Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 Viðræður um sameiginlegt vinstra framboð Flestir gætu sameinast um Ingibjörgu Sólrúnu -segir hvorki fráleitt né sjálfgefið að gefa kost á sér VIÐRÆÐUR, sem aðilar kalla óformlegar, hafa staðið milli full- trúa Alþýðubandalags, Framsóknarflokks, Kvennalista og Al- þýðuflokks vegna komandi borgarstjómarkosninga. Eitt af því sem komið hefur til tals er sameiginlegt framboð. Valdimar Kr. Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks, segir að ef eitthvað verði úr þessu verði það að ganga fram í þessum mánuði. Hann segir að þvi sé ekki að leyna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalista, sé það borgarstjóraefni sem flestir geti sameinast um. Sjálf segir Ingibjörg hvorki fráleitt né sjálfgefið að hún gefi kost á sér. „Ég vil auðvitað bara meta það; sjá hvort fólk kemur sér saman um vænlegan málefnagrundvöll og svo sigurstranglegan lista. Þá er ég alveg tilbúin að athuga það,“ sagði Ingibjörg Sólrún í samtali við Morgunblaðið í gær. Valdimar sagði -ljóst að sumir flokkar, s.s. Framsóknarflokkur og Kvennalisti, hefðu gefíð í skyn að þeir ætluðu að bjóða fram eigin lista. „En óneitanlega ruglaði mál- ið að sameiginlegt framboð hefur komið betur út í skoðanakönnun- um heldur en sundrað," sagði hann og bætti við að þessi niðurstaða hefði ýtt við fólki að ræða málin yfir kaffibolla. Hann lagði hins vegar áherslu á að viðræðumar væru á óform- legu stigi og talsvert í land að al- varlega væri verið að ræða sameig- inlegt framboð. Hann sagði ljóst, í almennri umræðu, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri það borgar- stjóraefni sem flestir gætu orðið sammála um. Hann sagði að hingað til hefðu aðallega staðið yfir viðræður á milli Alþýðubandalags, Kvenna- lista og Framsóknar. Lítið hefði verið rætt við Alþýðuflokk. Flókið mál Ámi Þór Sigurðsson, formaður kjördæmaráðs Alþýðubandalags- ins, sagði að mjög óformlegar umræður hefðu átt sér stað og sameiginlegt framboð væri eitt af því sem rætt hefði verið um. Hins vegar væri ljóst að slíkt væri afar erfitt. Flókið mál væri að koma saman framboðslista fyrir kannski 4 flokka. Slíkt segði sig nánast sjálft. Aðspurður sagðist hann ekki geta neitað því að nafn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði verið nefnt sem borgarstjóraefni. Hann sagði að á næstu dögum skýrðist hvort umræðunum yrði myndaður formlegur farvegur. Ákveðinn vilji fyrir sameiginlegu framboði Guðrún Ögmundsdóttir, borgar- fulltrúi Kvennalista, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað. Sameiginlegt framboð hefði verið hálft upp á borð og ekki upp á borði. Ákveðinn vilji væri fyrir slíku í öllum flokkum en tíminn myndi leiða í ljós hvort úr yrði. Hún sagði að fólk myndi halda áfram að spjalla saman. „Síminn stoppar ekki hingað og þangað til að ræða málin. Sennilega hætta umræðumar ekki fyrr en fram kemur ákveðinn listi frá einhveij- um flokkanna," sagði hún. Guðrún sagði að alltaf væri til staðar umræða um Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur sem hugsanlegt borgarstjóraefni. Hún stæði hins vegar mishátt. „Það yrði auðvitað fengur fyrir Kvennalistann en sjálf hefur Ingibjörg Sólrún ekki gefið neitt formlegt svar,“ sagði Guðrún. Fulltrúaráð Alþýðuflokks utan viðræðna Bolli Valgarðsson, í fulltrúaráði Alþýðuflokksins, sagði að bréf hefði verið sent til hinna flokkanna vegna möguleika á sameiginlegu framboði í nóvember. Ekkert hefði komið út úr því og fulltrúaráðið stæði fyrir utan allar viðræður. Hann kvaðst aðspurður vænta þess, ef til þess kæmi að fulltrúar hinna flokkanna lýstu yfir áhuga á samstarfi, að fulltrúaráð kæmi saman og tæki afstöðu til þess. Saman í höfn ÁSBJÖRN og Þerney liggja nú í Reykjavíkurhöfn vegna verk- falls sjómanna. Afli mínnsta togarans meiri en þess stærsta ÁSBJÖRN, minnsti togari Granda hf. veiddi 300 tonnum meira á seinasta