Morgunblaðið - 08.01.1994, Side 9

Morgunblaðið - 08.01.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 9 I 1— Jtsala - 40% afsláttur Úrval frá stærð 34 r K SB S v neðst ™ 0p kitSf98 ■ “ * * V D-Nc--íó laugardaga ‘\S. 622230. U 1(1-14 V orum aó taka upp nýja sendingu af buxum frá CCCLcCl &C& Tískuverslunin jí ^ Opið i dag « -10-16 Rauðarárstíg 1, sími 615077. Tilboð Langur laugardagur Full búð af fallegum vörum Á — óflmi iUÍ 73 LANGUR LAUGARDAGUR Á LAUGAVEGl Opiðfrd hí. 10-17 „Flexi Comfort“ komnir aftur Litur: Svartur. SÍMI16584 UPPBOO Á NOKKRUN NOTUBUN VÉLSLEOUN f DAG ! I dag geturðu dottið í lukkupottinn því að eftirfarandi vélsleðar verða settir á uppboð og slegnir þeim sem setja fram viðunnandi tilboð. Opið er frá kl 10-16. 4 Ski-doo Scout 40 hö. 1990 1 Ski-doo Scout E 40 hö. 1989 2 Ski-doo Safari LX E 55 hö. 1990 4 Arctic Cat Cheetha 60 hö. 1991 47ÍSLI IÓNSSON HF Bíldshöfða 14 S. 91-686644 Áform og raunveruleikinn Um áramótin tók samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið gildi og eru marg- irfullir bjartsýni um áhrifin af þeirri breyt- ingu. Þó gæti farið svo að hin jákvæðu áhrif yrðu lengur að skila sér en margir telja. í grein í Financial Times er greint frá því að þó að hinn innri markaður Evrópubandalagsins hafi átt að taka gildi um síðustu áramót sé töluvert í land með að áformin verði að raunveruleika. Svín og loft- belgir Þrátt fyrii' að ár sé lið- ið frá því að 811 viðskipti áttu að verða fqáls og óhindruð innan Evrópu- bandalagsins bíða margir af frumkvöðlum innri markaðarins enn eftir því að hann taki við sér. Fin- ancial Times nefnir dæmi af Don Cameron, einum af stofnendum bresks loftbelgjafyrirtækis, sem í rúm tvö ár hefur barist við hið þýska reglugerða- veldi er kemur í veg fyrir að hann geti flutt út loft- belgi sína til Þýskalands. Raunar eru það ekki loft- belgimir sjálfir, sem standa í vegi fyrir inn- flutningnum til Þýska- lands, heldur gashylkin, sem notuð eru til að blása belgina upp. Leyfilegt er að fljúga með slík hylki yfir Þýskalandi en það má ekki keyra með þau á vegum landsins. Daninn Knud Buhl, sem á sæti í stjórn danskra kjöt- og beikon- framleiðanda, á einnig í erfiðleikum með þýska og franska kerfið. Að hans sögn koma Frakkar og Þjóðverjar í veg fyrir innflutning á kjöti úr óvönuðum göltum. Fram- kvæmdastjóm EB hefur kært þýsku reglurnar fyrir Evrópudómstólnum en á meðan verða dansk- ir kjötframleiðendur að bíða stilltir. Hvar er hann? „Hvað hefur eiginlega orðið af innri markaðn- um og hinum háfleygu yfirlýsingum um fijálst flæði vinnuafls, vöm, þjónustu og fjármagns um alla Evrópu?" spyr Financial Times. „Formlega séð er allt í besta lagi. Hinn 1. jan- úar bættust Finnar, Svíar, Norðmenn, Aust- urríkismenn og Islend- ingar við og mynduðu ásamt EB Evrópska efna- hagssvæðið, stærsta sam- eiginlega markað í heimi. Allir nema trylltustu Evrópuandstæðingar viðurkenna að markað- urinn er, likt og leiðtogar EB lýstu yfir á fundi sín- um í Brassel í desember, „mikil lyftistöng fyrir evrópskt samfélag". Ari eftir að iimri markaður EB tók formlega gildi] virðist hinn pólilíski vilji á bak við markaðinn hafa dofnað. Eitt af vandamálunum er að innri markaðurinn tekur gildi á sama tíma og meginland Evrópu er í djúpri efnahagslegri lægð. Það leiðir til þess að mörg fyrirtæki hafa ekki styrk til að nýta sér möguleika hins iimri markaðar, en drögin að honum vora lögð í efna- hagsuppsveiflunni á miðjum síðasta áratug. Sum fyrirtæki halda því einnig fram að með iimri markaðnum hafi kostnaður vegna skrif- finnsku aukist sem dýpki enn kreppuna. Sam- kvæmt skýrslu, sem gef- in var út af breska endur- skoðunarfyrirtækinu KPMG í vikunni, tejja 48% breskra útflytjenda að þeir hafi ekki hagnast á gildistöku innri mark- aðarins þar sem aukið skrifræði hafi þurrkað hagnaðinn út. Megin- gagnrýnin beinist að því kerfi sem er í gildi varð- andi innheimtu á og eftir- liti með virðisaukaskatti í millilandaviðskiptum." Blaðið bendir líka á að töf á gildistöku fjöl- margra laga í aðildar- ríkjunum geri fyrirtækj- um erfiðara fyrir. Reglum ekki framfylgt