Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 UM HELGINA Myndlist Astrid og Bjarni sýna 1 Hafnarfirði Astrid Ellingsen prjónahönnuður og Bjami Jónsson listmálari opna sýningu í matsai Hvaleyrar við Vésturgötu f Hafnarfirði á morgun laugardaginn 13. nóvember kl. 14. Sýningin verður opin um helgar kl. 14-19 og á rúmhelgum dögum kl. 16-22. Henni lýkur sunnu- daginn 28. nóvember. Astrid var um árabil hönnuður fyrir Álafoss og kenndi á námskeiðum. Hún sýnir nú pijónaða síða jakka fyrir kon- ur. Bjami sýnir vatnslitamyndir og olíu- málverk. Viðfangsefnin em mörg sótt í atvinnuhætti fýrri tíma og, til að mynda árabátatímann. Signrður Þórir sýnir í Listasafni ASÍ Sigurður Þórir listmálari opnar sýn- ingu í Listasafni ASÍ Grensásvegi 16a, á morgun, iaugardaginn 13. nóvember, kl. 14. Á sýningunni em myndir frá síðustu þremur áram, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavfk og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1968- 1970. Eftir það fór hann til náms við Konunglegu Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1974-1978 hjá prófessor Dan Stemp-Hansen. Sigurður hefur haldið fjölda einka- sýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum. Hann hefur einnig stundað kennslustörf og starfað að félagsmálum myndlistar- manna. Hluti verkanna er unnin í Englandi þar sem listamaðurinn starfaði um eins árs skeið. Á sýningunni er fjöldi vatns- litamynda, en þær hafa ekki sést áður frá hendi listamannsins. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-19. Lokað á miðvikudögum. Sýn- ingunni iýkur 28. nóvember. Sýningu Finnu B. Steinsson að ljúka Myndlistarsýningu Finnu B. Steins- son í Gerðubergi lýkur nk. sunnudag 14. nóvember. Finna vakti athygii fyrir umhverfís- listaverk sitt 1.000 veifur í Vatnsdais- hólum si. sumar. Sólrún Guðbjörnsdótt- ir í Gallerí 11 Sólrún Guðbjörnsdóttir opnar sfna fyrstu einkasýningu f Gallerí 11 á morgun, laugardaginn 13. nóvember, kl. 16. Sólrún lauk námi úr skúlptúrdeild við Myndiista- og handfðaskóla íslands 1992. Sýningin ber nafnið „Þátttaka“, til að minna á að gestir sýningarinnar eru þátttakendur í því sem listamaður- inn miðlar. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 25. nóvember. Sýningu Eyglóar, Kristínar og Elínar að ljúka Sýningu þeirra Eyglóar Harðardótt- ur, Kristínar Reynisdóttur og Elínar Perlu Kolku í Hafnarborg lýkur mánu- daginn 15. nóvember. Á sýningunni em teikningar, grafík og innsetningar. Um næstu helgi, laugardaginn 20. nóvember, verða opnaðar tvær sýning- ar í Hafnarborg. Á annarri sýnir Jónína Guðnadóttir ásamt fjómm finnskum listamönnum, en á hinni sýnir Hrönn Axelsdóttir ljósmyndir. Gestur og Rúna sýna í Hafnarfirði Gestur og Rúna opna sýningu f vinnustofu sinni, Austurgötu 17, Hafn- arfirði, sunnudaginn 14. nóvember kl. 17. Gestur sýnir skúlptúra úr marmara, granít og bronsi og Rúna sýnir myndir unnar á japanskan pappír og steinleir. Sýningin verður opin virka daga kl. 17-19 og kl. 14-18 um helgar til 19. desember. Petrea Óskarsdóttir leikur á flautu á sýningaropnun. Ingvar Þorvaldsson í Listmunahúsinu Ingvar Þorvaldsson opnar sýningu í Listmunahúsinu, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, á rnorgun, laugardag- inn 13. nóvember, kl. 16. Á sýningunni verða bæði vatnslita- og olíumálverk og em verkin unnin á sl. þrem árum. Viðfangsefni sýningarinnar er fjöl- breytt; húsamyndir, bátar og höfnin og náttúra landsins. Listmunahúsið er opið virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Tvær listakonur í Slunkaríki í Slunkaríki á ísafirði verður opnuð sýning á málverkum og myndbandsinn- stillingum þeirra Steinunnar Helgadótt- ur og Margrétar Sveinsdóttur á morgun laugardaginn 13. nóvember, en þær vom samnemendur við Valands Konst- högskola í Gautaborg. Steinunn hefur haldið tvær einkasýn- ingar víðsvegar um Svíþjóð og einnig í Reykjavík í Galleríi 11. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Svíþjóð og á Islandi f Hafnarborg. Hún á verk í opinberri eigu í Svíþjóð og naut þar starfslauna listamanna árið 1991. Margrét hefur haldið einkasýningar í Gautaborg og Stokkhólmi og tekið þátt í samsýningum f Gautaborg. Hún á verk í opinberri eigu í Svíþjóð. Þetta er fyrsta sýning Margrétar á íslandi Sýning Steinunnar og Margrétar stendur til 28. nóvember nk. Sýning á vefjarlist frá Eistlandi Nú stendur yfír sýning í sýningarsöl- um Norræna hússins á vefjarlist frá Eistlandi. Sýningin er hingað komin í samvinnu Textíifélagsins og Norræna hússins. Eilefu listamenn eiga verk á sýning- unni. Verk þeirra era valin til þess að sýna sem mesta fjölbreytni í hefðbund- inni eistneskri vefjarlist, en einnig em á sýningunni verk unnin með nýrri aðferðum. Þrír listamannanna, Liivia Leskin, Anna Gerretz og Signe Kivi, komu til íslands og settu sýninguna upp í Norræna húsinu. I ágúst 1992 sýndu 11 listamenn úr Textílfélaginu verk sín í Tallin í boði Textílfélagsins í Eistlandi og með þessari sýningu í Norræna húsinu er verið að endurgjalda það boð. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur sunnudaginn 14. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Leiklist Aukasýning á Coppelíu Vegna mikillar aðsóknar að Coppelíu að undanförnu verður ein aukasýning sunnudaginn 14. nóvember kl. 17, en ekki verður hægt að koma við fleiri sýningum að þessu sinni. í aðalhlut- verkum verða Poula Villanova og Mauro Tambóne en Guðmundur Helga- son verður í hlutverki Coppelíusar. Coppelíu hefur verið vel tekið jafnt af jgagnrýnendum sem og áhorfendum. í Islensku ópemnni er hljómsveitinni komið fyrir í áhorfendasaínum sem skapar stemmningu og návígi við áhorf- endur. Hljómsveitarstjóri er Örn Ósk- arsson. Miðasala er í íslensku óperunni virka daga milii kl. 16 og 19. „Ég bera menn sá“ Áhugaieikfélagið Hugleikur sýnir nýjust afurð sína „Ég bera menn sá“ í 'Ijamarbíói um þessar mundir. Höf- undar þessa hugarfarsa em þær Anna Kristín Kristjánsdóttir og Unnur Gutt- ormsdóttir. í verkinu segir frá bændum og búa- liði í Gröf og samskiptum þeirra við annarsheimsvemr af öllum stærðum og gerðum. Sýningarnar hefjast kl. 20.30 og eru næstu sýningar í kvöld, föstudags- kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld. Tónlist Tónleikar í Kirkjuhvoli Tónleikar Hildigunnar Halldórsdótt- ur fiðluleikara og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara verða í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ á morgun laugardaginn 13. nóvember kl. 17. Tónleikamir verða endurteknir í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar Hraunbergi 2, sunnu- daginn 14. nóvemberkl. 16. Fluttverða verk eftir Alfred Schnittke, Leos Janác- ek og Witold Lutoslawski. Hildigunnur Halidórsdóttir lauk ein- leikaraprófí haustið 1987 frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík þar sem kennar- ar hennar vom Mark Reedman og Guðný Guðmundsdóttir. Hildigunnur hélt síðan til náms í Bandaríkjunum í Eastman School of Music í Rochester. Hún iauk meistaraprófí vorið 1992 og leikur nú í Sinfóníuhljómsveit fslands. Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk píanókennara og einleikaraprófi vorið 1987 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem kennari hennar var Jónas Ingi- mundarson. Þá hélt Helga Bryndís til Vínarborgar þar sem hún nam hjá Leo- nid Bmmberg, sem um árabil var áð- stoðarkennari Heinrich Neauhaus. Einnig stundaði Helga Bryndís fram- haldsnám við Síbelíusar akademíuna í Helsinki. Hún kennir nú við Tónlistar- skólann á Akureyri. „Emil og Anna Sigga“ syngja á Sóloni Sönghópurinn Emil og Anna Sigga munu halda tónleika á efri hæð Sólons íslandus á sunnudagskvöld kl. 22.30. Sönghópurinn hefur starfað saman samfleytt síðan 1985 og aðeins haldið fimm tónleika á þeim tfma, en þess oftar komið fram við önnur tækifæri. Á efnisskrá er fjölbreytt tónlist eftir óiíka höfunda s.s. Janis Joplin, Bruce Springsteen, Lennon og McCartney, Thelonius Monk og PDQ Bach. Síðdegistónleikar í Gerðubergi Sú býbreytni hefur verið tekin upp í menningarmiðstöðinni Gerðubergi að hafa opið á sunnudögum. í vetur verð- ur gestum hússins m.a. gefinn kostur á að njóta síðdegistónleika á sunnudög- um í léttum dúr og verða þeir fyrstu nk. sunnudag í Gerðubergi kl. 15. Á þessu ári em hundrað og fimmtíu ár liðinm frá fæðingu norska tónskálds- ins Edwards Griegs. í tilefni afmælisins munu Jónas Ingimundarson píanóleik- ari spiia nokkur ljóðræn smálög eftir tónskáldið og Jónína Óiafsdóttir leik- kona flytja ljóð eftir norska höfunda í íslenskri þýðingu. Ljóðin sem Jónína les í íslenskri þýð- ingu eru eftir ýmsa höfunda s.s. Magdalene Thoresen, Knut Ödegaard, Björnstjerne Bjömson, Henrik Ibsen, Knut Hamsun, Thor Jonsson, Nordahl Grieg og A.O. Vinje. Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar Vetrarstarf Skagfirsku söngsveitar- innar í Reykjavík er fyrir nokkru hafíð og stefnt er að söngferð um Suðurland sunnudaginn 14. nóvember. Fyrri tónleikamir verða að Leikskál- um, Vík í Mýrdal kl. 16 og er dagskrá- in fjölbreytt. Sungin verða íslensk og erlend lög eftir ýmsa höfunda, s.s.; Sigfús Hall- dórsson, Atla Heimi Sveinsson, Pál ísólfsson, John Ddenever og Stephen Foster. Einnig verða fluttir kórar úr vinsælum ópemm og Hallelúja-kórinn úr Messíasi eftir Hándel. Að tónleikunum í.Vík loknum verður ekið til Hvolsvallar þar sem sóttir verða heim tveir kórar. Það eru Kvennakórinn Ljósbrá, en stjómandi hans er Stefán Þorleifsson, og karlalór Rangæinga, en honum stjómar Gunnar Marmundsson. Slðan verða tónleikar í Hvoli kl. 21 um kvöldið með þátttöku allra kóranna. Fimm einsöngvarar koma fram með Söngsveitinni á þessum tónleikum og era fjórir þeirra úr röðum kórsins, þau Svanhildur Sveinbjömsdóttir, Guð- mundur Sigurðsson, Halla S. Jónas- dóttir og Fríður Sigurðardóttir. Auk þeirra syngur einsöng Gylfi Þ. Gísla- son. Undirleikari verður Sigurður Mar- teinsson. Gítarleikur í Kringlunni Eins og aðra laugardaga frá byrjun október mun gítarieikari spila nokkur lög í Kringlunni á morgun laugardag. Á morgun verður það Símon Ivarsson sem mun .leika klassíska gítartónlist. Leikin verða verk eftir Hector Villa Lobos, Fernando Sor, Benito Canonico auk þess sem flutt verða nokkur lög frá Spáni. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og eru þeir I göngugötu Kringlunnar. Kvikmyndir Dönsk kvikmynd í Norræna húsinu Danska kvikmyndin Drengirnir frá Sankt Petri verður sýnd I Norræna húsinu á morgun laugardaginn 13. nóvember kl. 14. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. I apríl 1940 hernámu Þjóð- veijar Danmörku og Danir veittu þeim ekki viðnám, andóf þeirra var I fyrstu einungis táknrænt. Hópur pilta I bænum Sankt Petri gripu til sinna ráða til að reyna að hrekja þýsku hermennina burt. Allir eru veikomnir og er aðgangur ókeypis. Myndin er með dönsku tali og íslenskum texta. Sýning kvikmyndarinnar í Norræna húsinu er í tengslum við sýningu í and- dyri hússins sem er um björgun gyð- inga í Danmörku og kemur frá Museet for Danmarks Frihedskamp. Kvikmyndasýning fyrir börn Sænska kvikmyndin „Pippi flyttar inn“ verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 14. nóvember ki. 14. Ekki þarf að kynna Línu langsokk fyrir íslendingum. Bækur Astrid Lind- gren um Línu hafa notið mikilla vin- sælda hér. í þessari mynd kynnumst við því þegar Lína flytur inn á Sjónarhól og fyrstu kynnum hennar af Önnu og Tomma. Aðgangur er ókeypis. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram áttundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991, fimmti útdráttur í 3. flokki 1991, fjórði útdráttur í 1. flokki 1992 og þriðji útdráttur í 2. flokki 1992. Koma þessi bréf til inniausnar 15. janúar 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Alþýðublaðinu föstudaginn 12. nóvember. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og ve rðb réf afy ri rtækj u m. [&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 6? 69 00 Bókmenntaverðlaun til heiðurs borgarskáldinu „REYKJAVÍK á sér borgarskáld og enginn velkist í vafa um hver það er. Ljóð Tómasar Guðmundssonar áttu strax hljóm- grunn meðal borgarbúa, því þau fjölluðu um nánasta umhverfi þeirra og Reykvíkingar sáu þetta umhverfi í nýju ljósi,“ sagði Markús Orn Antonsson, borgarstjóri, þegar hann tilkynnti form- lega um stofnun bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Verðlaunin, 300 þúsund krónur, verða veitt fyrsta sinni næsta haust fyrir óprentað skáld- verk, frumsamið á íslensku. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikife úrval af allskonar buxum OpiZ> á laugardöaum kl. 11-16 í máli borgarstjóra kom fram, að borgarráð hefði samþykkt að veita 300 þúsund krónum á ári næstu þrjú árin til bókmennta- verðlaunanna. Dómnefnd, sem velur hvaða skáldverk hlýtur verð- launin, verður skipuð fulltrúum menningarmálanefndar borgar- innar, Rithöfundasambandsins og Almenna bókafélagsins. AB áskil- ur sér útgáfurétt verksins sem fyrir valinu verður og skuldbindur sig til að gefa það út. Kjósi höf- undur þess að skipta við annað bókaforlag mun AB einungis gefa verkið út fyrir félaga í Bókaklúbbi félagsins. Friðrik Friðriksson, stjórnarfor- maður AB, fjallaði um borgar- skáldið Tómas og kynnti tvær bækur, sem komnar eru út hjá Almenna bókafélaginu, í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá útkomu Fögru veraldar. Önnur bókin er endurútgáfa Fögru veraldar, myndskreytt af Atla Má og hin bókin er Fjallganga. í henni er að fínna hið þekkta ljóð Tómasar með myndskreytingum Erlu Sig- urðardóttur. Þá hefur Almenna bókafélagið einnig gefíð út geisladiskinn Fagra veröld, en á honum er að fínna 13 lög við ljóð Tómasar, meðal annarra Hótel Jörð og Söknuður eftir Heimi Sindrason og Tondeleyó og Dagnýju eftir Sigfús Halldórsson. Flytjendur á geisladiskinum eru söngvararnir Egill Ólafsson og Guðrún Gunn- arsdóttir ásamt hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.