Morgunblaðið - 25.11.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993
Jóladagatöl
fyrir börnin
FYRSTI desember er á næsta
leiti og mætti fara að huga að
dagatali fyrir smáfólkið.
Það er ágætt að sporna við
súkkulaðiáti á morgnana og útbúa
24 litla pakka fyrir börn og festa
á snærisspotta, greni eins og hér
má sjá eða hengja þá á hveijum
morgni við rúmið.
Pakkarnir þurfa ekkert að vera
stórkostlegir, það má kaupa kassa
af einhveiju dóti og gefa einn og
einn hlut úr kubbakassa eða öðrum
leikfangakassa sem hentar hverju
barni. Ef ekki eru til aurar fyrir
því má setja miða í hvern pakka
og lofa barninu því að lesa sögu
þann daginn, fara að skoða jóla-
sveina í búðargluggum, föndra,
baka eða gera annað sem barninu
þykir skemmtilegt.
Möguleikamir eru margir og
næstum öruggt að barnið á eftir
að kunna að meta þessa fyrirhöfn.
Sumar Melkavörur
eru ódýrari hérlendis
Sænski MELKA-herrafatnaður
hefur verið á markaði hér í ald-
arfjórðung og í verðkönnun sem
Magnús Erlendsson, umboðs-
maður Melka lét gera nýlega á
sams konar vörum þess hér, í
Kaupmannahöfn, Amsterdam
og London kom í ljós að verð
var í öllum tilfellum lægst hér.
í Danmörku var verð athugað
í Magasin de Nord. Úlpa af tegund
220 kostaði 1.299 DKR eða
13.670 þar. Hjá Hagkaup í Kringl-
unni kostar sama úlpa 11.895 kr.
og munar 1.775 kr. Melka-peysa,
tegund 600, kostaði í Selfridges
við Oxfordstræti í London 59,95
pund eða 6.365 kr. Sama peysa
kostar hér 5.400 kr. Melka-skyrt-
ur kostuðu að jafnaðarverði
109,40 gyllini í Byerkorf í Amster-
dam eða 4.100 kr. Hér erjafnaðar-
verð á MELKA-skyrtum 3.800 kr.
Astæðan mun vera að merkja-
vara erlendis er oft og einatt með
mun hærri álagningu en hér og
gilti það um fleiri merki en Melka.
Hundruð bollu
uppskriftir í einni bók
Danir hafa löngum verið þekktir fyrir matargerð sína og ekki
síst hafa kjötbollur þeirra gert garðinn frægan. í síðasta mánuði
kom út í Danmörku matreiðslubókin 312 bolluuppskriftir (312
Frikadeller pá gaflen). Þar eru gefnar uppskriftir af fiskibollum,
allskyns kjötbollum, grænmetis- og eftirréttabollum.
Það eru Monica Ritterband, upp-
lýsingafulltrúi hjá Carlsberg og
Rolf Nielsen sem söfnuðu upp-
skriftunum saman og prófuðu
þær. Þau ráðleggja fólki að láta
bollurnar steikjast áfram í ofni
eftir að þær hafa verið steiktar á
pönnu og halda þannig á þeim
hita á meðan verið er að elda ann-
að. Þau benda á að oft sé gott að
setja ost yfir svo að bollumar séu
bornar fram með bráðnuðum osti.
Við birtum hér þijár bolluupp-
skriftir, eina af dönskum kjötboll-
um, eina fiskibolluuppskrift og að
síðustu grænmetisbollur.
Eftir að hafa flett bókinni nokk-
uð nákvæmlega og prófað nokkrar
uppskriftir verðúr að segjast eins
og er að það 'er gaman að eiga
svona bók og auðvelt að fá hug-
myndir með að fletta henni því við
notum mikið af hökkuðu kjöti hér
á íslandi og einnig fískhakki og
veitir ekki af tilbreytingu í mat-
argerðina. Hinsvegar vantar
sárlega í bókina uppskriftir
af sósum og meðlæti því
þegar um framandi
uppskriftir af bollum
er að ræða væri gam-
an að kunna upp-
skriftir af sósum sem
passa við.
Aðferðir eru aldrei \
gefnar upp, einungis
hráefnið sem á að fara í
bollurnar.
Danskar kjötbollur
250 g hakkaó kálfakjöt
250 g hakkað svínakjöt
1 fíntsaxaðurlaukur
50 g hveiti
'hd\ pilsner (má nota mjólk eða
vatn ef vill)
salt og pipar
smjör til að steikja úr
ýsuhakk líka)
150 g rifið ferskt
sellerí
2 fint hakkaðir laukar
2 pressuð hvítlauksrif
100 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 'hd\ fisk- eða
grænmetiskraftur
Þorskbollur með
selleríi
400 fínt
hakkaður
þorskur (hlýtur
að mega
nota
1 msk plöntuolía
salt og pipar eftir smekk
olía til að steikja úr
Grænmetlsbollur
250 g soðnar og stappaðar
kartöflur
1 25 g soðnar stappaðar gulrætur
125 g stappaður og soðinn
púrrulaukur
125 g soðið og stappað sellerí
1 laukur
100 g brauðmylsna
1 msk kartöflumjöl
1 'h dl þeyttur rjómi
salt og pipar
ólífuolía og smjör til helminga til
að steikja uppúr.
Framtiðar
* 30 sðluaðilar unáir sama þaki
* Nýjar vörur úaglega
* Slúrkosllegt vöruúrval
* Besta verðlð - Bestu jólainnkaupin
r4(
‘ '
OPIÐ
Fimmtudag kl. 13-18
Föstudag kl. 13 - 18.30
LAUGARDAG
KL.11-17
SUNNUDAG
KL. 11 - 17
Hamborgarhryggir
með hungangi eða appelsínum
í byrjun desember ætla forráða-
menn Meistarans að koma með
nýjungar á markaðinn. Er það
jólasteik í breyttum búningi,
svokallaður appelsínu-ham-
borgarhryggur, hunangs-ham-
borgarhryggur, appelsínu-
lambabógur og hunangs-lamba-
bógnr.
Að sögn Þórarins Guðlaugssonar
matreiðslumeistara hjá Meistaran-
um eru á ferð marineraðir hamborg-
arhryggir, annarsvegar í appelsínu-
legi og svo birkireykt í hunangs-
legi. Lambabógurinn sem er marin-
eraður í svipuðum legi, appelsínu
eða birkireykt og í hunangslegi.
Með kjötinu fylgir síðan appel-
sínusykurbráð og hunangssykur-
bráð sem sett er yfir í lok eldunar-
tíma.
Þórarinn segir að þróun á þess-
um nýju kjötvörum hafi staðið um
nokkurt skeið og kjötið á ekki að
sjóða, það er tilbúið í ofninn og Anna Salka Jeppesen, mat-
nákvæmar leiðbeiningar eru á reiðslumaður hægri hönd Þórar-
pakkningum hvemig fara á að. ■ ins Guðlaugssonar.
Matarklúbbsbækur
komnar á almennan markað
Á vegum Matar- og vínklúbbs
AB hafa verið gefnar út níu
matreiðslubækur, síðast bókin
Smákökur, sem er bók desember-
mánaðar. Þær hafa nú verið sett-
ar á almennan markað og kostar
hver bók kr. 1.990.
Bækurnar eru: Mexíkóskir réttir,
Thailensk matseld, Salatsósur og
kryddlegir, Pönnukökur - Eggja-
kökur, Sósur, Pastaréttir, Spænskir
smáréttir og spænsk matreiðsla,
Súpur og Smákökur. ■