Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993
Telepower
Rafhlööur í
þráölausa
síma
- Panasonic
- Uniden
- Cobra
- Beil Sooth
-Sooy A'
- AT&T ^
Loftnet
Sveigjanleg gúmmíhúðuð.
loftnet I flesta síma.
RAFBORG SF.
Rauðarárstíg 1, sími 622130.
Husky Lock
Overlock saumavélar
Fyrir hina kröfuhörðu
Mismunaflutningur
fyrir prjón
Stiglaus sporbreidd
og sporlengd
Rúllusaumur
49.296,-kr. stgr.
VÖLUSTEINNt
Faxafen 14,Sími679505
Umboðsmenn um allt land.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
NYBUAR
eftir Njörð P.
Njarðvík
Orðið nýbúar mun vera nýyrði
um það fólk sem til skamms tíma
hefur verið kallað innflytjendur.
Orðið er að mörgu leyti gott, en
sú spurning vaknar að vísu hvenær
forskeytið ný skuli falla brott. Það
er að segja: hversu lengi eru menn
nýbúar? Ef fólk flyst hingað til að
setjast hér að og ganga inn í ís-
lenska þjóð, hvenær hefur það öðl-
ast svo fullkominn þegnrétt, að
hætt sé að líta á það sem einhvers
konar aðskotadýr, einhvers konar
sérfyrirbæri, öðruvísi en annað fólk
hér á íslandi?
Málefni þessa hluta íbúa lands
okkar hafa ekki verið mikið til
umræðu. Það eitt út af fyrir sig
segir okkur, að fólksflutningar til
Islands hafa ekki verið áleitið um-
hugsunarefni þeirra sem fyrir eru
og fæddir hérlendis. Það sýnir okk-
ur sömuleiðis, að nýbúar hafa ekki
verið neitt vandamál í íslensku
þjóðlífi. Þvert á móti er auðvelt að
benda á, að þeir hafí auðgað þjóð-
menningu okkar að fegurð og
margbreytileika. Nægir í því sam-
bandi að nefna tónlist og matar-
gerð sem dæmi. Óhætt er að full-
yrða, að nýbúar (eða réttara sagt
þeir sem einu sinni voru nýbúar)
hafi átt ómetanlegan þátt í að
byggja upp tónlistarlíf á íslandi,
ekki aðeins hér á höfuðborgar-
svæðinu, heldur um land allt.
Rödd nýbúanna sjálfra
En þessi þögn um málefni nýbúa
segir okkur líka aðra sögu, og hún
fjallar um tómlæti. Málið snýst
ekki aðeins um það, hvaða augum
við sem fyrir erum lítum nýbúa.
Það er líka til sú hlið, sem snýr
að nýbúunum sjálfum. Það skiptir
líka máli, hvaða hug þeir bera til
hins nýja lands og þeirrar þjóðar
er það byggir. Það er nefnilega
ekki sama hvaða framkomu við
sýnum og hvemig við búum að
þeim, sem við bjóðum velkomin til
landsins.
Nú nýverið hefur tvívegis verið
vakin athygli á þessum nýliðahópi
í þjóð okkar. Það gerðist í umræðu-
þætti í sjónvarpi sem helgaður var
nýbúum. Því miður fór hann nokk-
uð úr böndum um hríð og snerist
of mikið upp í karp og rifrildi um
aukaatriði. Og ef á að ræða mál-
efni innflytjenda af alvöru, er
gagnslítið að draga fram mann sem
er þunglega hlaðinn kynþáttafor-
dómum. En þátturinn var að því
leyti gagnlegur, að hann léði nýbú-
um rödd til að segja okkur, hvem-
ig það væri að setjast að á ís-
landi. Okkur er hollt að hlýða á
slík ’ viðhorf, af því að þau geta
kennt okkur ýmislegt um okkur
sjálf.
Svo birtist viðtal í dagblaði við
fjölskyldur flóttafólks frá Víetnam,
sem stóð uppi atvinnulaust og
gætti að vonum nokkurrar beiskju.
Það nær auðvitað ekki nokkurri
átt að bjóða flóttafólki til íslands
og láta það svo standa uppi at-
vinnulaust og bjargarlaust. Sú saga
birtir okkur í hnotskum, hversu
alvarleg mistök geta orðið, þótt svo
sé að sjálfsögðu ekki ætlunin. Það
er ekki nóg að telja sér trú um,
að það sé góðverk að aumka sig
yfír vegalaust fólk. Það þarf líka
að gera því kleift að ráða sómasam-
lega við nýjar aðstæður í nýju og
framandi landi.
Hagsmunasamtök nýbúa
Og þar með er komið að kjama
þessa máls. Tvennt blasir við sem
frumnauðsyn: að kenna nýbúum
rækilega aðstæður hins nýja þjóð-
félags og tungumálið. Sá sem býr
í landi án þess að kunna vel tungu-
mál þess lands, hlýtur að vera
dæmdur utangátta. Tungumálið er
lykill að nýju þjóðfélagi. Því næst
þarf hinn nýaðkomni að kunna
rækilega skil á öllum réttindum
sínum og skyldum, svo að ekkert
fari milli mála og ekki sé^unnt að
pretta hann vegna vanþekkingar.
En þetta er ekki nóg. Þótt nýbúi
læri íslensku sæmilega og fái
þokkalega fræðslu um íslenskt
þjóðfélag, þarf hann engu að síður
á aðstoð og styrkingu að halda.
Þetta þekkjum við öll, sem höfum
búið erlendis um lengri tíma. Þess
vegna held ég, að það sé nauðsyn-
legt að stofnuð verði hagsmuna-
samtök nýbúa. Slík samtök þyrftu
ekki aðeins nýbúamir sjálfír að
skipa, heldur einnig fólk úr hópi
okkar hinna, sem er reiðubúið til
aðstoðar. Slík samtök þyrftu að
vera nægilega öflug til þess að
geta haft opna skrifstofu með að
minnsta kosti einni manneskju í
fullu starfí á boðlegum launum.
Það verður að sjálfsögðu að koma
til ríflegur styrkur frá opinberum
aðilum.
Þetta er í raun brýnt mál fyrir
okkur öll. Við megum ekki gleyma
því að með því að styrkja nýbúa
okkar, eram við sjálfkrafa að
styrkja þjóðina í heild, okkar eigin
þjóð — og auðga hana.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir tvískinnungi okkar í viðhorfí
til nýbúa. Við hælum íslendingum
í Vesturheimi fyrir það, ef þeir
halda í tungu sína og þjóðerni, en
samtímis ætlumst við til þess að
nýbúar okkar gleymi umsvifalaust
fortíð sinni og gerist algerir íslend-
ingar. Það er einfaldlega ekki
hægt. Það tekur langan tíma. Þann
tíma getum við létt nýbúum okkar
með skilningi og sómasamlegri
aðstoð.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.
Ossur, rjupumar og
rj úpnavemdarfélagið
eftir Guðmund
Guðlaugsson
Vísindamaðurinn Össur
Þegar mér barst til eyma að Öss-
ur Skarphéðinsson væri orðinn um-
hverfísráðherra varð mér að orði að
við skotveiðimenn hefðum nú getað
verið óheppnari. Össur væri nú líf-
fræðingur og „vísindamaður". Slíkur
merkismaður myndi aldrei hefta eða
banna ijúpnaveiðar án undangeng-
inna vísindalegra rannsókna á ijúp-
unni. Vísindamenn gera ekki slíkt.
En ég er varla búinn að sleppa orð-
inu, þegar Össur stígur á stokk, tos-
ar í slaufuna og lætur mjög skyndi-
lega stytta veiðitímann um helming.
Með þessum gjörning hegðar hann
sér alveg eins og liðið hjá Alþjóða
hvalveiðiráðinu, sem vill banna hval-
veiðar hvað sem það kostar og án
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
y
Handunnarjólagjafir og skraut
Jólafjárhús. Heklað jólaskraut. Jólakettir og kertasólir úr
leðri. Kíkir. Applikeraðir jólahlutir. Tágastjörnur. Jóladúkar.
Englar, tungl, jólasveinar og jóladúkkur úr tré.
Skráning á þessi námskeið stendur yfir. Sýnishorn í glugg-
um Heimilisiðnaðarskólans, Laufásvegi 2.
Skrifstofan er opin frá 10-12 og 13-15. Skráning í síma 17800.
V
i
>
. J
þess að hlýða á rök visindamanna.
Ég efast ekki um að bróðir Össurar,
Magnús, stundum nefndur „hvala-
vinur“, er yfír sig hrifínn af „stóra“
bróa.
Fleira en veiði kemur til
Er veiðiálagið mikið? Ég held ekki.