Síðar segir: „Alvar- legri eru þó ásakanir manna á borð við Buhl og Cameron þess efnis að framkvæmdastjómin og aðildarríkin framfylgi ekki hinum nýju reglum nógu stranglega. Þetta er nú að verða megin- verkefni framkvæmda- stjómarinnar. Hún hefur að undanfömu verið upp- tekin við að knýja nýja lagasetningu í gegn en nú verður hún að beijast fyrir þvi að framfylgja lögumun og samræma aðgerðir." Blaðið segir að margir kaupsýslumenn hafi áhyggjur af því að fram- kvæmdastjómin sýni ekki nægilega hörku í því að tryggja að aðildarrík- in sjái til að reglunum í tengslum við innri mark- aðinn sé framfylgt í raun. Ef það sé ekki gert geti það leitt til að markaður- inn leiðrétti ekki ósam- ræmi sem með tímanum geti leitt til aukinna krafna um vemdarað- gerðir. Sér til vamar segja embættismenn í Brassel að þeim hafi þeg- ar tekist að leysa úr 558 kvörlunarmálum á hend- ur aðildarríkjunum og verið sé að vinna í þús- und málum til viðbótar. Hádegisfund- ur um mál- Kosningaskrifstofa efni Ríkis- útvarpsins SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna og Heimdallur, f.u.s. Ileykjavík, standa fyrir hádegis- fundi um málefni Ríkisútvarpsins laugardaginn 8. janúar, undir yf- irskriftinni Hvert er hlutverk Rík- isútvarpsins? Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Átthagasal kl. 12. Framsögumenn verða Páll Magn- ússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Elfa Björk Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, Ólaf- ur Hauksson blaðamaður og Sigurð- ur G. Tómasson, dagskrárstjóri Rás- ar 2. í pallborðsumræðum eftir fram- söguerindin verða þátttakendur auk framsögumanna Svavar Gestsson alþingismaður og Giúmur Jón Björnsson nemi. Hádegisverður og kaffi verður á boðstólum. ------♦---------- ■ SKÁKÞING Reykjavíkur 1994 hefst sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Tefldar verða ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1 72 klst. á 30 leiki og 45 mínútur til' að ljúka skákinni. Umferðir verða að jafnaði á sunnudögum kl. 14 og miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Skráning stendur yfir í símum Taflfélags Reykjavíkur. ------♦ ♦ ♦------ ■ KÍNAKLÚBBUR Unnar verð- ur með Kínakvöld á veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28, kl. 19 á sunnudag. Eftir máltíð verður dag- skrá sem Unnur Guðjónsdóttir, ballettmeistari sér um og kynntar verða næstu ferðir klúbbsins. Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi, hefur opnað kosningaskrif- stofu, vegna prófkjörs sjálf- stæðismanna í Reykjavík 30. og 31. janúar nk., á Suður- landsbraut 50, (bláu húsin við Faxafen). Sími 681056. Stuðningsmenn. ORÐSENDING TIL SAUDFJÁRBJENDA Utflutningur á vistvænu dilkakjöti 1994 Embætti yfirdýralæknis og Kaupsýslan hf. hafa leitað eftir viðurkenningu bandarískra heilbrigðisyfirvalda um sérmerk- ingu á ákveðnum íslenskum sláturafurðum, sem „laus við aðskotaefni." Fáist þessi viðurkenning, munu opnast leiðir inn á hinn svokallaða „vistvæna markað". Þess er vænst að slíkt leyfi fáist fyrir haustið 1994. Til að uppfylla skilyrði fyrir slíkri viðurkenningu um efnainnihald og meðferð sláturaf- urða, þarf að vinna eftir ákveðnu vottunarkerfi. Því auglýsa ofangreindir aðilar eftir samstarfi við sauðfjárbændur, sem hafa áhuga á að framleiða dilkakjöt samkvæmt þessum kröf- um. Útflutningur sláturafurða á Bandaríkjamarkað er bundinn við ákveðin sláturhús og því er útflutningur afurða takmarkað- ur við þau svæði, sem eftirtalin sláturhús þjónusta: Sláturhús Kaupfélags V-Húnvetninga, Hvammstanga, Sláturhús Kaupfélags Þingeyinga, Húsavík, Sláturhús KASK, Höfn. Nauðsynlegt er að miðla upplýsingum um framleiðsluferil og eftirlitsþætti til þeirra bænda, er áhuga hafa á að taka þátt í þessu samstarfi sem fyrst, þar sem undirbúningi þarf að vera lokið fyrir 15. apríl nk. ef til útflutnings kemur. Eingöngu sauðfjárbændur, sem eru þátttakendur í skýrslu- haldi B.Í., koma til greina. Lysthafendur hafi samband við Erlend Á. Garðarsson í síma 91-611812 varðandi nánari upplýsingar og skráningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.