Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 21 Danir leita að Zenobie ÞÚSUNDIR Dana hafa leitað nú í vik- unni að kjölturakka Margrétar drottn- ingar en hann týnd- ist fyrir þremur vik- um þegar Henrik prins, eiginmaður Margrétar, var að viðra hann. Gripu þau hjónin til þess óvenjulega ráðs að auglýsa eftir hvutta í blöðunum en báðu samt hugsanlega finnendur að reyna ekki að taka hann, heldur láta lögregl- una vita. Hér er Margrét með Zenobie eins og hann heitir en um er að ræða greif- ingjahund, lág- vaxna og lágfætta tegund. Trúarleiðtogi handtekinn LEIÐTOGI sértrúarsafnaðarins Hvíta bræðralagsins, Marina Tsvyg- un, kallar bölvun yfir lögregluna í Kiev, eftir að Tsvygun var hand- tekin. Söfnuðurinn hafði lýst því yfir að Tavigun myndi láta lífið í dag og rísa upp að þremur dögum liðnum. Meðlimir sértrúarhóps í Úkraínu handteknir Unnu spjöll á dóm- kirki’unni í Kiev Kiev. Reuter. MARINA Tsvygun, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Hið mikla hvíta bræðralag, var handtekin í gær ásamt nokkrum tugum áhangenda sinna fyrir að vinna spjöll á dómkirkju heilagrar Soffíu í Kiev. Tsvyg- un hefur boðað heimsendi nú um helgina og hugðist láta lífið í dag ásamt 150.000 meðlimum safnaðarins. Taldi Tsvygun að hún myndi rísa upp til himna að þremur dögum liðnum. Um fimmtíu safnaðarmeðlimir gengu berseksgang í dómkirkjunni er reynt var að koma í veg fyrir að þeir dönsuðu og syngju við altar- ið. Sprautuðu þeir meðal annars úr slökkvitækjum á afar verðmæta íkona frá 19. öld, sem skemmdust töluvert. Til átaka kom er lögregla handtók fólkið og við yfirheyrslur yfir Tsvygun kallaði hún bölvun yfir lögregluna og hélt því fram að hún væri Kristur endurborinn. Lögreglan hefur nú handtekið um 800 meðlimi Hins mikla hvíta bræðralags og hafa félagar þeirra utan veggja fangelsisins skipulagt mótmælasvelti til að þrýsta á að fólkið verði látið laust. Þeir hafa hins vegar neitað því að þeir hyggi á fjöldasjálfsmorð í anda sértrúar- hópanna í Waco og Jonestown í Guyana. Verð frá 916.000 kr. ---------puny Þér býðst ekki sambærilegur bíll á þessu verði! Pað má að talsverðu leyti eigna HYUNDAI PONY þær áherslu- breytingar sem orðið hafa á íslenska bílamarkaðnum að undanfömu. Gífurlegar vinsældir bílsins og mikil sala hafa gert það að verkum að önnur bílaumboð hafa farið að flytja inn smábíla á svipuðu verði til að mæta samkeppninni. HYunoni ...lílframtiðar Staðreyndin er bara sú að PONY er enginn smábíll, heldur rúmgóður fjölskyldubíll, sem er hins vegar á verði smábíls. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 PONY mætir kröfum fjölskyldunnar um veglegan bíl sem getur rúmað meðlimi hennar með góðu móti. SOLARELDHUS L þú gleymir því ekki! BORÐAPANTANIR í SÍMA 25090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 258. tölublað (12.11.1993)
https://timarit.is/issue/125952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. tölublað (12.11.1993)

Aðgerðir: