Morgunblaðið - 13.11.1993, Side 23

Morgunblaðið - 13.11.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 23 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Eftirlaunakröfur á Sambandið vart ann- að en fræðileg stærð Morgunblaðið/Kristinn FRÁ stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í fyrradag. SKÝRING þess að 220 milljóna króna eftirlaunaskuldbinding- ar Sambandsins við 20 starfs- menn hafa aldrei verið gjald- færðar til bókar í reikningum Sambandsins liggur líkast til i því að viðmiðun hafi verið tekin af því á þvaða hátt ríkisvaldið bókfærir eftirlaunaskuldbind- ingar sínar við yfirmenn og stjórnendur opinberra stofnana og ríkisfyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa slíkar skuldbindingar rík- issjóðs ekki verið færðar til gjalda og ekki heldur til skuld- ar í ríkisreikningum. Skammt mun einnig síðan farið var að gjaldfæra eftirlaunaskuldbind- ingar banka við bankastjórn- endur. Geir Geirsson, endurskoðandi hjá Coopers & Lybrand hf., End- urskoðunarmiðstöðinni, er endur- skoðandi reikninga Sambandsins. Geir segir að erlendis séu engar algildar reglur um það hvernig skuldbindingar sem þessar eru færðar 'til bókar, ýmist séu þær færðar upp eða ekki og það sé frekar nýtilkomið að almennt séu slíkar skuldbindingar færðar í efnahagsreikningi. Hins vegar hafi það þótt við hæfi að geta slíkra skuldbindinga í skýringum, hafi þær ekki verið færðar í skuldahlið efnahagsreiknings. Hann segir að mjög stutt sé síðan að bandarísk fyrirtæki byijuðu á að færa eftirlaunaskuldbindingar í sína reikninga. Meðal annars hafi það orðið fréttaefni fyrir nokkrum árum þegar bandarísk fyrirtæki, sem voru að hefja slíkar færslur í sínum reikningum, sýndu mjög slaka afkomu. Skýringarnar einnig sögulegar Geir sagði að skýringar þess að eftirlaunaskuldbindingar hefðu ekki verið færðar til gjaida í reikn- ingum Sambandsins væru m.a. sögulegs eðlis: Hann sagði að hjá ýmsum stofnunum og ríkisfyrir- tækjum hefðu slíkar skuldbind- ingar ekki verið færðar til skuldar eða gjalda. „Líklega er enn ekki búið að færa eftirlaunaskuldbind- ingar hjá bönkunum að fullu til bókar. Fyrir nokkrum árum var þetta alls ekki fært hjá þeim, en svo tóku þeir sig til og fæðru til bókar smámsaman, ákveðnar pró- sentur á ári,“ sagði Geir. Geir sagði aðra skýringu vera þá, að eftirlaunaskuldbindingar væru mjög óvísar skuldbindingar, sem væru reiknaðar út frá trygg- ingafræðilegum forsendum. „Skekkjur í þessu hafa mjög mik- ið að segja, vegna þess að hópur- inn er svo lítill," sagði Geir. Greiðslurnar myndu dreifast á hálfa öld Sigurður Markússon, stjórnar- formaður Sambandsins, ritaði í mars á þessu ári greinargerð um eftirlaunaskuldbindingar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, og var hún birt hér í Morgunblað- inu þann 25. mars. Þar sagði Sig- urður m.a.: „Það er mikil aldurs- dreifing á þeim 20 aðilum, sem samningarnir ná til. Fimm hafa náð eftirlaunaaldri; þar af eru tveir látnir, en í samningunum eru ákvæði um makalífeyri. Aðrir fímm ná eftirlaunaaldri fyrir alda- mótin, 10 frá 2004-2018, þar af 9 frá 2010-2018. Miðað við töflur um aldurslíkur virðist mega gera ráð fyrir að lífeyrisgreiðslur dreif- ist á 48 ár...“ Eftirlaunasamning- ar Sambandsins við framkvæmda- stjóra fyrirtækisins voru gerðir árið 1975 og þeir síðan endur- skoðaðir árið 1981. Meðal þess sem sú endurskoðun hafði í för með sér, var að þeim var gert að hætta störfum við 65 ára aldur, og hefur sú regla haldist síðan. Samkvæmt samningnum árið 1975 tók það 35 ár að vinna sér full eftirlaun (75% launa) en sam- kvæmt endurskoðuninni frá því 1981 styttist það í 15 ár að ná fullum réttindum, og réttindin voru einnig aukin að því leytinu að hlutfall eftirlauna af launum varð 90%. Við gjaldþrot fá eftirlaunakröfuhafar ekki neitt Færa má rök fyrir því að fyrr- verandi framkvæmdastjórar og forstjórar Sambandsins, sem eiga 220 milljóna króna eftirlaunakröf- ur á Sambandið, stæðu sterkar að vígi, ef skuldbindingarnar hefðu verið gjaldfærðar í bókum Sambandsins, verði endalok Sam- bandsins þau að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þannig hefði verið bókfærður sérstakur sjóður, sem litið hefði verið á sem tryggingu yfirmanna Sambands- ins fyrir því að greiðsla yrði innt af hendi. Raunar er það mat heim- ildamanna, að ef Sambandið verð- ur gjaldþrota, þá fái eftirlaunakr- öfuhafar ekkert greitt upp í kröf- ur sínar, þar sem slíkar skuldbind- ingar Sambandsins verði flokkað- ar með almennum kröfum, en ekki forgangskröfum. Nái stjórn Sambandsins nauðasamningum við lánardrottna og eftirlaunakr- öfuhafa, sem hún hyggst reyna næstu tvær vikurnar, er líkast til hið sama uppi á teningnum, þar sem lánardrottnar munu tæpast gefa það mikið eftir af kröfum sínum, að umtalsverðar upphæðir verði eftir til þess að greiða upp í eftirlaunakröfurnar. Raunar má þannig líta á að þessar 220 millj- óna króna eftirlaunakröfur séu ekkert annað en fræðileg stærð fyrir kröfuhafana, sem aldrei eigi eftir að verða að áþreifanlegum peningaseðlum. Samningar gerðir i forstjóratíð Erlendar Einarssonar Eftirlaunakröfuhafar eiga mis- jafnlega háar kröfur á Samband- ið, samkvæmt upplýsingum mín- um. Ekki tókst að afla upplýsinga um nöfn allra kröfuhafanna, en hér á eftir verða taldir þeir sem upplýsingar fengust um: Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri, Guðjón B. Ólafsson forstjóri, Sig- urður Markússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri (nú stjórnar- formaður), Hjalti Pálsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri, Agnar Tryggvason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, Axel Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri (nú forstjóri VÍS), Geir Magnús- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri (nú forstjóri Olíufélagsins), Hjörtur Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Jón Þór Jó- hannsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, Kjartan P. Kjart- ansson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, og makar tveggja fyrrverandi framkvæmdastjóra sem báðir eru látnir, en þeir hétu Harry Frederiksen og Hjörtur Hjartar. Þegar ég reyndi að afla mér upplýsinga um hver eða hveijir úr stjórn Sambandsins hefðu bor- ið ábyrgð á eftirlaunasamningun- um á sínum tíma, hvort sem var árið 1975 eða 1981, fengust ekki mörg né merkileg svör. Einfald- lega var sagt að samningarnir hefðu komið frá stjórninni og vér- ið undirritaðir af framkvæmda- stjórunum. Ljóst er að samning- arnir voru gerðir og endurskoðað- ir í forstjóratíð Erlendar Einars- sonar og stjórnarformennskutíð Vals heitins Arnþórssonar. Fullyrt er að samningarnir hafi verið sniðnir eftir einhveijum fyrir- myndum úr ríkiskerfinu. Vertu með -draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFlSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.