Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 40
#0
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
horfurrist £>arcu eJck>C
<i ouuga lerogur. "
Hann notar ekki reyk. Þetta
hlýtur að vera leyniþjón-
ustumaður.
Varðstu fyrir áfalli fyrir
skömmu?
HOGNI HREKKVISI
„VBSKJÍ --ÚR.. HRiNS... FLÓAHÁLSBAND..*
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 ReykjavíkSími 691100 - Símbréf 691329
Ævintýri í Ráðhúskjallara o g
vandræði bílastæðasjóðs
Frá Þórdísi Árnadóttur:
Mér leiðist að skulda. Þess vegna
fæ ég sting í mig þegar ég heyri
um skuldir allra fyrirtækjanna sem
ég á hlut í. Reyndar eru hlutabréf-
in ekki beinlínis skráð á mig heldur
á ríki og Reykjavíkurborg. Nú síð-
ast í morgun var ég í útvarpsfrétt-
um minnt á slæma stöðu eins þess-
ara fyrirtækja, bílastæðajóðs, þar
sem skuldirnar eru taldar í hundr-
uðum milljóna. Það kostar nefni-
lega að byggja bílageymslur, ofan
jarðar og neðan.
Bílastæðasjóður fær, eins og
nafnið bendir til, tekjur af því sem
bílaeigendur greiða fyrir að fá að
nota gjaldskyld bílastæði. Og til
að tekjurnar verði sem mestar
þurfa bílastæðin að vera aðgengi-
leg, ná vinsældum, vera vel nýtt
og vel rekin.
Fréttin um bága stöðu bíla-
stæðasjóðs er tilefni þess að ég tek
mér nú tölvumús í hönd til að segja
frá ævintýri mínu í Ráðhúskjallar-
anum fyrir skömmu. Það er aldrei
að vita nema þeir sem nú eiga að
reyna að bæta rekstur bílastæða-
sjóðs geti einhvern lærdóm af því
dregið.
Eg var á leið í Dómkirkjuna, til
að vera viðstödd minningarathöfn
um vin minn. Mér fannst alveg
upplagt að leggja nú í fyrsta skipti
á fina bílstæðinu í Ráðhúskjallaran-
um. Þar gæti ég greitt eftir á og
þyrfti ekki að óttast um útrunninn
stöðumæli og hugsanlega sekt.
Vel gekk að komast niður í kjall-
arann og nóg var úrvalið af auðum
stæðum. En þegar við fórum að
litast um eftir útgönguleið vandað-
ist málið. Lítil græn og blá ljósa-
skilti með „út“ bentu öll í sömu
átt — á brekkuna þar sem við kom-
um inn. Ég vildi ekki trúa þessu
og fór í smá rannsóknarferð en sá
ekki annað en dyr þar sem merkt
var með litlum gráum stöfum á
gráum vegg „ráðhús“ og „inn“. Þar
sem við vorum ekki að fara í Ráð-
húsið og vildum komast út en ekki
inn klöngruðumst við meðfram
veggnum upp brekkuna sem við
höfðum komið niður, á móti bílaum-
ferðinni, og komum út í Tjarnargöt-
unni.
Að helgistund lokinni lá straum-
ur fólks úr Dómkirkjunni að Ráð-
húsinu. Við eltum, inn um aðalinn-
ganginn, og lituðumst um í anddyr-
inu í von um að þaðan lægi greið
leið niður í bílakjallarann. Hvergi
sáum við orð um bílastæði, nema
hvað það var merkt með gulum lit
á illskiljanlegum heildaruppdrætti
af húsinu. Við sáum aðeins litla
gráa stafi á veggjum sem sögðu
hvaða skrifstofur og fundarsalir
væru á hverri hæð. Eðlisávísunin
og straumur fólks sagði okkur þó
að við ættum að fara niður stig-
ann, niður í salinn á Tjarnarhæð-
inni og þaðan niður í stigaganginn.
Við fundum bílinn — en hvar átti
að borga? Eftir nokkra leit sagði
góðhjartaður bíleigandi okkur að
greiðsluvél væri í stigaganginum.
Við höfðum gengið framhjá henni
í hálfrökkrinu sem þar ríkti. Ég
•stakk miðanum í — en hef líklega
ekki sett hann 100% lárétt. Hann
fór vitlaust inn í vélina, engin upp-
hæð kom á skjáinn og vélin vildi
hvorki peninginn frá mér né skila
miðanum. Samferðarmaður minn
dreif sig upp í anddyrið þar sem
hann hitti fyrir starfsmann sem tók
við greiðslu og lét hann fá nýjan
miða.
Við ókum af stað út en við miða-
vélina við útkeyrsluna var biðröð
og allt stopp. Einhver hafði sett
miðann vitlaust í vélina. Sláin fór
ekki upp og enginn komst út. Bíl-
stjórinn stóð ráðalaus fyrir utan
bílinn þar til annar benti honum á
að hægt væri að kalla á hjálp gegn-
um hljóðnema á miðavélinni.
Starfsmaður kom og bjargaði mál-
unum og bílastrollan silaðist af
stað. Þegar röðin kom að mér vand-
aði ég mig vel, en — sláin vildi
ekki fara upp. Sem betur fer var
starfsmaðurinn ekki langt undan.
Hann tók miðann og sagði að ég
ætti eftir að borga. Þegar honum
var bent á að við hefðum fengið
þennan miða í staðinn fyrir þann
sem greiðsluvélin gleypti sagði
hann að miðinn væri útrunninn —
hann hefði aðeins gilt í nokkrar
mínútur og þær væru liðnar. Þær
fóru í biðina vegna vandræða ná-
ungans á undan. Með aðstoð starfs-
mannsins komumst við út, uppgef-
in en reynslunni ríkari.
