Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Deilur um yfirvinnu- greiðslur til dómara ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson þingmenn Al- þýðubandalagsins, gagnrýndu Hæstarétt og ákvörðun forsætis- ráðherra um að samþykkja yfir- vinnugreiðslur til hæstaréttar- dómara harðlega á Alþingi í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að vegna þrígreiningar rík- isvaldsins hefði hann átt þann kost einan að samþykkja erindi Hæstaréttardómaranna um yfir- vinnugreiðslurnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. að vegna þrískiptingar valdsins hefði hann ekki átt annan kost en að líta á bréf Hæstaréttar sem útfærslu á dómi Kjaradóms og samþykkja erindið. Sagði hann að þetta hefði þó verið mjög óþægileg staða. „Framkvæmdavaldið hefur aldrei ákvarðað laun Hæstaréttar- dómaranna og ég vildi ekki lenda í þeirri stöðu að verða sá fyrsti til að gera það,“ sagði Davíð. Svavar og Ólafur töldu m.a. að yfirlýsingar Davíðs þýddu að allir embættismenn og þingmenn sem heyrðu undir Kjaradóm gætu fram- vísað reikningum fyrir yfirvinnu til ráðuneytanna og fengið þá greidda. ----„4----- Framkvæmdastjórí Stéttarsambandsins Nýtúlkun dráttarvéla- trygginga HÁKON Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, segist ekki fyrr hafa heyrt þá túlkun að dráttarvél hætti að vera dráttarvél þegar hún sé keyrð upp að hlöðu til að losa hey og verði þá vinnuvél og án ábyrgðartryggingar. Vátryggingafélag íslands hf. hef- ur hafnað bótakröfum stúlku sem slasaðist alvarlega á sveitabæ þegar hún rakst á drifskaft milli dráttarvél- ar og losunarbúnaðar heyhleðslu- vagns, með þeim rökum að ábyrgð- artryggingin nái ekki til annarra tjóna en þeirra sem dráttarvélin valdi sem ökutæki. Hún nái ekki til þess þegar vélin er notuð i öðrum til- gangi, til dæmis sem aflgjafi færi- bands á heyhleðsluvagni. Hákon sagðist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi en sér sýndist skýring tryggingafélagsins vera nokkuð langsótt og hann sagðist ekki muna eftir því að hliðstæð dæmi hefðu komið upp. Hann sagðist telja eðli- legt að bændasamtökin fjölluðu um þetta mál ef stúlkan eða fulltrúar hennar leituðu til þeirra. / dag Menning Listviðburðir helgarirwar 10 CANTAT 3______________________ Kostnaður íslands við sæstrenginn 1.600 milljónir 17 Fimmtán fórust í Frakklandi Tugir bifreiða í vítislogum 20 Tvö mörk fyrír hvert eitt ísland vann Búlgaríu auðveldlega í handknattleik 43 Leiðari SÍS leitar nauðasamninga 22 ■ lTI . rj; ^ ' m 'wB&íBl ' tfTm r: j SBf 1 s - aKflHflnflH ‘ flH ® ’K ■SÉslSUurí QwSSsl^ 0 Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikar í tilefni aldarafmælis Páls Isólfssonar TÓNLEIKAR í tilefni aldarafmælis Páls ísólfssonar voru haldnir í Langholtskirkju í gærkvöldi. Sinfóníuhljómsveit íslands, Kór íslensku óperunnar og Karlakórinn Fóstbræður fluttu Alþingishátíðarkantöt- una, sem samin var í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis 1930 og Hátíðarforleikinn sem saminn var í tilefni af opnun Þjóðleikhússins 1950. Einsöngvari var Þorgeir J. Andrésson, framsögumaður var Arn- ar Jónsson, leikari, og stjórnandi var Garðar Cortes. Húsfyllir var á tónleikunum og var flytjendum feiknarlega vel tekið. Ráðherra um aflaheimildir Hagræðingarsjóðs o g sj ávarútvegsfrum vörp Hægt að taka ákvæðið út úr og afgreiða sérstaklega ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að því séu takmörk sett hversu lengi sé hægt að fresta ákvörðun um úthlutun aflaheim- ilda Hagræðingarsjóðs til jöfnunar með hliðsjón af gildandi laga- ákvæði sem kveður á um að stjórn sjóðsins eigi að hefja sölu á veiði- heimildum sjóðsins í upphafi fiskveiðiárs. Ríkisstjórnarmeirihlutinn felldi í gær á Alþingi tillögu stjórnarandstöðunnar um að stjórn sjóðs- ins verði heimilað að hefja úthlutun aflaheimildanna án endurgjalds en tillagan er efnislega eins og ákvæði í frumvarpi um sljórn físk- veiða sem ekki hefur verið lagt fram á Alþingi vegna ágreinings í ríkisstjórn. Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent stjórn sjóðsins erindi um að halda að sér höndum um sinn, skv. heimildum Morgunblaðsins. Töldu stjórnarandstæðingar við umræður á Alþingi í gær að stjórn Hagræðingarsjóðs gæti ekki mikið lengur vikið frá lagaskyldu sinni og frestað sölu veiðiheimilda og ef breytingartillagan yrði felld hefði ríkisstjórnin engin ráð til að koma í veg fyrir það. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að bæði Þróunarsjóðsfrum- varpið og frumvarpið um stjórn fiskveiða yrðu lögð fram á Al- þingi, sem hann kvaðst vonast til að gæti orðið sem fyrst. Benti hann á að stjórn Hagræðingarsjóðs hefði enn svigrúm til að bíða með að hefja úthlutun aflaheimildanna enda lægi fyrir hver vilji ríkis- stjómar og Alþingis væri um ráð- stöfun aflaheimildanna. „Ég taldi að það væri ekki óeðli- legt að sjóðsstjórnin frestaði þessu fyrst um sinn því fyrir lá að ríkis- stjórnin hefur tekið ákvörðun um að nýta þessar heimildir til jöfnunar og fullkomin samstaða er um það á Alþingi. Því eru auðvitað takmörk sett og það er Ijóst að málið þarf að koma tiltölulega fljótt inn í þing- ið,“ sagði Þorsteinn. Enn er ekki ljóst hvenær frum- vörpin um Þróunarsjóð og stjórn fiskveiða koma fram vegna ágrein- ings í stjómarflokkunum og sagði Þorsteinn að það yrði _að koma í ljós hvenær það yrði. „í sjálfu sér er hægt að taka þetta ákvæði sem lýtur að ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðsins út úr frum- varpinu ef nauðsyn krefur en best er að afgreiða þetta í einu lagi,“ sagði hann. Tillaga stjórnarandstöðu felld Þingmenn stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd fluttu breytingatillögu við frumvarp um efnahagsaðgerðir vegna kjara- samninga um að heimilt verði að úthluta aflaheimildum Hagræðing- arsjóðs á yfirstandandi fiskveiðiári. Vartillagan felld með 27 atkvæðum stjórnarliða gegn 21 atkvæði þing- manna stjórnarandstöðuflokkanna. Fosteignir ► Nýi Vesturlandsvegurinn - Þegar hús leka - Innan veggja heimilisins - Lagnafréttir Dagleglíf ► í verslunarferð til Edinborgar í einn dag - hönnun á stólum - í húsi Arafats - íslendingahótelið Clifton Ford - gullakista í skólana - fegurð í Tyrklandi Sex ríkisstofnanir með græn símanúmer SAMKVÆMT upplýsingum Pósts og síma eru 73 svokölluð græn símanúmer í notkun hér á landi og eru þau öll staðsett á höfuðborg- arsvæðinu, allflest í Reykjavík, og eru einnig dæmi um að erlendir aðilar hafi boðið upp á slíka þjónustu hér á landi. Hins vegar hafa aðeins sex stofnanir ríkisins gefið viðskiptavinum sínum kost á að nota græn númer. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsálykt- unartillögu sem sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi. Vilja þingmennirnir með tillögu sinni að ríkisstjómin sjái til þess að sett verði upp græn símanúmer í öllum ráðuneytum stjórnarráðsins og helstu stofnunum ríkisins. Tvö ráðuneyti, samgöngu- og landbúnaðarráðuneytin, bjóða fram þessa þjónustu en Alþingi hefur ekki grænt símanúmer upp á að bjóða. Þá bjóða hvorugur ríkisbank- anna og enginn sparisjóður upp á þessa þjónustu en fólk á þó kost á að hringja í grænt símanúmer vilji það notfæra sér þjónustusíma banka og sparisjóða. Segja flutn- ingsmenn í greinargerð að almenn- ingur nýti þessa möguleika ótrúlega lítið og kenna um skorti á kynningu. Tregt í Smugunni AFLABRÖGÐ hafa verið treg í Smugunni að undanförnu en um tylft skipa er nú þar að veiðum. Veðurfar hefur batnað til muna á svæðinu og er hitinn yfir frostmarki. Að sögn Gunnlaugs Óskarsson- ar, framkvæmdastjóra Hópsness hf., hefur Hópsnes GK verið að veiðum í Smugunni undanfama þijá sólarhringa en aflabrögð verið með minnsta móti. Sæmilegt veður Hörður ívarsson, skipstjóri á Hópsnesinu, segir að sæmilegt veður hafi verið þarna að undan- förnu, suðlægar áttir og hiti yfir frostmarki. Afli hefur hins vegar verið mjög tregur allan tímann. Skipin eru öll að veiðum sunnan við rekísinn. Sagði Gunnlaugur að veiðunum í Smugunni yrði lík- lega hætt eftir nokkra daga ef aflabrögð glæddust ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 258. tölublað (12.11.1993)
https://timarit.is/issue/125952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. tölublað (12.11.1993)

Aðgerðir: