Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
29
Minning
Sigurður Guðmunds-
son frá Nesi í Selvogi
átta okkar afa aukist. Við höfum
alltaf verið góðir vinir, en vináttan
varð alltaf meiri og meiri. Mér þótti
svo æðislega vænt um hann, þessa
elsku, að ég get eiginlega ekki lýst
almennilega tilfinningunum sem ég
bar til hans, þær voru svo miklar.
Ég gæti haldið áfram að skrifa
um afa í margar vikur. Það er svo
margt sem ég get talað um. Hann
hefur gert svo mikið fyrir mig og
mína fjölskyldu að það er alveg
óteljandi.
Elsku afi, ég veit að þér líður
betur núna, þú þarft ekki að þjást
lengur. Ég vil biðja Guð um að
styrkja ömmu mína í sorg hennar.
Minningin um elsku afa minn mun
lifa í huga og hjörtum okkar.
„Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það, sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því, sem
ég get breytt, og vit til að greina
þar á milli.“
Elsku afi minn, hvíl þú í friði.
Guðný Hrönn Sigmundsdóttir.
Hann afi er látinn eftir að hafa
barist hetjulega gegn sjúkdómi sín-
um. Afí var góður við alla menn,
hann var fyndinn og alltaf í góðu
skapi.
Það má kalla afa hetju, hann
barðist fyrir sínu. Það er svo skrýt-
ið hvað hlutirnir eru fljótir að ger-
ast, aðra stundina var hann spræk-
ur eins og hann alltaf var en þá
næstu liggur hann þjáður og kval-
inn. Mér þótti og þykir ennþá vænt
um afa minn og mun geyma minn-
ingu hans í hjarta mér. Ég mun
sakna þín, afi minn, en mun sam-
gleðjast þér að þurfa ekki að kvelj-
ast lengur.
Vonandi mun þér líka vel við
nýja staðinn þinn. Og að fá að sjá
foreldra þína og ástvini aftur. En
þú veist að þú munt sjá ástvini þína
á jörðinni aftur. Það er erfitt að
geta ekki séð afa sinn aftur á jörð-
inni. En við getum verið örugg um
að vita að þín sé vel gætt og að
vita að þú fylgist vel með okkur.
Nú ertu meira með okkur heldur
en þú varst. Elsku afi, gangi þér
vel að sætta þig við allar þær breyt-
ingar sem hafa orðið hjá þér, en
þú veist að jörðin er bara skóli til
að læra. Við munum passa hana
gömlu þína vel þangað til þú færð
að sjá hana aftur. Þá munuð þið
passa hvort annað.
Bless, elsku afi minn, ég hlakka
til að fá að sjá þig aftur.
Fæddur 14. júlí 1918
Dáinn 6. nóvember 1993
í dag verður kvaddut' hinstu
kveðju frá Hallgrímskirkju Sigurður
Guðmundsson bifreiðastjóri, sem
lengst af bjó a Eiríksgötu 21 í
Reykjavík og lést síðastliðinn laug-
ardag, 6. nóvember.
Sigurð hafði ég þekkt í rúma tvo
áratugi eða frá því að stjúpsonur
hans, Þorvaldur, gekk að eiga syst-
urdóttur mína og kjörsystur, Ás-
laugu. Hitti ég hann reglulega í fjöl-
skylduboðum og við önnur tækifæri
hjá stjúpsyni hans. Sigurður var
maður rólegur, yfirvegaður, tranaði
sér ekki fram og beið þar til komið
var að honum. Hann fylgdist vel
með mönnum og málefnum og hafði
gaman af að taka þátt í umræðum
um þjóðfélagsmál og önnur þau
mál, sem efst voru á baugi á hveijum
tíma.
Sigurður fæddist að Borgum í
Nesjahreppi í Austur-Skaftafells-
sýslu hinn 14. júlí 1918 og voru
foreidrar hans Guðmundur Jónsson
stórbóndi, lengst af í Nesi í Selvogi
og síðari kona hans, Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Dal í Lóni. Guðmundur
bjó stóru búi í 13 ár í Suðursveit,
sveit Þorbergs Þórðarsonar, og
kynntist hann þar skáldinu, en það
bjó á Hala svo sem kunnugt er.
Árið 1920 fluttist Guðmundur
með fjölskyldu sína að Reykjanesi í
Grímsnesi og bjó þar búi sínu til
ársins 1928, að hann fluttist að
Nesi í Selvogi. Bjó Guðmundur þar
einu stærsta fjárbúi landsins og
hafði yfir 800 fjár á fóðrum auk
þess sem hann stundaði útgerð, m.a.
frá Þorlákshöfn. Eins og gefur auga-
leið var mannmargt á Nesi á þessum
árum, menningarheimili var þar
mikið. Eins og áður getur hafði fað-
ir Sigurðar kynnst Þórbergi Þórðar-
syni í upphafi aldarinnar. Ekki dró
úr áhuga heimilisfólksins á skáld-
skap og íslenskum bókmenntum,
þegar Einar heitiiin Benediktsson
skáld fluttist í sveitina, en hann bjó
síðustu ár sín í Herdísarvík í Sel-
vogi. Urðu töluverð samskipti heim-
ilisföðurins við skáldið. Höfðu þessi
kynni langtímaáhrif á Sigurð heit-
inn. Kynntist hann á þessum árum
störfum til sjós og lands og kynntist
einum mesta andans manni þessarar
aldar.
Guðmundur brá búi í Nesi á árinu
1946 og tók Sigurður sonur hans
þar við búrekstri og bjó til ársins
1948, er hann fluttist til Reykjavík-
ur. Hóf hann störf þar í fyrstu hjá
Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem bíl-
stjóri og starfaði þar til ársins 1955,
er hann eignaðist sendibifreið og
starfaði á vegum Sendibílastöðvar-
innar í Reykjavík. Hann starfaði að
mestu leyti hjá Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins. Árið 1984 hætti
hann störfum, þar sem heilsan hafði
brugðist. Síðustu árin dvaldist hann
á Vífilsstöðum og þakka aðstand-
endur starfsfólki góða umönnun
undir stjórn hins röska yfirlæknis,
Hrafnkels Helgasonar frá Stórólfs-
hvoli í Hvolhreppi. Sigurður andaðist
síðastliðinn laugardag eftir erfið
veikindi. .
Sigurður var kævntur Laufeyju
Þorvaldsdóttur. Hún var dóttir Þor-
valds Ólafssonar, sjómanns í Reykja-
vík, sem ættaður var úr Keflavík,
og konu hans, Þórunnar Halldórs-
dóttur frá Klöpp í Selvogi, systur
Baldvins heitins Halldórssonar,
togaraskipstjóra í Hafnarfírði, föður
Hafsteins heitins Baldvinssonar, lög-
fræðings og bæjarstjóra í Hafnar-
firði og afa Björgvins Halldórssonar
söngvara.
Þau Laufey og Sigurður áttu sam-
an þtjá syni, Guðmund bifreiða-
stjóra, kvæntan Guðrúnu Baldvins-
dóttur smurbrauðsdömu; Örn raf-
virkja, ókvæntan; og Sigurð raf-
virkja, kvæntan Margréti Steinars-
dóttur lögfræðingi. Laufey átti tvö
börn af fyrra hjónabandi, se_m ólust
upp hjá þeim, Guðbjörgu Ásgeirs-
dóttur hjúkrunarfræðing, sem gift
er Guðna Stefánssyni járnsmíða-
meistara og bæjarfulltrúa í Kópa-
vogi; og Þorvald Ásgeirsson, tækni-
fræðing í Hafnarfirði, kvæntan Ás-
laugu Ásgeirsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi.
Við hjónin sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til ekkjunnar,
barna, tengdabarna og barnabarna
um leið og við þökkum Sigurði sam-
fylgdina.
Hrafnkell Ásgeirsson.
Tengdafaðir minn, Sigurður Guð-
mundsson frá Nesi í Selvogi, lést á
Vífilsstaðaspítalanum hinn 6. nóv-
ember síðastliðinn eftir löng og erfið
veikindi.
Hann var fæddur að Borgum í
Nesjahreppi í Austur-Skaftafells-
sýslu, yngsta barn hjónanna Guð-
mundar Jónssonar og Ingibjargar
Jónsdóttur. Áttu þau hjónin átta
börn saman auk þess sem Ingibjörg
átti eina dóttur fyrir hjúskap. Af
systkinunum er nú aðeins eitt eftir
á lífi, Málfríður, sem dvelur á Hrafn-
istu í Reykjavík.
Fjölskyldan fluttist að Reykjanesi
í Grímsnesi er Sigurður var ársgam-
all og þaðan að Nesi í Selvogi árið
1928. Sigurður bjó í Nesi til ársins
1948 er hann fluttist til Reykjavík-
ur. Þar vann hann hjá Mjólkurfélagi
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.
Hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness)
Hödd Vilhjálmsdóttir.
Fleirí greinar um Vilhjálm
Pálsson bíða birtingar og
munu birtast næstu daga.
HUSQVABKA
slœr ígegn!
Nýja saumavélin frá Husqvarna!
Sœnsk hönnun - sœnsk gœði,
nú á frábœru verði.
Leitið nánari upplýsinga
um nýju Smaragd saumavélina.
Verið velkomin.
VOLUSTEINNhf
Faxafen 14, Sími 679505
Reykjavíkur sem bílstjóri til 1955.
Þá hóf hann störf á Sendibílastöð-
inni og starfaði síðan að mestu leyti
hjá ÁTVR þar til hann lét af störfum
vegna veikinda árið 1984.