Sagði ekki Ossur sjálfur að menn
teldu að stofninn væri um ein milljón
fuglar og veiðin um hundrað þúsund
fuglar. Þykir Össuri tíu prósent veið-
iálag mikið?! Þegar ég hef haldið til
veiða í upphafi veiðitímans, þegar
áhuginn er mestur, farið upp í fjall
nálægt fjölmennum byggðakjama á
Norðurlandi, þá hef ég aldrei rekist
á aðra veiðimenn í fjallinu, né séð
eða heyrt til þeirra í næstu fjöllum
og veit ég þó að ijúpur halda til í
þeim öllum. Hvað haldið þið að mörg
kjörlendi ijúpunnar séu friðuð í dag?
T.d. þjóðgarðar og eignalönd. Hvað
haldið þið að til séu mörg fjöll og
svæði sem enginn fer á sökum erfíðr-
ar yfírferðar eða aðkomu. Flestir
sportveiðimenn hafa skömm á notk-
un vélsleða við veiðar. Sumir nota
þá til að koma sér á ákveðna staði
en ég efast um að það auki veiðiálag-
ið mikið því að þeir veiða ekki annars-
staðar á meðan. Það er augljóst á
máli mínu að ég tel veiði sportmanna
ekki ráða úrslitum um tjúpnafæð.
Hvað veldur þá? Tökum Norð-Aust-
urland sem dæmi: Þar er töluvert
af fálka. Hann étur mikið af ijúpu,
kannski eina á dag. Það er tíu sinn-
um meira en ég veiði á ári. Hvað
skyldi vera hlutfallið milli fálka og
skotveiðimanna? Minkur er fjölmenn-
ur, t.d. á Melrakkasléttunni, þar sem
ég hef séð mikið af honum, og fer
fjölgandi. Hann ræðst á ijúpnahreið-
ur og drepur allt sem hann getur.
Miklu meira en hann borðar.
Hann ræðst líka á ijúpur sem graf-
ið hafa sig í fönn, það hafa menn
séð. Hrafnar era fjölmennir og þeir
éta ijúpur og unga. Sama má segja
um refí. Mikil gróðureyðing er sum-
staðar á Norðurlandi t.d. í kringum
Mývatnssveitina. Rjúpan étur ekki
sand. Einnig má spyija um áhrif
veðurs og mengunar.
Rannsóknir — ekki
geðþóttaákvarðanir
Kunna þeir ijúpnavemdarmenn
svörin við þessu? Ég held ekki. Ég
held að þeir ættu að einbeita sér að
því að rannsaka ijúpuna sjálfír áður
en þeir ráðast á sportveiðimenn, sem
eru að fylgja einni af framhvötunum,
veiðieðlinu, sér til ánægju, heilsubót-
ar og upplyftingar. Margir í Rjúpna-
verndarfélaginu era svo heppnir að
vera landeigendur og bændur. Þeir
eiga margir veiðiréttindi t.d. í laxi.
Þeir ættu að reyna að fækka minkn-
um. Ætli Atli Vigfússon á Laxamýri
sé nokkuð á móti drápinu sem slíku?
Það hefur aldrei þótt vont mál að
troða öngli ofan í kok á laxi við
Laxamýri. Rjúpnaveiðar era bara
sport eins og laxveiði.
Ég vil ekki að ijúpan hverfí af
stórum landsvæðum, veiðitakmörkun
getur verið af hinu góða en svona
aðferðir sem Rjúpnavemdarfélagið
notar og Össur notaði (örugglega
eftir þrýsting frá einhveijum) era
Guðmundur Guðlaugsson
„Eg held að þeir ættu
að einbeita sér að því
að rannsaka rjúpuna
sjálfir áður en þeir ráð-
ast á sportveiðimenn,
sem eru að fylgja einni
af frumhvötunum,
veiðieðlinu, sér til
ánægju, heilsubótar og
upplyftingar.“
ekki réttar. Samvinna verður að vera
í svona málum. Almenn umræða um
orsök ijúpnafæðar, án allra þessara
öfga, gæti verið öllum í hag. Ég
skora á fleiri sem telja sig eitthvað
hafa til málanna að leggja að láta í
sér heyra.
Höfundur er sportveiðimaður.
Þú færð mikið fyrir títið hjá okkur
Úrval af búsáhöldum og gjafavörum á ótrúlegu verði.
Verðdæmi: 18 glös í pk. kr. 910,- Eldföst form kr. 650,-
Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,-
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17.
BÚSÁHALDAMARKAÐURINN, SMÐJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGI.