Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
33
Minning
Guðrún Hansdóttir
Fædd 21. október 1920
Dáin 2. nóvember 1993
Hún Gunna systir er dáin.
Hvers vegna er mér þessi stað-
reynd svona þungbær? Eg vissi þó
að hveiju dró fyrir tæpum tveim
árum er hún veiktist af þessum
hræðilega sjúkdómi sem hlaut að
enda á einn veg. Ég spyr, en ég
veit svarið.
Fyrstu ár ævi minnar vat Gunna,
í minni vitund, það hald og traust,
sem óvita barni er svo nauðsynlegt.
Þó var hún ekki 'nema fimm árum
eldri en ég.
Á kreppuárunum voru ekki dag-
heimili eða leikskólar og móðir okk-
ar vann utan heimilis ef einhveija
vinnu var að fá. Það kom því oftast
í hlut systur minnar að burðast með
mig á handleggnum eða í eftirdragi
heilu dagana. Mér var það ekki ljóst
fyrr en mörgum árum seinna,
hversu vel hún reyndist mér, því
aldrei man ég eftir að hún hafi
misst stjórn á skapi sínu við mig,
þótt ærin ástæða hafi vafalaust
verið til, og þessa blíðu og umburð-
arlyndi sýndi hún mér allt til dauða-
dags.
Eg held að eftirfarandi saga lýsi
best hvern hug ég bar til systur
minnar alla tíð: Það mun hafa verið
sumarið sem ég var fimm eða sex
ára að ég var sendur í sveit austur
að Kópsvatni í Hreppum þar sem
ég var nokkur sumur. Gunna fór
með mig til ömmu og afa til að
kveðja þau og amma sagði þegar
við vorum að fara: „Guð fylgi þér,
Hafsteinn minn.“ Og þá svaraði ég:
„Það þarf ekki, amma mín, hún
Gunna systir er með mér.“
Fyrir allt þetta vil ég nú þakka
þér, elsku systur, er ég nú kveð þig
í hinsta sinn. Guð blessi þig, við
sjáumst aftur.
Ég vil að lokum votta eftirlifandi
eiginmanni hennar, Diðriki Sigurðs-
syni, og börnum þeirra mína inni-
legustu samúð og ég þakka þeim
frábæra umhyggju og ástúð í veik-
indum hennar.
Hafsteinn Hansson.
Elsku amma okkar hefur nú
kvatt þennan heim og heilsað öðrum
betri.
Við eigum margar ljúfar minn-
ingar frá veru okkar í sveitinni hjá
ömmu á Kanastöðum. Þar tók hún
okkur barnabörnum sínum alltaf
opnum örmum, enda voru Kana-
staðir lengi sem okkar annað heim-
ili. Þar var oft mikið um að vera
og glatt hjalla, enda voru svo marg-
ir sem komu á heimili elsku ömmu
okkar og afa á Kanastöðum.
Síðustu tvö árin var amma okkar
svo veik og við vitum að hún var
fegin hvíldinni, en við söknum samt
sárt nærveru hennar.
Minningin um ömmu okkar lifir
og við vitum að góður Guð geymir
hana nú.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast, .
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Daníel og Gústaf.
Minning
Ragnheiður Ámý
Magnúsdóttir
Fædd 23. janúar 1947
Dáin 3. nóvember 1993
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir,
engill sá er vonin blíð.
(H. Hálfd.)
í dag, föstudag 12. nóvember,
er til moldar borin elsku mágkona
og tengdadóttir okkar, Ragnheiður
Árný Magnúsdóttir. Hún lést að-
faranótt 3. nóvember á Landspítal-
anum. Hún Ransý, eins og hún var
kölluð, var allt of fljótt tekin frá
okkur, en því fáum við ekki ráðið.
Það er svo margs að minnast og
margt að þakka. Hún Ransý var
sérstaklega barngóð og mikill dýra-
vinur. Nú ert þú komin til barnanna
þinna, sem farin voru á undan þér,
þeirra Lindu Bjarkar og Þrastar
Helga. Við þökkum starfsfólki á
deild 12 G á Landspítalanum fyrir
þá velvild og umönnun sem hún
naut þar til yfir lauk. Megi Guðs
blessun fylgja störfum ykkar um
ókomin ár.
Elsku Júlli, Gerða, Svana, Valdi,
Auður Lind og aðrir ástvinir. Við
biðjum algóðan Guð að styrkja ykk-
ur í ykkar miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sigurður, Gerða, Elín, Elsý,
Sigríður, Dagbjört og Kristín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta sk'alt.
(V. Briem.)
Elsku Ransý mín, ég vil þakka
þér fyrir allt sem þú gafst mér og
ég mun ætíð minnast þín.
Júlli, Gerða, Svana, Valdi og
Auður Lind, ég bið góðan Guð að
gefa ykkur styrk á þessum erfíðu
tímum.
