Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 ■ FRÆÐSL UFUNDIR í Víði- staónkirkju verða næstu tvo laug- ardagsmorgna, 13. og 20. nóvember, kl. 10-12. Séra Sigurður Pálsson fjallar um Biblíuna, tilurð rita henn- ar, túlkun hennar og sess í kristinni kirkju. Fræðslustundimar eru ákjós- anlegt tækifæri fyrir þá sem vilja fræðast um trúarbók kristinna manna, hvernig beri að skilja hana og nota. Auk framsöguerindis er boðið til umræðna og kaffi er á boð- stólum. Séra Sigurður Pálsson er fæddur 1936. Hann hefur m.a. starf- að sem kennari, skrifstofustjóri hjá Ríkisútgáfu námsbóka, námstjóri í kristnum fræðum og útgáfustjóri hjá Námsgagnastofnun en er nú fram- kvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufé- lags. Kona sr. Sigurðar er Jóhanna G. Möller söngkona. ■ UPPSKERUHÁ TÍÐ allra hestamanna verður haldin á Hótel íslandi í kvöld, föstudaginn 12. nóv- ember, og hefst hún með borðhaldi kl. 20.30. Lýst verður kjöri hesta- íþróttamanns ársins kl. 23.30 og af- hent verður í fyrsta sinn Silfurhestur- inn Alsvinnur, glæsilegasti verðlauna- gripur sem keppt hefur verið um í hestaíþróttum á Islandi, segir í frétta- tilkynningu. Farandgripurinn er gef- inn af Félagi hrossabænda, en hann er sérsmíðuð stytta gerð af Hilmar Einarssyni gullsmið. Á hátíðinni verður sá ræktunarmaður sem náð hefur bestum árangri á árinu heiðrað- ur. Búnaðarfélag Islands veitir verð- launin og sér um úthlutun þeirra. I NÁMSKEIÐ í skartgripagerð fyrir pabba, mömmur, böm, afa og ömmur hefst í Gerðubergi laugar- daginn 13. nóvember kl. 10.15. Leið- beinandi verður Anna Flosadóttir. Skartgripagerðin er kjörinn vett- vangur til að styrkja fjölskyldubönd- in og efla sköpunargleðina í félagið við sína nánustu. Námskeiðið er liður í vetrarstarfi Gerðuberg sem ber heitið Lærum og leikum. ------------------ Dómkirkjan í Reykjavík. ■ KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar heldur á laugardaginn 13. nóvember sinn árlega basar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14 a. Á boðstólum er jólaföndur, kökur o.fl. Einnig verður selt vöfflu- kaffi í risinu og Baðstofa iðnaðar- manna höfð opin. Basarinn verður opnaður kl. 14 og haft opið fram eftir degi. Kirkjunefndarkonur eru að safna fyrir tæki til myndbands- sýninga og gluggatjöldum í safnað- arheimilið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Líf í Listasafni MYNDLISTARNEMAR önnum kafnir 4 sýningu á úrvali verka úr safni Markúsar ívarssonar. Myndlistamemar kynna sér aðferðir gömlu meistaranna NEMAR á öðru og þriðja ári Myndlistarskólans á Akureyri halda þessa dagana til á Listasafninu á Akureyri þar sem þeir eru að kynna sér þær aðferðir sem gömlu meistararnir beittu við málverk sín. Gera má ráð fyrir að í næstu viku hafi fjöldi eftirmynda litið dagsins ljós. Guðmundur Ármann Sigurjóns- son kennir hópnum aðferðafræði, en dvölin á Listasafninu er liður í því námskeiði. Hann sagði að ræki- lega væri farið yfír alla þætti, byij- að væri á að taka fyrir það efni sem málað er á, grunnar væru útbúnir og síðan væri komið að málunar- tækninni, en aðferðimar væru afar mismunandi. Farið væri yfir hvem- ig ætti að mála svo myndirnar ent- ust og þá væri skoðað hvaða aðferð- um helstu málarar fyrri tíma beittu. Gullið tækifæri „Þetta er gullið tækifæri sem við höfum fengið hér upp í hendumar, áður hefur verið farið í gegnum þetta námskeið með bókum, en nú höfum við myndir fyrir framan okk- ur,“ sagði Guðmundur Ármann. „Það er mikill munur á að geta skoð- að málverkin með eigin augum eða úr bók. Það er mikill fengur að hafa Listasafnið hér og