pennavinir Frá Litháen skrifar 35 ára karl- maður sem vill komast í samband við frímerkjasafnara: Julius Jasaitis, P.Ó. Box 67, 4690 Druskininkai, Lithuania. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á körfubolta, tónlist, bréfa- skriftum o.fl.: Tomoko Matsunaga, 580-2 Komabayashi, Kamifukuoka-shi, Saitama, 356 Japan. Tékkneskur rafvirki, 28 ara gam- all, með mikinn áhuga á Islandi: Josef Chovanee, Hostalkovice Aleje 185, 725 28 Ostrava, Czech Republic. Bandarískur 34 ára karlmaður með áhuga á íþróttum: Darrell Kroll, 49 Berkley St., Cranston, Rhode Island, U.S.A. 02920. VELVAKANDI BIÐROÐ VIKVERJA NÚ ERU mánaðamótin liðin og Víkveiji væntanlega búinn að greiða reikninga sína. Við bíðum nú eftir hinu mán- aðarlega nöldri Víkveija um bið- raðir í bönkum um mánaðamótin og spennan eykst um hvort vesal- ings Víkveiji hafi nú eytt 35, 43 eða 52 mínútum í biðröðinni í Háaleitisútibúi Landsbankann einhvem af fyrstu dögxim mánað- arins. Nú vill svo til að Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum upp á fjórar mismunandi leiðir til að greiða reikninga án þess að standa í biðröð. Að mati undirrit- aðs er því eitthvað bogið við það fólk sem kýs að standa í biðröð í 40-60 mínútur um hver mán- aðamót algerlega að ástæðu- lausu. Ef þessi bið í biðröð fer í taug- amar á vesalings Víkveija langar mig að biðja hann að gera okkur grein fyrir í næsta pistli hvers- vegna hann nýtir sér ekki þjón- ustu Landbankans, en kýs að vera afdankaður nöldurseggur í biðröð um hver mánaðamót, öll- um til ama og leiðinda. Viðskiptavinur Landsbankans GÆLUDÝR Köttur óskar eftir heimili HVÍTUR og svartur högni, fjög- urra til fimm mánaða, óskar eft- ir góðu heimili. Hann er ákaflega vel upp alinn, blíður og góður. Upplýsingar í síma 45473. Kettlingar TVEIR þriggja mánaða kettling- ar fást gefms. Kassavanir og þrifnir. Upplýsingar í síma 870178. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hálsmen GÁMALT gullhálsmen með víra- virki tapaðist um miðjan septem- ber einhvers staðar í Reykjavík. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 812J56 eða 686954. Um orlofsferðir húsmæðra Nýr herrailmur frá BOSS Karlmannlegur - ferskur - ómótstæðilegur - Ef til vill sá besti - ÞAÐ VAR ANNAÐ HVORT AÐ LENGJA ERMARNAR EÐA 5TYTTA VETURINN LACOSTE ARGUS / SÍA Kemur upp um þinn góða smekkl 5- A HTU ÍEMglæsibæ W f f Lf M F SIMI812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.