Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Til Kópavogsbúa Að gefnu tilefni eftir Gunnar I. Birgisson Blaðið Kópavognr, gefið út af Alþýðubandalaginu í Kópavogi, kom á heimili bæjarbúa á fimmtu- dag. Blaðið er helgað Sjálfstæðis- flokknum og prófkjöri flokksins sem verður á laugardag, 13. nóvember. Vegna alvarlegs róg- burðar og rangfærslna blaðsins í minn garð og annarra þátttakanda í prófkjörinu fínn ég mig knúinn til að birta eftirfarandi athuga- semdir í þeirri von að Kópavogsbú- ar megi vita sannleikann í þeim ákúrum sem á mig og aðra eru bornar í blaðinu Kópavogi. Ég vil benda á að árásir á frambjóðendur í prófkjörinu eru á engan hátt undirbyggðar með sönnunum eða rökstuddar eins og góðra blaða- manna er háttur. Það vill svo til að í Kópavogi er nú um stundir meira grafið og byggt en nokkúrs staðar annars staðar á landi hér. Það þarf því ekki að koma á óvart að fyrirtæki mitt hljóti einhver verkefni hjá byggjendum innan kaupstaðarins. Verði ég ofan á í útboði, sem því miður hefur gerst of sjaldan, þá hlýtur það að vera vegna þess að ég er lægstur og þar með hagstæð- astur fyrir kaupanda verksins. Veist að Arnóri Pálssyni Fæst verkefni mín í Kópavogi Fyrirtæki þau sem ég tengist, Gunnar og Guðmundur sf. og Klæðning hf., hafa síðan 1990 að langmestu leyti unnið að verkefn- um í öðrum bæjarfélögum en Kópavogi. A vegum bæjarfélagsins í Kópa- vogi hefur á þessum tíma verið framkvæmt fyrir 3,4 milljarða króna. Yfirgnæfandi hluta þessara verkefna er ráðstafað eftir að fram hafa farið opin eða lokuð útboð. Blaðið Kópavogur ver miklu rými til að hnýta í flokksbróður minn og félaga í bæjarstjórn, Am- ór L. Pálsson. Skrif þessi eru í hæsta máta ómakleg, enda Arnór víðkunnur ágætis- og sómamaður, sem ekki stendur í neinu misjöfnu. Sök hans segir blaðið Kópavog- ur þá að hann leigi bæjarfélaginu bíla og það í meira mæli en aðrar bílaleigur Kópavogs gera. Getur ekki ástæðan verið sú að Arnór og fyrirtæki hans ALP-bílaleigan bjóði einfaldlega mun lægra verð en aðrir treysta sér til að gera? Mér er kunnugt um að bílaleiga Arnórs hefur veitt bænum allt upp í 56% afslátt frá skráðu verði leig- unnar. Það hefur jafnvel verið gert á háannatímum, þegar hörgull er á bílum til arðbærari verkefna. Það eru ekki margir kaupmenn sem eru tilbúnir að hafa útsölur í desember og vera svo úthrópaðir fyrir. Að- „Yæru þessar fullyrð- ingar réttar, hvernig getur þá blað þetta út- skýrt að fyrirtæki mín hafa samtals á þessum tíma aðeins fengið verk í Kópavogi fyrir 30 milljónir króna - eða innan við eitt prósent, einn hundraðasta hluta, af þessari miklu verk- takaveislu?“ vísvitandi ósannindi og persónuníð, sem einkennt hafa skrif þessa blaðs, hljóta að leiða til þess að erfitt getur reynst að finna hæfa og góða menn til að sinna nauðsyn- legum stjórnunarstörfum fyrir bæjarfélagið. Menn eru einfaldlega hræddir við skítkastið sem dynur (. á viðkomandi og fjölskyldum þeirra, sem taka þátt í stjórnmálum bæjarins. q Vilja spilla próflgöri Gunnar Birgisson. dróttanir blaðanna Kópavogs og Pressunnar í garð Arnórs eru víta- verðar og greinilega í þeim til- gangi einum að sverta hann í aug- um bæjarbúa rétt fyrir prófkjör okkar sjálfstæðismanna. Vill Kópavogur atvinnubann? Varla verð ég eða fyrirtæki mín, né heldur bílaleiga Arnórs, útilokuð frá þátttöku í atvinnulífí hér í bænum eingöngu vegna þess að við erum Kópavogsbúar og fulltrú- ar íbúanna í bæjarstjórn? Bæjar- fulltrúar annarra flokka tengjast á einn og annan hátt atvinnulífi í Kópavogi og er reyndar ekkert nema gott eitt um það að segja. Enda er æskilegt að fulltrúar í bæjarstjórn séu þverskurður af bæjarbúum og hafi sem breiðust tengsl við alla þætti bæjarlífsins. Er blaðið Kópavogur á móti þátt- töku almennings í stjómmálum? Vill það efna til atvinnubanns að hætti rauðra khmera á þá sem sinna pólitík? Skrif