Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
11
SAAm
SAM
SAM
Björg Einarsdóttir
forystukonur í alþjóðahreyfingu
kvenna. Vegna áhrifa af hinni al-
þjóðlegu kvenfrelsisbaráttu beitti
Bríet sér fyrir stofnun Kvenrétt-
indafélags Islands.
Á síðari helmingi sjöunda ára-
tugs aldarinnar kom svonefnd „ný
kvennahreyfíng“ til sögunnar og
átti hún upptök sín í Bandaríkjun-
um. Er hún ekki síst rakin til bókar-
innar The Feminine Mystique eftir
Betty Friedan, sem kom út 1963.
Þessi hreyfing barst hingað til lands
og varð til þess að ungar konur
tóku að láta að sér kveða innan
Kvenréttindafélagsins. Þær nefndu
sig Uur og komu saman til fyrsta
fundar undir þessu merki haustið
1968. Hópur ungra kvenna úr KRFÍ
annaðist útvarpsdagskrá í septem-
ber 1968, þar sem fjallað var um
hlutverk kynjanna í nútímaþjóðfé-
lagi. „Mun það vera í fyrsta sinn
sem mál af því tagi voru rædd á
þeim vettvangi," segir í bókinni.
Þessi fróðleiksmoli eins og margt
fleira, sem Sigríður Th. Erlends-
dóttir dregur saman í þessari miklu
bók, vekur lesandann til umhugsun-
Frelsisbarátta kvenna
Ljóðlínudans
Bækur________________
Björn Bjarnason
Veröld sem ég vil. Saga Kven-
réttindafélags íslands 1907-
1992.
Höfundur: Sigríður Th. Erlends-
dóttir.
Útgefandi: Kvenréttindafélag ís-
lands, 1993.
527 bls., 496 myndir, mynda- og
nafnaskrá.
Kvenréttindafélag íslands
(KRFÍ) var stofnað 1907 og varð
því 85 ára á síðasta ári. Bókin
Veröld sem ég vil er saga félagsins
fram á árið 1992. Það eru rúm tíu
ár frá því að ákveðið var að rita
sögu Kvenréttindafélagsins og var
Sigríði Th. Erlendsdóttur falið að
vinna verkið. Björg Einarsdóttir
hafði umsjón með myndefni bókar-
innar og samdi myndatexta.
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
KRFI, kemst meðal annars þannig
að orði í formála bókarinnar: „Saga
Kvenréttindafélags íslands á erindi
við samtímann. Þrátt fyrir að jafn-
rétti karla og kvenna sé fengið að
lögum vantar enn á að fullu jafn-
rétti sé náð — í orði og á borði.
Saga Kvenréttindafélagsins fjallar
ekki einungis um félagið sjálft held-
ur einnig um kvennabaráttu þessar-
ar aldar. Hún varpar ljósi á þann
þátt samtímasögunnar sem enn er
að mestu óskráður og setur kvenna-
baráttu hér á landi í alþjóðlegt sam-
hengi. Sagan sýnir að íslenskar
konur fylgdust með málefnum
kvenna í öðrum löndum."
Undir þessi orð skal tekið. ís-
lenskar konur voru síður en svo
seinni á ferðinni en kynsystur þeirra
ar um þá byltingu, sem hefur orðið
á stöðu og högum kvenna á stuttum
tíma. Þannig er skýrt frá því, að
hinn 5. og 22. júnf 1885 hafi birst
greinar í Reykjavíkurblaðinu Fjall-
konunni undir nafninu „Nokkur orð
um menntun og réttindi kvenna
(eftir unga stúlku í Reykjavík)“.
Undir greinunum var dulnefnið
Æsa, en á bak við það var Bríet
Bjarnhéðinsdóttir. „Þessi grein er
sú fyrsta sem birtist á prenti eftir
íslenska konu svo vitað sé,“ segir
í bókinni.
Höfundur segir frá því, að á síð-
ustu tveimur árum hafi verið gefnar
út bækur, sem ijalla um alvarlegt
bakslag í kvenréttindabaráttunni
um allan heim hin síðari ár. Höfund-
ar séu þekktar fræðikonur og rit-
höfundar. Þeir bendi á hvernig allt
leggist á eitt við að halda konum
niðri og gangi svo langt að segja
að það sé háð dulið stríð við konur.
Allt virðist benda til þess, að áfram
sé full þörf á samstarfi þrautseigra
þijóskra kvenna.
Bókin skiptist í tíu kafla og auk
þess er að finna viðauka við megin-
málið, þar sem meðal annars eru
birtir listar með nöfnum þeirra
kvenna, sem gegnt hafa trúnaðar-
störfum fyrir KRFÍ, og kvenna á
Alþingi. Á listunum er einnig getið
um viðfangsefni landsfunda KRFÍ,
ritstjóra og ritnefndir blaðsins 19.
júníog þar er einnig að fínna mynd-
ir af öllum forsíðum 19. júní. Er
þetta tíundað hér til að sýna þá
miklu alúð, sem lögð hefur verið
við allan frágang bókarinnar.
Myndavalið og textar Bjargar
Einarsdóttur með myndum bera
þessari einstöku vandvirkni einnig
gott vitni. Myndirnar og það, sem
með þeim stendur, er meðal annars
notað til að draga fram ólíkan hlut
kvenna og karla.
Við ritun sögunnar hefur verið
valin sú ieið, að skipta henni í
áfanga. Þannig er litið yfir árin
1907-1927 sameiginlega, síðan
tímabilin 1927-1945, 1945-1964,
1964-1975, 1975-1992. Höfundur
rekur helstu atburði í starfsemi fé-
lagsins á hveiju tímabili fyrir sig
og gerir grein fyrir formönnum
þess og helstu baráttumálum. Bókin
hefur þannig að geyma miklar per-
sónuupplýsingar um þær konur,
sem veitt hafa KRFÍ forystu. Hver
kafli er næsta sjálfstæður, en sú
aðferð við ritun sögunnar veldur
því, að nokkuð er um endurtekning-
ar. Aðferðin einfaldar hins vegar
lesandanum að nota bókina sem
handbók. Framsetningin er skýr og
ber þess ekki merki, að höfundur
vilji halda einhverri einni skoðun
úr kvenfrelsisbaráttunni að lesand-
anum.
Heiti bókarinnar, Veröld sem ég
vil, fellur vel að efni hennar og því
markmiði, sem höfundur og útgef-
andi hafa sett sér, að gera mikla
og eigulega bók um fórnfúst starf
margra merkra kvenna.
Kuldahúfur
í miklu úrvali
TC07
Verð kr. 1.090
TC04
Verð kr. 780
UTILIFP
GLÆSIBÆ . S/Mf 842922
Sigríður Th. Erlendsdóttir
í öðrum löndum í réttindabaráttu á
síðustu árum 19. aldar. Þau mál-
efni, sem konur beittu sér þá eink-
um fyrir, snertu bindindismál,
launamál yfírsetukvenna og kven-
réttindamál. Þá barðist Þorbjörg
Sveinsdóttir, sem var driffjöður í
Hinu íslenska kvenfélagi, fyrsta ís-
lenska kvenréttindafélaginu frá
1894, mjög fyrir stofnun háskóla á
íslandi. Þær konur, sem höfðu for-
ystu á þessum árum, fylgdust náið
með hræringum erlendis. Ólafía
Jóhannsdóttir beitti sér fyrir því á'
vettvangi Hins íslenska kvenfélags,
að það gaf árið 1900 út á íslensku
bókina Kúgun kvenna eftir John
Stuart Mill, höfund Frelsisins. Bríet
Bjarnhéðinsdóttir komst í kynni við
Ný ljóðabók eftir Sigurð Pálsson
ÚT ER komin ljóðabókin Ljóð-
linudans eftir Sigurð Pálsson.
Áður hefur Sigurður sent frá
sér sex ljóðabækur.
í kynningu útgefanda segir:
„Skáldskapur Sigurðar er í stöð-
ugri þróun, en ljóðstíllinn þekkist
af höfundi sínum, því sem fyrr
er hann fullur af andstæðum, í
senn agaður og fijáls, tvíræður
og augljós. Ýmist er teflt fram
árekstrum og snertingu innra lífs
og ytri heíms, skynjunar og veru-
Ieika, fortíðar og nútíðar, á Iínu-
dansi ljóðanna milli vonar og
ótta.“
Útgefandi er Forlagið. Ljóð-
línudans er 88 bls. Steingrímur
E. Kristmundsson hannaði
kápu. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði. Verð 1.980 krónur.
Sigurður Pálsson
Skáldsaga eftir Þor-
varð Hjálmarsson
SKALDSAGAN „Himinninn hef-
ur enga fætur“ eftir Þorvarð
Hjálmarsson er komin út.
í kynningu útgefanda segir: „ís-
Ienskur rithöfundur er á ferðalagi
á meginlandi Evrópu. Á vegi hans
verður franska þokkadísin Daphne,
en myrk lífssýn hennar og óvenju-
legar skoðanir eiga eftir að hafa
mikil áhrif á gang mála.
Þetta er margbrotin saga, gagn-
rýnin athugun á samtíma sem ein-
kennist af tilfinningadoða og óljósu
verðmæti."
Þetta er íjórða bók Þorvarðar
Hjálmarssonar, en hann hefur áður
sent frá sér ljóð og prósaverk.
Útgefandi er Höfundaútgáfan.
Bókin er 164 bls. og prentuð í
Félagsprentsmiðjunni hf. Dreif-
inu annast íslensk bókadreifing.
Verð 1.990 kr.
M
FRUMSÝNA GAMANMYNDINA UNGIANNAÐSINN
...~
:D PEOPLE" ERANEl
ASTA GAMANMYND
AN „STEIKTIR GRÆN
jUitCADf Of QUAillT
Þorvarður Hjálmarsson
SYND KL. 5, 7, 9 OG 11 I THX