Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
31
hlut að máli þegar hann hafði lagt
út mót andstreymi og ágjöf. Lífsviska
hans stóð djúpum rótum, vaxin fram
af listhneigð og glöggri greind. Páll
var margfróður, vel sigldur og víð-
sýnn. Hann gat litið líðandi stundu
út frá skilningi á fortíð og rökréttum
forsendum og var því glöggur á fyrir-
boða um framtíð líkt og ljóst kemur
fram í Tónlistarsögu hans sem er
einkar vel skrifuð og samin og sýnir
yfirgripsmikla þekkiugu hans og
gjörhygli. Þau fruinspekilegu við-
fangsefni voru honum hugleikin, sem
leitast við að nema hinstu rök og
ráða í lífsgátur. Samræmi og reglu
væri sjaldan að finna á yfirborði sögu
og mannlífs, þar sem öndverð öfl ljóss
og myrkurs tækjust stöðugt á. Skoða
þyrfti dýpra og hærra til að finna
lífssvölun og varanlega gleði og
skynja Andans mátt og eld sem
hreyfiafl fagurra verka og iifandi
grunn varanlegra verðmæta, er vís-
uðu út fyrir jarðarsvið og takmörk.
Tónlist sem vakin var og sköpuð af
slíkri vitund og snortin af þeim And-
ans mætti og eldi var vitnisburður í
hverfulum heimi um það samræmi
og fegurð sem væri endanlegt mark-
mið lífs. Því var það göfugt hlutverk
að mega þjóna og miðla slíkri list,
láta hana hljóma fagurlega, vanda-
samt jafnframt oft í gný og skarkala
samtímans, en menning og þroski
mannlífs væri mjög háð því að ekki
væri undan látið síga í þeirri við-
leitni og baráttu og hún tækist sem
best. Líf Páls var helgað þeim göf-
ugu markmiðum. Hann hafði lagt sig
mjög fram, fundist þó oft sem lítt
miðaði en séð þó iðulega árangur
erfiðis síns og fórna.
Páll hafði misst þrek og heilsu
fáeinum árum eftir komu mína að
Hafnarfjarðarkirkju. Hann hafði
leikið enn um sinn á orgelið góða
en orðið brátt að hætta þvl. Páll gat
þó liðsinnt eftirmanni sínum, Helga
Bragasyni, er hann tók við störfum
sem organisti kirkjunnar, sem Helgi
var mjög þakklátur fyrir, og kennt
honum að meðhöndla hljóðfærið sem
best er var Páli svo einkar hjartfólg-
ið og kært og hann gaf kirkjunni
nótnasafnið sitt fágæta og dýrmæta.
Það veldur því með öðru að áhrifa
Páls mun lengi gæta í Hafnarfjarð-
arkirkju. Sú stefna ákvarðar þó
mestu um það sem hann markaði
skýrt að vel skyldi þar jafnan vanda
kirkjusöng og orgelleik. 'Páll hefur
'lítt getað fylgst með framkvæmdum
þeim er unnið hefur verið að síðustu
misserin við Hafnarfjarðarkirkju þar
sem rís nú veglegt safnaðarheimili
og nýr tónlistarskóli Hafnaríjarðar
sem tengist því, en þær framkvæmd-
ir eru augljós vottur um að tónlist-
inni er nú sýndur mikill sómi í bæn-
um fagra svo og annarri listmenn-
ingu og kirkju og safnaðarlífi er þar
líka ætlað aukið hlutverk í framtíð.
Safnaðarheimilið og tónlistarskólinn
munu sýna að trúin og listin eru
hvor annarri tengd og háð svo þær
fái notið sín sem best og þessar bygg-
ingar og sú starfsemi sem þær munu
hýsa vitna um það líka að vel var
fyrrum sáð til góðrar uppskeru og
verka.
Útför Páls verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík að ósk ástvina
hans. Söfnuður Hafnarijarðarkirkju
vottar minningu Páls þökk og virð-,
ingu með söng Kórs Hafnarijarðar-
kirkju sem þar mun hljóma. Það
verða ekki tónar orgels Hafnarijarð-
arkirkju sem berast munu þar um
hvelfingar, djúpir, þýðir og angur-
værir í senn, en í hvert sinn sem
þeir heyrast og vel er leikið er sem
þeir minni á Pál.
