Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 7
Formaður Neyt- endasamtakanna MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 7 Óeðlileg- ur verð- munur á svínakóti- lettum MIKILL verðmunur á svínakóti- lettum í Edinborg og á Islandi er hvort tveggja í senn óeðlilegur og óásættanlegur eftir því sem Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir. Hann segir að fóðurbætisskattur og 14% virðisaukaskattur skýri muninn að hluta en ekki öllu. Valur Þorvalds- son, framkvæmdastjóri Svínarækt- arfélags Islands, segir að bændur framleiði svín. Síðan taki aðrir við, hluti þau niður og verðleggi eftir því sem markaðurinn sé tilbúinn að greiða fyrir hvert stykki. Jóhannes sagði að þrefaldur verð- munur á svínakótilettum í Edinborg og í Reykjavík, sem sagt hefur verið frá á neytendasíðu, væri óeðlilegur og óásættanlegur. Hann minnti í þessu sambandi á að eitthvað af verð- muninum væri hægt að skýra með fóðurbætisskatti og 14% virðisauka- skatti hér á landi. Svínabændur þyrftu hins vegar að leita fleiri áhrifaþátta ekki síst með tilliti til Gatt-samninga sem muni leiða til aukins innflutnings á landbúnaðarvörum þ. á m. svína- kjöti. Annars sagði Jóhannes að það mætti segja svínabændum til hróss að verð á svínakjöti hefði lækkað tölu- vert undanfarin ár. „Og við leggjum auðvitað áherslu á að halda í það sem íslenskt er. En þa verður það íslenska' að standa sig. Á sama máta geri ég svo mjög harða kröfu á að stjórnvöld komi hlutunum þannig fyrir að ekki verði lagðar sérstakar álögur á ís- lenska framleiðslu eins og reyndin hefur verið varðandi t.d. fóðurbætis- skattinn. Ég hlýt því að fagna því mjög að til stendur að leggja hann niður um áramót," sagði Jóhannes. Onnur verðlagning Valur Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Svínaræktarfélags íslands, sagði að málið sneri einfaldlega þann- ig að svínabændur framleiddu svín. Síðan tækju aðrir við þeim, skæru þau niður og verðlögðu eftir því hvað markaðurinn vildi greiða mikið fyrir hvern hluta. „Og það er ljóst,“ sagði hann, „að verðlagning á einstökum skurðum er töluvert öðruvísi hér en í öðrum löndum. Meiri verðmunur er á milli einstakra skurða. Þess vegna segjum við að eigi að vera hægt að draga ályktun af svona samanburði þurfí menn að átta sig á verði og vægi einstakra skurða, þ.e. raða sam- an í heilan grís,“ sagði Valur og benti jafnframt á að minni munur, jafnvel enginn eða Reykjavík í hag, fengist ef verðlagning á öðrum hlutum svíns- ins væri borin saman. Hann sagðist hins vegar aðspurður gera ráð fyrir að þróunin yrði smám saman í sömu átt og erlendis í verð- lagningu á hveijum hiuta fyrir sig, en hversu hröð sú þróun yrði væri óvíst. Framleiðum óprentaðar jólasveinahúfur. Lógmark 30 stk. Jólasveinabúningar, leiga - sala. Lausir pokar og skegg. Húfugerð og tauprent, sími 91-677911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.