óneitanlega mikil breyting sem það hefur í för með sér t.d. fyrir Myndlistarskólann." Nú stendur yfír í Listasafninu á Akureyri sýning á úrvali verka úr safni Markúsar Ivarssonar, en þar er að finna málverk eftir þekktustu myndlistamenn þjóðarinnar. Forseti Islands sér tvær sýningar LA um helgina FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ætlar að sjá tvær sýning- ar þjá Leikfélagi Akureyrar um komandi helgi. Fyrst barnaleikritið Ferðina til Panama og síðan Afturgöngur Henriks Ibsens. Þijár sýningar verða á Aftur- verður almennt miðaverð lægra en Þijár sýningar göngunum um helgina, föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30, en þessari sýningu Leikfélags Akureyrar hefur verið vel tekið jafnt af gagnrýnendum sem áhorfendum. í tilefni þess að forseti íslands ætlar að heimsækja leikhúsið um helgina venjulega. Ferðina til Panama í Hrísey Um miðjan september frumsýndi Leikfélag Akureyrar barnaleikritið Ferðina til Panama í Grímsey og vakti hún mikla gleði eyjaskeggja. Næstkomandi laugardag ætlar félag- ið að sýna leikritið í Hrísey og hefst sýningin kl. 15, en það er jafnframt fertugasta sýning á þessu vinsæla bamaleikriti. Á sunnudag kl. 16 verður næst síðasta sýning á barnale- ikritinu í Samkomuhúsinu á Akur- eyri, en það er einmitt sýningin sem forsetinn ætlar að sjá. Um kvöldið mun hún síðan vera meðal áhorfenda á Afturgöngunum. Minning- artónleik- arumPál A Isólfsson í HAUST voru sameinuð tvö félög sem starfað hafa að tón- listarmálum á Akureyri, Tón- listarfélag Akureyrar og Félag áhugafólks um Kammerhljóm- sveit Akureyrar, og starfar hið sameinaða félag undir nafni Tónlistarfélags Akureyrar, sem hefur nú hafið sitt 51. starfsár. Tónlistarfélagið starfar að tón- listarmálum, m.a. með því að styðja við bakið á Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands, sem hélt sína fyrstu tónleika þann 24. október síðastliðinn. Ennfremur mun fé- lagið eftir sem áður standa fyrir fjölbreyttu tónleikahaldi og fá til Ákureyrar tónlistarmenn víða að. Tónlist Páls ísólfssonar Nú á laugardaginn, 13. nóvem- ber verða tónleikar í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju, þar sem fram koma Ingibjörg Marteins- dóttir, sópran, Þorgeir Andrésson, tenór og Lára Rafnsdóttir, píanó- leikari, en þau munu flytja tónlist eftir Pál ísólfsson. Á efnisskránni verða 22 sönglög og 3 píanóverk eftir dr. Pál ísólfs- son, en tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að á þessu ári eru Iið- in 100 ár frá fæðingu tónskálds- ins, en hann fæddist 12. október 1893. Tónleikarnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju hefjast kl. 17. á morgun, laugardag. ----» ♦ ♦--- ■ HLJÓMS VEITIN Bubbleflies heldur á Akureyri tvenna tónleika til að kynna nýútkomna plötu sína „The World Is Still Alive“. Á föstu- dagskvöldið verður spilað í 1929 við Ráðhústorg. Húsið verður opn- að kl. 21 og er opið til kl. 3. Aldurs- takmark verður 16 ár. Á laugar- dagskvöldið verða síðan unglinga- tónleikar í Dynheimum. Húsið verð- ur opnað kl. 21 og er opið til kl. 1. Tónlist Bubbleflies er danstón- list. Sérstakir gestir hljómsveitar- innar verða plötusnúðarnir Tóti trans, Ymir og Kiddi kanína. < I í I N I e I i r Afmæliskveðja Oswald Dreyer-Eimbcke ræðismaður sjötugnr í dág, föstudaginn 12. nóvember, á Oswald Dreyer-Eimbcke, ræðis- maður íslands í Hamborg, sjötugs- afmæli. Faðir hans, Ernst Deyer- Eimbcke, var frá árinu 1927 um- boðsaðili fyrir Hf. Eimskipafélag íslands í þessari mikilvægu hafnar- borg heimsviðskipta. Á sjöunda ára- tugnum tók Oswald Dreyer- Eimbcke við af föður sínum og gegndu þeir feðgar þessum um- boðsstörfum samfleytt til ársins 1986, þegar Eimskip setti á fót eig- in skrifstofu í Hamborg. Fyrstu ferð sína til íslands fór Oswald Dreyer-Eimbcke árið 1955 og tengdist hún umboðsstarfsemi fyrirtækis þeirra feðga. Þessi störf, sem hófust á viðskiptalejgum grund- velli, leiddi til þess að Island hefur í yfír þijátíu ár notið góðs af ómet- anlegu starfi hans sem einlægs vin- ar Islendinga. Hefur þar hvorki verið sparað fé né fyrirhöfn. Hinn 17. júní árið 1950 var stofn- að í Hamborg félagið „Gesellschaft der Freunde Islands". Aðalhvata- maður að stofnun þess var prófess- or Ferdinand Dannmeyer. Með stofnun félagsins hugðist hann taka upp þráð þann sem til varð við stofnun „Vereinung der Islandfre- unde“ I Dresden árið 1913, en starf- semi þess félags lagðist niður árið 1936. Prófessor Dannmeyer gegndi formennsku félagsins í Hamborg til ársins 1960, er Oswald Dreyer- Eimbcke tók formennskuna að sér. Gegnir hann henni enn í dag. Und- ir forystu hans hefur félagið dafnað og unnið ómetanlegt starf á sviði menningarsamskipta íslands og Þýskalands. Þegar á fyrsta ári for- mennsku Oswalds Dreyer-Eimbcke hóf félagið útgáfu fréttablaðs fyrir félagsmenn og fleiri um ísland og íslensk málefni og stendur útgáfa þess enn í daer með blóma. Koma árlega út fjögur hefti, mikil að vöxt- um og líklega meðal þess vandað- asta og besta sem út er gefið reglu- lega erlendis um Ísland og íslensk málefni. Auk þess sem hér er um almennt fréttarit að ræða er greint frá því helsta sem gerist í við- skipta- og athafnalífi. Þá er ritið ekki síður bókmenntalegs eðlis og ber vott um staðgóða þekkingu á íslensku þjóðlífi. Þótt útgáfa rits þessa verði að teljast einn merkasti þáttur í starfsemi „Gesellschaft der Freunde Islands" í Hamborg er fjöl- margt annað í starfsemi félagsins, sem hefur að markmiði að kynna ísland og íslenskan málstað í Þýskalandi. í því hlutverki er Osw- ald Dreyer-Eimbcke óþreytandi. Kynni hans af íslandi og íslend- ingum leiddu til þess, að á sjöunda áratugnum tók hann að safna ís- lenskum landakortum og á nú lík- lega eitt stærsta safn þeirra. Hann hefur með þeirri söfnun aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á ís- lenskri kortasögu og kortasögu Norðuríshafsins. Hefur hann skrif- að um þessi efni fjölmargar grein- ar, gefið út rit og flutt erindi víða um þessi áhugamál sín. Kortasafn hans hefur verið eftirsótt til sýninga og hefur hann í tengslum við þær flutt erindi um kortasögu íslands, Grænlands og Norðuríshafsins. Hann er heiðursfélagi Landafræði- félagsins í Hamborg. Það glatti hann mjög þegar hann fékk tækifæri til að koma á fram- færi hluta kortasafns síns á merki- legri sýningu í Þjóðminjasafni Is- lands árið 1983 í samstarfi við Þjóð- minjasafnið og félagið Germaniu. Með því var safninu komið á fram- færi í því landi sem það á að sýna í sölulegu samhengi. Oswald Dreyer-Eimbcke hefur gegnt störfum ræðismanns íslands í Hamborg frá áririu 1973 af mikl- um áhuga og kostgæfni. Hann er kvæntur mikilli mannkosta konu, Eriku, sem hefur staðið ötul honum við hlið í áhugamálum hans. Þar fara saman virðulegir og mikils metnir fulltrúar íslands á erlendri grund. Oswald Dreyer-Eimbcke hefur verið sæmdur íslenskum heið- ursmerkjum og er vel að þeirri virð- ingu kominn fyrir frábær störf í þágu íslands. Auk persónulegra hamingjuóska minna og konu minnar eru Oswald Dreyer-Eimbcke fluttar árnaðar- óskir félagsins Germaniu á þessum merku tímamótum og þakkað ánægjulegt samstarf í rúma þijá áratugi. Þorvarður Alfonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.