ári en Örfisey, stærsti togari fyrirtækisins. Afli Ásbjörns var 5.400 tonn en Örfisey veiddi 5.100 tonn. Veiðiferðir Ásbjörns standa yfirleitt ekki lengur en í viku í senn og landar togarinn í heimahöfn, en Örfisey stundar aðallega úthafsveiðar og frystir um borð. Ásbjörn er smíðaður árið 1978 og Ásbjöm nálægt honum að og er um þrefalt minni að öllu leyti en Örfisey sem smíðuð er 1988. „Afli Örfiseyjar var af- skaplega góður á seinasta ári en það er án engan hallað þótt maður viðurkenni að þetta er frábær árangur hjá svona litlu skipi. Mér vitanlega kemst ekk- ert skip af sömu stærðargráðu þessu leyti, segir Sigurbjöm Svavarsson, útgerðarstjóri Granda hf. Hann segir mikla ánægja ríkja innan fyrirtækisins með afla skipsins og ljóst að langt sé þangaðtil því verði lagt. Skipstjóri á Ásbimi er Magn- ús Garðarson en skipstjóri Örfis- eyjar er Trausti Egilsson. Félagsmálaráðuneytið um málefni Austur-Eyjafjallahrepps Oddvitinn áminntur vegna óreiðu á bókhaldi hreppsins FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur með bréfi til hrepps- nefndarmanna í Austur-Eyja- fjallahreppi lýst því yfir að það telji óhjákvæmilegt að áminna fyrverandi oddvita Austur- Eyjafjallahrepps vegna bók- haldsóreiðu á skrifstofu hrepps- ins. Þá óskar ráðuneytið eftir því að hreppsnefndin taki af- stöðu til þess hið allra fyrsta hvort hún telji rétt að óska eft- ir opinberri rannsókn á meðferð oddvitans á fjármunum hrepps- Tillögnr samtaka sjómanna um breytingar á sljórn fiskveiða Vilja banna allt framsal á kvóta nema um jöfn skipti sé að ræða SAMTÖK sjómanna afhentu forsætisráðherra í gær tillögur sínar til lausnar kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna, en verkfall hefur nú staðið frá upphafi árs. TiUögurnar eru í fjórum liðum og byggj- ast allar á lagabreytingum. Sú fyrsta kveður á um að leyfa skuli frjálsa sókn í þær tegundir, sem fyriséð er að náist ekki að loknum 8 mánuðum fiskveiðiársins. Önnur er að banna skuli allt framsal kvóta, nema um sé að ræða jöfn skipti á veiðiheimildum. Sú þriðja kveður á um að allur fiskur skuli fara á uppboðsmarkaði eða miða skuli verð á fiski við markaðsverðið og sú þriðja um að réttarstaða sjómanna verði betur tryggð með lagasetningu. Ferð tillögugerð samataka sjómanna um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða hvað varðar framsal aflaheimilda hér á eftir. Tillögugerð samtaka sjómanna veiðiársins. er á þá leið að breyta skuli lögum um stjómun fiskveiða með ýmsum hætti. í fyrsta lagi bætist ný máls- grein við 3. grein laganna og verði hún svo: „Ef útlit er fyrir að ekki takist að veiða leyfðan heildarafla tiltekinna tegunda að mati Fiski- stofu, þegar 8 mánuðir eru liðnir af fiskveiðiárinu, skal ráðherra af- nema aflamark þeirra tegunda fyrir það tímabil, sem eftir er af fiskveiði- árinu. Ráðherra er heimilt að stöðva veiðar, þegar leyfðum heildarafla tiltekinnar tegundar er náð.“ í greinargerð með tillögu þessari er tekið fram að þessi leið sé nauðsyn- leg til að tryggja að sem næst leyfð- ur hármarksafli veiðist innan fisk- Þá er lagt til að önnur málsgrein 11. greinar laganna hljóði svo: „Við eigendaskipti á fiskiskipi fylgir afla- hlutdeild þess, nema aðilar geri sín á milli skriflegt samkomulag um annað, enda sé fullnægt ákvæðum 3., 4. og 5. mgr. þessarar greinar." Lagt er til að nýr málsliður komi við 5. málsgrein 11. greinar svo hljóðandi: „Þó skal óheimilt að fram- selja aflahlutdeild fiskiskips í þeirri tegund, næstu fimm árin frá því ári að telja, sem það bætti við sig afla- hlutdeild frá öðru skipi.