. Jóakim.
Margt er það og margt er það,
sem minningamar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tektir.
(Davið Stefánsson)
Elsku Ransý, okkur systurnar
langar til að þakka, með fátækleg-
um orðum, fyrir allt.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna fri,
við Guð þú mátt-nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stðl.
(H.P.)
Elsku Júlli, Gerða, Svana, Valdi
og Auður Lind, ykkar missir er
mikill. Megi blessun Guðs styrkja
ykkur.
Björg, Sigríður og Kristín.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
ÁRNI JÓNSSON
húsasmíðameistari
frá ísafirði,
er andaðist í Danmörku 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Hvera-
gerðiskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Aðalheiður Margrét Jóhannsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er áð sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
LIUU HJARTARDÓTTUR,
Ásgarði 41,
Reykjavfk.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Karl Petersen
Það voru ekki skemmtilegar
fréttir sem ég fékk þennan drunga-
lega dag. Elsku Kalli var dáinn.
Alls konar minningar skjóta upp
kollinum. Ég man hvað var gaman
þegar ég var lítil og Sigga og Kalli
komu í sveitina. Þá var nú aldeilis
fjör og alltaf komu þau með eitt-
hvert góðgæti handa okkur krökk-
unum.
Mér er minnisstæð saga sem
mamma sagði mé,r og lýsti því vel
hvernig Kalli var. Þá kom afí í
fyrsta sinn til Reykjavíkur og Kalli
rúntaði með hann um allan bæ á
stóru mótorhjóli sem hann átti og
skemmtu þeir sér konunglega.
Þannig var Kalli, alveg einstak-
lega skemmtilegur og lynti vel við
alla. Hann var alltaf ungur í anda
og átti það til að skella sér í byssu-
leiki með barnabörnunum, svo að
púðurskýin lágu í loftinu á eftir.
Það væri hægj, að segja margar
skemmtilegar sögur af Kalla, en
mig langaði að kveðja með þessum
fáu orðurn. Elsku Sigga og fjöl-
skylda, Guð veri með ykkur og veiti
ykkur styrk.
'Hrönn og Hrannar Páll.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
í dag kveðjum við okkar kæra
vin Karl Petersen er lést 3. nóvem-
ber síðastliðinn og langar okkur
að minnast hans með nokkrum orð-
um.
Kalli, en það var hann alltaf
kallaður, var traustur og tryggur
vinur sem gott var að leita tii og
alltaf var hann reiðubúinn að
hjálpa. Allt sem Kalli var beðinn
að gera var gert með gleði og
kærleika. Hvergi var betra að vera
en í návist Kalla því að hann var
mikill gleðigjafi og eigum við marg-
ar yndislegar minningar um allar
skemmtilegu stundirnar sem við
höfum átt með honum og hans
elskulegu konu, Sigríði Guðmunds-
dóttur, sem bjó manni sínum og
börnum þeirra fagurt og yndislegt
heimili. Þar var umhyggja og kær-
leikur í fyrirrúmi.
Þegar við nú kveðjum góðan vín
sem við munum sárt sakna biðjum
við honum Guðs blessunar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Sigga, börn og fjölskyld-
ur, við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Svala og Matthildur.
+
Móðir okkar,
RÓSA ERLENDÍNA ERLENDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Miklubraut 15,
sem léstá Hrafnistu 9. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 15. nóvember kl. 15.00.
Erla Axelsdóttir,
Pétur Axelsson,
Hilmar A. Kristjánsson.
t
Hjartkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN Þ. EINARSSON
bóndi,
Neðri-Dal,
Biskupstungum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 13. nóvember
kl. 13.00.
Jarðsett verður á Selfossi.
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Birgir Jónsson,
Guðmundur L. Jónsson,
Grímur Bj. Jónsson,
Kristján Bj. Jónsson,
Einar B. Jónsson,
Heiðar Bj. Jónsson,
Þráinn Bj. Jónsson,
Björn B. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elín Sigurðardóttir,
Hólmfrfður Halldórsdóttir,
Sólveig Róbertsdóttir,
Sigrún Jensey Sigurðardóttir,
Guðlaug Pálsdóttir,
Kolbrún Svavarsdóttir,
Anna Soffía Björnsdóttir,
Jóhanna Fríða Róbertsdótttir,
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
EINARS GUÐGEIRSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík.
Einnig þökkum við fráþærar móttökur á Hellissandi og í Ólafsvík.
Aðalheiður Guðgeirsdóttir,
María Guðgeirsdóttir,
Katrín Guðgeirsdóttir,
Árni Guðgeirsson.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR SIGFÚSDÓTTUR,
Álfheimum 26.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimastoðar fyrir ómetanlega
hjálp.
Fyrir hönd vandamanna,
Tómas Bjarnason.
'