Guðs líkn og friður sem vekur von
og trú og lofsöng í hjarta veitist
ástvinum Páls og blessi minningu
hans.
Gúnnþór Ingason.
Tónninn er þeim tamastur sem
söng ber í sinni. Páll Kristinn Páls-
son er tii vitnis um sannleiksgildi
þessarar staðhæfingar. Eft,ir að hafa
verið rótgróinn embættismaður um
langt skeið og stundað músíknám,
hleypir hann heimdraganum, segir
skilið við allar aktaskriftir og leggur
erlendis á orgelleik undir umsjá úr-
vals kennslukrafta.
Eftir heimkomu að afloknu námi
verður Páll organisti við aðalkirkju
Hafnaríjarðar, skólastjóri við Tón-
listarskóla bæjarins, aðalhvatamaður
að stofnun músíkbókasafns, for-
göngumaður um heildarútgáfu á tón-
verkum Friðriks Bjarnasonar; en
Friðrik hafði lengi verið búsettur í
Hafnarfirði, samið þar sín lands-
kunnu sönglög og verið máttarstólpi
alls sönglífs.
Pátl sat í stjóm Organistafélagsins
frá stofnun þess 1951, varð síðar
formaður og loks heiðursfélagi 1981.
Hann hélt marga konserta og reynd-
ist ötull við að kynna íslenzka orgei-
músík, bæði hérlendis og erlendis.
Með hljómleikum sínum og kennslu
hafði hann víðtæk áhrif, sömuleiðis
með fjölda greina sem hann ritaði,
enda var hann víðlesinn og ritfær.
Framförull var Páll í bezta skiln-
ingi. Hann kunni vel að meta nýjung-
ar í gerð tónsmíða, en setti þó þann
fyrirvara að vænlegast væri aftur-
hvarf til fortíðar: að feta nýjar slóðir
en hafa þó ávallt erfðahlut aldanna
í baksýn. Þessi skoðun sprettur af
miklum áhuga á sögulegri þróun sem
fram kemur í bók hans, Tónlist-
arsaga 1983.
vann hann hins vegar hjá Reykjavík-
urhöfn sem eftirlitsmaður með
vatnssölu. Hann _ var vatnsmaður
eins og það hét. Ég kom oft til afa
í vinnunni í skrifstofu vatnsvarðanna
í Hafnarhúsinu, þar sem afi sat í
fornfálegum skrifstofustól úr tré,
sem ískraði í. Hann sat við skrifborð-
ið sitt, þar sem hann skrifaði kvittan-
ir og lagði kapal með svart kaskeiti,
sem aldrei fékk hvíta hlíf. Svoleiðis
fínheit áttu ekki við afa. Stundum
fór ég með honum út á kaja til að
toga í slöngur og skrúfa á vatns-
mæla. Alltaf var mikill gestagangur
hjá honum í vinnunni og ég man
hve þröngt gat verið á þingi á bekkn-
um í litlu kaffistofunni, þar sem ég
fékk kaffi í fyrsta sinn sex ára með
því að dýfa kringlu í bollann. Þar
hlustaði maður á lífsreynda sjóara,
kynlega kvisti og oft þá sem minna
máttu sín í þjóðfélaginu. Afí var allt-
af tilbúinn að hjálpa þeim.
Afí var líka vatnsmaður í öðrum
skilningi. Sundlaugarnar voru lífs-
nauðsynlegar fyrir hann og sóldýrk-
andi var hann mikill enda einn af
þeim sem aðeins þurfti að sitja í
sólinni nokkra klukkutíma til að
verða sólbrúnn. Afi fór snemma með
mig í sund og aldrei brást það á
ferðalögum að alltaf voru sundlaug-
ar landsbyggðarinnar athugaðar.
Gufuböðin voru einnig mikilvægur
þáttur. Allt þangað til fyrir tveimur
vikum fór afi í gufubaðið með góðum
vinum, sem traustir náðu í hann viku
eftir viku, eftir að hann hætti að
geta keyrt sjálfur.
Þegar afi hætti hjá höfninni rétt
fyrir sjötugt var hann í tæp tíu ár
sendill hjá útvarpinu, eða sendiherra
Viðræðugóður var Páll og oft
fundvís á gagnorðar niðurstöður. Að
hans áliti var Buxtehude vanmetinn
snillingur, sem lengstum hefir hrærzt
í skugga veraldarrisans mikla, Bach.
Haydn var ástmögur alþýðleikans,
Mozart sonur guðdómsins, Beethov-
en oijarl örlagavaldsins, Brahms á
íslenzka vísu samheiji Einars Bene-
diktssonar, auðugur að tilfinninga-
dýpt og óhagganlegur að formfestu.
Páll líkti eitt sinn orgelnámsferli
sínum við ævintýri. Segja má þó að
það ævintýri hafi sýnt heillavænleg
endalok þeirrar ákvörðunar að helga
líf sitt mannbætandi músík. Að vera
þjónn göfugrar listar er háleitt hlut-
verk. Það kostar oft fórnir en ber
þó að síðustu glæsileg laun í sjálfu
sér. Páll reyndist einatt trúr þessu
hlutverki. Þessvegna hlýnar þel við
minninguna um staðfestu afburða-
manns.
Dr. Hallgrímur Helgason.
Það var lánsöm lítil stúlka sem
fimm ára gömul steig fæti sínum í
fyrsta sinn inn á kontór Páls Kr.
Pálssonar í Tónlistarskólanum í
Hafnarfirði haustið 1967. Lánsöm
því að þau kynni sem þar tókust við
flygilinn urðu að kærri vináttu sem
óx og dafnaði í áranna rás.
Það hefur verið lærdómsrík lífs-
reynsla að eiga Pál Kr. að vini. Sem
barn, unglingur og fullorðin. Lífs-
reynsla sem býr í svo mörgum minn-
ingum, litlum svipmyndum héðan og
þaðan úr tímans rás sem koma upp
í hugann þegar þessi orð eru skrif-
uð; bíltúr á Reykjanesi að skoða
kirkjuorgel, stundirnar í kirkjukórn-
um forðum og alls konar bollalegg-
ingar í bakherberginu þar, einkatón-
leikarnir í litla húsinu á Hamrinum,
kennslustundir á kirkjuorgeiið í Þjóð-
kirkjunni, viðtaiið okkar vegna út-
gáfu Tónlistarsögunnar og allar góðu
aðventustundirnar við kertaljós að
kvöldlagi á Sólvangsveginum og síð-
ar _á Hrafnistu.
í gegnum tíðina hafa komið til
mín póstkort frá mörgum löndum
sem á stendur „Kveðja P“. Sumum
þætti líkast til ekki taka því að kaupa
kort og póstleggja fyrir sjö stafi og
punkt. En frá Páli Kr. voru kveðjurn-
ar dýrmætar, því hann var maður
sem lagði meiningu í orð sín og not-
aði ekki fleiri orð yfir hlutina en
þurfti.
Hann þoldi illa skjall, hræsni og
sýndarmennsku og gat gert mikið
og háðskt grín að smáborgarahætti
og sjálfsupphefð manna sem honum
þóttu lítið merkilegt hafa afrekað.
En hann var líka fljótur til að hrósa
og hvetja til enn frekari dáða þætti
honum vel að verki staðið. Og hann
gladdist innilega og varð ógurlega
eins og þeir eldri sendlarnir voru
jafnan kallaðir. Þar vann hann með
góðum vini, Jóni heitnum Guð-
mundssyni húsverði, sem var afa
mikill stuðningsmaður á allan ’nátt
síðustu árin. Allt til hins síðasta kom
Jón heim til afa og ömmu og hjálp-
aði með það sem þurfti. Einnig ber
að nefna hann Charlot, nágranna
afa sem séð hefur svo vel um litla
garðinn þeirra á Hringbraut.
Margar aðrar minningar á ég um
afa, t.d. frá sumarbústaðaferðum og
frá ökutúrum á sunnudögum. Eða
þegar hann og amma fóru með okk-
ur að kaupa bílæti á Dirk Passer
kvikmyndir í Kópavogsbíó, meðan
dönsk menning var enn þekkt á ís-
landi. Þegar ég var í Danmörku
töluðumst við reglulega við í síma
og afi þekkti allt þar, þótt hann
hefði síðast verið þar fyrir 25 árum.