“ Þama er lagt til að takmarka eigi framsal á aflahlutdeild eða varanlegum kvóta þannig, að kaupi útgerð varanlegan kvóta, til dæmis í þorski, verði henni óheimilt að selja þorskhlutdeild frá sér næstu fimm árin. Þá er lagt til að fyrsta málsgrein 12. greinar laganna verði svohljóð- andi: „Heimilt er að skipta á afla- marki milli skipa, enda sé um jöfn skipti á tegundum að ræða að mati Fiskistofu." Þama er í raun lagt til að heimild til að færa aflamark milli fiskiskipa verði felld niður nema um sé að ræða jöfn skipti á tegundum. Lagt er til að önnur málsgrein 12. greinar verði svohljóðandi: „Til- kynna skal Fiskistofu fyrirfram um skipti á aflamarki tegunda milli skipa og öðlast hún ekki gildi fyrr en stofan hefur staðfest móttöku tilkynningar um skiptin frá þeim, sem hlut eiga að máli.“ Og að þriðja málsgrein hljóði svo: Annar flutn- ingur á aflamarki milli skipa verði óheimill." Loks er tillaga um að útgerðar- maður skuli sjá til þess að afli sé seldur á löggildum uppboðs- og fjar- skiptamarkaði. Sé afli ekki seldur á fiskmarkaði, skal verð einstakra tegunda á aflanum vera ákveðinn hundraðshluti af meðalverði mark- aða innanlands. ins. Loks skorar ráðuneytið á hreppsnefndina að sjá til þess að rekstur skrifstofu hreppsins verði framvegis með þeim hætti að ekki skapist hætta á óreiðu á ný og að skil á ársreikningum verði framvegis í lagi. Félagsmálaráðuneytið felldi tvo úrskurði um málefni Austur-Eyja- fjallahrpps í júni síðastliðnum, meðal annars um ársreikninga og ijármái. í framhaldi af því fékk ráðuneytið Endurskoðun hf. til að yfirfara reikninga hreppsins árin 1990 og 1991 og skilaði Endur- skoðun hf. skýrslu um skoðun sína í byijun desember. Þar koma með- al annars fram það álit að veruleg óreiða hafi verið á flokkun skjala, þar með taldra bókhaldsgagna, og nauðsynlegri úrvinnslu þeirra á skrifstofu sveitarfélagsins. Fram kom að kjörinn oddviti sveitarfé- lagsins var samþykkjandi að víxli sem sveitarsjóður átti í árslok 1991 og að upplýst hafi verið að víxillinn hafi verið gefinn út til að jafna stöðu á viðskiptareikningi í árslok og að ekki hafi legið fyrir samþykkt hreppsnefndar vegna þessarar peningaúttektar. Oddvit- inn greiddi víxilinn í maí 1993, rúmu ári eftir gjalddaga. Þá er gerð athugasemd við innra eftirlit hjá sveitarfélaginu, meðal annars með tekjum og gjöldum. Tekin afstaða til opinberrar rannsóknar Hreppsnefndin óskaði eftir því að Endurskoðun hf. aðstoðaði við að ganga frá reikningsskilum fyrir hreppinn vegna ársins 1992. Ráðuneytið fékk hann í árslok og þar voru gerðar ýmsar leiðrétting- ar vegna fyrri ára. í bréfi ráðuneytisins sem barst hreppsnefndarmönnum í gær er vísað til skýrslu Endurskoðunar hf. um óreiðu í fjármálum hrepps- ins og sagt að dráttur á skilum á ársreikningum verði að teljast ámælisverður. „Jafnframt er ljóst að framangreindur dráttur stafar af miklu leyti af verulegri óreiðu í daglegum rekstri hreppsins... Umsjón með daglegum rekstri hreppsins hefur oddviti, sem telst opinber starfsmaður, m.a. um varðveiðslu skjala, innheimtu tekna og aðra umsýslu á fjármun- um hreppssjóðs. Starfi þessu fylg- ir mikil ábyrgð því öll meðferð á fjármunum sveitarfélags snertir hagsmuni allra íbúa viðkomandi sveitarfélags. Með hliðsjón af fyrr- greindri óreiðu telur ráðuneytið óhjákvæmilegt að áminna oddvita þann, sem þá starfaði, Guðrúnu Ingu Sveinsdóttur, alvarlega vegna þeirra embættisfærslna," segir i bréfi ráðuneytisins. Þá er óskað eftir því að breppsnefndin taki afstöðu til þess hið allra fyrsta hvort hún telji rétt að óska eftir opinberri rannsókn á meðferð odd- vitans á fjármunum hreppsins. Ráðuneytið tekur fram a.ð miðað við aðstæður allar telji hún að farin hafi verið besta leiðin til að greiða úr þeirri óreiðu sem skap- ast hafði í fjármálum hreppsins, það er með því að hreppsnefndin óskaði aðstoðar Endurskoðunar hf. við frágang ársreiknings fyrir árið 1992. Guðrún Inga Sveinsdóttir til- kynnti hreppsnefnd í síðasta mán- uði að hún tæki sér tveggja mán- aða frí frá oddvitastörfum en hún situr áfram í hreppsnefnd. Vara- oddvitinn hefur nú einnig sagt af sér og þriðji hreppsnefndarmaður- inn tekið við oddvitastörfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.