Ég hefði áreiðanlega fengið
minnimáttarkennd og ekki þorað
að segja nokkrum manni frá aula-
skap mínum ef ég þættist ekki
hafa fjölþjóðlega reynslu af
greiðsluskyldum bílastæðum og
bílahúsum — án þess að hafa nokk-
urn tíma lent í vandræðum með
að komast inn, út eða borga. Ekki
einu sinni í löndum þar sem ég
skil ekki stakt orð í málinu.
Mér fannst vissara að kanna
málið betur, áður en ég geystist
fram á ritvöllinn, og brá mér því í
könnunarleiðangur í Ráðhúsið í
dag. Skoðun mín var staðfest.
Merkingar og leiðbeiningar eru svo
slæmar að það mætti halda að bíla-
stæðin væru eitthvert feimnismál.
Eru þau það kannski? Eða getur
verið að arkitekt hússins leggi blátt
bann við öðrum merkingum en litl-
um gráum stöfum á gráum veggj-
um? Gráum stöfum, sem erfitt er
að sjá nema vita fyrirfram hvar
þeirra á að leita. Ég vona að ein-
hver geti svarað þessum spurning-
um.
Sem skattgreiðandi í Reykjavík
vil ég að borgarfyrirtækin mm séu
vel rekin, helst með hagnaði, og
laði að viðskiptavini, mig og aðra.
Þau eiga að vera „notkunarhvetj-
andi“ eins og ég get ímyndað mér
að það heiti á stofnanamáli. Merk-
ingarnar og.miðavélarnar í Ráðhús-
inu eru það tæplega — því miður.
ÞÓRDÍS ÁRNADÓTTIR,
Heiðargerði 1,
Reykjavík.
Víkveiji skrífar
egar Víkveiji las baksíðufrétt
Morgunblaðsins í gær um vel-
gengni Bjarkar Guðmundsdóttur
söngkonu í útlöndum reikaði hugur-
inn mörg ár aftur í tímann þegar
lítil hnáta kom ásamt félögum sín-
um á Morgunblaðið með tilkynning-
ar í nafni Smekkleysu. Þetta voru
hinar sérkennilegustu tilkynningar
og margar drógu dám af nafni fyrir-
bærisins. Víkveiji játar hér og nú
að honum fannst þessi hópur
krakka mjög sérkennilegur en hann
var umfram allt frumlegur. En
mest dáðist hann að þori þessarar
smávöxnu stúlku að labba óhrædd
inn á stærsta blað Iandsins og biðja
um birtingu á þessum sérkennilega
samsetningi.
Og síðan eru liðin nær tíu ár og
Björk Guðmundsdóttir hefur haldið
sínu striki. Sem aðalstjarna Sykur-
mölanna varð hún þekkt víða um
heim og segja má að hún hafi orð-
ið heimsfræg eftir að hún gaf út
sína fyrstu sólóplötu nú í sumar.
Hún hefur óhrædd „smælað framan
í heiminn" eins og Megas komst
að orði og heimurinn hefur smælað
framan í hana. íslendingur sem var
staddur í London nýlega kvaðst
hafa orðið mjög undrandi þegar
hann sá myndir af Björk um alla
miðborgina. Og hún hefur prýtt
forsíður margra blaða víða um
heiminn, meira að segja stærsta
tízkublað Bretlands, Face, birtir
forsíðumynd af henni í nóvember-
heftinu, eins og sjá mátti á baksíðu
Morgunblaðsins í gær. Svona tekur
Víkveiji til orða, því að Björk hefur
verið þekkt fyrir flest annað en að
vera tízkudrós.
Björk mun án efa selja meira en
milljón eintök af plötunni sinni.
Þetta hefur aðeins Sykurmolunum
tekizt áður, en þar var hún aðal-
stjarnan eins og fyrr segir. Björk
hefur því náð meiri hylli úti í hinum
stóra heimi en nokkur annar íslend-
ingur. Það verður gaman að fylgj-
ast með ferli hennar.
xxx *
Mikill kraftur hefur verið í
byggingarframkvæmdum
fyrir aldraða að undanförnu. Á
föstudaginn voru afhentar íbúðir í
tveimur byggingarkjörnum, annars
vegar við Lindargötu á vegum
Reykjavíkurborgar og hins vegar í
Árskógum í Suður-Mjódd á vegum
Gylfa og Gunnars hf. Þarna er alls
um 194 íbúðir að ræða og munar
vissulega um minna. Víkveiji hefur
ekki komið inn í þessar íbúðir en
ekið fram hjá báðum þessum íbúð-
arkjörnum og líkað vel. Sérstaklega
er ánægjulegt að sjá hve vel hefur
tekizt til við Lindargötuna, því að
það svæði var ákaflega óspennandi
áður en lagt var í þessar fram-
kvæmdir.
xxx
Víkverji hefur annað slagið
skrifar um okur á bjór á veit-
ingastöðum í Reykjavík og hvatt
veitingamenn til að lækka verðið.
Örfáir hafa gert það og nú er fyrsta
kráin í miðbænum búin að lækka.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu
í gær hefur Naustkjallarinn lækkað
verðið á hálfs lítra bjór úr 550 í
350 krónur á virkum dögum. Þetta
er ánægjuefni fyrir bjórunnendur
og verður gaman að sjá hvað aðrar
krár á svæðinu gera nú.