Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 17 uto, Motor mn OOO krn g Bygginganefnd um veitingastofu í miðbæ Lögreglurannsókn vegna innréttínga BYGGINGANEFND Reykjavíkur hefur óskað rannsóknar lögreglu á því hvers vegna veitingastofa að Lækjargötu 4 var innréttuð án þess að tilskilin leyfi væru fyrir hendi. Sótt var um leyfi vegna inn- réttinganna í júlí, en þá hafði veitingastofan þegar verið innréttuð. Málið var rætt á borgarstjómar- fundi á fímmtudag í síðustu viku. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, óskaði þá upp- lýsinga um hvemig málið stæði, en ljóst væri að veitingastofan að Lækjargötu 4 hefði verið innréttuð án leyfís. Innréttingamar hafí verið unnar af veitingamanninum sjálf- um, en ekki arkitekt. Hilmar Guðlaugsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og formað- ur bygginganefndar, sagði að málið væri í frestun í bygginganefnd, þar sem samþykki meðeigenda í húsinu vantaði fýrir veitingastofunni. Þá sagði hann bagalegt, að ákvæði skorti í lög um að lögregla, heil- brigðiseftirlit, bmnavamaeftirlit og aðrir þeir aðilar, sem nálægt veit- ingaleyfum kæmu, væm skyldugir til að ganga úr skugga um að heim- ild bygginganefndar væri fyrir hendi. Innréttað án leyfis Hilmar sagði að sótt hefði verið um leyfí fyrir innréttingum veit- ingastofunnar í júlí, en þá hefði þegar verið búið að innrétta veit- ingastofuna. Hilmar sagði að bygg- inganefnd hefði óskað frekari upp- lýsinga um málið. Skrifstofustjóri borgarverkfræðings hefði lagt til að bygginganefnd óskaði rannsókn- ar lögreglu á því, hvers vegna veit- ingastofan var innréttuð í leyfís- leysi og það hefði nú verið gert. Að öðm leyti væri málið í frestun hjá bygginganefnd. • • Oryggisgreimng fyrir áhættusama starfsemi ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins mun dagana 17.-20. nóvember halda tvö tveggja daga námskeið um efni sem er ofarlega á baugi í öllum Vesturlönd- um í dag: Oryggisgreining (Hazop = hazard and operability study) og áhættumat (Risk Analysis). Báðar þessar aðferðir miða að því að draga úr slysahættu við áhættusama starfsemi, ekki síst í efnaiðn- aði. I fréttatilkynningu frá Endur- menntunarstofnun segir m.a.: „Auknar kröfur stjómvalda hafa þrýst á fyrirtæki að kanna hugsan- lega hættu sem fýlgir starfsemi þeirra, bæði hvað varðar öryggi starfsmanna og umhverfísvá. Svo- kölluð „Seveso“-tilskipun Evrópu- bandalagsins frá 1982 skyldar fyr- irtæki í ákveðnum áhættuflokkum til að. láta fara fram áhættugrein- ingu, gera viðeigandi öryggisráð- stafanir og gera neyðaráætlun fyrir starfsmenn. Auk þess er fyrirtækj- um skylt að geta veitt yfírvöldum nauðsynlegar upplýsingar til að hægt sé að gera neyðaráætlanir utan fyrirtækis. Með þátttöku okk- ar í Evrópska efnahagssvæðinu munu slíkar kröfur óhjákvæmilega verða lögfestar hé'r á landi.“ Fyrirlesari á námskeiðunum verður Björn Ö. Rör verkfræðingur, sem er yfírmaður efnaferla- og ör- yggismála hjá Norsk Hydro í Nor- Minningar- athöfn um hermenn frá Bretlandi STUTT minningarathöfn verður haldin um hermenn frá Bretlandi og samveldislöndunum í her- mannagrafreitnum í Fossvogs- kirlyugarði sunnudaginn 14. nóv- ember kl. 10.45. Athöfnin er til minningar um þá sem létu lífíð í heimsstyijöldunum. Séra Arngrímur Jónsson stjórnar athöfninni og öllum er velkomið að taka þátt í henni. ■ - -.