Sigurður var giftur Laufeyju Þor-
valdsdóttur og átti með henni þrjá
syni. Laufey átti fyrir tvö börn frá
fyrra hjónabandi.
Ég var 18 ára gömul er ég kynnt-
ist tengdaföður mínum. Það var
feimnum unglingi mikill léttir að
finna þá hlýju og gæsku sem staf-
aði frá honum og varð til þess að
öllum leið vel í návist hans. Ég varð
þess fljótt áskynja að þar fór hæglát-
ur og lítillátur maður sem vildi öllum
vel og tók aldrei undir illmælgi og
róg. Ef hann átti ekki til gott orð
um þann er rætt var um þagði hann.
Hann rækti störf sín af samvisku-
semi og ósérhlífni en dró ævinlega
úr ef honum var hrósað að verki
loknu. Það var ekki í hans eðli að
berast á. í hans augum var það sjálf-
sagður hlutur að gera ætíð sitt besta.
Hann var alltaf tilbúinn að rétta
öðrum hjálparhönd og vænti sér
aldrei launa. Hann var mjög lítilþæg-
ur maður og gersamlega laus við
þá kröfuhörku og heimtufrekju sem
einkennir nútímann.
Hann var mjög greindur maður
og skarpskyggn. Hann fylgdist vel
með þjóðmálum allt til síðustu stUnd-
ar og hafði ýmislegt til málanna að
leggja sem hollt væri okkur er yngri
erum að taka til umhugsunar.
Tengdapabba þótti mjög vænt um
barnabörnin sín og er mér sérstak-
lega minnisstætt þegar sonúr minn,
er þá var aðeins ársgamall, slasaðist
á höfði og þurfti að gangast undir
höfuðaðgerð. Okkur var sagt að
hugsanlega hefði drengurinn orðið
fyrir heilaskemmdum. Þegar afí kom
til hans á spítalann og tók hann í
fangið, tók sá litli pípuna upp úr
bijóstvasanum á skyrtunni hans afa
eins og hann var vanur. Þá sá ég
að gleði og feginssvipur breiddist
yfir andlit hans og hann sagðist
hafa vonast til að hann gerði þetta,
að hann væri óbreyttur.
Síðustu æviárin var tengdapabbi
haldinn erfiðum sjúkdómi og leið oft
mjög illa. En aldrei kvartaði hann
eða barmaði sér. Oftar en einu sinni
hafði hjúkrunarfólk orð á því við
fjölskylduna hversu nægjusamur
hann væri og að hann gerði sér sér-
stakt far um að vera ekki til fyrir-
hafnar eða byrði. Enda fundum við
að hann var í sérstöku uppáhaldi
hjá mörgum og sýndi starfsfólk Víf-
ilsstaðaspítala honum mikla hlýju
og umhyggju.
Fátækleg orð fá aldrei nægilega
lýst hreinni og göfugri sál. En við
sem nutum þeirrar gæfu að kynnast
þessum góða manni munum alltaf
geyma minninguna um hann í hjarta
okkar og erum eflaust betri mann-
eskjur vegna þeirra kynna.
Frá öllum heimsins hörmum,
svo hægt í friðarörmum
þú hvílist hels við lín. -
Nú ertu af þeim borinn
hin allra síðstu sporin
sem með þér unnu og minnast þín.
(Einar Benediktsson)
T Margrét.
Sameining sveitarfélaga
Þjóðþrifamál eða blekking?
Ráðstefna í Þjóðleikhúskjallaranum
13. nóvember kl. 13.30-16.30
DAGSKRÁ:
Kl. 13.40 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam-
bands ísl. sveitarfélaga og fulltrúi í sám-
ráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga.
Kl. 14.00 Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri
Kjalarneshrepps.
Kl. 14.20 Bragi Guðbrandsson, formaður samráðs-
nefndar um sameiningu sveitarfélaga og
aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.
Kl. 14.40 Ingibjörg Sólrun Gísladóttir, alþingiskona,
sem jafnframt á sæti í félagsmálanefnd
Alþingis.
Kl. 15.00 Kaffihlé.
Kl. 15.20 Pallborðsumræður og fyrirspurnir.
í þeim taka þátt auk framsögumanna:
Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri í
Hveragerði og stundakennari í stjórnmála-
fræði við HÍ, Sigríður Stefánsdóttir, bæjar-
fulltrúi á Akureyri og fulltrúi í umdæma-
nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Norð-
urlandskjördæmi eystra og Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands.
Fundarstjórar: Kristín Þorsteinsdóttir
og Helgi Már Arthursson.
Að ráðstefnunni standa: Birting, Féiag ungra
framsóknarmanna í Reykjavík, Félag ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík, Heimdaliur, fus,
ungar Kvennalistakonur og Verðandi.