Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVÁ LMENNAR MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Frumvarpsdrög til laga um lögreglumenn RLR annist rann- sókn stórfelldra fíkniefnamála í FRUMVARPSDRÖGUM nefndar sem endurskoðað hefur lög um lögreglumenn og Rannsóknarlögreglu ríkisins er auk stofnunar embættis Ríkislögreglustjóra sem vinni að skipulagningu, samræm- ingu, hagræðingu og eftMiti með löggæslu á landinu, m.a. gert ráð fyrir víðtækum breytingum á starfsemi RLR. Þannig yrði stór hluti þeirra verkefna sem stofnunin sinnir nú á höfuðborgarsvæðinu, einkum þjófnaðarbrot og minni háttar fjársvika- og ofbeldismál, falin rannsóknardeildum staðarlögreglu enda verði staðarlögreglu- embætti á landinu jafnt sett hvað verkefni varðar. RLR annist hins vegar rannsókn stórfelldra ávana- og fíkniefnabrota, auk tollalaga- -'brota, skatta-, efnahags- og bókhaldsbrota og umhverfisbrota. Saksóknari rannsaki kærur á lögreglu Meðai annarra nýmæla í frum- varpsdrögunum, sem ekki hefur enn verið formlega skilað til dóms- málaráðherra, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, er að Ríkis- saksóknara verði falin umsjón með rannsóknum kærumála á hendur lögreglumönnum fyrir ætluð refsi- ,»Verð brot. Lögreglustjóri eða Rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins til- kynni saksóknara þegar um slíka kæru komi hún fram og taki þá saksóknari rannsóknina í sínar hendur. Við núverandi skipan eru kærur á hendur lögreglumönnum rannsakaðar með sams konar lög- reglurannsókn og önnur mál. Ráðherraskipan takmörkuð Annað nýmæli sem Morgunblað- inu er kunnugt um í frumvarpinu er það að dómsmálaráðherra skipi aðeins lögreglustjóra og staðgengla þeirra og einnig yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfírlögregluþjóna en lögreglustjórar ráði annað starfslið, svo sem varðstjóra, lögreglumenn og rannsóknarlögreglumenn. Við núgildandi skipan eru allir lög- reglumenn skipaðir til starfa af dómsmálaráðherra. Glaðst yfir snjónum Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ var glatt á hjalla hjá börnunum í gær þegar snjór- inn kom loksins í einhveijum mæli. Fullorðna fólkið sýndi hins vegar annars konar svipbrigði. Spáð er áfram- haldandi éljagangi og heldur kólnandi veðri næstu daga. inn aukinn RANNSÓKNIR Hafrann- sóknastofnunar sýna að auka má aflakvóta á loðnu í 670 þús. tonn það sem eftir er sumar- og haustvertíðar, sem svarar til um 1.250 þús. tonna afla á vertíðinni allri eða 350 þús. tonnum til viðbótar við 900 þús. tonna bráðabirgða- kvóta sem ákveðinn var í vertíðarbyrjun. Verðmæti vex um 2 milljarða Þórður Friðjónsson, forstjóri í^Þjóðhagsstofnunar, telur að miðað við að þetta magn veiðist aukist útflutningsverðmæti um 2 millj- arða kr. og hagvöxtur um hálft prósent. Norðmenn og Grænlendingar mega veiða 22% af heildarafla og því eru það tæplega milljón tonn sem íslendingar mega veiða. Sjá bls. 14 „AIls mældust...“ Sambandið reynir nauðasamninga næstu tvær vikurnar Skuldir SIS umfram eignir nema 349 milljónum króna Eftirlaunaskuldbindingar eru 220 milljónir króna NIÐURSTAÐA stjórnarfundar Sambandsins í gær varð sú að láta kanna til hlítar möguleika á nauðasamningum við lánar- drottna fyrirtækisins. Sigurður Markússon formaður Sam- bandsstjórnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að á næstu tveimur vikum eða svo, myndi það skýrast hvort slíkir samningar næðust. Skuldir Sambandsins í októberlok, sam- kvæmt samantekt endurskoðanda Sambandsins, eru taldar nema 563 milljónum króna, en eignir 214 milljónum króna, þannig að skuldir umfram eignir eru samkvæmt því 349 milljón- ir króna. Eftirlaunaskuldbindingar Sambandsins einar sér eru að mati endurskoðandans 220 milljónir króna. 4,85% ávöxtun á V erðbréfaþingi Lægsta ávöxtun sem sést hefur VIÐSKIPTI urðu á Verðbréfaþingi íslands með spariskírteini á kjörum sem samsvara því að ávöxtunin hafi verið 4,85% sem er lægsta raunávöxtun sem sést hefur í viðskiptum með spari- skírteini á Verðbréfaþinginu frá upphafi, að sögn Eiríks Guðna- sonar, forstöðumanns Verðbréfaþingsins. Fyrir tveimur dögum áttu sér sem eiga skammt í gjalddaga og stað viðskipti með samskonar námu viðskiptin með þau 10,5 bréf og var þá lægsta ávöxtunar- millj. kr. krafan 4,95% á Verðbréfaþing- Sjá upplýsingar um pen- inu. Um er að ræða spariskírteini ingamarkaðinn á bls. 24. „Ég álít að þetta skýrist á næstu tveimur vikum eða svo, hvort nauðasamningar geta tekist,“ sagði Sigurður. Hann sagði stjóm Sam- bandsins eindregið vilja hraða þess- ari könnun, og það væri alls ekki meiningin að láta málið dragast á langinn svo mánuðum skipti. Eftirlaunaskuldbindingar ekki verið færðar til gjalda Sigurður var spurður hvers vegna eftirlaunaskuldbindingar, upp á 220 milljónir króna, væru ekki taldar með í skuldayfirliti því sem stjórn Sambandsins sendi frá sér í gær, en niðurstöðutala þess liðar hljóðar upp á 343 milljónir króna, en ekki 563 milljónir, að meðtöldum eftirlaunaskuldbinding- unum: „Skýring þessa er sú að Sambandið hefur aldrei talið þessar eftirlaunaskuldbindingar i sínum reikningum, í þeim skilningi að þær hafi verið færðar til bókar undir skuldahliðinni. Síðustu sex eða sjö árin hefur þó verið gerð grein fyrir þessum skuldbindingum í skýring- um með reikningum Sambandsins. Þeirri venju var bara fylgt í þessu tilviki," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þeir sem færðu slíkar eftirlaunaskuldbindingar upp sem skuldir, eins og bankarnir, Eimskip og Olíufélagið, svo dæmi væru nefnd, væru allt aðilar sem væru búnir að færa skuldbinding- arnar til gjalda á móti, en það væri Sambandið ekki búið að gera. Sigurður sagði að þegar mögu- leikar yrðu kannaðir á því hvort nauðasamningar næðust, yrði það gert með viðræðum við alla lánar- drottna, og þá sem ættu yfir ofan- greindum eftirlaunaskuldbinding- um upp á 220 milljónir króna að ráða. Slíkar skuldbindingar væru samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins flokkaðar með almennum kröfum, en ekki forgangskröfum, ef til gjaldþrotaskipta Sambandsins kæmi. Sjá miðopnu „Möguleikar á nauðasamningum kannaðir til hlítar.“ ---------------- 20 árekstrar í Reykjavík TUTTUGU árekstrar urðu í Reykjavík á tímabilinu frá kl. 8 í gærmorgun til kl. 20 í gær- kvöldi. Engin slys urðu á fólki en í nokkrum árekstranna varð töluvert tjón á bílum. Að sögn lögreglu var mjög mikil hálka í borginni í gær og var tölu- vert um óhöpp í umferðinni. Þriggja bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku, skemmdust bílarnir töluvert en eng- in slys urðu á fólki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.