---------- ■ KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem hafa áhuga á borg- aralegri fermingu 1994 og að- standendur þeirra verður haldin laugardaginn 13. nóvember kl. 11 f.h. í kjallara Bústaðakirkju, gengið bak við og niður. Námskeiðið og athöfnin verða kynnt ítarlega, greint verður frá fyrirlesurum og ákvarðanir teknar um tíma- og staðsetningu námskeiðs og athafn- ar. Kjörin verður foreldranefnd til að skipuleggja athöfnina sjálfa. egi. íslenskur umsjónarmaður verð- ur Egill Einarsson, efnaverkfræð- ingur hjá Vinnueftirliti ríkisins. Fyrirlestrar og öll námsgögn verða á ensku. Skráning á námskeiðin og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands. CANTAT 3 sæstrengurinn lagður næsta ár GRÆNLANDÆ FÆREYJAR Syf^' ÞÝSKA- LAND KANADA yfir Atlantshaf Sæstrengur milli sex landa CANTAT 3 sæstrengurinn verður um 7.300 km langur og mun liggja á botni Atl- antshafsins frá Kanada til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands með greinar til íslands og Færeyja. Streng- urinn ásamt endabúnaði mun kosta um 400 milljónir bandaríkjadala og þar af er hlutur íslands um 23 millj- ónir dala, eða um 1,64 millj- arðar króna. Kostnaður íslands 1.600 milljónir króna STEFNT er að lagningu ljósleiðarasæstrengsins CANTAT 3 í byijun næsta árs, en strengurinn mun liggja á botni Atlants- hafs frá Kanada til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands með greinar til íslands og Tæreyja. Eignaraðilar að strengnum eru 24 simafyrirtæki beggja vegna hafsins. Samkvæmt áætlunum á sæstrengurinn ásamt endabúnaði að kosta um 400 milljónir bandaríkjadaia og þar af er hlutur íslands um 23 milljónir dala, eða um 1,64 milljarðar króna. Áætlað er að taka strenginn í notkun í nóvember á næsta ári. Hægt verður að flytja 3.780 talsímarásir á sæstrengnum sem er tífaldur rásafjöldi íslands til útlanda í dag. Sæstrengurinn verður plægður niður í sjávarbotninn eins og að- stæður leyfa á allt að 1.000 metra dýpi, samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma. Við lagninguna verður notuð fullkomin staðsetn- ingartækni og upplýsingum um lögnina komið til sjófarenda, sem á að minnka líkur á að veiðar- færi eða ankeri skaði sæstreng- inn og er vonast til að af þeim sökum verði bilanir á þessu kerfi fátíðari en voru á gömlu sæ- strengjunum Scotice og Icecan. Eignaraðilar skrifuðu undir samstarfssamning um byggingu CANTAT 3 í október í fyrra og samtímis var skrifað undir samn- ing við fyrirtækið STC í Eng- landi um framleiðslu og lögn sæstrengsins. Strengurinn er um 7.300 km langur og eru á honum endurvakar eða magnarar með 90 km millibili. Aðalstrengurinn liggur um 80 km sunnan við Vestmannaeyjar, en frá honum verður lagður strengur til Vest- mannaeyja og kemur hann á land í Klaufínni rétt við Stórhöfða. Þaðan verður lagður landstreng- ur heim í símstöð þar sem enda- búnaður ásamt stjómbúnaði verður settur upp. Frá Vest- mannaeyjum í land verður til að byija með notað núverandi ör- bylgjukerfi, en Póstur og sími áformar að leggja ljósleiðara- sæstreng síðar meir frá Vest- mannaeyjum til meginlandsins. Þegar er búið að reisa jarðstöð á Höfn í Homafirði sem mun geta ef þörf krefur tekið yfír alla símaumferð sem um strenginn fer án fyrirvara. Einnig er áætlað fyrst í stað að tengja allt að fjórð- ungi símarásanna gegnum gervi- hnött til að draga úr líkum á að samband rofni algerlega við um- heiminn ef sæstrengurinn bilar. aixmn meðíí\ 130 ár hefur þýska bílablaðið "Auto Motor und Sport" bilanaprófað ótal bílategundir. Erfiðasta prófið er 100.000 km aksturinn. í ár birtir blaðið einkunnir 85 fólksbifreiða. Langbestu einkunn, 2.5, hlýtur MAZDA 626 2.0i GLX1989 með stysta bilanalista allra tíma. Og af 5 efstu eru 3 MAZDA bílar. Einstakur árangur. Þetta geta ánægðir MAZDA eigendur staðfest. Betri meðmæU eru vandfimdin, þegar kemur að ákvarðanatöku um bifreiðakaup. Hjá sölumönnum okkar færð þú svo allar upplýsingar um nýjustu MAZDA bílana með alla kosti þeirra eldri og gott betur. Því ekki að koma og reynsluaka MAZDA? S0LUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóöbraut 1, sími 93-12622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrfsmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur, Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaðir bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, sfmi 91-674949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.