sem skaða Að lokum þetta: Menn skyldu íhuga það vandlega hvílíkt ógagn Valþór Hlöðversson og fleiri penn- ar af hans karakter gera og hafa gert með rætnum og illgjörnum skrifum sínum um menn og mál- efni eiris og þau sem er að finna í síðasta tölublaði Kópavogs, blaðs Alþýðubandalagsins. Þessi rógur, Okkur sjálfstæðismönnum hefur | tekist vel að manna okkar próf- kjör. Það er okkar styrkur. Þetta hefur Alþýðubandalagsmönnum líkað illa, enda málefnastaða þeirra afar bágborin og mannafátækt þar á bæ mikil. Því er það að þeir gefa nú út sérstakt blað til að reyna að skemma og skaða persónu þeirra manna sem lagt hafa á sig störf í þágu bæjarfélagsins, þegar þeir eru uppgefnir við málefnin. Það er grátt gaman. Ég treysti því að Kópavogsbúar muni sjá í gegnum gjörningaþoku blaðsins Kópavogs, hafi þeir þá yfirleitt flett því. Hvet ég fólk til að vega og meta verk núverandi q meirihluta bæjarstjórnar á kjör- tímabilinu sem er að líða og dæma hann hiklaust samkvæmt því. t Ennfremur hvet ég alla þá sem styðja stefnu Sjálfstæðisflokksins, að fjölmenna til prófkjörs flokksins ( á morgun, laugardaginn 13. nóvember, og taka þátt í að-velja framjóðendur flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar 28. maí að Höfundur er verkfræðingur, formaður bæjarráðs Kópavogs og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna íKópa vogi á laugardag. Blaðið Kópavogur fullyrðir að ég hafi yfirburðaaðstöðu til þess að ná til mín verkum á vegum bæjarins og taki þátt í gerð kostn- aðaráætlana. Væru þessar fullyrð- ingar réttar, hvemig getur þá blað þetta útskýrt að fyrirtæki mín hafa samtals á þessum tíma aðeins fengið verk í Kópavogi fyrir 30 milljónir króna, - eða innan við eitt prósent, einn hundraðasta hluta, af þessari miklu verktaka- veislu? Aftan úr grárri fomeskju eftirÞrym Sveinsson Gróa á Leiti komin á kreik Annars konar fjölmiðlun um verkefni mín hefur líka farið af stað og aðallega eru þær fregnir úr munnum aðstandenda Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi. Gróusögumar segja að ég og fyrirtæki mín fái að grafa alla grunna sem til falla í Kópavogi. Það vill svo til að fyrirtæki mitt er sérhæft jarðvinnufyrirtæki. Það þarf því ekki að undra neinn þótt einhvetjir húsbyggjendur í Kópa- vogi, sem annars staðar, leiti til míns fyrirtækis og freisti þess að fá hagstætt verð. Samkeppnin er óvægin í þessari grein og til að hljóta verk verð ég að bjóða best. Svo einfalt er það. Nýverið ritaði ég þijár greinar í Frey um æðardún, um vinnslu, vör- ur og markaði, þar sem ég miðlaði af margra ára viðskiptalegum og tæknilegum athugunum okkar Mið- húsabræðra á þessari einstæðu út- flutningsafurð. í 20. tölubl. Freys gerir hæstvirtur formaður Æðar- ræktarfélags íslands, Davíð Gísla- son læknir, mér þann heiður að §alla um ritsmíðar mínar á innblás- inn hátt: „æsingaskrif", „fínnst hann vaða á súðum og fjalla um sölumál af allt of mikilli léttúð", „markleysa", „fullyrðingar eru al- rangar", „hálfneyðarlegt", „kald- hæðnislegt". Kjarkmikil og kjarhyrt skrif standa vonandi í réttu hlutfalli við kraftinn í starfsemi Æðarræktarfé- lagsins. Davíð formaður vill ekki að bændur séu sjálfír að „vasast í útflutningi“ og telur að „farsælast sé að aðilar með þekkingu á dún- markaðnum fáist við útflutning- inn“. í tilefni af þessu og nýlegum blaðafréttum af dúnsölutregðu vil ég geta þess að við Miðhúsabræður höfum í ár miðlað beinum útflutn- ingi æðarbænda á dúni upp á hátt í 300 kg. Davíð nefnir einnig að hann telji ekki að dúnþvottur skili verðhækkun, né liðki fyrir sölu. Ég vil þá nota tækifærið og þakka Davíð fyrir viðskiptin 1991 þegar ég, sem stofnaðili íslensks æðar- dúns hf., keypti dún af Mýrarbænd- um, honum meðtöldum, á um 40.000 kr./kg, seldi síðan út á um 50.000 kr. og fékk vitneskju um að kaupandinn þvoði dúninn og seldi áfram á sem svaraði 60-80.000 kr. Með „aðilum með þekkingu“ á Dav- íð sjálfsagt við Goða hf. (SÍS) sem hefur verið með stærstan hluta dúnútflutnings en situr nú uppi með á annað tonn, mikið með áhvílandi afurðalánum, getur ekki selt og þaðan af síður gert upp við bændur. telur hann að dúnmat sem tryggja á að ekki sé fluttur út illa hreinsað- ur dúnn, hafi tekist bærilega. Við sem komum nálægt útflutningi dúns þekkjum að oft er manni boð- ið rusl að selja. Einnig eru löng bréf kúnna með sögum af stráum, brúnleitum dúni, slitnum dúni og fleiri óhrekjanleg dæmi þess að dúnmatið virkar ekki sem skyldi. Lög og reglur sem Æðarræktarfélagið átti þátt í að sett voru, ná ekki tilgangi sínum. Ábyrgðin hlýtur alltaf að vera hjá dúnbónda, verkanda og loks útflytj- anda. Afþakka svona liðveislu Dúnþvottur — eðlileg heilnæmiskrafa Þrymur Sveinsson Prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi 13. nóvember 19931 Kjósið Hjörleif Hringsson í 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi umhverfisvernd skipulagsmái íþróttamál heilbrigðismál Formaður Æðarræktarfélagsins leggst gegn því áliti mínu að til- raunir til að auka æðarvarp séu fánýtar en viðurkennir þó megin- röksemdina fyrir því, nefnilega að stofninn sé náttúrulega takmarkað- ur af möguleikum til fæðuöflunar. Þá fínnst honum rangt af mér að vara við því að ungbörn séu látin sofa undir sængum með óþvegnum æðardúni. Sigurður Emil Pálsson, deildarstjóri hjá Geislavörnum ríkis- ins hefur frætt okkur bræður á þvi að fullorðið fólk hafi fengið ofnæmi af því að sofa undir æðardúnsæng- um, sem hérlendis innihalda nánast allar óþveginn dún. Selji ég æðar- dúnssæng, þá kann ég ekki við að leyna kúnnann þessum upplýsing- um Viðskipti geta aldrei blómstrað á yfirhylmingu á hugsanlegum ágöllum vöru, þvert á móti er það traustvekjandi að ræða allar hliðar af hreinskilni. „Það er reynsla okkar Miðhúsabræðra, sem unnið höfum að fram- þróun dúnverkunar, að Æðarræktarfélagið sé andsnúið dúnþvotti enda bera umsagnir formannsins um hann þess vitni sem og fálæti félagsins gagnvart til- burðum til rannsókna og þróunar á þessu sviði.“ Gæðamál í ólestri Prófkjör Sjálfstæðismanna er opið öllum Kópavogsbúum Davíð dregur i efa niðurstöðu Andra Áss Grétarssonar viðskipta- fræðinema sem tók saman gögn sem við bræður höfðum aflað og ályktaði um þau, en Andri telur að æðardúnvörur séu fyrst og fremst seldar undir þeirri ímynd að þær séu sjaldgæfar. Nokkrum línum neðar segir Davíð þó: „Vitneskjan um það hve lítið er framleitt á þó vafalítið þátt í að örva söluna.“ Davíð mótmælir því að minnkandi sala hafi valdið því að æðarbændur gerist hirðulausir um dúninn og þá Formaður Æðarræktarfélagsins segir stjóm þess vilja fylgjast með tilraunum með dúnþvótt og leggja þeim lið. Það er reynsla okkar Mið- húsabræðra, sem unnið höfum að framþróun dúnverkunar, að Æðar- ræktarfélagið sé andsnúið dún- þvotti enda bera umsagnir for- mannsins um hann þess vitni sem og fálæti félagsins gagnvart til- burðum til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Ég sé heldur enga ástæðu til að upplýsa félagið um hugsanlegan árangur þess R&Þ-starfs sem við bræður höfum skipulagt og kostum nú erlendis. Við vinnum það ekki af samúð með æðarbændum, enda bændur ekki þekktir fyrir að styðja braut- ryðjendur og þaðan af síður að velja sér framsýna forustu. Við vinnum þetta af skammlausum, kapítalísk- um sjónarmiðum þvi hvorugur okk- ar er á launaskrá hjá ríkinu og höfum við því ekki efni á að líta á æðardún sem tómstundagaman. Hann er okkur takmörkuð, end- urnýjanleg, náttúruleg auðlind sem krefst faglegra vinnubragða, tæknilegra og markaðslegra, eigi að gera úr honum fullþróaða, arð- vænlega útflutningsvöru sem keppt gæti við annan lúxus á síbreytileg- um, kröfuhörðum heimsmarkaði. Höfundur cr iðnskóiancmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.