Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Serbar fluttir frá Sarajevo FLÓTTAMANNAHJÁLP Sam- einuðu þjóðanna hélt í gær áfram að flytja óbreytta borgara á brott frá Sarajevo, höfuðborg Bosníu, eftir að Serbar höfðu sleppt tveimur bosnískum líf- vörðum sem þeir höfðu rænt. Flutningunum var hætt þegar mönnunum var rænt á mánudag og þá höfðu 350 Serbar af 642 verið fluttir úr borginni. Um 60 Serbar voru fluttir þaðan í rútu í gær. 875 Króatar og múslimar bíðá enn eftir því að verða flutt- ir til Króatíu en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður. Rússar lofa bót o g betrun VIKTOR Danílov-Danílían, um- hverfísráðherra Rússlands, sagði á fundi aðildarríkja Lundúnasátt- málans í gær að Rússar myndu hætta losun geislavirkra efna í hafíð eigi síðar en árið 1995 og jafnvel strax á næsta ári ef þeir fái nægilega ijárhagsaðstoð frá Vesturlöndum. 71 ríki hefur und- irritað Lundúnasáttmálann, sem miðar að því að koma í veg fyrir mengun í hafinu af völdum úr- gangsefna. Á fundinum verða atkvæði greidd um tillögu þess efnis að losun geislavirkra efna og iðnaðarúrgangs í hafíð verði bönnuð með öllu. Voru medvitað- ir um glæpinn GEÐLÆKNAR báru ' fyrir rétti í gær að drengirnir tveir, sem ákærðir hafa verið fyrir morð á smábami, hefðu gert sér grein fyrir að þeir væru að fremja glæp þegar þeir rændu barninu og gengu í skrokk á því. Spurningin um hvort dreng- imir, sem era báðir 11 ára, hafi vitað að þeir væra að fremja glæp skiptir miklu máli í réttar- höldunum og gæti ráðið úrslitum um hvort þeir verða dæmdir sek- ir eða sýknaðir. Bolger hyggst mynda stjórn JIM Bolger, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagðist í gær ætla að mynda minnihlutastjóm fengi fiokkur hans, Þjóðarflokkurinn, ekki meirihluta í þingkosningun- um sþ laugardag. Þegar eftir var að telja utankjörstaðaratkvæði skorti Þjóðarflokkinn aðeins eitt þingsæti til að fá meirihluta á þinginu, fékk 49 þingsæti af 99. Úrslit kosninganna liggja fyrir í lok næstu viku. Reuter Logandi víti TÖLUVERÐAN tíma tók að slökkva eldinn enda var hitinn óskaplegur. Um 40 bifreiðar, þar af fjórir stórir flutningabilar, brunnu til kaldra kola og óttast var í gær, að fleiri lík ættu eftir að finnast í bílflökunum. A.m.k 15 fórust í öðru mesta umferðarslysi í Frakklandi Tugú* bifreiða höfn- uðu í vítislognnum Bordeaux. Reuter. AÐ minnsta kosti 15 manns brunnu til bana og 49 slösuðust þegar eldur kom upp í olíuflutningabíl á hraðbraut í Suðvestur-Frakklandi í fyrrakvöld. Blinduðust aðrir ökumenn af reykjarmekkinum frá honum og fyrr en varði voru næstum 40 bílar komnir í eina kös inni í eldhafinu. Er óttast, að fleiri finnist látnir í bílunum og sumir þeirra, sem slösuðust, voru á milli heims og helju. Slysið átti sér stað á hraðbraut- inni milli Parísar og Bordeaux og voru tildrögin þau, að eldur kom upp í öxli fransks olíuflutninga- bíls. Bílstjórinn, sem var breskur, stöðvaði þá bílinn við vegbrúnina en reykjarkófið frá honum, þoka og mikil rigning blinduðu bílstjóra annars flutningabíls, sem ók á fullri ferð á olíubílinn og valt inn á veginn. Næst komu tveir aðrir flutningabflar aðvífandi og loks 37 fólksbílar. Trúðu ekki eigin augum Eldhafið var gífurlegt og sprengingarnar kváðu við hver af annarri í bensíngeymum bílanna. Um 50 mönnum, ökumönnum og farþegum, tókst samt að forða sér út úr bflunum. „Við hlupum yfir veginn og klifruðum upp bakkann hinum megin. Eldhafíð var gífurlegt og við heyrðum bílana springa hvern á fætur -öðrum. Við vildum ekki trúa þeirri sjón, sem við okkur blasti," sagði kona nokkur, sem slapp lífs úr eldsvítinu. Líkin óþekkjanleg í gær hafði aðeins tekist að bera kennsl á fá lík vegna þess hve brunnin þau voru og einnig voru erfiðleikar-á því að losa bfl- ana úr samantvinnaðri kösinni. í Frakklandi eru nú uppi raddir um að takmarka flutning hættulegra og eldfímra efna á mestu annatím- um í umferðinni. Þetta er annað mesta umferðar- slys í Frakklandi en 1982 fórust 53, þar af 46 böm, í fjöldaárekstri skammt frá Beaune í Búrgúndí. Mikið slys varð einnig á Suð- vestur-Englandi í fyrradag en þá fór fólksflutningabifreið út af veg- inum með þeim afleiðingum, að 10 manns létust og 36 slösuðust. Níu hinna látnu voru bandarískir ferðamenn. Bandaríkin Byssu- kaupin erfiðari Washington. Reuter. BANDARÍSKA fulltrúadeild- in samþykkti í gær Brady- frumvarpið svokallaða en samkvæmt því verða að líða fimm dagar frá því falast er eftir skammbyssu og þar til kaupin geta farið fram. Sú breyting var þó gerð á frum- varpinu, að eftir fimm ár fell- ur þessi fimm daga frestur niður en í stað hans verður skylt að kanna strax feril væntanlegra kaupenda. Frumvarpið, sem var samþykkt með 238 atkvæðum gegn 189, er kallað eftir James Brady, fyrrver- andi blaðafulltrúa Hvíta hússins, en hann gekk til liðs við baráttuna gegn byssunni eftir að hann varð fyrir skoti og lamaðist í banatil- ræði við Ronald Reagan, fyrrver- andi forseta, árið 1981. Frumvarp- ið hefur áður farið í gegnum báð- ar deildir Bandankjaþings en þeim, sem eru andvígir takmörk- unum við byssueign, einkum Sam- bandi bandarískra skotfélaga, hef- ur hingað til tekist að koma í veg fyrir, að það yrði að lögum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita frumvarpið og stuðningsmenn þess, þar á meðal flest félög löggæslumanna, vonast til, að það geti orðið að lögum síð- ar á árinu þegar öldungadeildin hefur afgreitt það. Þar má hins vegar búast við, að andstæðing- arnir reyni að drepa það með breytingartillögum eða tefja fyrir því. r ÁL RIMLATJÖLD Stærðircm Verð kr. Stærðircm Verð kr. Stærðircm Verð kr. 40x160 1.115,- 90x160 2.510,- 140x160 3.905,- 50x160 1.395,- 100x160 2.790,- 150x160 4.185,- 60x160 1.675,- 110x160 3.070,- 160x160 4.460,- 70x160 1.955,- 120x160 3.350,- 170x160 4.740,- 80x160 2.230,- 130x160 3.625,- 180x160 5.020,- Einfalt að sníða gluggatjöldin fyrir gluggann þinn. Eigum einnig ál rimlatjöld í síddínni 220 cm. Eigum einnig plast rimlatjöld í ýmsum litum. Z-brautir og gluggatjöld hf.. rFaxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík. Símar 813070 og 812340. Fax 814135. Fimm ára gamall líffæraþegi látinn Pittsburgh, London. Reuter. LAURA Davies, fimm ára líf- færaþegi, lést í gær á barna- spítalanum í Pittsburgh, en hún hafði ekki sýnt nein bata- merki frá líffæraígræðslu sem hún gekkst undir fyrir átta vikum. Þá voru sex líffæri grædd í Lauru, en fæðingar- galli olli því að hún gat ekki melt. Læknar hennar sögðu í gær að ígræðslurnar hefðu ekki verið til einskis, þar sem ávinningur læknavísindanna af þeim væri mikill og yrði til þess að hægt yrði bjarga mannslífum í framtíðinni. Batahorfur Lauru voru litlar eftir aðgerðina og var hún í önd- unarvél síðustu tvær vikurnar. í gærmorgun versnaði henni snögglega og samþykktu for- eldrar hennar að öndunarvélin yrði tekin úr sambandi. Mikil umræða hefur verið í heimalandi Lauru, Bretlandi, um réttmæti aðgerðanna, en líffæri voru tvívegis grædd í hana, í Reuter Laura látin HIN fimm ára gamla Laura Davies, sem gekkst undir sex líffæra ígræðslu fyrir tveimur mánuðum, lést í gær. síðara skiptið lifur, magi, þarm- ar, nýru og lifur, í aðgerð sem vakti heimsathygli. Urðu fjöl- margir til að styðja ijölskyldu Lauru með fjárframlögum, með- al annarra Fahd, konungur Saudi-Arabíu. KOPAVOGSBUAR AmL Palsmi í ANNAÐ SÆTIÐ í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi laugardaginn 13. nóv. frá kl 10-22 STUÐNINGSMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.