Eftir að sjónin fór að daprast vildi
afi ekki fara mikið, en ferðast hafði
hann og ég man hve spennandi mér
þótti þegar hann fór til Grikklands
á togara, sem átti að seija þar. Ég
fékk póstkort frá honum með mynd
af Pantheon-hofinu. Þegar ég löngu
síðar kom til Aþenu og stóð uppi á
Akrópólis varð mér hugsað til afa.
Afi og amma voru heild, sem nú
er ekki meir. Eins sjálfsagður hlutur
og dagur og nótt. Nú situr afi ekki
lengur fram á hvíta stafinn sinn, við
stóru rósirnar hennar ömmu á
Hringbraut 76. En góðar minningar
um hann höfum við. Eg bið góðan
Guð að styrkja ömmu, mömmu og
alla ættingja í sorginni.
Vilhjálmur Orn Vilhjálmsson.
kátur þegar börnum hans eða fyrrum
nemendum tókst vel til, hvort sem
það var í tónlistinni, skrifum eða á
öðrum vettvangi. Úr eigin afrekum
vildi hann sjaldnast gera mikið.
Hann var heldur ekki allra, en
stundum held ég að Páll Kr. hafi
best lýst sjálfum sér með orðunum
sem fylgdu skírnargjöfum hans til
sonar míns fyrir ijórum árum. Hann
rétti mér tvo pakka og sagði, Vilborg
mín það er ástæða fyrir því að pakk-
arnir eru tveir. Harða pakkanum
fylgja óskir um að drengurinn verði
harður af sér og láti mótlæti ekki á
sig fá, mjúka pakkanum fylgja óskir
um að hann verði mjúk og blíð mann-
eskja.
Það er með einlægu þakklæti sem
þessum góða vini verður fylgt til
grafar í dag. Þakklæti fyrir vináttu
sem gerir mann svo miklu ríkari en
ella, vináttu sem var sannarlega engu
lík.
Afkomendum og öðrum aðstand-
endum votta ég samúð mína og bið
Guð að geyma góðan vin. Blessuð
sé minning Páls Kr. Pálssonar.
Vilborg Einarsdóttir.
Páll Kr. Pálsson er látinn.
Andlátsfregnin kemur af stað
flæði af minningum frá æskuárun-
um, þegar Hafnarfjarðarstrætis-
vagnarnir voru með aftanívagn á
álagstímum; þegar Flensborgarböllin
voru helsti vettvangur tónlistariðk-
unar ungra jazzleikara; þegar Páll
Kr. þrammaði um gólf og þrumaði
yfir okkur Hrafni um nauðsyn þess
að kunna eitthvað fyrir sér í tónlist
— læra fyrst, spila svo.
Hrafn var besti vinur minn. Hann
tók ekki mikið mark á þessum ræðu-
höldum föður síns frekar en ég. Ef
til vill hefðum við báðir átt að hlusta
meira og læra svo.
Hinar óteljandi ferðir til Hafnar-
fjarðar og heimsóknirnar á Hverfis-
götuna skildu samt sem áður tölu-
vert eftir sig, þegar allt kemur til
alls. Ég, meira að segja, tók eftir
því um daginn, að ég var farinn að
flytja „ræðuna“ hans Páls Kr.,yfir
ungum vini mínum, sem trúir því
ennþá að tónlistarmenn geti spilað
fyrst en lært seinna.
Páll Kr. var svipsterkur maður.
Hann hvessti augun á okkur strák-
ana, þegar hann þurfti að vanda um
við okkur, og rauðbirkna hárið virt-
ist standa út í allar áttir. Stundum
var ég logandi hræddur við hann.
Satt að segja fannst mér hann ekki
ósvipaður styttunni af Beethoven,
sem stóð í gluggakistunni og horfði
óræðum augum á bækur, nótnablöð
og sálmabækur kollega síns, organ-
istans í Hafnarfirði.
Það var ómögulegt annað en að
bera virðingu fyrir Páli Kr. Sem
stráklingur talaði ég um hann í hálf-
um hljóðum. Annað átti ekki við.
Þessi virðing hefur aukist með árun-
um og minningunum. Nú fínnst mér
helst að ég ætti að hækka róminn
til þess að sem flestir geti heyrt hve
Páll Kr. var mikill heiðursmaður,
vandaður tónlistarmaður sem engum
vildi illt.
Hafðu þökk fyrir umvöndunina.
Olafur Stephensen.
Afi fékk stutta skólagöngu eins
og almennt var, en það háði honum
ekki, þótt hann hefði líklegast viljað
læra meira. Engir peningar voru til
þess. Hann var stálminnugur og vel
að sér um flest málefni. Afi var líka
mikill keppnismaður. Aldrei tókst
j mér að komast yfir í skákkeppni
okkar. Hann var líka góður íþrótta-
maður á yngri árum. Var í íþrótta-
. félagi Reykjavíkur í fimleikum. Ég
geymi vel medalíuna sem hann fékk
fyrir að hoppa yfir hest og sveifla
. sér á tvíslá fyrir Kristján X. árið
' 1921. Þótt flestir myndu eftir afa
sem manni i góðum holdum bjó hann
að fimleikakunnáttu sinni. Eg man
að hann kenndi mér að standa á
höndum og á haus, þegar hann var
64 ára. Hann gerði sér þá lítið fyrir
og hafði verklega sýningu á þeim
listum. Ég ætlaði vart að trúa mínum
eigin augum.
Afi var alþýðumaður og var alla
tíð krati af guðs náð og lét alla
gagnrýni á krata eins og vind um
eyrun þjóta. Hann trúði því til hins
síðasta að kratar nútímans ættu eitt-
hvað skylt við þá sem börðust á 4.
áratugnum á götum úti við upp-
skafninga sem trúðu því að þýskur
( dvergur myndi bjarga heiminum.
Þessa atburði mundi hann og varð
vitni að og ég naut þess að láta
| hann segja mér frá fyrri tímum. Afi
var einn af síðustu sönnu krötunum,
þótt hann hefði ekki lesið Alþýðu-
( blaðið eftir að það rýrnaði. En alltaf
keypti hann það.
Sem ungur maður var afi við
ýmsa vinnu, t.d. sem afgreiðslumað-
ur í verslun, verkamaður og á síðu-
togara, m.a. sem kokkur. Lengst af
KJARABOT
Pasta Basta - fimm daga vikunnar!
í auglýsingu/tilboðsmiða frá Veitingahúsinu
Pasta Basta sem birtist í auglýsinga- og tilboðs-
blaðinu KJARABÓT, 2. tbl., komu ekki fram eftir-
farandi upplýsingar:
Tilboð Pasta Basta, þ.e. kvöldverður fyrir 2 á
aðeins 2.240,-, gildir alla daga NEMA föstudaga
og laugardaga. Útgefendur blaðsins biðjast vel-
virðingar á þessum mistökum.
Æjj, Aðalfundur
^ Bílgreinasambandsins
verður haldinn laugardaginn 13. nóvember nk.
og hefst kl. 08.45.
Dagskrá:
Kl. 08.45 Fundarsetning í
Ráðstefnusal Háskólabíós:
Sigfús Sigfússon, formaður B(
Kl. 09.00 Starf og skipulag BGS.
Hugmyndir nefndar um starf
og skipulag BGS - Umræður.
Kl. 10.30 Menntamál í bíl-
greininni - Bílgreinaskóli:
Jón Garðar Hreiðarsson,
framkvæmdastjóri.
eftirmenntunarnefndar.
Umhverfismál:
Össur Skarphéðinsson,
umhverfisráðherra.
Guðmundur Hilmarsson,
form. Bíliðnafélagsins.
Kl. 12.30 Hádegisverður í
Súlnasal Hótels Sögu.
Hádegisverðarerindi:
Sighvatur Björgvinsson,
viðskiptaráðherra.
Kl. 14.00 Dagskrá sérgreinafunda
(í ráðstefnusölum á 2. hæð
Hótels Sögu):
A. Verkstæðisfundur.
B. Bílamálarar og bifreiðasmiðir.
C. Bifreiðainnflytjendur.
D. Smurstöðvar.
E. Varahlutasalar.
Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda
(í sal A - Hótel Sögu).
Kl. 16.00 Aðalfundur Bílgreinasambandsins
(í sal A - Hótel Sögu).
- Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga sambandsins.
Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn.
Stjórn Bílgreinasambandsins