Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 19 7. til 13. nóvember Sveimsveit í lágflugi S@e t í Titíll Flytjandi Síðost Vikur | « 1 Lífið er Ijúft Bubbi 1 1 t 2 Pearl Jam Pearl Jam 3 3- 3 Algjört möst Ymsir 2 4 t 4 In Utero Nirvana 5 5 t 5 Bat Out of Hell II Meat Loaf ó 4 t 6 Sleepless in Seattle Ymsir 16 1 t 7 What's Love Got to do With It Tina Turner 8 5 4- 8 The Boys The Boys 4 3 4- 9 10 Summeners Tales Sting 7 5 «10 Black Sunday Cypress Hill 10 5 t 11 Diskóbylgjan Ymsir 19- 1 12 Zooropa U2 11 5 t 13 Ekki þessi leiðindi Bogomil Font ai 4 «14 Very Pet Shop Boys 14 1 i 15 The World is Still Alive Bubbleflies 9 1 t 16 Bigger Better Faster 4 Non Blondes ai 3 t 17 Core Stone Temple Pilots ai 4 ■ t 18 Now1993 Ymsir ai 1 4- 19 Ten Pearl Jam 18 5 «20 Debut Björk 20 5 XX - nýtt inn á lista ai =» aftur inn á lista Bubbi Morthens kann greini- lega vel við sig á toppi ís- lenska popplistans — Topp XX, því hann situr þar sem fastast og selst reyndar umtalsvert meira en næstu plötur á eftir. Heldur fer þó að hitna undir honum í næstu viku, því flóð íslenskra platan er í þá mund að skella á, og í vikunni komu út plötur Ný- danskrar, Stefáns Hilmarssonar og KK Bands, en í næstu viku kemur svo út plata Todmobile, svo söluvænlegar plötur séu tínd- ar til. Þrjár aðrar plötur íslenskra flytjenda eru á listanum þessa viku, ein stígur, ein stendur í stað og sú þriðja fellur. Platan sem stígur er söluhæsta plata ársins og virðist enn vera að seljast, en það er plata Bogomils Fonts og Milljónamæringanna, Ekki þessi leiðindi. Hún hefur selst í yfir 7.000 eintökum og á kannski eft- ir að skríða yfir 10.000 eintök á árinu, sem er sérdeilis gott. (stað stendur plata Bjarkar Guðmunds- dóttur, sem nálgast óðfluga millj- ónasta eintakið í sölu um heim allan, en hér hefur hún selst í um 6.000 eintökum og er því önnur söluhæsta plata ársins. Þriðja platan er með öllu ófrægari sveit, Bubbleflies, sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, The World is still Alive, fyrir skemmstu. Sú kom sterk inn á listann í níunda sæti í síðustu viku, en fellur um sex sæti að þessu sinni. Bubbleflies hefur vakið tölu- verða athygli upp á síðkastið, enda fer hljómsveitin ekki troðnar slóðir í tónsköpun og steypir saman fönki, rokki, sveim og jass. Bubbleflies hélt frækna útgáfu- tónleika í Valsheimilinu í október- lok, en hljómsveitin hefur fengið mikinn frama á unga aldri. Upp- haflega varð hún til í kringum tvo félaga, sem voru að vinna saman house-tónlist. Þá vantaði gítar- leikara í eitthvert laganna, fundu hann og upp frá því fór allt að ganga með miklum hraða, svo Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir miklum reyndar að sveitarmenn hafa lýst því í viðtali að um tíma hafi þeir verið nánast áhorfendur; hljómsveitin hafi þróast eins og sveppsgró sem fellur í næringar- upplausn og sendir frá sér anga í allar áttir. Það fyrsta sem þeir félagar í Bubbleflies sendi frp sér var lag á Núlldisknum svokaílaða, en til að koma því skammlaust frá sér var söngvari ráðinn. I kjöl- far þess bauðst þeim að taka upp fjögurra laga smáskífu, en þegar í hljóðverið var komið gat enginn hamið sig og áður en varði var búið að taka upp tæpan klukku- tíma af tónlist sem er á áður- nefndri breiðskífu. Platan var mestmegnis unnin á tölvur í hljóðverinu, enda hljóm- sveitin ekki orðin fullskipuð, en áður en platan kom út lögðu þeir Bubbleflies-félagar nótt við dag til að æfa saman átta manna hljómsveit til að fylgja plötunni eftir og þannig skipuð hefur sveit- in leikið víða, er reyndar á förum til Akureyrar þegar þetta birtist. Hvort Bubbleflies eigi eftir að sækja í sig veðrið aftur á listanum er ekki gott að segja, en I Ijósi þess hve sveiflur eru örar á hon- um er best að spá engu um fram- haldið. íslenski popplistinn er unninn af Gallup fyrir Morgunblaðið, Sjónvarpið, Rás 2 og samtök hljómplötuframleiðenda. (slenski popplistinn — TOPP XX — er á dagskrá sjónvarpsins á föstudögum og á dagskrá Rásar 2 á laugardögum. Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFlSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.